Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 Pétur Sigurðsson: Vistunarmat á hjúkrunardeildir aldraðra er sjálfsagt, enda fram- kvæmt á öllum stofnunum, eins og þegar hefur komið fram. En sjálfs- eignarstofnanirnar vísa algjörlega á bug þeim staðhæfingum, að lausn alls vanda í húsnæðismálum aldraðra sé það miðstýrða gæða- mat sérfræðinga á vegum nýs ríkisbákns, sem skattborgararnir eiga að standa undir og ráða á öllum vistunum aldraðra. Skipti þá ekki máli hvort um einkahús- næði sé að ræða, hvort það sé í eigu sveitarfélags eða ríkisins, né hvar það sé staðsett. Andstaða mín gegn slíkri fram- kvæmd er ekki einungis andúð á þeirri hugsun sem að baki býr og eignaupptökunni. Heldur ekki vegna þess að slíkt fyrirkomulag þekkist hvergi í nágrannalöndun- um, heldur vegna fánýtis og gagn- leysis þessarar hugmyndar til að leysa vandamál sem verður til staðar þangað til húsnæði, búnað- ur og mannafli er fenginn til að veita þessa þjónustu. Á hjúkrunardeildir Hrafnistu komu á árinu 1978 samtals 51 vistmaður. Þar af, samkvæmt læknisákvörðun að sjálfsögðu, 23 af vistdeild heimilisins sjálfs, en bæði í Reykjavík og Hafnarfirði bíða nú vistmenn eftir að rými losni á hjúkrunardeildum. Þá er á öllu árinu um að ræða 28 nývistanir einstaklinga en meira en helmingur þeirra kemur beint af sjúkrastofnunum en hinir af heimilum sínum víðsvegar að. Þetta er þá lausnin sem fræð- ingarnir og landlæknir sjá eina til að mæta neyðarástandi hundraða á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ef svo færi að á næsta ári yrði engin hreyfing af umræddum hjúkrun- ardeildum, hver verður lausnin þá? Ef eftirspurn eftir hjúkrunar- rými fyrir aldraða eða öðru hús- næði er meiri en framboð, verða þeir sem slíku húsnæði ráða að meta hverjir hafa brýnustu þörf- ina þar á. Þetta er eðlileg og sjálfsögð ráðstöfun. En það ráðstafar enginn í það sem ekki er til eða hann á ekki og aðrir hafa komið upp til að mæta neyð sinna skjólstæðinga. Slíkt mat er því hægt að fram- kvæma á vegum sveitarfélaga sem slíku húsnæði ráða, eða í sam- vinnu sveitarfélaga ef þau eiga sameiginlegan aðgang að slíkri lausn. Reykjavíkurborg tekur ákveðinn hundraðshluta af útsvari eigin þegna og byggir yfir sitt aldraða fólk. Hefur borgin alltaf haft mat á úthlutun þess. Ég þykist geta fullyrt að matsnefnd miðstýring- armanna fær aldrei til úthlutunar þetta húsnæði Reykvíkinga fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Ég geri ekki ráð fyrir að Hafn- firðingar yrðu ýkja hrifnir, ef slík matsnefnd færi að ráðstafa vist- rými á Sólvangi til utanbæjar- manna, þótt ég viti að þar hefur oft verið hlaupið undir bagga til að bjarga, þegar neyðarköll hafa borist. Hvert ber þá að stefna, og hvað er til úrbóta? Fyrst ber þeim aöilum sem stefnuna móta í heil- brigðismálum að koma sér saman um hvar skipting þjónustunnar eigi að vera milli ríkis ög sveitar- félaga og staðsetja þætti hennar undir nöfnum sem allir skilja og spanna yfir sama hugtakið. Ég er á öndverðum meið við miðstýringarmenn og landlækni, sem vilja öll hjúkrunarmál aldr- aðra undir ríkishattinn. Ég tel þetta fyrst og fremst eitt af sérverkefnum sveitarfélaganna í samvinnu eða samhliða starfsemi, sj álf seignarstof nana. Ennfremur ákveðinni þjónustu- getu ríkisins á þessu sviði á fjölmennari stöðum eða í hugsan- legri samvinnu þess við fyrr- greindu aðilana, og er þá m.a. átt við langlegudeildir aldraðra. Þetta er hinn hagkvæmasti og skynsamlegasti háttur af mörgum ástæðum. Tekjutilflutningur verður að koma frá ríki til sveitarfélaga vegna þessa og ákveðið framlag til bygginga eins og raun hefur orðið á um hjúkrunarhúsnæði aldraðra víðsvegar um land í gegn um byggingu sjúkrahúsa. Sjálfseign- arstofnunum á að skapa sambæri- legan grundvöll, enda starfa þær meira og minna í þágu ákveðinna sveitarfélaga. Mun þetta samstarf fara vaxandi, en það var mótað fyrir tugum ára af Gísla í Ási og sveitarfélögum á suðurlandsundir- lendinu. Það þarf að sjálfsögðu engan að undra þótt stórátak verði gert áfram í Reykjavík fyrir Reykvík- inga. Fjölmenni þeirra og stór- huga ákvörðun um ákveðinn hluta útsvara í þessu skyni styður að því. En um leið eru komin hrein skil þessarar þjónustu milli sveit- arfélaganna sjálfra um langt ára- bil. Að sjálfsögðu ber að hafa í huga erfiðleika hinna fjölmennu og barnmörgu nýju sveitarfélaga í nágrenni Reykjavíkur og fleiri, sem hafa á stuttu árabili orðið að byggja frá grunni alla starfsemi sína. Ég hefi þá trú og von að þau eigi eftir að leysa vandamál sinna öldruðu íbúa og hefur þegar verið lagður vísir að því. Sjómannasamtökin í Reykjavík og Hafnarfirði hafa fylgst vel með þeirri öru þróun sem hefur orðið í þjónustumálum aldraðra þ.á m. húsnæðismálum og hafa auk þess orðið reynslunni ríkari í áratuga- starfi. Þau hafa fyrir nokkrum árum lagt grundvöll að nýrri stórfram- kvæmd í Hafnarfirði sem á að geta þjónað íbúum víðáttumikilla og þéttbýlla byggða og veitt öll stig þeirrar þjónustu sem nú þekkist við aldraða frá þjónustumiðstöð. Fyrsti áfangi er þegar risinn og Pétur Sigurðsson. unnið er að næsta áfanga sem verður hjúkrunarheimili og kjarni þjónustumiðstöðvar aldraðra. Hér er hinsvegar um svo dýra framkvæmd að ræða að samtökin hafa leitað samvinnu við sveitarfé- lög og fleiri aðila um samstarf við Lokagrein uppbygginguna og geta þau ráðið fjármögnun sinni og miðað hana við þörf og getu síns sveitarfélags. Þau eru eins sett. Hvert um sig ráða þau ekki við slíka uppbygg- ingu, en á þennan hátt komast þau inn í framkvæmd sem verður þeim ótrúlega hagkvæm. Meðal annars vegna þess að Sjómannadagurinn leggur hjúkr- unarheimilinu til afnota, þann hluta vistheimilisins úr fyrsta áfanga, sem nýtist við starfrækslu hjúkrunarheimilisins ásamt öllum búnaði sem fyrir hendi er og nýttur verður við rekstur þess. Má til nefna m.a. föndurvinnu-, sam- komu- og matsali 1. hæðar, bóka- safn og skrifstofuhúsnæði. Eldhús, matarvinnslu, matar- og fi-ysti- geymslur, endurhæfingar-, hjúkr- unar- og læknisaðstöðu, vinnusali og aðra þjónustuaðstöðu á jarð- hæð. Strjálbýlismenn verða að fara um langa vegu og oft slæma til að fá heilbrigðisþjónustu. Hjúkrun- arheimilið að Hrafnistu Hafnar- firði er vel staðsett í þéttbýli, með góðar malbikaðar samgönguæðar til allra átta. Ef sveitarfélög geta sjálfsþóttans vegna sent aldraða íbúa sína til Reykjavíkur geta þau eins óskað vistunar fyrir þá á nútímaheimili á mörkum Hafnar- fjarðar, Garðabæjar og Bessa- staðahrepps. Aðrir aðilar hafa séð þetta og hafa samningar þegar tekist við aðila innan Oddfellowreglunnar um samstarf þar syðra og fimm sveitarfélög samþykkt að taka upp samninga við sjómannadagssam- tökin þar um. Þessi sveitarfélög eru: Hafnar- fjörður, Grindavík (en Grindavík var einnig aðili í 1. áfanga), Bessastaðahreppur, Garðabær og beðið er lokasvars frá Seltjarnar- nesi. Reykjavíkurborg hefur af- þakkað boð um samstarf, Mosfells- sveit mun fá aðstöðu að Reykja- lundi, Kópavogur hefur ekki svar- að, né önnur sveitarfélög á Suður- nesjum, en Grindavík. Að teikningum þessa áfanga hjúkrunarheimilis aldraðra er nú unnið og er fyrirhugað að það rúmi 90 vistmenn, sem þurfa á að halda sérstakri umönnun, eftirliti, meðalagjöf, mataræði og hjúkrun, eða hluta þessa þ.e. nauðsynlega meðferð sem hægt er að veita utan almennra og sérhæfðra sjúkra- húsa. Á ráðstefnu Sambands ísl. sveit- arfélaga að Hótel Sögu þann 7. marz s.l. flutti ég stutta tölu um þessa framkvæmd og aðrar á vegum sjómannadagssamtakanna. í lokaorðum komst ég svo að orði: „Þótt unnið sé að teikningum er næsti áfangi Hrafnista í Hafnar- firði svo stór og kostnaðarsamur að útilokað er fyrir Sjómanna- dagssamtökin að standa ein undir þeim kostnaði á næstu árum. Því er nú unnið að samvinnu sveitarfé- laga og félagasamtaka um fjár- mögnun þessara framkvæmda. Yrði ráðstöfunarhluti rýma fyr- ir þessa aðila í samræmi við kostnaðarframlög þeirra, en lág- marksframlag kostnaður eins vist- rýmis sem greiðist á 2—4 árum. Færi vistun í þessi rými fram að ósk viðkomandi sveitarfélags. Óþarft er að taka fram að gífurlegur hörgull er á slíkri hjúkrunarþjónustu fyrir aldrað fólk. Stendur boð sjómannadags- ráðs úm slíka samvinnu opið fyrir þau sveitarfélög sem fjær liggja ekki síður en þau sem í næsta nágrenni eru. Illmögulegt er að sjá möguleika viðkomandi sveitarfélaga hvers um sig á slíkri byggingu en í samvinnu eins og sjómanndags- samtökin bjóða upp á, virðist slíkt gerlegt. Beinni flokkur starfsemi á heil- brigðis- og heilsugæslustofnun, sem er byggt og rekið sem heimili fyrir aldraða og er erfitt að koma við. í grófum dráttum má þó skipta fyrirhugaðri starfsemi, eft- ir að áfangi II, hjúkrunarheimilið, er tekið til starfa, í eftirtalda fimm þætti: 1. Vistheimili aldraðra með íbúðum fyrir 84. 2. Hjúkrunarheimili aldraðra með rými fyrir u.þ.b. 90 vistmenn. 3. Þjónustumiðstöð aldraðra þar með talin vinnu- og tómstundaað- staða bókasafn og kennslu. a) Dagvistun aldraðra. b) Skammtímadvöl aldraðra. c) Göngudeild aldraðra að og frá heimilinu. f) Aðstoð við heimadvöl, t.d. í sérhönnuðum íbúðum aldraðra á lóð Hrafnistu. 4. Rannsóknarmiðstöð öldrunar- sjúkdóma og félagslegra vanda- mála aldraðra. Samkvæmt lögum ber að byggja tvær heilsugæslustöðvar fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ, Vatnleysu- strandahrepp og Bessastaðahrepp. í byggingu þeirra greiðir ríkissjóð- ur 85% kostnaðar og viðkomandi sveitarfélög 15%. Stjórn Hrafnistu hefur hreyft þeirri hugmynd að önnur þessara stöðva yrði staðsett á I. hæð hjúkrunarheimilisins. Bæði vegna þeirrar miklu hjálpar sem slík staðsetning yrði við byggingu nauðsynlegrar aðstöðu fyrir aldr- aða fólkið (vegna ríkisframlags- ins) og af hagkvæmnisástæðum. En á hjúkrunarheimilinu verður að vera til staðar mest af þeim búnaði sem til þarf á heilsugæslu- stöð. Þessi hugmynd á ekki fylgi hjá viðkomandi sveitarfélögum og er hún því sett til hliðar. Engin lög kveða á um skyldu- framlag til hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Þessi þjónusta fer fram um nær allt land á spítölunum, sem byggðir voru samkvæmt lög- um sem þá giltu um 60% framlag ríkis á móti 40% framlagi sveitar- félaga. Um þriðja áfanga hefur enn ekki verið tekin ákvörðun. Líkan af Hrafnistu í Hafnarfirði. I. áfangi til vinstri, II. áfangi — Hjúkrunarheimilið í miðið. Midstýring öldrunarmála Mega áhugamenn hafa skoðanir?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.