Morgunblaðið - 03.04.1979, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 1979
Bootha hreinsaður
V orster er grun-
aður um græsku
Höfðaborg, 2. apr. AP.
STJÓRNSKIPUÐ rannsóknarnefnd hreinsaði í dag Pieter W. Botha,
forsaetisráðherra Suður-Afríku, og meðráðherra hans af þeim ásökunum að
hafa misnotað almannafé tii að múta ýmsum samtökum og fjölmiðlum til
að skrifa jákva’ðar um Suður-Afríku. og hressa þannig upp á afstöðu
almenningsálitsins í heiminum til S-Afríku.
Aftur á móti var staðfest í
skýrslunni, að af öllu mætti ljóst
vera að fráfarandi forsætisráðherra,
John Vorster, hefði vitað um þetta
og jafnvel er gefið í skyn að hann
hafi haft forgöngu um málið. Sagt er
að um 100 milljónum dollara hafi
verið varið á árunum 1973—1978 til
þess að fá fréttamiðla ýmsa til að
láta af gagnrýni sinni á
kynþáttastefnu stjórnarinnar og
með ýmsum öðrum ráðum hafi verið
reynt að hafa áhrif erlendis í þessa
átt.
Stjórnarandstaðan í Suður-Afríku
sem er mjög kröftug i gagnrýni sinni
þótt hún eigi undir högg að sækja
hefur þegar krafizt þess að Vorster
verði sóttur til saka. Hann er nú
forseti S-Afríku.
Samningar staðfestir
Þórshöfn, Færeyjum, 2. apr.
Frá Jogvan Arge, fréttaritara
Mbl.
LÖGÞINGIÐ í Færeyjum heíur
staðfest fiskveiðisamning þann
sem gerður hefur verið milli
landsstjórnar Færeyja og
íslenzku ríkisstjórnarinnar. Var
samningurinn staðfestur með 31
samhljóða atkvæði en einn
þingmaður var fjarstaddur.
Samkomulag Færeyinga og
Norðmanna var einnig staðfest
einum rómi, en samningurinn við
Sovétríkin fékk aðeins 20 atkvæði
þingmanna stjórnarflokkanna og
samningur við Efnahagsbandalag
Evrópu var staðfestur með 23
atkvæðum.
Belgía:
MARTENS verði
forsætisráðherra
Briíssel. 2. apríl. AP.
BALDVIN Belgíukonungur skipaði um helgina Wilfried Martcnd
formann Flæmska Kristilega flokksins til að verða forsætisráðherra í
nýrri samsteypustjórn sem fimm flokkar eiga hlut að. Mánuði hefur
tekið að koma saman stjórn 1' Belgi'u eftir að Leo Tindemans og stjórn
hans sagði af sér.
Undanfarnar vikur hafa mikil
fundahöld verið í röðum stjórn-
málamanna og undir forystu
fráfarandi forsætisráðherra og
Paul Vanden Boeynants varnar-
málaráðherra. Fái nú nýja stjórn-
in traust þingsins mun meginverk-
efni hennar vera að undirbúa
endurskoðun á belgísku stjórnar-
skránni. Eru þá uppi hugmyndir
að samkvæmt henni yrði Belgía
gerð að tveimur sambandsríkjum,
annað í norðurhluta landsins sem
flæmskumælandi menn býggja og
svo í suðurhlutanum þar sem
frönskumælandi búa.
Martend hefur verið formaður
Flæmska kristilega flokksins
síðustu sjö ár og hann var kjörinn
í fulltrúadeild þingsins tveimur
árum síðar. Hann þykir umbóta-
sinnaður og nýtur stuðnings
vinstri arms flokks síns svo og
forystu verklýðsfélaga sem eru
allvoldug í Belgíu.
Hins vegar hafa þeir Martens og
Tindemans ekki alltaf litið sömu
augum á silfrið, ágreiningur hefur
verið milli þeirra í ýmsum mikils-
háttar málum. Martens hefur
barizt mjög fyrir réttindum
flæmskumælandi manna í landinu
og hann telur að ekki sé jafnræði
milli manna hvað þetta snertir.
Hann er 43 ára gamall og ásamt
Mota Pjnto, forsætisráðherra
Portúgals, verður hann því yngsti
forsætisráðherra í Evrópuríki.
Þetta gerdist 3. apríl
1978—Bandaríkjamenn hætta við
smíði nifteindasprengju.
1964—Bandaríkin og Panama
taka aftur upp stjórnmálasam-
band.
1949—Vopnahlé Araba og ísraels-
manna.
1948—Bandaríkin úthluta $5.33
milljörðum til 16 Evrópuþjóða.
1941—Þjóðverjar taka Benghazi.
1936—Bruno Hauptmann líflátinn
fyrir ránið og morðið á barni
Lindberghs flugkappa.
1930—Haile Selassie verður keis-
ari Eþíópíu.
1860—Pretoria verður höfuðborg
Transvaal.
1776—Rússar láta af kröfum til
Holstein samkvæmt Kaupmanna-
hafnarsamningnum við Dani.
1977—Pasquale de Paoli kosinn
hershöfðingi á Korsíku og stjórnar
uppreisn gegn Genúa.
1742—Prússar missa Olmutz og
herför Friðriks II á Mæri fer út
um þúfur.
1693—Karl XII tekur sér alræðis-
vald í Svíþjóð.
Afmæli: Ge<?rge Herbert, enskt
skáld (1593—1633). — Washington
Irving, bandarískur rithöfundur
(1783-1859). - J.B. Hertzog, suð-
ur-afrískur hermaður — stjórn-
málaleiðtogi (1865—1942). —
Marlon Brando, bandarískur leik-
ari (1924 — ...). — Doris Day,
bandarísk leikkona — söngkona
(1924-...). - Hinrik IV Eng-
landskonungur (1367—1413).
Andlát: Johannes Brahms, tón-
skáld, 1897.
Innlent: Tilkynning landshöfð-
ingja um stofnun þjóðskjalasafns
1882. — Fundurinn í Laugarási
1261. — Sighvatur og Þorvarður
sættast að Iðu 1262. — Brak finnst
úr póstskipi íslands sem fórst út
af Öndverðarnesi 1817. — Kosn-
ingasigur vinstri manna í Dan-
mörku 1901. — d. Magnús
Stephensen landshöfðingi 1917. —
Gengisfelling 1939.
Orð dagsins: Ég vitna oft í sjálfan
mig; það kryddar samræðurnar. —
G.B. Shaw, írskur leikritahöfund-
ur (1856-1950).
Mynd þessi var tekin fyrir framan kjarnorkuverið í Harrisburg fyrir helgina. Fremst á myndinni er
vörubifreið með líkan af kjarnorkuverinu, sem notað var til að finna leiðir til að koma í veg fyrir geislun
andrúmsloftsins.
YFIRVÓLD erlendra ríkja, þar sem kjarnorka er notuð eitthvað að ráði til rafmagnsframleiðslu, keppast
nú við að fullvissa þjóðir sínar um að of mikið hafi verið gert úr biluninni í kjarnorkuverinu í Harrisburg
í Bandaríkjunum, og að kjarnorkuver í þcirra löndum séu hættulaus. Hafa fjölmiðlar verið gagnrýndir
fyrir að gera of mikið úr hættunni sem gæti stafað af geislun frá kjarnorkuverunum, segir í fréttum
AP-fréttastofunnar í gær.
I Vestur-Þýzkalandi hafa hins
vegar dagblöðin varað lesendur
sína við því að halda að bilanir
eins og í Harrisburg geti ekki
orðið í öðrum kjarnorkuverum.
Blaðið Frankfurter Allgemeine
Zeitung segir í grein á mánudag að
í rauninni hefði mátt búast við
svipuðu slysi og í Harrisburg fyrir
löngu. í bjartsýni sinni hafi kjarn-
orku-vísindamennirnir alls ekki
reiknað með því að neitt slíkt gæti
gerzt, og því ekki gert neinar
varúðarráðstafanir. I viðtali við
blaðið segir þingmaðurinn Harald
B. Scháfer, sem er formaður und-
irnefndar í Sambandsþinginu, er
hefur með kjarnorkumál að gera,
að Harrisburg slysið neyði Vest-
ur-Þjóðverja til að leita lausnar á
orkumálum sínum án þess að
þurfa að byggja á kjarnorku.
Bendir hann á að kjarnakljúfurinn
í Harrisburg sé frá sama fyrirtæki
Bretar fara
burt frá Möltu
Valetta, Möltu, 2. aprfl — AP. Reuter.
Á MIÐNÆTTI laugardaginn 31. marz lauk 179 ára her-
og flotaaðstöðu Breta á eynni Möltu á Miðjarðarhafi, og
minntust eyjarskeggjar þess með miklum hátíðahöldum
og flugeldasýningum. Verður Malta framvegis hlutlaust
ríki, án allrar aðildar að varnarbandalögum.
undanfarin sjö ár hafa Bretar
greitt Möltu 14 milljónir punda
árlega í leigu fyrir aðstöðuna þar,
en samningur ríkjanna rann út á
laugardag. I stað stuðnings Breta
kemur nú stuðningur frá Líbýu,
sem heitið hefur Möltu ótakmörk-
uðum efnahagsstuðningi og sam-
vinnu. Eini erlendi þjóðhöfðing-
inn, sem viðstaddur var hátíða-
höldin á laugardag, var Muammar
Gaddafi Libýuforseti.
Gaddafi flutti ávarp við hátiða-
höldin á laugardag, og sagði þar að
bæði Atlantshafsbandalagið og
Evrópa væru „fjandmenn" Möltu.
„Hættið þessum áróðri um Möltu
og Evrópu," sagði hann. „Malta á
ekki heima í Evrópu... Evrópa á
ekki heima á Möltu.“ Hann hét því
svo að verja hluta olíugróða Líbýu
til að styrkja efnahag Möltu og
bæta upp tapið á leigunni frá
Bretum, en kvaðst jafnframt ætl-
ast til þess að Malta styddi
harðlínustefnu sína gagnvart Isra-
el.
Malta varð sjálfstætt ríki árið
1964 og tíu árum síðar lýðveldi, en
var áður brezk nýlenda. Bretar
hafa jafnan haft her- og flota-
stöðvar á eynni, en árið 1972
sömdu þjóðirnar um að stöðvarnar
yrðu lagðar niður smám saman á
næstu sjö árum.
Síðasta brezka herskipið sigldi
frá Möltu á sunnudag, og söfnuð-
ust þá þúsundir eyjarskeggja sam-
an við höfnina til að kveðja. 21
heiðursskoti var hleypt af frá St.
Elmo-virkinu við höfnina, og svar-
aði brezka skipið í sömu mynt.
Kosið á Spáni í dag
Madrid, 2. apríl. AP.
BÆJAR- og sveitarstjórna-
kosningar fara fram á Spáni á
morgun, þriðjudag, og er þá
búizt við því að síðustu
fylgismenn Francos velti þá úr
sessi og einnig er gert ráð fyrir
því að fylgi sósíalista aukist
verulega, svo og ítök
frambjóðenda þjóðernissinna
Baska á si'nu heimasvæði.
Þetta eru fyrstu slíkar
kosningar í nálega hálfa öld og
enda þótt forsvarsmenn bæði
sósíalista og kommúnista vonist
eftir því að ná nokkru aftur af
því kjörfylgi sem hvarf þeim til
Suarezar í þingkosningunum er
þeim ekki spáð afgerandi sigri,
né heldur er búizt við ámóta
úrslitum og urðu árið 1931, en
afleiðingar kosningasigra
kommúnista og sósíalista þá
urðu að Alfonso þrettándi, afi
núverandi Spánarkonungs, varð
að segja af sér og lýðveldið varð
til.
Sósíalistum er spáð því að
þeir nái borgarstjóraembættinu
í Madrid og útlit fyrir góðan
árangur þeirra í Barcelona er
sagt blasa við. Mjótt er talið að
verði á munum í Sevilla og
Valencia.
I Baskahéruðunum í
norðurhluta Spánar er búizt við
að þjóðernissinnar nái
meirihluta í Bilbao og San
Sebastian. A kjörskrá eru 26,7
milljónir manna, en spáð er
dræmri kjörsókn, enda erþetta í
fimmta sinn á 28 mánuðum sem
Spánverjar mega ganga að
kjörborðinu.