Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
21
athugun hafi verið ákveðið að
flytja alla rafreiknivinnslu bank-
ans til Reiknistofu bankanna. Eig-
in rafreiknideild bankans verði þá
lögð niður og gert væri ráð fyrir,
að þessari yfirfærslu til Reikni-
stofu bankanna verði lokið nú í
maí mánuði.
Gunnar J. Friðriksson fjallaði
þá um útgáfu jöfnunarhlutabréfa
og þá þýðingu sem þau hefðu fyrir
hluthafa. Frá 1970 hafi hlutabréf
Iðnaðarbankans verið áttfölduð
með útgáfu jöfnunarbréfa og á
sama tíma hefði vísitala fram-
færslukostnaðar 8,5-faldast.
Mætti því fullyrða, að hlutabréfa-
eign í Iðnaðarbankanum hafi fylli-
lega haldið í við verðbólguna á
þessu tímabili.
Að lokum sagði Gunnar J. Frið-
riksson, að um langt árabil hafi
bankar starfað sem skömmtunar-
stofur vegna þess, að eftirspurn
lána hafi verið langt umfram
framboð, vegna siminnkandi
sparnaðar. Með fyrirhugaðri verð-
bindingu sparifjár muni hlutirnir
væntanlega snúast við. Gera verði
ráð fyrir að sparnaður aukist
verulega og dragi úr eftirspurn
lána. Kemur þá til með að reyna
mjög á aðlögunarhæfni stjórnar
og starfsliðs bankans. En Iðnaðar-
bankinn væri mjög lifandi stofnun
og hann efaðist ekki um að ný og
breytt staða muni verða hvatning
til enn frekari dáða.
Bragi Hannesson, bankastjóri,
skýrði því næst reikninga bank-
ans. Rekstarkostnaður bankans
nam 561 millj. króna og jókst á
árinu um 75%. Hæsti liður rekstr-
arkostnaðar er eins og áður launa-
lcostnaður og er hann um 74% af
heildarreksturskostnaðinum. Með-
alfjöldi starfsfólks jókst á árinu
um 12% og væri það lítil aukning
miðað við aukin umsvif bankans,
en færslufjöldi jókst á árinu um
31,4% miðað við 13,3% árið áður.
Tekjuafgangur bankans var 64
millj. króna samanborið við 9,5
millj. króna árið áður. Þessi batn-
andi afkoma væri í samræmi við
þróunina í öllu bankakerfinu, því
almennt væri afkoma banka og
sparisjóða mun betri en árið 1977.
Megin ástæða þessa bata lægi
fyrst og fremst í vaxtarbreyting-
um í nóvember 1977 og febrúar
1978.
Bragi Hannesson rakti síðan
ýmsar aðgerðir sem gripið hefði
verið til undanfarin misseri til að
draga úr reksturskostnaði. Ræddi
hann í því sambandi nýja áætlun
um vélvæðingu, sem bankaráðið
hefði samþykkt í ársbyrjun 1978.
Um væri að ræða rafreiknikerfi,
sem nefnist IBM-3600. Væri mark-
miðið með þessari breytingu að
draga verulega úr svonefndri bak-
vinnu, sem að mestu leyti er unnin
utan dagvinnutíma starfsfólks.
Gert væri ráð fyrir, að þetta nýja
kerfi verði fullbúið og komið í
notkun í lok maí mánaðar. Væri
þess að vænta að þessi tækninýj-
ung byrjaði að skila bankanum
arði strax á þessu ári.
Bundin innstæða í Seðlabankan-
um hækkaði á árinu um 598 millj.
króna og var í árslok 1.685 millj.
króna. Innstæða á viðskipta-
reikningi nam í árslok 247 millj.
króna en var í upphafi ársins 19.7
millj. króna. Heildarinnstæður
Iðnaðarbankans í Seðlabankanum
voru þannig 1.9 milljarðar króna í
árslok. Bókfært verð fasteigna
bankans er nú 884 millj. króna og
hækkaði á árinu vegna endurmats
um 193 millj. króna og 58 millj.
króna vegna nýrra fjárfestinga.
Eru fasteignir bókfærðar á fast-
eignamatsverði.
Heildarútlán bankans námu í
árslok 5.961.5 millj. króna og hefðu
þau aukist á árinu um 56,2%, en
aukning svonefndra þaklána, sem
eru útlán án endursölu, hafa orðið
54,2%. Væri þetta verulega meiri
aukning þaklána en stefnt hafi
verið að á árinu í lánfjáráætlun.
En þessum breytingum hafi fyrst
og fremst valdið hin mikla inn-
lánsaukning bankans.
Heildarinnlán í bankanum
námu í árslok 7.682.7 millj. króna
og hefðu aukist um 2.841 milij. kr.
á árinu, sem er 58,7%, en meðal-
aukning hjá öllum viðskiptabönk-
unum nam 48%. Er þetta mesta
innlánsaukning milli ára í sögu
bankans, að frátöldu öðru starfs-
ári hans. Af einstökum innlánsteg-
undum jukust vaxtaaukainnlán
mest eða um 86,6% og voru þau í
árslok 20,6% af heildarinnlánum
bankans.
Heildarendurkaup Seðlabank-
ans af Iðnaðarbankanum námu í
árslok 474 millj. króna en á sama
tíma voru bundnar innstæður í
Seðlabankanum 1.685 millj. króna
eða 1.211 millj. króna hærri en
fyrirgreiðslu Seðlabankans nemur.
Eigið fé bankans í lok ársins
nam 707.7 millj. króna samanborið
við 462.3 millj. króna í upphafi
ársins. Aukningin er 53,1%. Eigin-
fjárhlutfallið er nú 9,2% miðað við
innlán en 7,7% sé miðað við
niðurstöðutölur efnahagsreikn-
ings.
Að lokum sagði Bragi Hannes-
son, að á velgengni banka væru oft
lagðir þrír einfaldir mælikvarðar:
Innlánsþróun, lausafjárstaða og
afkoma. Það væri ánægjulegt að
geta sagt það á þessum aðalfundi,
að öll þessi þrjú atriði hafi að
þessu sinni verið með besta móti í
Iðnaðarbankanum.
A aðalfundinum var samþykkt
að greiða hluthöfum 9% arð.
Þá var samþykkt að þrefalda
hlutafé bankans, sem nú er 180
millj. króna með útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa og nemi hlutafé að því
loknu 540 millj. króna.
Einnig samþykkti aðalfundur-
inn heimild til bankaráðs til út-
gáfu nýs hlutafjár að upphæð allt
að 270 millj. króna. Var bankaráði
falið að útbúa skilmála og sjá um
aðra framkvæmd þessarar sam-
þykktar. Að útgáfu þess hlutafjár
lokinni verður hlutafé bankans
samtals 810 millj. króna.
Þá samþykkti aðalfundur
Iðnaðarbankans nokkrar breyting-
ar á samþykktum og reglugerð
bankans og var þar um að ræða
breytingar, sem óhjákvæmilegar
eru í kjölfar nýrra laga um hluta-
félög. Eru þar með felldar úr gildi
allar hömlur sem verið hafa á
viðskiptum með hlutabréf í bank-
anum.
Pétur Sæmundsen, bankastjóri,
gerði því næst grein fyrir
starfsemi Iðnlánasjóðs árið 1977.
Samtals voru veitt á árinu 443 ný
lán að fjárhæð alls um 1.864 millj.
króna. Arið 1977 voru afgreidd 422
að fjárhæð 1.380 millj. króna.
Útistandandi lán sjóðsins í árslok
1978 námu 4.468 millj. króna
samanborið við 3.030 millj. króna.
Er aukning heildarútlána því um
48% frá árinu áður.
Pétur Sæmundsen ræddi nokkuð
lánskjör sjóðsins og þá stefnu
stjórnarinnar að vera vel á verði í
því efni að varðveita eigið fé
sjóðsins. Væri eigið fé hans nú
3.073 millj. króna samanborið við
2.100 millj. króna árið áður. Gert
væri ráð fyrir að útlánageta sjóðs-
ins muni vaxa meira á þessu ári en
nokkru sinni fyrr og verða um
3.000 millj. króna. En spurning
væri hvort lánageta mundi vaxa
tiltölulega að sama skapi og eftir-
spurnin, en fyrstu þrír mánuðir
ársins benda til að svo verði ekki.
Á aðalfundinum skýrði Haukur
Eggertsson frá því, að hann hefði
beðist undan endurkjöri í banka-
ráðið, en þar hefði hann átt sæti
síðast liðin átta ár. Voru honum
þökkuð mikil og heilladrjúg störf
fyrir bankann. I bankaráð voru
kjörnir Gunnar J. Friðriksson,
Sigurður Kristinsson og Kristinn
Guðjónsson.
Varamenn voru kjörnir Sveinn
S. Valfells, Þórður Gröndal og
Magnús Helgason.
Iðnaðarráðherra skipaði þá Sig-
urð Magnússon og Kjartan Ólafs-
son sem aðalmenn í bankaráðið og
Guðjón Jónsson og Guðrúnu
Hallgrímsdóttur sem varamenn.
Síðast liðin 4 ár hafa Magnús
Helgason og Páll Sigurðsson verið
fulltrúar iðnaðarráðherra í banka-
ráðinu og voru þeim færðar þakkir
fyrir góð störf í þágu bankans.
Endurskoðendur voru kjörnir
þeir Haukur Björnsson og Þórleif-
ur Jónsson.
Oddur Olafsson, blaðamaður:
Löglærðir menn kvarta stund-
um yfir því að blaðamenn séu
illa að sér í lögformlegum gjörn-
ingum og gangi dómsmála og
beri skrif þeirra um þau mál
þess iðulega vitni. Þetta er
vafalaust rétt en áreiðanlegá
bögglast þau fræði fyrir brjóst-
inu á fleirum en blaðamönnum.
Fúslega skal viðurkennt að ég
hef takmarkaða þekkingu á
starfi dómstóla og þekki þau
ekki af eigin raun, þótt ég hafi i
starfi mínu í nærfellt tvo ára-
segulband og vélritaði aftan við.
Greinina afhenti ég yfirmönn-
um mínum á ritstjórn.
Sem fyrr segir var það alls
ekki á mínu starfssviði að
ákveða hvaða efni birtist í blað-
inu. Enn má geta, að á þeim
tima sem greinin birtist hafði
blaðamaður, sem þá starfaði á
Tímanum, það verkefni að sjá
um dálkinn „Lesendur skrifa".
Eg kom þar hvergi nærri og það
var ekki í mínum verkahring að
ganga frá slíku efni til prentun-
Höfundarheiður
afþakkaður
tugi þurft að fjalla um gang
einstakra mála í fréttaskrifum.
En það verður að játa að
skilningur minn á þessum mál-
um stóð á núllpunkti þegar ég
las í frétt í Morgunblaðinu 15.
apríl s.l., að gjörðir mínar væru
beinlínis orsök sakarefnis og
dómsúrskurðar í máli sem búið
var að flytja fyrir tveim dóm-
stólum. Virðist ég vera höfuð-
vitni í málinu, sem þegar hefur
verið dæmt í bæði í sakadómi og
héraðsdómi, án þess að hafa
nokkru sinni verið kallaður fyr-
ir.
Hér er um að ræða mál sem
Kristján Pétursson og Haukur
Guðmundsson höfðuðu gegn
Þórarni Þórarinssyni, ritstjóra
og ábyrgðarmanni Tímans,
vegna ummæla sem birtust um
þá í dálknum „Lesendur skrifa"
í mars 1976. Efni þess pistils læt
ég liggja milli hluta, en mót-
mæli því að ég sé höfundur
þessara skrifa og jafnframt því
að ég hafi látið birta umrætt
lesendabréf, enda var það alls
ekki í mínum verkahring á
þessum t.íma að ákveða hvaða
efni væri birt í Tímanum. Það
voru aðrir aðilar sem skáru úr
um hvað þótti birtingarhæft og
hvað ekki.
Umrætt mál var tekið fyrir
hjá Sakadómi Reykjavíkur og
Bæjarþingi Reykjavíkur. í fyrr-
greindu tölublaði Morgunblaðs-
ins voru raktar forsendur dóms-
ins yfir Þórarni Þórarinssyni.
Þar las ég m.a. „I þeirri rann-
sókn kom fram, að höfundar
umræddrar blaðagreinar voru
tveir, þeir Árni Yngvason, versl-
unarmaður, og Oddur Ólafsson,
blaðamaður á Tímanum."
Þetta þótti mér kyndugt og
fór því á stúfana að afla mér
upplýsinga um hvaðan borgar-
dómara kæmi sú vitneskja, að
ég væri höfundur greinarinnar
að hluta og staðhæfa það í dómi.
Málið var fyrst tekið upp hjá
Sakadómi Reykjavíkur. I grein-
argerð um rannsókn málsins
þar segir m.a. er skýrt var frá
vitnisburði Árna Yngvasonar:
„Það kvaðst (þ.e. vitnið) því hafa
skrifað umrædda grein, þ.e.a.s.
fyrri helming hennar og haft
síðan samband við Odd Ólafs-
son, blaðamann hjá Tímanum,
sem skömmu áður hafði skrifað
athyglisverða grein í Tímann
um þá Kristján og Hauk. Oddur
tók við grein þessari og hafði
seinna símasamband við vitnið
og var þá prjónað aftan við
greinina, og var það Oddur sem
skrifaði upp það sem vitnið las
upp í símann. Vitnið kvaðst
reyndar ekkert hafa ætlast til
að skrif þessi væru birt í blaðinu
sem grein heldur viljað gefa
blaðamanninum punkta til að
nota eftir því sem honum hent-
aði.“
í dómi Sakadóms í málinu
segir m.a.: „Þá var yfirhéyrður
maður sá er var heimildarmað-
pr Tímans að umræddri grein,
en ákærði skýrði frá nafni
hans.“ Og síðar: „Kveðst Árni
síðan hafa skrifað grein er hann
hafði farið með til Odds Ólafs-
sonar blaðamanns hjá Tíman-
um. Hann tók við greininni og
síðar hringdi hann til Árna og
ræddi nánar við hann og skrif-
aði út frá því síðari hluta
greinar þeirrar sem svo birtist,
en fyrri hluti greinarinnar er
það sem Árni hafði skrifað og
látið Oddi í té.“
í dómi Sakadóms kemur fram
að 26 vitni hafa verið yfirheyrð
vegna málsins. Að mínum dómi
hefðu þau að ósekju mátt vera
27.
Svo virðist sem borgardómari
byggi sinn dóm á rannsókn og
dómi Sakadóms og staðhæfir
samkvæmt vitnisburði að ég sé
að hluta höfundur margum-
ræddrar greinar.
Bókað er eftir vitninu að ég
hafi skrifað „athyglisverða
grein um þá Kristján og Hauk.“
Hið rétta er, að nokkru áður en
„lesendabréfið" barst inn á rit-
stjórn Tímans skrifaði ég tvær
greinar um það yfirgripsmikla
upplýsinga- og rannsóknarstarf
sem þeir félagar höfðu þá stund-
að um hríð og lét þar í ljós
undrun yfir því gífurlega
upplýsingaflæði sem frá þeim
streymdi og fjölmiðlar kok-
gleyptu og demdu síðan yfir
allan landslýð. Óþarft mun að
fjölyrða um þá gjörningahríð.
Hún er mönnum enn í fersku
minni. Þar voru margir bornir
þungum sökum og ef einhverjir
dirfðust að bera hönd fyrir
höfuð sér öskruðu nashyrning-
arnir, sem óðu um þjóðlífið, og
töldu slíkt athæfi aðeins sanna
sekt þeirra sem undir áburðin-
um lágu. Greinar þessar voru
merktar upphafsstöfum mínum
og þurfti enginn að fara í graf-
götur með hver var höfundur
þeirra, enda var það gert af
þeim sem þóttust þurfa að
svara.
Þessi skrif mín munu vera
ástæðan til að höfundur „les-
endabréfsins" afhenti mér það
en ekki yfirmönnum á ritstjórn.
Hann ræddi við mig um efni
þess og skildi það eftir á rit-
stjórninni er hann fór. Síðar
hringdi hann í mig, en ekki
öfugt, og taldi sig þurfa að bæta
nokkrum setningum aftan við
ritsmíðina. Eg tók þær upp á
ar og ég samdi ekki fyrirsögnina
að greininni, sem dómstólar
telja niðrandi. Enn má geta, að
á Tímanum sem öðrum blöðum,
eru handritalesarar, sem leið-
rétta villur og færa mál til betri
vegar ef þurfa þykir. Hafi ein-
hverju í margumræddri grein
verið breytt, var það ekki heldur
í mínum verkahring. Enn má
bæta við að ég var þess ekki
hvetjandi að greinin yrði birt,
enda hafði höfundur hennar á
orði, að hann væri þess ekki
sérstaklega fýsandi. Taldi hann
þær upplýsingar, sem þar voru,
gætu komið blaðinu að gagni í
einhverri ímyndaðri baráttu við
óvinveitt öfl. En honum og
öðrum til upplýsinga skal tekið
fram, að Tíminn ástundaði ekki
neins konar „rannsóknarblaða-
mennsku".
í starfi mínu hef ég tekið við
þúsundum greina, fréttatilkynn-
inga, auglýsinga og frá mörgu af
þessu hef ég gengið frá undir
prentun. En það hefur aldrei
hvarflað að mér að ég væri
höfundur þess efnis sem ég ekki
skrifa sjálfur. Um árabil hef ég
m.a. tekið við og búið til prent-
unar allar minningagreinar,
sem birtst hafa á Tímanum.
Almáttugur guð og dómstólar
forði mér frá að vera talinn
höfundur þeirra.
Um niðurlag „lesendabréfs-
ins“, sem ég tók upp í gegnum
síma, vil ég aðeins geta þess, að
það er ein hvimleiðasta skylda
blaðamanna að breyta handrit-
um eða bæta inn í þau þegar
höfundar eru búnir að skila
þeim inn á ritstjórn. Þetta er því
miður mjög algengt eins og
blaðamenn geta vitnað um. Það
þarf að leita uppi handrit eða
prófarkir og koma viðbót eða
leiðréttingum á rétta staði. Mér
er ekki kunnugt um annað en
blaðamenn verði við þessum
óskum, þótt þeim sé það ekki
ljúft. Það er hringt í blöð á
öllum tímum og beðið um leið-
réttingar. Að telja blaðamann
sem tekur við efni af þessu tagi
höfund þess er fráleitt. Það
skiptir hann engu máli hvort
hann er sammála því sem höf
undur vill bæta við hjá sér eða
ekl^i. Hann er aðeins að sinna
starfi sínu, og þær greinar,
góðar eða slæmar, sem ég hef
fjallað um á þennan hátt eru
ótaldar, og ég frábið mér allan
höfundarheiður að þeim.
Að síðustu ítreka ég að ég er
ekki höfundur umræddrar
greinar í heild eða að hluta og
að birting hennar var ekki á
mínum vegum, og tel að í þessu
efni sem öðrum fari best á því
að hver éti úr sínum poka.