Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 3 Paradís- arheimt undirbúin: MIKIÐ verður um að vera í kvikmyndatöku hér á landi í sumar. Nefna má að norð- ur-þýzka sjónvarpið tekur m.a. hér á landi kvikmynd eftir Paradísarheimt Hall- dórs Laxness í samvinnu við Norrænu sjónvarpsstöðvarn- ar. Norska og íslenzka sjón- varpið taka í sameiningu kvikmynd um Snorra Sturlu- son og þá aðallega í Reyk- holti og fjölmargir innlendir aðilar undirbúa nú kvik- myndatöku í sumar, þ.á m. Ágúst Guðmundsson, Indriði G. Þorsteinsson og fleiri eftir sögunni „Land og synir“. Hins vegar eru litlar líkur Grindin er komin upp og með hverjum deginum kemur heillegri mynd á Hlíðabæinn, sem þeir Björn Björnsson og Helgi Skúlason standa við á myndinni. (Ljósm. Kristján). Mikil leitað Ijóshœrðri ungri stúlku og þrekvöxnum hesta- og kvennamanni taldar á því að kvikmynd eftir sögu Per Olof Sund- manns, Sagan af Sámi, verði tekin hér á landi í ár. Nátt- úruverndarráð synjaði þeim þýzku aðilum, sem ætluðu að taka myndina, um leyfi til afnota af Skaftafelli, en ráðið hefur nú verið beðið að end- urskoða þá afstöðu sína. Fá- ist ekki leyfi til að mynda í Skaftafelli verður myndin sennilega ekki tekin. Undirbúningi miðar vel að kvikmyndatökunni af Para- dísarheimt, og vinna nú um 15 manns í fullu starfi við leik- myndagerð, smíðar og muna- söfnun. Kvikmyndatakan hefst í Kaupmannahöfn í byrjun júní, en hér á landi verður kvikmyndað frá því í miðjum júnímánuði fram í ágúst. I Utah í Bandaríkjun- um verður síðan unnið við kvikmyndatöku í september. Teikning af Hlíðabænum, þannig verður hann útlits í kvikmynd- inni. Að auki verður e.t.v. eitthvað af útiatriðum tekið í Edin- borg, en inniatriði verða öll tekin í Reykjavík. Leigð hefur verið mikil skemma í því augnamiði. Hlutverkaskipan hefur ekki verið ákveðin en Helgi Skúla- son leikstjóri og aðstoðar- maður Rolf Hádrichs leitar nú ákaft að ungri stúlku, ljós- hærðri og hugljúfri, sem leik- ið gæti Steinu dóttur Steinars bónda í Hlíðum undir Steina- hlíðum. Þegar hefur verið rætt við á annað hundrað stúlkur, þær myndaðar og teknar af þeim prufuupptök- ur, til að finna þá einu réttu, en ekki tekist enn. Þá vantar einnig stóran, þrekvaxinn hesta- og kvennamann í hlut- verk Björns á Leirum. Hlut- verk Islendinga í sögunni verða í höndum íslenzkra leik- ara. Maraþonskákin: Tefldu 720 skákir NÍU skákmenn úr Búnaðarbanka (slands ásamt einum gesti, Ásgeiri Þ. Árnasyni Reykjavíkurmeistara. áttu með sér maraþonkeppni í skák um helgina, eins og greint var frá í Mbl. á sunnudag. Hófst keppnin kl. 18 á föstudagskvöld og lauk kl. 19 á laugardag eftir 25 tíma viðureign. Á þessum tíma voru tefldar 720 skákir og 142 umferðir. Að sögn Guðmundar Sigþórsson- ar hafði hver skákmaður 5 mínútna umhugsunartíma og tók því hver umferð 10—11 mínútur að meðal- tali. Flesta vinninga hlaut Bragi Kristjánsson, 119'/2, í öðru sæti varð Ásgeir Þ. Árnason með 106 vinninga og þriðji varð Jón Krist- insson og hlaut hann 102'/2 vinning. Guðmundur Sigþórsson sagði, að forseti Skáksambands íslands, Ein- ar S. Einarsson, hefði litið við hjá keppendum á laugardag og látið þau orð falla, að sennilega væri þar um heimsmet að ræða, ekki hefðu svo margir keppendur verið í móti er staðið hefði svo langan tíma. Þá sagði Guðmundur, að svo virtist sem keppni skákmannanna hefði haft góð áhrif á umferð í miðbæn- um á föstudagskvöldið, unglingarn- ir hefðu staldrað við og virt þá fyrir sér, enda hefðu þeir setið sem næst gluggum til að áhorfendur gætu fylgst með keppninni. Sex sækja um prófessors- embætti í sögu NÝLEGA er runnin út umsóknar- frestur um prófessorsembætti í sögu við Háskóla íslands. Sex menn hafa sótt um embættið: Björn Teitsson, Egill J. Stardal, dr. Gunnar Karlsson, Helgi Þorláksson, Ólafur Ásgeirsson og dr. Sveinbjörn Rafnsson. Að sögn Birgis Thorlaciusar ráðuneytis- stjóra menntamálaráðuneytisins skipa Háskólinn og ráðuneytið dómnefnd sem fjalla mun um hvort umsækjendur séu hæfir til að gegna embættinu og eftir að viðkomandi deild hefur gefið sína umsögn veitir ráðherra embættið. Netaskemmdir af völdum haflss: Nota stuðpúða svo að netin fari undir ísinn HAFÍS hefur valdið sjómönnum og útgerðarmönnum talsverðum erfiðleikum að undanförnu, eins og komið hefur fram í fréttum. Hafa meðal annars verið allmikil brögð að því, að net hafi skemmst af völdum íss, auk þess sem þau hefur rekið langar leiðir frá þeim stöðum sem þeim hefur verið lagt. Menn hafa þó fundið upp að- KLAUSTURHÓLAR Guðmundar Axelssonar efndu til bókaupp- boðs í Reykjavík sl. laugardag og voru þar í boði 200 númer og seldust þau öll. Að sögn Guð- mundar Axelssonar var hæst verð greitt fyrir Jarðabók Árna Magn- ússonar, 1. bindi, eða kr. 170 þúsund, en verð er tilgreint hér án söluskatts. Þá fór Kennaratal á kr. 51 þúsund, Niðjatal Þorvalds Böðv- gerðir við að komast hjá erfiðleik- um af þessum sökum, til dæmis sagði Tryggvi Finnsson hjá Fisk- iðjusamlagi Húsavíkur í samtali við Morgunblaðið, að þekkt aðferð væri að hafa belgina það loftlitla, að þegar ís leggst yfir hanga þeir ekki uppi, heldur er flotmagnið það lítið að þeir sökkva og fara undir ísinn. Þá nær ísinn ekki að arssonar á kr. 35 þúsund, handrit eftir Guðmund Hannesson með endurminningum úr Skagafirði á kr. 16 þúsund og ævisaga og niðjatal Gríms Gíslasonar frá Óseyrarnesi á kr. 26 þúsund. Þá seldist ævisaga Árna Þórar- inssonar á 37 þúsund, dönsk-ís- lenzk orðabók Sigfúsar Blöndals á 60 þúsund, Borgir, tímarit, 2 hefti á 31 þúsund og 1.—28. árgangur Heima er bezt fór á kr. 60 þúsund. draga trossurnar með sér. Hefur þessi aðferð verið notuð lengi við þessar aðstæður, en hefur nú verið endurbætt. Eru þá notaðir svokallaðir stuð- púðar, en það eru langir og mjóir belgir, sem eru endranær settir á milli skips og bryggju. Eru þeir þá þyngdir þannig, að þeir fljóta aðeins til hálfs, og eru þá aðeins um 20 sentimetrar upp úr sjónum. Belgirnir leggjast því undir ísinn þegar hann kemur og koma upp aftur í auðum sjó. Er þetta því endurbætt aðferð frá því sem var, er belgirnir voru hafðir loftlitlir eða loftlausir. Með þessari aðferð er sjómönn- um fært að leggja net sín þrátt fyrir ís, þó vissulega fylgi því alltaf nokkur áhætta. Bókauppboð Klausturhóla: Jarðabók Áma Magn- ússonar á 170 þúsund Opið til kl. 8 annað kvöld ogtil hádegis laugardag fyrir páska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.