Morgunblaðið - 03.04.1979, Page 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRIL 1979
25
Jafnræði í 20 mínútur
hjá Víkinn og FH
FH reyndist Víkingi lítil hindrun, er liðin mættust í 1. deild karla
í Höllinni á sunnudagskvöldið. Eítir mikið jafnræði, sterkar
varnir og góða markvörslu á báða bóga mest allan fyrri hálfleik,
riðlaðist leikur FH þegar á leið, Víkingur seig fram úr og sigraði
örugglega 20—14, en staðan í hálfleik var 7—4 fyrir Víking.
Mesta eftirsjónin varðandi leik þennan er, að Geir Hallsteinsson
skyldi ekki ná að skora 7 mörk, en það hefði fært honum hundrað
mörk á keppnistímabilinu. Geir var hins vegar ekki sjálfum sér
líkur í leiknum og skoraði aðeins tvö mörk. Þrátt fyrir það, er
hann öruggur markakóngur íslandsmótsins í handbolta. Þá
vekur athygli, að Einar Magnússon hefur ekki leikið með Víkingi
tvo sfðustu leikina.
Það var lítið skorað í leik þessum í fyrri hálfleik, varnir voru
þéttar og sterkar fyrir og framan af vörðu þeir Kristján
Sigmundsson hjá Víking og Magnús Ólafsson hjá FH, rnest af því
sem í gegn um vörnina slapp. Það var ekki fyrr en á 7. mínútu, að
Páll Björgvinsson skoraði fyrsta mark leiksins. Víkingar skoruðu
aftur, en FH jafnaði 2—2. Síðan var jafnt 3—3 og 4—4 og var þá
langt liðið á hálfleikinn. Bæði Víkingur og FH eru kunnari fyrir
sóknarleik en varnarleik og kom því hið lága markaskor á óvart.
Víkingar tóku þó smákipp undir lok hálfleiksins og skoruðu 3
síðustu mörkin og leiddu þannig 7—4 í hálfleik.
Viggó skoraði fyrsta marki í síðari hálfleik, en FH-ingar svöruðu
með tveimur mörkum. Víkingar voru hins vegar að vakna til lífsins
og breyttu þeir á skömmum tíma stöðunni úr 8—6 í 15—8. Urslitin
voru þar með ráðin og leikurinn varð hálf losaralegur undir lokin,
en lokatölurnar urðu eins og fyrr segir 20—14.
Varnarleikur Víkinga hefur stórbatnað eftir því sem liðið hefur á
Islandsmótið og hann var sterkari hluti liðsins að þessu sinni, það er
ekki á hverjum degi sem FH skorar aðeins 14 mörk í leik. I sókninni
bar mest á Viggó, hann var mistækur framan af, en náði sér síðan
vel á strik þegar á leið. Steinar náði ekki að fylgja góðum leik sínum
gegn Haukum eftir að þessu sinni, hann gerði góða hluti, en var
mistækur þess á milli. Ólafur Jónsson var einnig góður að vanda og
Páll átti góða spretti, Arni var sterkur í vörninni. Kristján
Sigmundsson var mjög góður í markinu hjá Víkingi, hefur staðið sig
vel að undanförnu, Kristján varði 14 skot í leiknum.
Það var fátt um fína drætti hjá FH að þessu sinni, Geir var langt
frá sínu besta og Viðar, Janus og Guðmundur Arni sýndu lítið.
Magnús Ólafsson var mjög góður í markinu framan af, varði þá m.a.
vítakast. Magnús varði á þessum kafla 7 skot. Það vakti athygli
snemma í leiknum, rétt eftir að Magnús hafði varið vítakast
Sigurðar Gunnarssonar, að Víkingur fékk annað víti. En í stað þess
að leyfa Magnúsi að spreyta sig á því, skipti sá pólski honum út af
og setti Birgi Finnboga inn á. Arni skoraði úr vitinu. Sjá mátti
glöggt, að Magnúsi líkaði ekki ráðstöfun þjálfarans. Þegar á leið,
fóru skotin að leka inn hjá kappanum og varð ekki fyrir þann leika
sett frekar en varnarleikann. Guðmundur Magnússon var líklega
bestur hjá FH, ávalt glaðvakandi á línunni og að þessu sinni
markhæstur FH-inga með fjögur mörk.
Jón Friðsteinsson og Árni Tómasson sáu um dómgæsluna. Þeir
sóttu sig dálítið er á leikinn leið, en dómgæsla þeirra var þó ekki til
fyrirmyndar, þeir voru oft hikandi, ósamræmis gætti og tvisvar eða
þrisvar fóru menn beinlínis að hlægja yfir dómum þeirra.
Sigurður Gunnarsson er farinn að leika með Víkingum að nýju eftir
slæm meiðsli sem hann hlaut í upphafi keppnistímabilsins. Hér reynir
Sigurður skot, en Guðmundur Magnússon FH er til varnar.
f stuttu máli:
íslandsmótið 1. deild: Víkingur — FH 20—14 (7—4)
Mörk Víkings: Viggó Sigurðsson 6, Ólafur Jónsson 4, Steinar
Birgisson 3, Páll Björgvinsson og Sigurður Gunnarsson 2 hvor,
Erlendur Hermannsson og Árni Indriðason eitt mark hvor.
Mörk FH: Guðmundur Magnússon 4, Gumundur Árni og Viðar 3
hvor, Geir Hallssteinsson 2, Janus Guðlaugsson og Sæmundur
Stefánsson 1 mark hvor.
Víti í vaskinn: Kristján Sigmundsson varði víti Geirs og Magnús
Ólafsson varði víti Sigurðar Gunnarssonar.
Brottrekstrar: Viðar Símonarson FH í 2 mínútur. — gg.
Annar tveggja
áhorfenda svaf
„ÞETTA er ekkert til að hlæja
að.“ mátti heyra kallað af
bekknum hjá Ármanni í leikn-
um gegn Leikni í 2. deild ís-
landsmótsins í handbolta á
sunnudaginn. Þetta var alveg
hárrétt, þetta var ekkert fyndið
því að þó að leikurinn hafi ekki
haft nokkra þýðingu, hefði
maður talið að áhugaleysi ieik-
manna væru einhver takmörk
sett. Svo var þó ekki að sjá.
Ármann vann 35 — 23, en lengst
af var ekki meiri en 2—4 marka
munur á liðunum. Staðan í
hálfleik var 12—10 fyrir Ár-
mann.
Leiknir skoraði fyrsta markið
og Ármann hefði átt að jafna 10
sekúndum síðar, en Þráinn rann
þá á höfuðið á tómum popp-
kornspoka í dauðafæri, Leiknir
komst síðan í 3—1, en eftir það
var forystan ávallt hjá Ármanni.
Það sýnir áhuga almennings á
leikjum sem þessum, að í síðari
hálfleik mátti sjá tvo áhorfend-
ur og var annar þeirra meira að
segja, steinsofandi og gekk illa
að vekja hann í leikslok.
Markhæstir hjá Ármanni voru
Friðrik með 13 mörk og Pétur
með 12, en þeir Sveinbjörn og
Gunnar Gunnarsson skoruðu 7
mörk hvor fyrir leikni. — gg.
VÍKINGUR ER FALLINN
1. DEILDARLIÐ Víkings í
kvennaflokki féll niður í 2. deild
með tapi gegn FH í Laugardals-
höllinni á sunnudagskvöldið, Vík-
ingur sem hefur lokið leikjum
sínum hlaut aðeins 4 stig á mót-
inu, en næsta lið sem er UBK,
hefur 5 stig og á enn eftir einn
leik. Þó að Víkingsliðið hafi verið
slakt í vetur, hefur liðið oft leikið
betur en það gerði gegn FH, þar
var taugaspennan og hnoðið alls-
ráðandi. FH vann örugglega
16—10, en staðan í hálfleik var
8-4 fyrir FH.
Sigur FH var aldrei í hættu,
liðið náði strax afgerandi forystu
sem var frá 2—6 mörk og þó að FH
hafi eins og Víkingur, oft leikið
betur og mistökin væru mörg, var
eigi að síður alger gæðaflokks-
munur á liðunum.
Það er í raun og sannleika ekki
hægt að hæla nokkurri Víkings-
dömunni fyrir frammistöðu sína í
leiknum nema helst Sólveigu.
Efniviðurinn er þó fyrir hendi og
það er kannski best fyrir liðið að
falla niður og byrja allt upp á nýtt
frá grunni. Þær Anna, Svanhvít,
Katrín og Sigrún voru allar at-
kvæðamiklar í leiknum fyrir FH,
en þær Hildur og Kristjana mættu
að ósekju vera eigingjarnari. Þá
varði Gyða í marki FH mjög vel
allan tímann, m.a. 3 vítaköst, en
tvö önnur, allt í allt 5, fóru
forgörðum hjá Víkingi. Var það
auðvitað þungt á metunum.
Mörk Víkings skoruðu: Iris og
Sólveig 2 hvor, Ingunn, Agnes
Sigurrós, Heba, Sigrún og Ástrós
mark hver.
Mörk FH: Svanhvít 5, Katrín og
Anna 4 hvor, Sigrún 2 og
Kristjana 1 mark. — gg.
• íslandsmeistarar Fram í meistaraflokki kvenna
Stúlkurnar sigruðu nú íslandsmótið fjórða árið í röð, og höfðu nokkra yfirburði yfir keppinauta sína. Fremri röð frá vinstri: Þórlaug
Sveinsdóttir, Steinunn Helgadóttir, Jenný Grétudóttir, Laufey Gísladóttir, Kolbrún Jóhannsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir,
Sigrún Blomsterberg.
Aftari röð frá vinstri: ólafur Aðalsteinn Jónsson formaður handknattleiksdeildar Fram. Bára Einarsdóttir, Guðríður Halldórsdóttir, Katla
Kristjánsdóttir, Margrét Blöndal, Oddný Sigsteinsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Jóhanna Halldórsdóttir, Margrét Blöndal og Guðjón Jónsson
þjálfari þessa sigursæla liðs.
Eyjaþór sigraði
eftirhörkuleik
við Ármann
ÞÓR frá Vestmannaeyjum tókst
nokkuð sem vart var reiknað með
af liðinu í haust þegar keppnis-
tímabilið hófst. Liðið sem kom
upp úr 3. deild árið áður, náði
öðru sætinu í 2. deild og tryggði
sér þannig rétt til þess að leika
aukaleiki við næstneðsta liðið í 1.
deild, um sætið. Þessum áfanga
náðu Eyjamenn þegar Ármann
var lagður að velli í íþrótta-
húsinu í Vestmannaeyjum á föstu-
daginn var. Þór vann 20—19, en
staðan í hálfleik var 12—7.
Þórsarar höfðu mikla yfirburði
á öllum sviðum í fyrri hálfleik,
vörnin barðist sem ein heild,
markvarslan var góð og sóknar-
leikurinn gekk upp. Réðu Ármenn-
ingar ekki neitt við neitt og máttu
teljast heppnir að vera aðeins 5
mörkum undir í hléi, urðu þeir þó
að vinna leik þennan til að eiga
nokkra möguleika á því sæti sem
Eyjaþór hreppti með sigri sínum.
I síðari hálfleik tóku Ármenn-
ingar að saxa hægt og bítandi á
forskot Eyjamanna, þannig stóð
innan skamms 15—12, eða 5 mörk
í röð frá Ármenningum. Þórsarar
náðu enn smáspretti og þegar 2
mínútur voru til leiksloka, stóð
19—16 fyrir Þór og sigurinn virtist
nokkurn veginn tryggður. En þá
tóku Ármenningar það til bragðs
að leika maður á mann og riðlaðist
leikur Þórs algerlega við það og
þégar 34 sekúndur voru til leiks-
loka, jöfnuðu Ármenningar
19—19. Eyjamenn hófu leikinn og
þegar 20 sekúndur voru til leiks-
loka var brotið á einum þeirra í
dauðafæri og víti var dæmt. Ur því
skoraði Ásmundur Friðriksson
sigurmark Þórs.
Lið Þórs var jafnt að þessu
sinni, en bestir voru þó þeir
Hannes Leifsson og markvörður-
inn Sigmar Þröstur Óskarsson,
sem varði mjög vel allan leikinn.
Pétur Ingólfsson og Jón Viðar voru
sterkastir Ármenninga og gekk þó
Pétur ekki heill til skógar.
Mörk Þórs: Hannes Leifsson 9
(2), Ásmundur 3 (1), Herbert,
Andrés og Ragnar 2 hver,
Þórarinn Ingi og Böðvar 1 mark
hvor.
Mörk Ármanns: Pétur 6 (3), Jón
Viðar 5, Óskar 3, Friðrik 2, Jón Á.
2 og Þráinn 1 mark.
Hkj.
Ásmundur Friðriksson Þór skorar úr vítakasti framhjá Ragnari markverði Ármanns. Það var Ásmundur
sem tryggði Þór sigur í leiknum með því að skora sigurmarkið úr vítakasti 20 sek. fyrir leikslok.
Fylkir féll
niður í 2. deild
FYLKIR og HK gerðu jafntefli
16—16 í leik sínum á laugardag-
inn í LaugardalshöIIinni. Leikur
þessi var afarþýðingamikill fyrir
hæði liðin þar sem þau voru bæði
í fallhættu í 1. deildinni. Til þess
að eiga einhverja möguleika á að
halda sér í deildinni þurfti Fylkir
að sigra í leiknum. HK eða ÍR
þurfa hins vegar að ieika auka-
leik við næst efsta liðið í 2. deild
en það er Þór Vestmannaeyjum.
Leikur Fylkis og HK var mjög
spennandi síðustu mínúturnar og
var þá mikill darraðardans á
fjölum hallarinnar.
Þegar 15 mínútur voru eftir að
leiknum náði Fylkir að jafna
metin 14—14, og var það í fyrsta
skiptið sem jafnt var. HK var
ávallt með yfirhöndina og mesti
munur var fimm mörk. Hilmar
Sigurgíslason náði aftur forystu
fyrir HK, en Fylkir gaf ekkert
eftir að Einar Ágústsson jafnar
aftur. En Hilmar sem var í mikl-
um markaham skoraði strax í
næstu sókn og var það fimmta
mark hans í hálfleiknum. Síðasta
mark Fylkis skoraði svo Einar
Einarsson. Þessar lokamínútur
léku liðin meira af kappi en forsjá.
Og ekki var að sjá að lið HK hefði
neitt lært í vetur af því að róa leik
sinn þegar þess er þörf. Að þessu
sinni voru það heilladísirnar sem
voru þeim hliðhollar en ekki Fylki.
Gerði það gæfumuninn.
Lið HK barðist vel í leiknum og
var sérlega mikill kraftur í þeim
strax í upphafi leiksins. Þeim
tókst að skora fimm fyrstu mörk
leiksins án þess að Fylkir svaraði
fyrir sig. Að vísu voru Fylkismenn
afaróheppnir með skot sín, áttu
þeir hvert stangarskotið af öðru og
upp úr því náðu HK menn hraða-
upphlaupum sem enduðu með
marki. Það var fyrst og fremst
þessi góði kafli í byrjun sem gerði
útslagið, og má heita gott hjá
Fylki að ná að vinna þetta stóra
forskot upp. En leikur Fylkis
batnaði stórlega eftir því sem á
leikinn leið.
í liði HK áttu þeir Hilmar
Sigurgíslason og Stefán Halldórs-
son bestan leik, og skoruðu þeir 15
af 16 mörkum liðs síns. Má mikið
vera að Pétur þjálfari Fylkis hefur
ekki gert mistök að láta ekki taka
þá báða úr umferð. Þá átti Einar
markvörður ágætan leik svo og
Kristinn í vörninni.
Hjá Leikni átti Einar Einarsson
góðan leik í sókninni, þessi há-
vaxni leikmaður gerði oft mikinn
usla í vörn HK og hefði gjarnan
mátt reyna að skjóta meira en
hann gerði. Sigurður Símonarson
og Halldór Sigurðsson komust vel
frá varnarleiknum. Jón Gunnars-
son markvörður varði þokkalega,
hefur hann margsinnis varið betur
í vetur en hann gerði í þessum leik.
I stuttu máli: Islandsmótið 1.
deild. Laugardalshöll 31. mars.
Fylkir - HK 16-16 (6 - 9)
Mörk HK: Hilmar Sigurgíslason 8,
Stefán Halldórsson 7 (3v), Jón
Einarsson 1.
Mörk Fylkis: Einar Einarsson 6,
Örn Hafsteinsson 3, Gunnar
Baldursson 3 (2v), Magnús
Sigurðsson 1, Sigurður Símonar-
son 1, Einar Ágústsson 1, Halldór
Sigurðsson 1.
Brottvísun af leikvelli: Hilmar
Sigurgíslason og Kristinn Ólafs-
son báðir úr HK í 2 mín.
Misheppnuð vítaköst: Gunnar
Baldursson Fylki skaut framhjá á
8 mín og Einar Þorvarðarson varði
hjá Magnúsi Sigurðssyni Fylki á
25 mín.
-þr.
| 1. DEILD | | 2. DEILD | | 1. DEILD
í 1. DEILD KARLA ER NÚ
STAÐAN
ÞESSI:
Víkingur
Valur
FH
Haukar
Fram
ÍR
HK
Fylkir
MARKHÆSTIR ERII NÚ:
Geir Hallsteinsson FH
Stefán Halldórsaon HK
Hörður Harðarson Haukum
Atli Hilmarsson Fram
Gústaf Björnsson Fram
Viggó Sixurðsson Vík.
Jón Pétur Jónsson Vai
Gunnar Baldursson Fylki
Guðjón Marteinsson ÍR
Hilmar Sigurgfslason HK
Páll Björfjvinsson Vfk.
Ólafur Jónsson Vfk.
STAÐAN í 2. DEILD KARLA ER NÚ
ÞESSI:
STAÐAN í 1. DEILD KVENNA ER NÚ
ÞESSI:
13 11 1 1 317-251 23 KR 14 9 2 3 336- 278 20 Fram 13 12 0 1 168-107 24
12 10 1 1 224-188 21 Þór Ve 14 8 3 3 279- 255 19 FH 13 8 1 4 177-157 17
14 6 1 7 285-288 13 KA 14 9 0 5 323 -282 18 Haukar 14 7 1 6 168-146 15
13 5 2 6 272-282 12 Ármann 14 7 2 5 304 -283 16 Valur 11 7 1 3 155-144 15
13 5 1 7 257-290 11 Þór Ak 14 7 1 6 275-262 15 KR 13 7 0 6 149-138 14
13 4 1 8 238- 255 9 Þróttur 14 6 2 6 316-299 14 Þór 11 3 0 8 128-146 6
14 3 3 8 250- 269 9 Stjarnan 14 5 0 9 303-300 10 UBK 12 2 1 9 100-163 5
14 2 4 8 250-271 8 Leiknir 14 0 0 14 131-368 0 Vfkingur 14 1 2 11 148-190 4
MARKHÆSTIR ERU NÚ:
95 Konráð Jónsson Þrótti 110
79 Hannes Leifsson Þór Ve 97
75 Björn Pétursson KR 86
68 Eyjólfur Bragason Stjarnan 70
68 Sigtryggur Guðlaugsson Þór Ak '68
62 SÍRurður Sifrurðsson Þór A 66
56 Alfreð Gíslason KA 64
55 Friðrik Jóhannsson Ármanni 63
51 Björn Jóhannesson Ármanni 63
50 Þorleifur Ananíasson KA 62
50 Pétur Ingólfsson Ármanni 62
47 Simon Unndórsson KR 60
Einkunnagjdfin
Fylkir: Jón Gunnarsson 2, Halldór Sigurðsson 3, Gunnar Baldursson 2,
■Stefán Hjálmarsson 2, Örn Hafsteinsson 2,. Einar Einarsson 4, Kristinn
Sigurðsson 2, Einar Ágústsson 2, Sigurður Símonarson 3, Magnús Sigurðsson
2, Guðni Hauksson 2, Jóhann Jóhannsson 2.
HK: Hilmar Sigurgíslason 4, Stefán Halldórsson 3, Einar Þorvaröarson 3,
Erling Sigurðsson 1, Karl Jóhannsson 2, Jón Einarsson 2, Kristinn Ólafsson 2,
Ragnar Olafsson 2, Gunnar Eiríksson 2, Friöjón Jónsson 2.
Víkingur: Kristján Sigmundsson 3, Eggert Guðmundsson 1, Páll
Björgvinsson 2, Ólafur Jónsson 3, Viggó Sigurösson 3, Steinar Birgisson 2,
Árni Indriöason 3, Erlendur Hermannsson 2, Siguröur Gunnarsson 2, Magnús
Guðfinnsson 1, Skarphéöinn Óskarsson 1.
FH: Magnús Ólafsson 2, Birgir Finnbogason 1, Guömundur Magnússon 3,
Sæmundur Stefánsson 1, Geir Hallsteinsson 2, Viðar Símonarson 2,
Guðmundur Árni Stefánsson 2, Janus Guðlaugsson 1, Valgarð Valgarösson 1,
Kristján Arason 1.
Fylkir: Jón Gunnarsson 3, Halldór Sigurðsson 2, Gunnar Baldursson 3,
Stefán Hjálmarsson 3, Örn Hafsteinsson 2, Einar Einarsson 2, Kristinn
Sigurðsson 2, Einar Ágústsson 2, Siguröur Símonarson 2, Magnús Sigurðsson
3, Guðni Hauksson 2, Jóhann Jóhannesson 2.
Fram: Gissur Ágústsson 2, Sigurður Þórarinsson 2, Jóhann Kristjánsson 2,
Theodór Guðfinnsson2, Hjörtur Þorgilsson 2, Gústaf Björnsson 4, Sigurbergur
Sigsteinsson 2, Atli Hilmarsson 2, Erlendur Davíösson 2, Jens Jensson 1,
Birgir Jóhannsson 2, Viðar Birgisson 2.
MARKHÆSTAR ERU:
Guðrfður Guðjónsdóttir Fram 53
Margrét Theodórsdóttir Haukum 51
Harpa Guömundsdóttir Val 49
I nKunn Bernódusdóttir Vfk. 46
Katrín Danivalsdóttir FH 45
Svanhvft Magnúsdóttir FH 43
Hansfna Melsted KR 42
Anna Gréta Þór 42
Oddný Sigsteinsdóttir Fram 36
Halldóra Matthiesen Haukum 35
Kristjana Aradóttir FH 34
Erna Lúðvíksdóttir Val 33
Arna Garðarsdóttir KR 27
Stigahæstir
í einkunna-
gjöf Mbl.
Stigahæstir f einkunnagjöf
Morgunblaðsins eru nú þessir:
Jón Gunnarsson Fylki 39 (14)
Geir Hallsteinsson FH 39 (14)
Jens Einarsson lR 37 (13)
Andrés Kristjánsson Haukum 36 (13)
Hörður Haröarson Haukum 36 (13)
Atli Hilmarsson Fram 36 (13)
Ólafur Jónsson Vfk. 35 (13)
Erlendur Hermannsson Vík. 34 (13)
Páll Björgvinsson Vfk. 34 (12 )
Árni Indriðason Vfk. 34 (13)
Einar Þorvarðarson HK 33 (13)
Viggó Sigurðsson Vík. 33(12)
Bjarni Guðmundsson Val 32(11)
Guðmundur Árni Stefánsson FH 32 (14)
Stefán Halldórsson HK 32 (13)
Guðmundur Magnússon FH 31 (13)
Gústaf Björnsson Fram 31 (12)
ólafur Benediktsson Val 30 (10)
Jón Pétur Jónsson Val 30 (11)