Morgunblaðið - 03.04.1979, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
Jón G. Sóines:
Orkuver utan Landsvir
sjóð, en ábyrgðinni væri skipt
milli ríkis og Reykjavíkur.
Hann sagði, að það ætti að jafna
rafmagnskostnaðinn með beinum
framlögum úr opinberum sjóðum
svo sem ríkissjóði en alls ekki með
aukaálagi á íbúa þéttbýliskjarn-
unarsvæðisins búa vi
miklu erfiðari lánakjör
í fyrirspurnartíma sl. þriðju-
dag svaraði fjármálaráðherra
fyrirspurn Jóns G. Sólnes varð-
andi fjármögnun virkjunarfram-
kvæmda.
*
Jón G. sólnes (S) sagði mklar
umræður hafa farið fram um
fjárhagsleg vandamál hinna ýmsu
orkuvera dreifbýlisins og þá alveg
sérstaklega Rariks. — I sambandi
við þessi mál hefur verið upplýst,
að fjármögnunarmál hinna ýmsu
raforkuvera landsins munu vera
með margvíslegum hætti. Ástæða
er til að ætla, að orkuver utan
svokallaðs Landsvirkjunarsvæðis
búi við miklu erfiðari lánakjör
heldur en t.d. Landsvirkjun. Telja
margir, að til þessara þátta megi
rekja að verulegu leyti hina miklu
fjárhagslegu erfiðleika umræddra
orkuvera.
Fyrirspurn
þingmannsins
var svohljóðandi:
1. Hve hárri upphæð nam skuld
Landsvirkjunar við ríkissjóð í
árslok 1978 vegna svokallaðra
víkjandi lána og hvernig er háttað
greiðsluskilmálum og öðrum lána-
kjörum að því er snertir þessi mál.
2. Að hve miklu leyti hafa
framkvæmdir neðangreindra
virkjunaraðila verið fjármagnaðar
greiðslur hefjist þegar tekjur að
frádregnum rekstrarkostnaði eru
orðnar jafnar vöxtum og
afborgunum. Er þá meðtaldir þeir
vextir, sem færðir eru á
byggingarkostnað mannvirkja.
Enn hefur ekki tekizt að ná þessu
marki vegna hinnar öru uppbygg-
ingar Landsvirkjunar.
Ráðherrann sagði enn fremur,
að ef undan væri skilið innlenda
lánið, nú 203 millj. kr. og stutt 27
millj. kr. lán hjá ríkissjóði hefði
Landsvirkjun engin innlend lán
fengið og þá ekki heldur vísitölu-
tryggð lán.
Laxárvirkjun hefur fengið 69
millj. kr. í vísitölutryggðu láni, nú
að eftirstöðvum 344 millj. kr.
Rafmagnsveitur ríkisins hafa
fengið 3.606 millj. kr. í vísitölu-
tryggðu láni, nú að eftirstöðvum
8.181 millj. kr.
Kröfluvirkjun hefur fengið 3.298
millj. kr. í vísitölutryggðu láni, nú
að eftirstöðvum 5.133 millj. kr.
Lán Laxárvirkjunar yfirtók
ríkissjóður í sambandi við lausn
Laxárdeilunnar.
Af lánum Rafmagnsveitna ríkis-
ins hefur Orkusjóður yfirtekið
vegna framkvæmda á Vestfjörðum
kr. 2.887 millj., en ótalin er skuld
með vísitölutryggðum lánum og
hve háum upphæðum nema
skuldir þessara fyrirtækja í
slíkum lánum í ársiok 1978 a.
Landsvirkjunar, b. Laxárvirkjunar
s. Rafmagnsveitna ríkisins d.
Kröfluvirkjunar.
Víkjandi lánin
nema 550 millj. kr.
Tómas Árnason fjármála-
ráðherra sagði, að 1967 hefði
ríkissjóður veitt Landsvirkjun 200
millj. kr. víkjandi lán til Búrfells-
virkjunar og því til viðbótar 350
millj. kr. lán árið 1974 vegna
Sigölduvirkjunar. Þar af voru 100
millj. kr. í innlendri mynt, en
engar greiðslur af lánunum hefðu
farið fram og vextir bætzt við
höfuðstól árlega.
í árslok 1978 voru lánin reiknuð
í íslenzkum krónum 3430 millj. eða
um 5,6% af heildarlánum Lands-
virkjunar. — Að sjálfsögðu er gert
ráð fyrir, sagði ráðherra, að
vegna byggðalínu kr. 2.062 millj.
kr.
Orkuverðið á þéttbýlis-
svæðunum greitt niður
Jón G. Sólnes þakkaði svör
ráðherra, en af þeim mætti ráða,
að sá aðilinn, sem byggi við hag-
stæðasta markaðinn og hefði að
mörgu leyti beztu aðstöðuna, byggi
einnig við beztu lánakjörin. — Það
gefur aúga leið á þessum verð-
bólgutímum og hávaxtatímum,
sem gilda í fjármálakerfi þjóðar-
innar, að það eru ekki lítil hlunn-
indi að geta verið með 3,5
milljarða í skuldum, sem eru ekki
verðtryggð lán og bera ekki hærri
vexti en frá 6 eg upp í 10%, sagði
þingmaðurinn. Og óneitanlega
hvarflar að manni spurningin um
það, hversu mikil upphæð mundi
þessi upphæð vera nú, ef þetta
hefði verið reiknað á sviðaðan hátt
og til að mynda lánin, sem Rarik
og Kröfluvirkjun hafa verið látin
taka.
Þingmaðurinn sagði, að í sam-
bandi við jöfnun orkuverðs hefði
verið talað um að reyna að hafa
a.m.k. heildsöluverðið sem næst
því jafnt á aðalafhendingar-
stöðunum, en slíur uppreikningur
lánanna myndi valda verulegri
hækkun á rafmagnsverði á þétt-
býlissvæðinu. — En í sambandi við
það dettur mönnum þá í hug að
varpa fram þeirri athugasemd,
hversu mikið er verið að greiða
niður orkuverðið á þéttbýlis-
svæðinu af hinum almenna skatt-
þegn þjóðarinnar með því að haga
lánskjörum til aðalorkusölufyrir-
tækisins hér á þéttbýlissvæðinu á
þann veg sem gert er.
Örlítið brot af lánunum
Einar Ágústsson (F) sagði ekki
tíma til þess að ræða raforkumálin
í heild til nokkurrar hlítar í
fyrirspurnatíma. Hann vildi þó
ekki láta hjá líða að koma því á
framfæri, að þær tölur, sem fjár-
málaráðherra las upp, væru aðeins
örlítið brot af lántökum Lands-
virkjunar eða um 5%. Til þess að
fá raunhæfan samanburð á fjár-
magnskostnaði þessara fyrirtækja
þyrfti auðvitað að upplýsa líka,
hversu mikið erlend lán Lands-
virkjunar hefðu hækkað, sem væru
langstærsti hlutinn af lántökum
þess fyrirtækis. — Áður en það
liggur fyrir, sagði þingmaðurinn,
geta menn ekki gert raunhæfan
samanburð ' á því, hver búi við
beztu kjörin og hver sé að greiða
niður roforkuverðið fyrir hinn.
Til að réttlæta
frekari álögur
Albert Guðmundsson (S)
sagðist hafa höggvið eftir því, að
innlend lán Landsvirkjunar væru
um 200 millj. kr. og sagðist hann
vona, að hann skildi það rétt, að
þessi skuld væri vegna Sigöldu
vegna seinkunar framkvæmda við
Grundartangamannvirkið. Þá tók
hann fram að 3430 millj. kr., sem
Landsvirkjun skuldaði erléndis,
væri að hálfu á ábyrgð
Reykjavikur.
Þingmaðurinn sagði, a&sérstak-
lega eftir þau ummæli spyrils, að
sá sem byggi við beztu aðstæðurn-
ar hefðu beztu lánakjörin, fælist í
fyrirspurninni, eins og hún væri
sett fram, réttlæting á frekari
álögum á Reykvíkinga til jöfnunar
á rafmagnsverðinu í landinu.
Ég held, að það sé öllum ljóst,
sagði þingmaðurinn, að þegar
skynsamlega hefur verið staðið að
uppbyggingu einhvers í langan
tíma, skapar það traust hjá lán-
veitendum og það traust á ekki að
skattleggjast af öðrum íbúum
þessa lands.
Skuld við ríkissjóð
Jón G. Sólnes gat þess til að
fyrirbyggja misskilning, að þessar
upphæðir, 3.430 millj. kr., væru
ekki skuldir Landsvirkjunar
erlendis, heldur skuld við ríkissjóð
íslands.
Tómas Árnason fjármála-
ráðherra sagði, að hér væri aðeins
um lítið brot af lánum Lands-
virkjunar að ræða, sem væri í
erlendum gjaldeyri, sterlings-
pundum og Bandaríkjadollurum.
Hann tók undir með Jóni G. Sólnes
að það væri ástæða til að athuga
það nánar, hvernig lánamálunum
væri háttað, því að vitaskuld væri
fjármagnsbyrðin liður í rekstrar-
kostnaðinum.
Albert Guðmundsson (S)
ítrekaði að skuld Landsvirkjunar
væri erlent lán en ekki við ríkis-
Eðlileg og
sanngjörn ósk
Gunnar Thoroddsen (S) sagði,
að ýmsir virkjunaraðilar hefðu
a.m.k, ekki enn notið sams konar
fyrirgreiðslu og Landsvirkjun, sem
kæmi fram í því t.d., að Rafmagns-
veitur ríkisins hefðu orðið að
notast fyrst og fremst við vísitölu-
tryggð lán. — Og það er vitanlegt,
sagði þingmaðurinn, að undanfar-
ið ár hafa vísitölutryggð lán
innanlands verið miklu óhag-
kvæmari heldur en erlend lán, þau
hafa hækkað miklu meira heldur
en gengisbreytingum nemur. Ég
held, að það sé alveg ljóst að það
sem fyrir hv. fyrirspyrjanda vakir
er ekki það að skattleggja Lands-
virkjun eða þá, sem eru á veitu-
svæðum Landsvirkjunar, heldur
þvert á móti fá þessar upplýsingar
til þess að vinna að því að sum
önnur virkjunarfyrirtæki í land-
inu geti annað hvort á næstunni
eða smám saman fengið svipaða
fyrirgreiðslu eins og Landsvirkjun
hefur fengið. Það finnst mér ákaf-
lega og eðlileg og sanngjörn ósk.
í stuttu máli
Ur Sameinuðu þingi
• Fundur var í Sameinuðu
þingi sl. fimmtudag. Tillögu
þingmanna Sjálfstæðisflokksins
um 15 ára landsáætlun um
varanlega þjóðvegagerð var vís-
að til fjárveitinganefndar.
Tillögu Ellerts B. Schram o.fl.
um lækkun og niðurfellingu
opinberra gjalda af íþróttavör-
um var vísað til allsherjar-
nefndar. Einnig tillögu Friðjóns
Þórðarsonar o.fl. um sendingu
matvæla til þróunarlanda og
tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur
o.fl. um könnun á heilbrigðis-
og félagslegri þjónustu fyrir
aldraða.
• Árni Gunnarsson (A) mælti
fyrir tillögu, sem hann flytur
ásamt tveimur öðrum þing-
mönnum Alþýðuflokksins, þess
efnis að felld verði niður og
lækkuð leyfisgjöld af litlum
fólksbifreiðum. Af bifreiðum,
sem í eru vélar með rúmmál
sprengirýmis minna en 1600
rúmsentimetra, verði 50% leyf-
isgjald alveg fellt niður, og
lækkað um 25% af bifreiðum
með vélar þar sem sprengirými
er 1601—3000 rúmsm. Af bif-
reiðum með stærri vélar verði
gjöld óbreytt. Tillaga þessi mið-
ar í þá átt að stýra bifreióa-
kaupum til sparneytnari farar-
tækja vegna hækkunar á olíu-
vörum.
Eiður Guðnason (A) mælti
fyrir tillögu þess efnis, að sam-
gönguráðherra láti endurskoða
fjarskiptareglur Pósts- og síma
að því er varðar notkun far-
stöðva í bifreiðum og öðrum
farartækjum, á vinnustöðum, í
heimahúsum og á víðavangi.
Endurskoðunin taki mið af þeim
tæknilegu framförum, sem orðið
hafa í framleiðslu fjarskipta-
tækja að undanförnu, og stefni
að því að um notkun farstöðva
gildi raunhæfar reglur, sem ekki
dragi úr gildi þeirra sem örygg-
istækja.
Páll Pétursson (F) og Ingvar
Gíslason (F) hafa lagt fram
tillögu þess efnis, að ríkis-
stjórnin kanni, hvort ekki að
greiða orlofsfé beint til bænda.
Orlofsfé bænda, 8,3%, er nú
hluti af afurðaverði. Flutnings-
menn segja, að ef ríkið greiddi
hverjum bónda meðalorlof, skv.
verðlagsgrundvelli 1/3 79, kr.
483.000.- stuðlaði slíkt að jöfn-
uði meðal bænda innbyrðis,
lækkun afurðaverðs, lækkun
framfærslukostnaðar og að
niðurgreiðslufé myndi nýtast
betur.