Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐLÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 Kjartan Ólafsson: Láglaunabætur aðeins í sex mánuði samkvæmt frumvarpinu KJARTAN Ólafsson alþingis- maður Alþýðubandalagsins skýrði frá því í umræðum um efnahagsmálafrumvarp for- sætisráðherra á Alþingi í gær- kvöldi, að hann hefði það skrif- legt frá þjóðhagsstofnun, að ráðgerðar láglaunabætur ættu aðeins að gilda frá 1. júní til 1. desember, en falla niður að þeim 6 mánuðum liðnum. Kjartan kvaðst hafa spurt Þjóðhagsstofnun að því, hvort þær láglaunabætur upp á 2%, sem gert er ráð fyrir í frum- varpinu, væru aðeins hugsaðar til 6 mánaða, eða hvort þær ættu að vera viðvarandi. I skrif- legu svari var tekið fram, að hækkun verðbóta 1. júní n.k. yrði 7% á almenn laun, en 9% á láglaun, þar sem markið á milli eru 210 þúsund krónur. 1. des- ember ættu svo almennu launin að hækka um 6,5% en láglaunin um 4,5%. Sagðist Kjartan túlka þetta svar þannig að skoðun Þjóðhagsstofnunar væri að lág- launabæturnar ættu að hverfa að sex mánuðunum liðnum. Kjartan Ólafsson gagnrýndi fleiri atriði verðbótakafla frum- varpsins. Um viðskiptakjara- vísitöluna sagði Kjartan að hann teldi að hún skyldi miðuð við 3 mánuði ársins 78 óg 3 mánuði 1979, en ekki allt árið 1978, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, en kaupskerðinguna samkvæmt frumvarpinu sagði Kjartan verða 3% en hins vegar yrði kaupskerðingin af völdum viðskiptakjaravísitölu ekki nema 0,3%, ef notuð yrði sú viðmiðun, sem hann héldi fram. Þá kvaðst Kjartan vilja verja hálfum öðrum milljarði króna til olíustyrkja vegna kyndingar á heimilum, en í frumvarpinu er ráðgert að verja einum milljarði í þessu skyni. Framlag upp á milijarð skerðir kaupgjaldsvísi- töluna um 0,5% en Kjartan kvaðst reiðubúinn til skerðingar upp á 0,7% vegna olíustyrksins. Ljósm. Krístján 20% aukningá á páskaeggjum „VIÐ framleiddum nú 235 þúsund páskaegg, sem er 20% magnaukn- ing frá í fyrra,“ sagði Hreinn Garðars framkvæmdastjóri Sæl- gætisgerðarinnar Víkings, er Mbl. leitaði frétta af páskaeggja- framleiðslunni í gær hjá tveimur stærstu framleiðendunum. Hall- grímur Björnsson framkvæmda- stjóri Brjóstsykursgerðarinnar Nóa hf. sagði að framleiðsla þeirra næmi um 120.000 páska- eggjum, sem væri um 20% aukn- ing frá í fyrra. Þeir Hreinn og Hallgrímur sögðu verðhækkun páskaeggja frá framleiðendum vera um 30% miðað við verðið í fyrra. Hjá Víkingi eru stærðirnar nú sex og kosta ódýrustu eggin frá framleiðanda 90 krónur með sölu- skatti, en þau dýrustu 3000 krónur. Af framleiðslu Nóa er um helm- ingur 50 gramma og 75 gramma páskaegg og kosta þau ódýrustu frá framleiðanda 210 krónur með söluskatti og þau dýrustu 2633 krónur. Viðræðunefnd vegna lands- fyrirtækis um raforkuöflun í framhaldi af starfi Skipulags- nefndar um raforkuöflun, sem skilaði einróma áliti til iðnaðar- ráðuneytisins í lok febrúar s.l., skrifaði ráðuneytið borgarstjórn Reykjavíkur og bæjarstjórn Akur- eyrar og leitaði eftir því að þessir aðilar hæfu viðræður við ráðuneytið um stofnun landsfyrirtækis um meginraforkuvinnslu og raforku- flutning. Bæjarstjórn Akureyrar og borgar- stjórn Reykjavíkur hafa nú svarað erindi ráðuneytisins og hvor um sig kosið nefndir til viðræðna við ráðu- neytið um þessi efni. I framhaldi af þessu hefur ráðu- neytið nú skipað nefnd til þess að eiga viðræður við framangreindar nefndir Reykjavíkurborgar og Akur- eyrarbæjar um hugmyndir ráðuneyt- isins varðandi stofnun umrædds landsfyrirtækis og vinna í samvinnu við þær að gerð tillagna um sameign- arsamning og nauðsynlegar laga- breytingar í þessu sambandi eftir því sem samkomulag kann að takast um milli aðila. í nefndina hafa verið skipaðir: Tryggvi Sigurbjarnarson, rafmagns- verkfræðingur, formaður, Helgi Bergs, bankastjóri, Magnús E. Guð- jónsson, framkv.stj. Sambands ísl. sveitarfélaga, og Pálmi Jónsson alþingismaður, stjórnarformaður Rafmagnsv. ríkisins. Með nefndinni munu og starfa: Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytis- ins og Gunnlaugur Claessen, deildar- stjóri fjármálaráðuneytisins. Hinn árlegi peysufatadagur Verzlunarskólanema var í gær og gengu nemendurnir þá prúðbúnir um borgina eins og sjá má og gcrðu sér glaðan dag. Lj6sm Mb, ó, K Mag Matthías A. Mathiesen: Skuld ríkisins við Seðlabanka aukin um 10,4 milljarða á árinu — búið að ráðstafa 80% fjárveitingar til útflutningsbóta á landbúnaðarafurðir Það kom íram í máli Matthíasar Á. Mathiesen fyrrverandi fjármála- ráðherra í umræðu um efnahagsfrumvarp for- sætisráðherra í neðri deild Alþingis í gærkvöldi, að skuld ríkissjóðs við Seðla- bankann 31. marz sl. hefði verið 36,7 milljarðar króna. Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann á sama tíma 1978 var 24,7 milljarðar króna. Skuldaraukningin er því 12 milljarðar, þar af 10,4 milljarðar á þessu ári. Innifalið í þessari skuld eru aðeins 220 milljónir króna vegna gengissigs. Það er sýnt sagði Matthías, að þeir sem gagnrýndu skuldir ríkissjóðs við Seðlabanka á síðastliðnu kjörtímabili hafa nú ærið verk að vinna. í ræðu Matthíasar kom einnig fram, að útgjöld ríkissjóðs í útflutnings- bætur vegna landbúnaðar- Drengurinn kom fram LÖGREGLAN í Reykjavík aug- lýsti í útvarpi í gærkvöldi eftir tólf ára gömlum pilti, sem hafði farið að heiman klukkan 10 f gærmorgun en í gærkvöldi var ekkert vitað um ferðir hans. Drengurinn kom svo heim skömmu eftir að lýst var eftir honum og kvaðst hann hafa eytt deginum í að skoða Reykjavík, bæði fótgangandi og einnig hafði hann ferðast með strætisvögnum. Matthías Á. Mathiesen. afurða hafi numið fyrstu þrjá mánuði ársins 4,4 milljörðum króna en á fjár- lögum ársins er 5,4 milljarðar ætlaðir til út- flutningsuppbóta á árinu öllu. Þetta þýðir, að þegar er búið að ráðstafa 80% fjárlagafjárveitingarinnar. 1. apríl á liðnu ári var búið að ráðstafa 55% fjár- veitingarinnar á fjárlögum til útflutningsuppbóta. Matthías sagði að fram væri komin á Alþingi til- laga um heimild til fram- leiðsluráðs landbúnaðarins til lántöku að fjárhæð milli 3 og 4 milljarðar króna og sagði að með þessari tillögu væri því skörin farin að færast upp í bekkinn. Slapp með beinbrot eftir 10—20 metra fall — Ég var á leið heim í kaffi þegar ég heyrði einn af leikfélögum sonar míns kalla til mín frá bökkunum þarna rétt vestan við þorpið og sagði hann mér, að Ásgrímur sonur minn lægi handleggsbrotinn í fjörunni, sagði Hörður Júlíusson í Olafsvík, en sonur hans féll fram af bökkunum vestan Ólafsvíkur niður í grýtta f jöru og hlaut ekki önnur meiðsli en haldleggsbrot. — Ég trúði ekki almenni- lega því sem strákarnir hrópuðu þarna frá bakkan- um, en hljóp til og sá þá að drengurinn lá í fjörunni og flýtti ég mér niður. Mjög bratt er þarna ofan við bakkann og voru strákarnir 3, allir sex ára gamlir; á leið í fjörurnar þegar Ásgrími skrikaði eitthvað fótur en í brekkunni er svell og harð- fenni. Brekkan sjálf er 10—20 m löng og þar við bætist fallið niður þverhnípið nokkra metra í viðbót og lenti hann í grýttri fjörunni. Það er vel sloppið að hljóta þó ekki nema tvö beinbrot á handlegg, þau eru að vísu opin, en mildi var að hann kom ekki niður á höfuðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.