Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 VlH> MOR^JN/ RAFr/NO Verður væntan- lega hengdur... Gleymdu ekki að þvo honum vel á bak við eyrun! Ég er orðin þreytt á svona stefnumótum! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Öll þekkjum við þau leiðinlegu tilfelli þegar upp kemur staða, sem erfitt verður að ráða við og leysa af skynsemi. Slík tilfelli eru auð- vitað afstæð því það, sem einum þykir auðvelt er öðrum torleyst gáta. Og í slíkum stöðum koma fyrir atvikin, sem sumir kalla bridge-glæpi í mikilmennsku En bridge-glæpir eru af mörgum gerðum og hafa á sér ýmsar hliðar. Vestur gaf, austur-vestur á hættu. Norður S. K5 H. - T. G87 L. ÁG987654 Vestur S. G8764 H. G T. KD3 L. K1032 Austur S. ÁDIO H. K963 T. Á10964 L. D Suður S. 932 H. ÁD1087542 T. 52 L. - Vestur varð sagnhafi í fimm spöðum eftir nokkur slagsmál í sögnum. Vestur P 4 S Norður P 5 L Austur 1 T 5 S Suður 4 H allir pa.ss. Útspilið var laufás og auðvelt er að gera sér í hugarlund framvindu spilsins spili vörnin áfram laufun- um á eðlilegan hátt. Trompað í borðinu og vestur spilar sig inn á hendina í tíglinum, svínar spaða- drottningu og heldur heimleiðis með tólf slagi þegar kóngurinn kemur í spaðaásinn. Og miðað við eðlilegar kringum- stæður þykir ekki fínt að trompa ás makkers í fyrsta slag. En sá glæpur borgar sig í þessu tilfelli. Hjartaásinn og aftur hjarta var laglegt framhald, sem fremur óvænt gerði út um spilið þegar norður gat trompað yfir sagnhafa með kóngnum. Mundu að leika þér með matinn áður en þú étur hann! COSPER. Ég finn viskýlykt hér í svefnherberginu, allt í einu! í fréttum hljóðvarps 31. mars sl. sagði frá því að Ali Buttho yrði væntanlega hengdur innan viku. Um alllangt skeið hafa flestir starfsmenn sjónvarps og útvarps þrástagast á þessu orði væntanlega í merkingunni líklega, sennilega. Við skulum athuga orðið sjálft (en ekki skoða (!) það). Sögnin að vænta er dregin af no. von (í eldra máli ván). Þá verður til lo. væntanlegur og ao. væntan- lega. Því virðist orðin merkja að vona, gera sér vonir um. Nú verður það líklega ærið snemma að menn nota so. að vænta í merkingunni að halda, að trúa, búast við, enda þar mjótt á mununum; ég vænti þín á morgun. Því er stutt í merkinguna væntan- lega = líklega. Hér ber að athuga: 1. Hafa menn notað sögnina að vænta í neikvæðri merkingu, þ.e. að eitthvað illt gerist að almenn- ingsáliti, t.d. ég vænti jarðskjálfta, ég vænti þess að flugvélin hrapi? Ég dreg í efa að nokkur maður vilji bregða svo málinu fyrir eins og þessi dæmi gefa til kynna. Mergurinn málsins er einmitt sá að það meiðir málkennd flestra, ef ekki allra, að nota væntanlega í orðasamböndum sem kalla á ótta, hræðslu eða hrylling. 2. Er ævinlega unnt að álíta eitthvað í máli til fyrirmyndar ef hægt er að benda á dæmi þess í eldra máli? Stundum verðum við að taka dæmi úr eldra máli með nokkurri varúð. Við sem kennum íslensku finn- um það greinilega að nemendur setja orðið væntanlega alltaf í sambandi við vona, gera ráð fyrir, búast við og þá ævinlega í góðri, jákvæðri merkingu, t.d.: og vænt- anlega gengur þetta vel hjá þér — en ekki — og væntanlega gengur þetta illa hjá þér. Þess vegna verður það nánast öfugmæli að heyra: Lægðin verður komin yfir landið á morgun og geisar þá væntanlega fárviðri. Árekstur varð á járnbrautarstöð í París í morgun og væntanlega hafa 20 menn látist. Að mínum dómi ber það vott um sljótt málskyn að nota orðið vænt- anlega í neikvæðum samböndum svo sem rakið hefur verið hér að framan, a.m.k. er það þarflaust með öllu. Því má að lokum bæta við að það er eins og menn hafi tekið þvílíku ástfóstri við þetta orð væntanlega að annað kemst naumast að. Hvernig væri að nota stundum þessi fallegu orð: vísast, trúlega, líklega, sennilega, að líkindum o.s.frv. Reykjavík, 2. apríl 1979. Gunnar Finnbogason, skólastjóri. • Annað að fullyrða en telja sig bresta þekkingu „Skýst þótt skýrir séu“. Þessi málsháttur datt mér i hug þegar ég las athugasemd Björns Vigfússonar í dálkum þínum Vel- vakandi góður hinn 18. marz s.l., en athugasemd þessi átti við greinarkorn það er ég sendi þér fyrir nokkru síðan og birtist í Morgunblaðinu hinn 13. marz s.l., útaf málshættinum: „Sá árla sem háttar og árla upp rís auðugur verður hraustur og vís“, en svo taldi ég að málshátturinn væri réttur. B.V. taldi hins vegar að máls- hátturinn ættti að hljóða þannig: „Sá árla sem háttar og árla upp rís auðmaður verður hygginn og vís“, og tilfærir enska málsháttinn sem hljóðar svona máli sínu til stuðn- ings, þ.e.: „early to bed and early to rise makes you healthy wealthy and wise“, en réttur er enski málshátturinn svona: „Early to bed and early to rise makes a man healthy wealthy and wise“. Þar sem ég tel útilokað að þýða enska orðið „HEALTHY" öðruvísi en sem hraustur eða heilbrigður á Hverfi skelfingarinnar 15 þau vissu um venjur þeirra, kunningjahóp og daglega önn. Allt varð að kortleggjast með mestu nákvæmni. Það var komið fram undir miðna*tti þegar þcir héldu loks heimleiðis. 5. kafli Þegar við stöndum andspæn- is hræðilcgum harmleik vcrð- um við oft gripin mótsagnar- fullum tilfinningum. Ef við heyrum um járnbrautarslys, hótelbruna eða voðalegt morð finnum við til andstyggðar — og samtímis því erum við vonsvikin yfir því ef sjónvarpið hefur ekki næstum því verið á staðnum svo að við getum feng- ið að sjá hrikalegar myndir frá þessari ógæfu. Þeir sem ekki hafa þor til þess að horía þcgar sorgarlcikir eru frambornir fyrir okkur leita á náðir glæpa- sagna eða hryllingsmynda. Hér getum við leyft okkur að njóta hins viðurstyggilega án þess að nokkur geti ásakað okkur fyrir að vera ómórölsk. Daginn eftir að hið ógnar- lega konumorð hafði verið framið í Bakkaba*jarhverfinu og fréttin um það hafði vcrið blásin upp af fjölmiðlum voru furðu margir sem tóku á sig krók til að berja augum þetta friðsæla einbýlishúsahverfi. Snjall ljósmyndari hefði eflaust getað unnið sér inn drjúgan aukaskilding ef hann hefði haft framkvæmdasemi og frekju til þess að koma sér fyrir á pallinum á Bcykivegi 14 og skjóta af vélinni inn um gluggann. Hefði ekki verið hægt að pranga inn á fólk litmynd af Ijósgráa gólfteppinu með stórum blóðbletti á. Eng- inn hefði hindrað Ijósmyndar- ann í störfum. Eigandi hússins, Mogens Abilgaard, hafði nefni- lega verið sóttur og hafðist við hjá bróður sfnum og mágkonu, að minnsta kosti um sinn. Áhuginn hjá fólkinu í hverf- inu var óneitanlega meiri þenn- an laugardagseftirmiödag en verið hafði. Meira að segja Lesbusysturnar fóru út að ganga. arm f arm að venju. Lesbusysturnar hétu auðvitað ekki Lesbur og þær voru held- ur ekki systur. Það var Steen Torp. hinn orðheppni gjald- keri. sem hafði gefið þeim þetta nafn sem hafði fest við þær. Konurnar tvær hétu Asta Frederiksen og Meretc Kjer. Asta var hálffertug og vann við saumaskap heima hjá sér en Merete sem var tíu árum yngri — w eigandi að myndarlegri blómabúð inni f bænum. Hún hafði erft fyrirtækið eftir for- eldra sína og rak það áfram af listfengi og myndarskap. Asta og Merete litu á sig sem hálfgildings hjón. Þær áttu cinbýlishúsið á íkornavegi saman. Sama máli gegndi um rauða Fólksvagcnbílinn, en Eflir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. aftur á móti réð Merete ein yfir gráum bíl af Taunusgerð sem var á vcgum blómabúðarinnar. Nú skyldi enginn halda að Asta og Merete lfktust hjónum í því tilliti að önnur væri eiginmaðurinn og hin í hlut- verki eiginkonunnar. Báðar konurnar voru kvenlegar og og báðar héldu sér til og var annt um útlit sitt og lögðu sig fram um að klæöast fatnaði sem undirstrikaði kyn þeirra. Þær höfðu fjallað um þetta f viðtali við útbreitt vikublað einhverju sinni og höfðu klykkt út með að segja að þær hefðu bara ekki áhuga á karlmönnum. Þær hefðu áhuga á konum og eftir að þær hefðu kynnzt væri hvor- ug þeirra lengur í minsta vafa um vilja sinn. í einbýlishúsahverfi Bakka- bæjar fannst fbúunum ósköp sjálfsagt að kalla þær Lesbu- systurnar. Og eins og áður hefur komið fram var mikii umferð um gangstéttir og stíga í hveríinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.