Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1979
Háskólatónleikar
Efnisskrá:
Gaubert................Nocturne og Allegro Seherzando
Bartok ...............Svíta fyrlr Ungveraka sveitaaðngva
Busoni---------------------------------
Eneseo_________________________
Samleikur á pfanó og flautu og pfanó.
Manuela Wiesler og Jullan Dawson-Lyell.
Það þarf ekki að fjölyrða um það,
að Manuela Wiesler er frábær
flautuleikari og er jafn víg á margv-
íslegar stíltegundir. Hún hefur leikið
barokktónlist, vínarklassík, margbr-
eytilega nútímatónlist og á þessum
tónleikum tónlist samda á 10 ára
tímabili nánar til tekið á árunum
1919 til 1929. Á þessum árum voru
margvíslegir straumar sem bæði
áttu sér sterkar rætur í ríkjandi
hefðum og nýjungum sem stormuðu
eins og sviptivindar yfir Evrópu, sem
þá gekk í gegnum forspilið að mestu
þjóðfélasgsumbrotum álfunnar. Fra
kkarnir hófu flautuna til vegs enda
fellur flúr hennar vel við
lífsáhyggjuleysi þeirra. Þjóðerni og
sérmenning þjóðarbrota er kvika
þeirra átaka, sem standa yfir á
Balkanskaga, og menn eins og Bart-
ok, Martinu og Enesco mynduðu
menningarlega vörn gegn ofríki
þýskrar og austurrískrar tónl istar
og fundu skjól og samstöðu með
framskri andstöðu gegn þýskri sið-
rómantík. Með í þessum hópi var svo
snillingurinn og spámaðurinn Bus-
.Divertimento op. 52
.Cantabile og Preato
oni, sem leitaði án þess að finna,
maðurinn sem gat allt, vissi allt, sá
fyrir óorða hluti og rataði þess vegna
hvergi eða trúði á neitt. Gallinn við
þessa tónleika var sá að þeir voru of
stuttir og að of fáir mættu til að
hlusta. Það var ekki aðeins ánægju-
legt að hlýða á leik Manuelu Wiesler,
heldur og
ekki síður á leik Julian Dawson-
Lyell, sem er frábær píanóleikari,
enda var samspil þeirra eitthvað
alveg sérstakt og blæbrigði píanós-
ins svo meistaraleg útfærð, að aðeins
er á færi mikils listamanns. Verk-
efnin á þessum tónleikum voru ekki
eins erfið og oft áður hjá Manuelu
Wiesler, en þó mátti aðeins merkja í
verki Busonis, að þeim þætti hann
nokkuð erfiður. Píanóútsetning
verksins, sem gerð er af Kurt Weill,
var nokkuð hljómsveitarleg og væri
gaman að heyra Manuelu flytja
verkið með hljómsveit og heyra
blæbrigði og notkun hljómsveitar-
innar hjá Busoni.
Jón Ásgeirsson.
Kór Langholtskirkju
Undanfarnar vikur hefur margt
verið ritað um menninguna og þann
kostnað í fjármunum, er til þeirra
umsvifa dregst. I þeirri umræðu
hefur það heyrst að þá fyrst sé
menningin einhvers virði, þegar
engu öðru er til hennar kostað nema
tima og starsþreki manna. Listsköp-
un og túlkun listar á upphaf sitt í
tjáningarþörf einstaklinganna en
verðlagning þessara umsvifa verður
til sem afleiðing eftirspurnar sam-
félagsins. Ef samfélagið getur verið
Tðnllst
eftir JÓN
•ASGEIRSSON
án slíkrar athafnasemi eða er með
einhverjum hætti misboðið, snýst
það gegn slíkum umsvifum. Það sem
vantar í alla umræðu manna um
menningarmál, sérlega er varðar
tónlist, er hversu mikill fjöldi manna
tengist þessum umsvifum, bæði sem
áhugafólk, atvinnumenn og hlust-
endur. Þegar slík athugun lægi fyrir
mætti ef til vill verðleggja, í þessu
tilfelli tónmennt, með tilliti til
fjármunaveltu, verzlunar með tón-
menntatæki, sköttunar rikisins og
kjörgengi þeirra sem þessu bindast.
Slík athugun gæti verið ábending um
heildaráhrif aðgerða á einu sviði,
hversu stórir kostnaðarliðir tengjast
öðrum kostnaðarminni og einnig
hvernig þeir flokkar, sem raka
saman fé á þessum umsvifum, eru
samt sem áður lausir við þátttöku í
nokkru, sem lýtur að sameiginlegum
hagsmunum þessara aðila. Á meðan
einblínt er á eina óperu, einn kór og
eina sinfóníuhljómsveit, sem ein-
angraða kostnaðarliði, er von að
fólki blöskri kröfugerðin, snúist til
varnar og tali um sníkju- og ómaga-
lýð. Þrátt fyrir margvíslegar hug-
leiðingar manna heldur áhuga-
maðurinn uppi sínu merki og á
endanum leiðir hann samfélagið í
sannieika um gildi starfseminnar,
fyrst með því að magna áhuga
manna til samstarfs og síðan fá til
liðs við sig hlustendur. Það hefur
sýnt sig, er til lengdar lætur, að gott
efni og vandaður flutningur er best
þakkaður, en svindl og sýndar-
mennska lifir varla hljóðlengd glam-
ursins, því oftast er forsenda þess
græðgi mettuð fyrirlitningu á list og
göfgi hennar. Þessi menningarfyrir-
litning er einkenni þeirra sem aðeins
dæma list eftir frægð og fjármunum,
en eiga sér ekki griðland fegurðar og
djúprar upplifunar í listinni sjálfri.
Jón Stefánsson er einn þeirra manna
sem hefur með starfi sínu tekist að
safna kringum sig fólki, bæði til að
iðka tónlist og njóta hennar. Kór
Langholtskirkju er tvímælalaust
einn af okkar beztu kórum í flutningi
svo nefndar konserttónlistar, auk
þess að starfa við sína kirkju. Að
þessu sinni flutti kórinn Messu í
c-moll, K-427, eftir Mozart, og naut
til þess aðstoðar hljóðfæraleikara er
starfa í Sinfóníuhljómsveit Islands.
Einsöngvarar voru Ólöf K. Harðar-
dóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Garð-
ar Cortes og Halldór Vilhelmsson.
Kórinn er mjög góður og var flutn-
ingur hans sérlega öruggur, einkum
ef þess er gætt, að stór hluti verksins
er fyrir tvöfaldan kór og því varla
meira en fimm til sjö söngvarar í
hverri rödd. Hljómsveitin var heldur
of sterk á köflum, sérlega undir-
raddahljóðfærin, sem að nokkru má
stafa að sterku hljómsvari kirkjunn-
ar. Ennfremur vantaði á samspil í
túlkun og blæmótun, sem aðeins
getur stafað af ónógum tíma til
samæfinga.
Ritháttur verksins er ekki sérlega
hagstæður fyrir einsöngvara, þar
sem mest allt erfiðið er lagt á herðar
sópransins en aðrar raddir meira og
minna faldar í þykkum tónvefnaði.
Sópran-hlutverkið er einstaklega
erfitt hvað snertir tónsvið, þar sem
fullar tvær áttundir eru nýttar til
hins ýtrasta. Ólöf K. Harðardóttir
söng þetta erfiða og einstrengings-
lega hlutverk af mikilli reisn en átti
stundum til að syngja heldur hátt í
tóninum. Elísabet Erlingsdóttir söng
2. sópran verksins, sem frá hendi
Mozarts er ekki skemmtilega rituð
rödd og sama gildir um tenór- og
bassaröddina. Slakasti kafli verksins
var kvartettinn (í Benediktus) og
vantaði á að öllum nótunum væri
skilað og var söngurinn allur mjög
flausturslegur og jafnvægislaus. Með
aðeins meiri æfingu hefði flutningur
verksins átt að getað orðið mjög
góður, því kórinn er sérstaklega
góður og vel æfður, en það, sem
vantaði á, var samspil einsöngvara
og hljómsveitar. Sparnaður er vara-
samur ef hann kemur niður á gæð-
unum og sérlega gremjulegur, ef um
er að ræða aðeins herslumun, er
hindrar það að langt og strangt starf
blómstri í eftirminnilegum flutningi.
Jón Ásgeirsson
Leikfélag Húsavíkur
FIÐLARINN Á ÞAKINU
Byggður á sögum
eftir Scholom Aleichem
Leikritun: Joseph Stein
Músik: Jerry Bock
Söngtextar: Sheldon Harnick
Þýðing: Egiil Bjarnason
Leikstjóri: Einar Þorbergsson
Söngstjóri: Ingimundur Jóns-
son
Leikmynd: Sigurður Hallmars-
son
Mætur lærifaðir minn komst
cirtn cvn nft oríSi nft pmrir
„Bravó!
Capó!”
Þrjár eldri dætur Tevyes: María Axfjörð (Uhava), Anna Ragnarsdóttir (Tzeitel) og Sigrún Harðardóttir
(Hodel).
Brúðkaupsdans.
staðir væru þess umkomnir að
stækka mennina, er þar tækju
sér bólfestu, en hins vegar gætu
menn gert staðina mikla. Við
verðum þess oft áskynja, að
mönnum þykir mikið til þeirra
koma, er byggja hina veglegri
staði, að ekki sé talað um þá,
sem hafa forframast í sjálfri
höfuðborginni og sest þar að.
Þessu svipar nokkuð til þeirrar
oftrúar á yfirburðum einstakra
ætta, sem hér hefur lengi verið
við lýði. Þá hefur bryddað á því
hégómlega viðhorfi, að víðförlir
menn, sem fást við listir, telji
sig betur í stakk búna við þá
iðkun sína, ef að þeir hafa náð
því marki, að hafa skiptst á
orðum við heimsfræga lista-
menn, t.d. kvikmyndaleikstjóra
á borð við Fellini hinn ítalska og
Bergmann hinn sænska eða þá
drukkið absint með frönskum
málurum. Stundum er svo að
heyra á skynugasta fólki, að
fámenn byggðarlög geti naum-
ast staðið jafnfætis Reykjavík
eða öðrum fjölmennari stöðum í
menningarefnum, hvað þá í al-
varlegri listiðkun hverskonar.
Til þess að hnekkja þessari
hvimleiðu hjátrú, þyrftu allir
Islendingar að leggja leið sína
til Húsavíkur um þessar
mundir. Þar er auðvelt að kom-
ast að raun um, hvílík fjarstæða
það er, að ætla að staðir, verald-
arreisur, loftslag eða jafnvel
peningar ráði nokkru um það,
hversu menningin blómstrar.
Húsavík er svo lánsöm að eiga
frábæra listamenn, sem auka á
reisn staðarins svo um munar,
og jafnframt ríkir þar sann-
þingeyskur félagsandi. Þegar
þetta tvennt fer saman, er hægt
að vinna afrek eins og sýning
Leikfélags Húsavíkur á Fiðlar-
anum á þakinu er. Þó er hún
ekkert einsdæmi þar, því fyrir
tveim árum sýndu Húsvíkingar
Pétur Gaut Ibsens með miklum
glæsibrag.
Fiðlarinn á þakinu er söng-
leikur saminn af Joseph Stein og
byggður á sögum rússneska
Gyðingsins, Scholom Aleichem.