Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 3 1
Jósefma Eyjólfsdótt-
ir - Minningarorð
í dag kveðjum við hinstu kveðju
stórbrotna og sterkbyggða konu
sem lokið hefur erfiðu dagsverki,
farin á sál og líkama.
Jósefína andaðit á Landspítala
2. apríl síðastliðinn eftir mikla
sjúkdómserfiðleika undanfarin tvö
ár. Ellefu urðu ferðir hennar á
sjúkrahús þessi tvö ár.
Jósefína fæddist 30. september
1893 og hefur verið búsett á
höfuðborgarsvæðinu alla sína tíð.
Vorið 1922 giftist hún sæmdar-
og heiðursmanninum Halldór i
Sigurðssyni knattspyrnufrömuði.
Á heimili þeirra voru ekki stórir
salir né ríkulegt samansafn
veraldlegra hluta en þangað áttu
margir erindi til Halldórs vegna
hlutdeildar hans í stofnun Knatt-
spyrnufélagsins Þróttar og þeirrar
félagsmálaforystu sem á eftir fór
en til Jósefínu komu ungir sem
aldnir af öllum stéttum til þess að
biðja hana um að gá í spilin.
Verzlunarmærin að unnustanum,
útgerðarmaðurinn að fiskinum. Þá
komu hæfileikar Jósefínu bezt í
ljós, þaðan fóru oft ánægðir
viðskiptavinir og ósjaldan barst
'heimilinu vinargjöf frá heim-
sækjendum ásamt þakklæti fyrir
framkominn spádóm.
í blaðaviðtali var Jósefínu ein-
hvern tíma spurð hvernig unnt
vær að fá alla þessa vitneskju úr
spilum. Hún svaraði: Ég finn það
innra með mér.
Jósefína var viljasterk kona og
sterktrúuð á kærleika Guðs. Um-
hyggja Jósefínu fyrir öllum ást-
vinum sínum og þeim sem áttu
hana að vini var alveg með ein-
dæmum mikil alla tíð.
Jósefína hafði mikla ánægju af
að ferðast til útlanda og fyrir
aðstoð góðra manna átti hún þess
kost að fara slíkar ferðir núna
seinni árin.
Aldrei tapaði hún reisn sinni né
virðuleik.
Áður en hún giftist eignaðist
hún eina dóttur, Steinþóru, og til
Árnýjar dóttur sinnar fluttist
Jósefína er hún var farin að heilsu,
löngu eftir fráfall Halldórs.
Ég hef reynt að gera ljóst hve
mikinn hug hún lagði í að þjóna
öðrum og ljúft er mér að geta
þeirra er léttu henni sjúkdóms-
byrðina, þar ber fyrst að nefna
Árnýju dótturdóttur hennar og
eiginmann hennar, Hálfdán
Gústafsson í Garðabæ, en jafn-
framt verður mér lengi minnis-
stæður kærleikur og umburðar-
lyndi sem hjúkrunarfólk á Land-
spítalanum sýndi hinni sárþjáðu
vinkonu minni í erfiðleikum
hennar og helstríði.
Þá er lokið lífsferð þessarar
ágætu vinkonu minnar sem kveður
eftir langan og oft strangan dag.
Guð gefi henni góða ferð og aukna
innsýn í djúp fegurðar annars lífs.
Samúðarkveðjur sendi ég
aðstandendum öllum.
B.K.G.
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Páskaferöir 12.—16.
apríl kl. 08.
1. Snæfellsnes.
2. Landmannalaugar.
3. Þórsmörk.
Allt eru þetta fimm feröir.
Einnig er fariö í Þórsmörk á
laugardaginn kl. 08.
Nánari upplýsingar og farmiða-
sala á skrifstofunni.
Feröafélag íslands.
IOOF Rb. 1=- 1284108% —
□ Edda 59794107 — 1.
□ HAMAR 59794107 — Frl.
Í
l.f J
UTIVISTARFERÐIR
Páskaferðir, 5 dagar:
Öræfaferö, fararstj. Jón I.
Bjarnason, Uppselt.
Snafellsnes, fjallgöngur,
strandgöngur, gist á Lýsuhóli,
sundlaug, hitapottur, ölkeldur,
kvöldvökur. Fararstj. Erlingur
Thoroddsen og fleiri. Farseölar
á skrifst. Lækjarg. 6a, sími
14606.
AAalfundur Utivistar veröur í
Snorrabúð (Austurbæjarbíó)
þriöjud. 10.4. kl. 21. Myndasýn-
ing eftir fundinn.
Útivist.
Hjálpræöisherinn
Biblíulestur og bæn í kvöld kl.
20 hjá Major Ona.
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Ræöumaöur Einar J.
Gíslason.
■ GEOVERNDARFÉLAG ISLANDSB
Hörgshlíö 12
Samkoma í kvöld, sunnudag kl.
8.00.
tilkynningar*
O-jUL
Hilmar Foss
lögg. skjalaþýö. dómt. Hafnar-
stræti 11, sími 14824. Freyju-
götu 37. Sími 12105.
Frúarkápur til sölu
í stæröum 36— 50 úr ullarefn-
um. Sumt ódýrt.
Kápusaumast. Diana, Miötúni
78, sími 18481.
Keflavík
4ra herb. sem ný íbúö til sölu,
eingöngu í skiptum fyrir ein-
býlishús eöa raöhús á einni
hæö. Upplýsingar aöeins á
skrifstofunni.
Brotamálmur
er fluttur aö Ármúla, sími 37033.
Kaupi allan brotamálm lang-
hæsta veröi. Staögreiösla.
Viltu gefa hestefni í
fermingar-, afmælis-
eöa tækifærisgjöf
Úrval eins og tveggja vetra
trippa, svo og hryssur þriggja
vetra og eldri. Sanngjarnt verö.
Upplýsingar í síma 24905 eftir
kl. 18.
Vogar
3ja herb. góö risíbúö.
Eigna og Veröbréfasalan,
Hringbraut 90, Keflavík.
Sími 92-3222.
AUGLYSINGASIMINN ER:
22410
JHor0iutbUbiö
raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
Fákur unglingadeild
Vorstarfiö hefst meö sameiginlegri hópferö
á hestum frá efri Fák í dag kl. 2.30 e.h.
Væntum þess aö sjá sem flesta aftur sem
tóku þátt í starfinu síðasta ár og bjóöum
nýja unglinga velkomna.
Miðaö er viö aldur 15 ára og yngri.
Nefndin.
Keflavík — Njarövík
Óskum eftir aö fá leigöa 2ja herb. íbúö í
Keflavík eöa Njarövík.
Tilboö sendist Mbl. merkt: „Húsnæöi —
5800“.
Hestaeigendur í Mosfellshreppi
Hagabeit fyrir reiöhesta
veröur látin í té í löndum hreppsins á næsta
sumri. Þeir, sem hafa hug á aö fá beit, sæki
um þaö á sérstökum eyðublöðum sem eru
afhent á skrifstofu hreppsins.
Sveitastjóri.
Keflavík — Njarövík
Til sölu 150 til 160 fm iönaöarhúsnæöi í
góöu ástandi. Hentugt fyrir margs konar
iðnaö t.d. bifreiöaverkstæöi.
Góöir viöskiptavinir í þeirri grein geta fylgt.
937 fm iðnaðarhúsnæði í byggingu. Selst
fokhelt.
Góö verzlunar- eöa iönaðarlóö í Ytri
Njarövík 2500 fm meö stækkunarmöguleik-
um. Góö bílastæöi. Eignarlóö. Miklir mögu-
leikar.
Eignamiðlun Suöurnesja,
Hafnargötu 37, Keflavík.
Sími 3868.
28 tonna bátur
Til sölu er N/B Silfá ÍS — 188. Báturinn er
28 tonn. Smíðaöur 1964 meö 220 ha
Caterpillar vél frá 1977. Lister Ijósavél frá
1965. Furno radar og C Loran frá 1977,
rafkerfi nýlegt og lúkar innréttaöur 1978. 6
rafknúnar handfærarúllur, allur rækjuveiöi-
búnaöur og snurvoð fylgja.
Arnar G. Hinriksson hdl.,
Aðalstræti 13,
ísafiröi, sími 94-3214.
Verö í síma 22322, Reykjavík frá þriðju-
dagskvöldi til laugardags.
fll ÚTBOÐ
Tilboö óskast í dælumótora fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur. Útboösgögn eru afhent á
skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboöin veröa opnuð á sama staö
þriöjudaginn 15. maí n.k. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REVKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 2*5800 á
(P ÚTBOÐ
Tilboö óskast í 250 stk. tréslár á háspennu-
línur fyrir Rafmagnsveitur Reykjavíkur.
Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin veröa
opnuö á sama staö miövikudaginn 9. maí
n.k. kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 8 — Simi 25800
Útboð
Framkvæmdanefnd um byggingu leigu-
íbúöa, Raufarhöfn, óskar eftir tilboöum í
smíöi 11 íbúöa fjölbýlishúss.
Útboösgögn veröa til afhendingar á skrif-
stofu Raufarhafnarhrepps og hjá tæknideild
Húsnæöismálastofnunar ríkisins frá þriöju-
deginum 10. apríl gegn 30.000 króna
skilatryggingu.