Morgunblaðið - 03.04.1979, Page 26

Morgunblaðið - 03.04.1979, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979 1 Mikil gróska í FYRIR skömmu boðaði aðal- stjórn Knattspyrnufélagsins Víkings til blaðamannafundar í félagsheimilinu við Hæðargarð. A blaðamannafundi þessum kynnti stjórn félagsins atarf hinna ýmsu deilda, og hvað framundan væri í starfi þeirra. Þá var blaða- mönnum boðið að skoða glæsilegt félagsheimili þeirra svo og alla aðstöðu. Miklar endurbætur hafa að undanförnu verið gerðar á félagsheimilinu og því verið gjör- breytt. Er öll aðstaða þar orðin hin besta. Þá hefur Víkingum nú verið úthlutað framtíðaríþróttasvæði innst í Fossvogsdalnum. Er mikill fengur að úthlutun þessari, en stefnt verður að því að svæðið komist í notkun á næstu 4 — 6 árum. Fram kom að á döf- inni er útgáfa sérstaks frétta- bréfs Víking og er hugmyndin sú að með útgáfu slíks rits sé hægt að ná betra sambandi við fólk það sem býr í Víkingshverfinu. Á blaðamannafundinum kom fram að mikil gróska er í öllu starfi félagsins, og fjölgar félögum stöðugt. Var mikill hugur í aðalstjórn svo og for- mönnum deildarinnar að gera veg og vanda Víkings sem mestan á komandi árum. Nýtt framtíðar íþróttasvæði Víkingur hefur frá því á miðjum sjötta áratugnum haft aðalbæki- stöðvar sínar og íþróttasvæði milli Breiðagerðisskólans og Hæðar- garðs. Svæði þetta er á margan hátt mjög gott og hefur dugað félaginu vel, en á síðari árum er það farið að verða í minnsta lagi og farið að kreppa að starfssemi félagsins. Þess vegna hafa Víkingar í mörg ár svipast um eftir nýju íþróttasvæði fyrir félagið. Á árunum 1970—‘72 sóttu Víkingar um að fá úthlutað svæði innst í Fossvogi, en samningar tókust ekki við borgina og IR-ing- um var úthlutað þetta svæði. Er ÍR fékk vilyrði fyrir íþróttasvæði í Mjóddinni í Breiðholti afsöluðu þeir sér svæðinu í Fossvoginum. Árið 1974 gerðu Víkingar samning við borgaryfirvöld um að félagið fengi forgang að umræddu svæði í Fossvogi, sem borgin hugðist sjálf byggja upp með almenningsnot í huga. Hugmynd borgaryfirvalda var að svæðið yrði tilbúið til notkunar að einhverju leyti 1978 og ‘79. Vegna fjárhags- örðugleika varð að fresta fram- kvæmdum við svæðið að mestu, en frumvinna hefur þó farið fram á svæðinu. Víkingar ákváðu því að sækja um þetta svæði fyrir félagið að nýju. 8. nóvember var umsóknin send til borgaryfirvalda og rúmum mánuði síðar var Víkingum form- lega úthlutað þetta svæði. Að mati Víkinga er það mikill fengur að hafa fengið svæði þetta til einkanota fyrir félagð. Það er mjög skjólsælt og gróðursælt, innst í Fossvogsdalnum fyrir vestan Gróðrastöðina Mörk. Um leið og snjóa leysir er ætlunin að mæla svæðið út og láta síðan gera teikningar. Stefna Víkings er sú að svæðið komist í gagnið á næstu 4—6 árum og m.a. er ætlunin að þar verði heimaleikvangur 1. deildarliðs Víkings í knattspyrnu. íþróttahús og félagsheimili Það hefur lengi verið draumur Víkinga að byggja eigið íþrótta- hús. Árið 1977 var sótt um til Iþróttaráðs og Iþróttanefndar ríkisins leyfi fyrir byggingu slíks mannvirkis, en svör hafa ekki borist. Iþróttahússjóður hefur verið stofnaður innan félagsins, en það segir sig sjálft að gífurlegt átak þarf til að koma slíku húsi upp. Grófir útreikningar telja kostnað vegna byggingar íþrótta- húss eins og Víkingar hafa í huga vera 300—350 milljónir króna. Miklar og dýrar endurbætur hafa verið gerðar á félags- heimilinu að undanförnu. Síðast- liðinn vetur var suðurálmu húss- ins gjörbreytt og þar gerð vönduð búningsherbergi og baðklefar. I vetur hefur endurbótunum verið haldið áfram og það nýjasta er að gamlar myndir og merki, sem félagið hefur eignast á langri leið, hafa verið dregin upp úr skúffum og skápum, kössum og kistum, víðs vegar um bæinn og skreyta nú félagsheimilið. Félagsheimilið er nýtt flest kvöld vikunnar allan ársins hring. Auk búningsaðstöðu og herbergis fyrir þjálfara og dómara í suður- álmu er gott fundarherbergi í heimilinu, stór salur, sem m.a. er notaður fyrir stærri fundi og borðtennisdeild félagsins, lítið eld- hús, lítil verzlun og anddyri eða hol, sem m.a. er notað fyrir starf- semi Bridgedeildar félagsins. Knattspyrnan Mikill hugur er nú í knatt- spyrnumönnum Víkings. Sovét- maðurinn Youri Ilytchev hefur verið ráðinn þjálfari meistara- flokks og 10. febrúar hófust æfingar af miklum krafti, og æft er 4—5 sinnum í viku. Binda Víkingar miklar vonir við starf Youra, því að maðurinn er snjall þjálfari og náði frábærum árangri með lið Vals á sínum tíma. Ekki verður ungu kynslóðinni gleymt og hefur Sverrir Friðþjófsson verið ráðinn unglingaleiðtogi félagsins. Er ætlunin að endurskipuleggja allt unglingastarfið frá grunni. • Það er best að sýna hvað í manni býr. félagsstarfi Víkings • Aöalstjórn Víkings. Neðri röð frá vinstri: Vilhelm Andersen, Jón Aðalsteinn Jónasson formaður Víkings, Kristján Helgason, Efri röð f.v. Brúnó Hjaltested, Jón Valdimarsson, Hjörleifur Þórðarson. Á myndina vantar Árna Árnason og Einar Guðmundsson. Handknattleikur Meistaraflokkur Víkings er nú í fremstu víglínu í handknatt- leiknum, hefur náð mjög góðum árangri í íslandsmótinu í vetur og stefnir að tvöföldum sigri, bæði bikar og sjálfan íslandsmeistara- titilinn. Hefur starf pólska þjálfarans Bodans Kolwalsky skilað sér ríkulega, og allt bendir til þess að hann starfi áfram hjá félaginu. Handknattleiksdeildin hefur ákveðið að taka þá nýbreyttni upp að hafa æfingar fyrir alla flokka félagsins í sumar. Að vísu verður gefið hlé í mánaðartíma eftir að keppnistímabilinu lýkur, en síðan byrjað að fullum krafti. Víkingur eiga rétt á haust- heimsókninni í handknattleik og hafa mikinn hug á að fá hingað sterkt lið og hefur Barcelona verið nefnt í því sambandi, en einnig kemur þýska liðið Gummersbach til álita. Víkingar munu senda 2—3 flokka ungra handknattleiks- manna á Partille V Cup í sumar eins og undanfarin ár. Stuðningsmannaklúbbur hefur verið stofnaður hjá félaginu og mun hann fylgja handknattleiks- mönnum svo og knattspyrnu- mönnum á leikjum liðanna. Nú þegar er 90 manna hópur skráður í klúbb þennan. Skíðadeild Skíðaskáli Víkings í Sleggju- beinsskarði hefur mikið verið notaður í vetur og greinilegt að margir forðast örtröðina í Bláfjöllum og renna sér heldur í brekkunum fyrir ofan Kolviðarhól eða í Skálafelli. Þrjár togbrautir eru í Víkingsbrekkunum og m.a. ein, sem eingöngu er ætluð byrjendum, en þar fer fram kennsla fyrir nýgræðinga í íþrótt- inni um allar helgar. I sumar er ætlun skíðadeildar að komast eins langt með byggingu aðallyftunnar og framast er kostur, en einnig verður byggt við skíðaskálann í sumar sérstakt herbergi fyrir kennara. Blakdeild, borðtennisdeild og badmintondeild Uppbygging blakdeildar hefur gengið vel í ár eftir nokkra lægð. Karlalið félagsins hefur nú nýlega tryggt sér sæti í 1. deildinni að nýju. Um badmintondeild er það að segja að heldur stirðlega hefur gengið að vinna íþróttinni sess innan félagsins, en ungt og efni- legt fólk er farið að gera sig gildandi á unglingamótum. Borð- tennisdeildinni hefur gengið betur og Víkingur á nú 3 landsliðsmenn og 3 í unglingalandsliði. Þessar þrjár deildir voru allar stofnaðar 1974 og eru því ungar að árum. Þá eru göngudeild og bridge- deild starfandi í félaginu. Göngu-Víkingar hittast á hverjum sunnudagsmorgni og ráða með sér hvert skuli gengið þann daginn. Og hjá bridgedeildinni spila reglulega um 35 manns. Fulltrúaráð og kvennadeild hefur starfað innan Víkings um árabil og verið félagsstarfinu mikill styrkur. Víkingskonurnar hafa ávallt verið tilbúnar að rétta hjálparhönd þegar til þeirra hefur verið leitað. Eins og sjá má á þessari upp- talningu er ekki setið auðum höndum. Félagsstarfið blómstrar og árangurinn og uppskeran eiga eftir að koma í ljós. - þr. • Þeirra er framtíðin. Ungir knattspyrnumenn á æfingu hjá Víkingi. Framtíðarsvæðið verður í Fossvogi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.