Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 33 leiðendum og hagnýtt sér það besta, sem völ er á, á alþjóðlegum mörkuðum. Kennsla á sviði gagnavinnslu og tölvufræða hefur aukist hin síðari ár, einkum á vegum Háskóla Islands. Nú geta menn fengið gráðu í tölvunarfræði frá H.í. og má það teljast verulegt átak á þessu sviði. Tölvubúnaður hefur verið efldur til muna á síðustu 3—4 árum og er nú notaður bæði dag og nótt af miklum fjölda stúdenta, kennara og rannsóknar- aðilja. Nokkur kennsla í tölvu- fræðum hefur einnig átt sér stað í öðrum framhaldsskólum. Aðgang- ur framhaldsskólanema að gagna- vinnsluvélum er þó mjög takmark- aður. IBM hefur frá upphafi haldið hér regluleg námskeið í tölvun, forritun og kerfisfræði og þjálfað auk þess starfsfólk sem vinnur við vélskráningu (götun). Mikill fjöldi íslenskra tölvumanna hefur notið þessara námskeiða. Þeir sem starfa við gagna- vinnslumál eða hafa áhuga á hagnýtingu þessarar tækni, hafa með sér félag — Skýrslutæknifélag íslands — sem stofnað var árið 1968. Félagið er aðallega vettvangur skoðanaskipta og fræðslu; það gefur einnig úr með reglulegu millibili fréttabréf talin vera hin fyrsta sinnar teg- undar hérlendis. Vitund um gildi upplýsingarauðlindarinnar vex þó miklu hægar en fjölgun tækja- kosts; er sú ójafna þróun mjög í ætt við viðskiptalega hagsmuni seljenda. Segja má, að ástand upplýsingamála á Islandi sé væg- ast sagt bágborið, ef litið er á umfang fjárveitinga til helstu upplýsingasafna á Islandi, þ.e.a.s. til bókasafna. Stefnumörkun á sviði gagnatækni I ýmsum ríkjum hefur verið mörkuð stefna í gagnatækni eða tölvumálum, til að styrkja full- veldi og sjálfstæði viðkomandi þjóðar. Þetta á bæði við um þróun iðnríki á Vesturlöndum og um ríki sem eru á svipuðu iðnþróunarstigi og Island. Öflugustu iðnríki utan Bandaríkjanna hafa t.d. öll lagt áherslu á eflingu innlends tölvu- iðnaðar til þess að losna úr ein- okun bandarískra fyrirtækja á þessu sviði. Öll Norðurlöndin (utan Islands) hafa lagt grundvöll að tölvuiðnaði. Smærri ríki, sem hafa ekki eða telja sig ekki hafa bolmagn til að ráðast í slíkan iðnað, leggja áherslu á að efla samningsaðstöðu sína gagnvart („Tölvumál"). Félagið hefur á síð- ustu misserum einnig beitt sér fyrir ýmsum sameiginlegum hags- munamálum er varða almenna þróun gagnatækninnar. Félagið hefur t.d. sent frá sér ítarlega umsögn um áðurnefnt frumvarp til laga um „kerfisbundna skrán- ingu persónuupplýsinga" og sam- þykkt nýlega staðlaða samninga um kaup, leigu og viðhaldsþjón- ustu varðandi tölvubúnað, sem mælt er með að notaðir verði í viðskiptum milli tölvunotenda og seljenda. Þótt tölvunotkun sé orðin hluti af daglegu lífi margra manna hér, hefur engin könnun farið fram hérlendis um þau félagslegu áhrif sem hafa orðið eða verða af völd- um aukinnar tölvuvæðingar. Það liggur t.a.m. ekki fyrir, hvort aukin sjálfvirkni hefur dregið úr nýju atvinnuframboði eða hvort tilfærsla til starfa tengdra tölvu- rekstri (skráning, tölvun, forritun...) hefur átt sér stað. Það hefur ekki heldur verið athugað hér hvaða áhrif tölvuvæðing hefur haft á stjórnunarhætti, á þátttöku launafólks í ákvarðanatöku og á inntak starfa (verða störf vél- rænni, fjölbreyttari, flóknari,...?). Ef til vill má rekja áhugaleysi á að kanna félagsleg áhrif af tölvuvæðingunni til þess, að verkalýðshreyfingin hefur ekki sinnt þessum málaflokki, að því best er vitað. Gildi upplýsingaauðlind- arinnar er smám saman að renna upp fyrir stjórnendum og em- bættismönnum. Til marks um það má benda á stofnun upplýsingaþjónustu Rannsóknar- ráðs rfkisins á sviði tækni og raunvísinda. Þessi þjónusta er risafyrirtækjunum, sem ráða ferð- inni í þessari iðngrein. Á stöku stað er það ennfremur stefna stjórnvalda að samhæfa gagna- tækni alhliða efnahagsþróun sam- félagsins eða nota þessa lykiltækni fyrst og fremst við forgangsverk- efni, s.s. við iðnþróun eða í þágu menntunar og heilsuverndar. Mikilvægi þess að þjóðríki taki gagnatækni föstum tökum í þágu uppbyggingar og þróunar hefur leitt til þess að UNESCO ákvað árið 1961 að setja á laggirnar sérstaka deild að nafni IBI (Intergovernmental Bureau for Informatic). Frá 1969 hefur IBI starfað að mestu leyti sjáfstætt en fjöldi aðildarríkja IBI hefur aukist jafnt og þétt. Á vegum IBI fer fram samstarf þjóðríkja um stefnumörkun og hagnýtingu gagnatækninnar svo og samræm- ingu og stöðlun þar sem við á. Um 70 ríki, jafnt aðildarríki IBI og önnur ríki, hafa þegar tekið þátt í störfum þessarar alþjóðarstofn- unar. IBI hefur einkum beitt kröftum sínum til að aðstoða minni ríki við skilgreiningu á vandamálum og á hugsanlegri stefnumörkun í þessum efnum. Niðurlag í þessari grein hefur verið skýrt frá eðli og þróun nýrrar greiner sem nefnd er gagnatækni. Sér- fræðingum víða um lönd kemur saman um, að þessi nýgrein eigi eftir að gerbylta atvinnuháttum og daglegu lífi manna á næstu áratugum. Jafnframt vara þeir við þeim félagslegu afleiðingum, sem stjórn- og stefnulaus beiting þess- arar tækni getur haft í för með sér: Samþjöppun framkvæmda- valds og jafnvel gerræði, firringu msnna á vinnustað, atvinnuleysi, o.fl. Þróun gagnatæknimála á íslandi hefur ekki fylgt neinni meðvitaðri stefnu heldur mótaðist hún fyrst og fremst af sölutækni innflytjenda. Fjölgun tækja til gagnameðferðar hefur verið örari en nýting þessara tækja og upplýs- ingaauðlindarinnar. Gagna- tækninni hefur verið beitt aðal- lega við hagræðingu í verzlunar- og þjónustufyrirtækjum. Not þess- ara tækni í þágu frumvinnslu greina og iðnaðar hefur verið lítil. Tæknin hefur ekki heldur verið beisluð — nema að takmörkuðu leyti — í þágu félagslegra mark- miða, eða í samræmi við forgangs- verkefni í þjóðfélaginu. Osjálf- stæði Islendinga gagnvart tækni- framleiðendum og hið óeðlilega markaðsástand sem hefur ríkt hér á þessu sviði, fækka óþarflega þeim valkostum, sem íslendingar ættu að hafa, miðað við stöðu tækni- og markaðsþróunar í heim- inum. Það er mat undirritaðs, að fjöl- þætt átak í þessum efnum sé nauðsynlegt, ef íslendingar vilja takast á við þróunina og fyrir- byggja vandamál, sem henni er óhjákvæmilega samfara. Átak á þessu sviði má gera með ýmsum hætti. Efla þarf t.d. fræðslu um eðli, möguleika... og neikvæðar afleiðingar af völdum gagnatækni. Stuðla þarf að skyn- samlegri nýtinu upplýsingaauð- linda, sem þegar eru til í landinu og myndast hér. Koma skal í veg fyrir tölvuvæðingu sem gerir störf vélræn, skapar öryggisleysi eða dregur úr atvinnu. Samtök launa- fólks í landinu eiga hér verðugt verkefni með höndum og ættu að taka norsk verkalýðssamtök sér til fyrirmyndar í þeim efnum. Setja skal staðla, sem styrkja samnings- aðstöðu og tryggja betur fjárfest- ingar íslenskra tölvunotenda. Marka skal innlenda stefnu í gagnatæknimálum — bæði til skamms og langs tíma — sem myndi gera íslendingum kleift að taka frumkvæði í þessari grein úr höndum innflutningsaðilja og virkja þessa lykiltækni með skipu- legum hætti í þágu þjóðhagslegra og félagslegra markmiða. Elías Davíðsson kerfisfræðingur Aprfl 1979 VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVlKUR Fræðslufundur um lífeyrismál Verzlunarmannafélag Reykja- víkur heldur fræöslufund um lífeyrismál í kvöld, fimmtudag- inn 5. apríl 1979 kl. 20.30, aö Hagamel 4. Frummælendur: Guömundur H. Garöarsson og Jóhanna Siguröardóttir. Verzlunarmannafélag Reykjavík ur. Geríð verósamanburó 5 Ibs. Pillsbury’s best hveiti kr. 351.- Vorumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A. Sími 86111. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — Veitum rymilegan magnafslatt Afsláttur sem um munar. Litið við í Lítaveri, pví pað hefur ávallt borgað síg mm Grensasvegi. Hreyfilshúsinu. Sími 82444 LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER —^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.