Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐJÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1979 17 Samband fiskvinnslustöðva: Auka þarf fjárfest- ingu í fiskvinnslu Á AÐALFUNDI sambands íisk- vinnslustöðvanna, sem haídinn var í Reykjavík 30. marz 1979, var samþykkt eftirfarandi álykt- un: 1. Eftir útfærslu fiskveiðiland- helginnar hefur afli sá sem að landi berst til vinnslu aukist. Fiskiskipastóllinn hefur vaxið að fjölda, stærð og afkastagetu. Fiskvinnslan verður að fá tæki- færi til að taka við þeirri afla- aukningu sem leiða mun af út- færslu landhelginnar og til að nýta nýjar tegundir hráefnis. Fundurinn telur að nú þegar A myndinni eru, talið frá vinstri: Hreinn Pálsson, Kristján Olafsson og Páll Þorgrímsson. Á bak við þá má sjá hluta af nýju innréttingunum. Endurbœtur á Hlégarði FORRÁÐAMENN Félags- heimilisins Hlégarðs í Mosfells- sveit buðu blaðamönnum nýverið að vera viðstaddir athöfn, er opnaður var aftur annar salur hússins eftir gagn- gerar breytingar, er gerðar hafa verið á honum. Salurinn, sem tekur u.þ.b. 70 manns, ér nú mjög vistlegur, enda verið lagfærður frá lofti til gólfs. Loftið var haft í baðstefustíl, veggir klæddir furu og öll lýsing betrumbætt. Hreinn Pálsson formaður húsnefndar tjáði blaðamanni Morgunblaðsins, að þessi breyt- ing væri fyrsta skrefið í fyrir- huguðum heildarlagfæringum á húsinu. Félagsheimilið væri mjög vel nýtt og vantaði oft á tíðum áttunda daginn í vikuna til að hægt væri að fullnægja eftirspurnum. Innan veggja hússins hefðu hin ýmsu félög í sveitinni aðstöðu til fundahalda og skemmtana og mætti þar nefna Lions, Kiwanis, J.C., kvenfélagið, pólitísku félögin og leikfélagið, enda væri það svo, að leikfélagið yrði oft á tíðum að æfa að næturlagi. Hreinn kvað íbúa Mosfellssveitar vera ánægða með þessa breytingu. Kristján Ólafsson hefði séð um hönnun og framkvæmd verksins og unnið þar mjög óeigingjarnt starf, lagt nótt við dag síðustu vikuna til að takast mætti að ljúka verkinu á tilteknum tíma. Nýtingarhlutfall salarins væri nú um betra og öll aðstaða hin ákjósanlegasta. Kristján Olafsson, er sá um allan undirbúning og fram- kvæmd verksins, sagði, að gaman hefði verið að fást við þetta verkefni, samstarfið við húsnefndina verið mjög gott og vildi hann nota tækifærið og þakka það traust, er honum hefði verið sýnt. „Ég hef haft mjög gaman af þessu og mig klæjar í fingurna að taka til höndunum við stóra salinn," sagði Kristján. Því var hvíslað að blm., að ekki væri nóg með að Kristján hefði unnið öll verk eigin hönd- um, heldur hefði eiginkona hans einnig lagt sitt af mörkum, saumaði hún gardínurnar, er auðvitað voru í stíl við innréttingarnar. Páll Þorgrímsson veitingamaður tók við rekstri hússins 1. des. s.l. Hann sagði: „Hér er gott að vinna, nóg er að gera og vænti ég þess að þessi lagfæring laði íbúana að. Við höfum ekki verið samkeppnis- færir hingað til með betri veizlur, s.s. árshátíðir o.fl. Mos- fellingar hafa kosið að halda þær á betur búnum stöðum í Reykjavík og jafnvel þurft að leita til Suðurnesja. Nú er að- staðan allt önnur og betri." SVA berast góðar gjafir Fyrir stuttu hefur Styrktarfé- lagi vangefinna borizt myndarleg fjárupphæð, sem samtök kvenna á tveim stöðum öfluðu með bollu- sölu seinustu helgina í febrúar. Á Seyðisfirði tóku sig til 12 konur annað árið í röð og bökuðu bollur og seldu. Ágóðinn varð kr. 731.895,- en í fyrravetur varð ágóðinn kr. 431.000.-, svo að sam- tals hafa þessar seyðfirzku konur aflað kr. 1.162.895.- á rúmu ári. Á Fáskrúðsfirði gengust félags- konur í Kvenfélaginu Kolfreyju í Fáskrúðsfjarðarhreppi fyrir bollu- sölu, og inn komu kr. 546.220.— Fyrir utan sína vinnu við bakstur og annað gáfu kvenfélagskonurnar allt efni í bollurnar, en félagið rjómann. Á báðum stöðum var selt í loðnubáta og önnur skip, sem inn á hafnirnar komu á þessum tíma, og Kolfreyjurnar seldu hluta af sín- um bollum á Stöðvarfirði. Kvenfélagið „Kvik“ hélt nýlega basar til ágóða fyrir SVÁ og seldist fyrir kr. 162.150.- Þá hafa börn á Seyðisfirði ekki látið sitt eftir liggja og héldu þau sl. ár fjórar hlutaveltur og söfnuðu þannig kr. 110.300.- Að baki þessa starfs liggur mikil og óeigingjörn vinna, og öllu þessu fólki og öðrum, sem á einn eða annan hátt hafa lagt því lið, vill stjórn SVA tjá alúðarþakkir. þurfi að auka fjárfestingu í fisk- vinnslu ef takast á að mæta væntanlegri aflaaukningu og bæta framleiðni greinarinnar og kjör þeirra sem við fiskvinnslu starfa. II. Undanfarna mánuði hafa forsvarsmenn fiskvinnslufyrir- tækja bent á versnandi rekstr- arskilyrði þeirra þ.e. kostnaður. hefur hækkað meira en tekjur. Lausn vandans hefur verið verið frestað með hækkun viðmiðunar- verðs Verðjöfnunarsjóðs, sem síð- an hefur leitt til gengissigs. Var- anlegra aðgerða er þörf þ.e. stöðv- un verðbólgu með öllum tiltækum ráðum. III. Samband fiskvinnslustöðv- anna skorar á ríkisstjórina að efna nú þegar fyrirheit um bætta af- komu um 2—3% eins og kveðið er á um í málefnasamningi ríkis- stjórnarinnar, ennfremur að fella niður stimpilgjöld af afurðalánum. IV. Fiskvinnslan þakkar stjórnvöldum þær aðgerðir sem gerðar hafa verið með því að fella niður sölugjald af nokkrum gerð- um véla til fiskvinnslu og vöru- gjald af lyfturum. Fundurinn telur að fella beri niður alla tolla og sölugjald af vélum og tækjum sem notuð eru itfiskiðnaði svo og af ymsum efnavörum til þess að varna skemmdum á fiskafurðum. V. Það er krafa fiskvinnslunnar að viðurkenning fáist fyrir því að meðalfiskvinnslustöð sé rekin með sæmilegum hagnaði og sé við slíka útreikninga tekið fullt tillit til mismunandi aðstöðu hinna ýmsu landssvæða. ýmsar ráöstafanir heföi mátt gera til Þess aö fyrirbyggja aö svona f»ri, t.d. setja upp -►fl Li t r □ tfi c p-í— eldviövörunarkerfi. Þaö er vei Þekkt kerfi, sem hefur bjargaö miklum verömœtum og gœti líka bjargaö fyrirtæki yöar. Leitiö upplýsinga strax í dag um -►fl utrdnicr-í— kerfin. Þaö getur borgaö sig. ► 1~1 utr dnic r—i eldviövörunarkerfi fyrir fyrirtæki. verksmiöjur sjúkrahús o.fl. SKIPULAGNING • RÁÐGJÖF • ÞIÓNUSTA. heimilistæki sf Tæknideild. Sætúni 8, sími 24000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.