Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.1979, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1979 wgtitiltffifeifr Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 150 kr. eintakiö. Launastefnan hef- ur beðið skipbrot Ekki dylst neinum, að ríkisstjórninni hefur þegar mistekizt að marka þá stefnu í efnahags- og kjaramálum til tveggja ára, sem var forsendan fyrir myndun hennar. Fram undir þetta hefur verkalýðshreyfing- in að vísu fallizt á verulega skerðingu kaupgjaldsvísitölunn- ar, en jafnframt lagði hún áherzlu á, að svigrúmið yrði nýtt til þess að koma fram varanlegum aðgerðum til viðnáms gegn verðbólgu. Við þetta hefur ríkisstjórnin ekki staðið. Og efnahagsfrumvarpið, sem nú virðist loksins eiga greiðan gang í gegnum Alþingi, er þannig vaxið, að ýmsir af helztu forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar telja, að í því felist griðrof gagnvart launþegahreyfingunni. Við myndun ríkisstjórnarinnar var það sett fram sem grundvallarmarkmið til þess að byggja á aðgerðir gegn verðbólgunni, að ekki kæmi til grunnkaupshækkana á þessu ári. Fram undir þetta virtist svo sem það myndi takast með þegjandi samkomulagi verkalýðshreyfingarinnar. En eins og nú er komið, — vegna hinna miklu skerðingarákvæða verðbótavísitölunnar, sem er að finna í efnahagsmála- frumvarpinu, — liggur það fyrir, að fjölmörg verkalýðsfélög hugsa sér til hreyfings og hefur Farmanna- og fiskimanna- sambandið riðið þar á vaðið, en Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna, sagði í Þjóðviljanum fyrir skömmu: „Afleiðingin af þessu hlýtur að vera sú að verkalýðshreyfingin búi sig nú í stakk til þess að ná nýjum samningum, þar sem boð hennar um óbreytta samninga á þessu ári hefur ekki verið þegið.“ Og Guðjón Jónsson formaður Málm- og skipasmiðasambands íslands segir í sama blaði: „Hitt er augljóst, að verkalýðshreyfingin verður að beita þeim vopnum sem hún hefur til þess að verja kjörin og nú á næstunni verður að athuga til hvaða ráða ber að grípa." Snorri Jónsson, forseti Alþýðusambandsins, reynir að vísu að krafsa í bakkann og telur, að þrátt fyrir óánægju, sé „afskaplega stór hluti, jafnvel meirihluti, innan ASI, sem vill reyna þessa ríkisstjórn áfram, þrátt fyrir þessi pólitísku mistök." Af þessum ummælum er fullkomlega ljóst, að ríkisstjórn- in hefur glatað því trausti innan verkalýðshreyfingarinnar, sem hún í upphafi hafði. Sterkustu menn Alþýðubandalags- ins innan hennar fara ekki dult með, að þeir eru búnir að fá meira en nóg af ríkisstjórninni og geta ekki sætt sig við, að þrátt fyrir verulegar tilslakanir í launum skuli enginn árangur sýnilegur í baráttunni við verðbólguna. Þvert á móti hafa vandamálin hrannast upp, þannig að varanleg lausn verður erfiðari og sársaukafyllri fyrir landsmenn alla með hverjum deginum sem líður. Þessi þróun mála þarf engum að koma á óvart. Það hefur ævinlega verið svo, að kommúnistar geta ekki unnið með krötum. Þeir reyna að vísu að dilla hvorir öðrum með því að segjast vera einu verkalýðsflokkarnir í landinu, en slíkur fagurgali kemur fyrir lítið, því að þeir vita, að hann er skrök eitt. Flestir af mikilsvirtustu leiðtogum verkalýðshreyfing- arinnar á síðustu áratugum hafa komið úr röðum sjálfstæðismanna og nægir þar að vitna til forystu Péturs Sigurðssonar innan sjómannasamtakanna og þess frum- kvæðis, sem Guðmundur H. Garðarsson hefur tekið varðandi verðtryggðan lífeyri öllum landsmönnum til handa. Þessi ríkisstjórn var mynduð af verkalýðshreyfingunni. Nú hefur hún glatað trausti hennar og atburðir síðustu vikna sýna, að aðeins dauðastríðið er eftir. Eftir því sem það dregst lengur, verður sú uppstokkun efnahagslífsins, sem óhjákvæmileg er, erfiðari. En það kemur að því að hún verður gerð. „í akkorði er lífið svo gljáandi og gott” Leikfélag Dalvíkur. SAUMASTOFAN eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri: Guðrún Alfreðsdóttir. Leikmynd: Guðrún Alfreðsdóttir. Dalvík er ungur kaupstaður, en byggð, sem á sér langa og merka sögu. Sú saga hefur ný- lega verið skráð af fræðaþulnum skagfirska, Kristmundi Bjarna- syni, og gefin út með miklum myndarbrag. Það er augljóst af ýmsu, að íbúa þessa kaupstaðar á utanverðri vesturströnd Eyja- fjarðar skortir ekki metnað. Þeir byggja myndarlega, rækta garða sína af alúð, þrátt fyrir þrákelkinn norðangjóst af opnu hafi; reka þróttmikla útgerð og leggja nokkurt kapp á aukna fjölbreytni í atvinnurekstri. Og í menningarefnum eru þeir engir eftirbátar annarra. Þótt mikið og vel sé þar sungið, þá er leiklistin sú listgrein, er hvað hæst hefur borið, enda hefur leikfélag starfað þar í 35 ár og um þessar mundir. Vekja má athygli á því, að Dalvík hefur bæði lagt Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar liðsauka, sem um hefur munað. Það er og eftirtektarvert, að Steingrímur kennari Þorsteinsson, sem um árabil hefur verið einn af mátt- arstólpum leiklistarlífs á Dal- vík, fór til Kaupmannahafnar árið 1938 og var við Konunglega leikhúsið, aðallega í leiktjalda- málun og sviðsetningu, en hann hafði allmörgum árum áður lokið sveinsprófi í húsamálun þar í borg. Fékk Steingrímur tækifæri til að fylgjast með vinnubrögðum þekktustu leik- stjóra og leikara Dana á þeirri tíð. Steingrímur hefur ekki legið á þeirri reynslu sinni, en stuðlað að fjölbreyttu og gróskumiklu leiklistarlífi í heimabyggð sinni. Ýmsir aðrir hæfileikamenn hafa og lagt mikið af mörkum á þessu sviði og leikfélagið efnir til Kristján Hjartarson (hér í hlut- verki rónans, en annars Himmi, sendill) Svanhildur Árnadóttir (Gunna, fyrrver- andi drykkjusjúklingur) Sig- ríður Hafstað (hér móðir Gunnu, annars Sigga, gömul kona úr sveit). Lelkllst eftir BOLLA GÚSTAVSSON sýninga á hverjum vetri. Sem víða annars staðar skortir það þó æskilega aðstöðu. Ung- mennafélagshúsið, sem er kvik- myndahús bæjarins, er orðið gamalt og setur stórum sýning- um þröngar skorður. Nýtt og myndarlegt félagsheimili, Vík- urröst, hentar fremur fyrir iðk- un fótamenntar, fundi og veislu- höld, en ekki fyrir tónleikahald eða leiksýningar. Leikarar á Dalvík hafa t.d. engan fastan æfingarsal. Að þessu sinni tekur Leikfé- lag Dalvíkur til sýninga fyrsta leikrit Kjartans Ragnarssonar, Saumastofuna. Er það verk einkar vel fallið til sýninga á litlu sviði þar sem útbúnaður allur er einfaldur. Leikmynd Guðrúnar Alfreðsdóttur er held- ur ekki margbrotin, en hreinleg og fellur vel að leikritinu. Kjart- an Ragnarsson hafði umræðu kvennaársins í huga, þegar hann skrifaði Saumastofuna og tókst prýðilega að fjalla um það efni á hæfilega gamansaman hátt. Verkið er haganlega upp byggt og er það helstur styrkur þess. Engum dylst sá boðskapur, er hann vill koma á framfæri; hann kafnar ekki í ærslum, þó oft sé mikið um að vera á sviðinu. Söngvar Kjartans eru vel við hæfi og auka á þokka verksins. Sögur kvennanna vekja athygli á ýmsum þeim vandamálum, sem hæst ber í íslensku þjóðlífi, þar sem grund- völlur trúarinnar á þá kenningu, að í akkorði sé lífið „svo gljáandi og gott“, er óðum að gliðna sundur eins og lagísinn hér á Pollinum. I annað sinn sviðsetur Guðrún Alfreðsdóttir leikrit á Dalvík, en veturinn 1977—’78 leikstýrði hún þar Pétri og Rúnu eftir Birgi Sigurðsson. Guðrún lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins árið 1970 og hefur síðan leikið þar í nokkrum verk- um, en hin síðari ár farið víða um land og leikstýrt með áhuga- fólki. Þessi sýning á Dalvík ber þess vott, að hún kann vel til verka og tekst að ná nauðsyn- legri samstillingu og góðum heildarsvip, þótt fólkið sé mis- jafnlega sviðsvant. Er það vel, þegar ungir listamenn eru reiðubúnir að leggja fram krafta sína út um hinar dreifðu byggðir og ennþá betra þegar þeir setjast þar að. Yfirleitt fara leikendur vel með textann, svo hann kemst ágætlega til skila. Svanhildur Árnadóttir, sem leikur Gunnu, fyrrverandi drykkjusjúkling, sýnir athyglisverðan leik. Af þrótti og innlifun lýsir hún áföllum og dapurlegum örlögum þessarar brotnu konu. Hrjúf röddin og óbældur skaphiti gera söng hennar og sögu svo sann- færandi, að maður kemst ósjálf- rátt við. Sigríður Hafstað leikur Siggu, gamla konu úr sveit, af hlýju og ósviknum innileik. Guðný Bjarnadóttir sýnist vera örugg leikkona og hófsöm í hlutverki Möggu verkstjóra. Herborg Harðardóttir og Dagný Kjartansdóttir eru og öruggar á sviði; sömuleiðis Kristjana Arn- grímsdóttir, en hún þarf að bæta framsögn sína. Helgi Þor- steinsson fer á kostum í hlut- verki Kalla klæðskera og heldur sitt strik til enda. Þá leikur Rúnar Lund Sigga forstjóra trúverðuglega. Kristján Hjart- arson er hressilegur táningur og mótorhjólagæi og gætir þess vel að textinn fari ekki forgörðum, þótt hann sé býsna „töff“ og hæfilega ánalegur. I litlu hlut- verki drykkjumanns sýnir hann og aðra hlið og jafnframt að hann skortir ekki hæfileika. Undirleikarar, Ingólfur Jóns- son (píanó) og Friðrik Halldórs- son (bassagítar), rækja hlutverk sitt með prýði, en það veltur á miklu að óvanir söngvarar hafi góðan stuðning. Ég óska Leikfé- lagi Dalvíkur til hamingju með þessa lipru sýningu og að sjálf- sögðu með þrjátíu og fimm ára afmælið. Svanhildur Árnadóttir (Gunna), Sigríður Hafstað (Sigga) Kristjana Arngrímsdóttir (Lilla), Herborg Harðardóttir, (Ása), Dagný Kjartansdóttir (Didda), Guðný Bjarnadóttir (Magga). Auk saumakvennanna, Helgi Þorsteinsson (Kaili) og Rúnar Lund (Siggi).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.