Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. var haldinn laugardaginn 31. marz sl. Heildarinnlán bankans jukust um 58.7%, sem er meiri aukning en hjá öðr- um viðskiptabönkum en meðalaukning sl. ár var 48%. Heildarútlán bankans jukust um 56.2%. Hér fer á eftir í heild fréttatilkynn- ing Iðnaðarbankans: Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. var haldinn s.l. laugar- dag, 31. marz, á Hótel Sögu. Heildarinnlán í bankanum námu um sl. áramót 7.683 millj. kr. og höfðu aukist á árinu um 2.841 millj. króna eða 58,7%, sem er mesta aukning milli ára í sögu bankans. Jafnframt er þetta mesta aukning hjá viðskiptabönkunum, en meðalaukning 1978 var 48%. Heildarútlán bankans voru í árs- iok 1978 alls 5.962 millj. króna og höfðu aukist á árinu um 2.146 millj. kr. eða 56.2%. Á aðalfundin- um var ákveðið að þrefalda hlutafé Frá aðalfundi Iðnaðarbankans. Aðalfundur Iðnaðarbankans: Innlánsaukning 58,7% - mesta aukning hjá viðskiptabönkum bankans með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa úr 180 m.kr. í 540 m.kr. og bjóða út nýtt hlutabréf að upphæð allt að 270 millj. kr. Að lokinni útgáfu þessara bréfa verð- ur hlutaféð 810 millj. króna. Fundarstjóri á aðalfundinum var Gunnar S. Björnsson, formað- ur stjórnar Iðnlánasjóðs og fundarritari var Gísli Benedikts- son, skrifstofustjóri. Fundinn sátu um 200 hluthafar og meðal fundar- manna var iðnaðarráðherra Hjör- leifur Guttormsson. Formaður bankaráðs, Gunnar J. Friðriksson flutti skýrslu banka- ráðs um starfssemi bankans á sl. ári. í upphafi ræðu sinnar fjallaði hann um þróun efnahagsmála árið 1978 og sagði, að í því tilliti hefði það verið að mörgu leyti mjög hagfellt. Framleiðsla hafi farið vaxandi, næg atvinna hafi verið, viðskipti við önnur lönd nær halla- laus og lífskjör landsmanna með besta móti. Landsmenn hafi haft öll ytri skilyrði til velmegunar og efnahagslegs öryggis. Hins vegar hafi verðbólgan farið enn á ný vaxandi í kjölfar kjarasamninga- nna 1977. Afleiðingin hafi orðið vaxandi vandi atvinnuveganna, gengisfelling krónunnar og mikil ókyrrð á vinnumarkaðinum fyrri hluta ársins með verkföllum og útflutningsbanni. Verðbólgan væri því enn sem fyrr helsta vandamál, sem við væri að glíma á sviði efnahagsmála. Hann ræddi því næst um vaxta- stefnu Seðlabankans og sagði, að með hækkun almennra banka- vaxta tvívegis á árinu 1977 og í febrúar 1978 hefði verið fylgt eftir þeirri aðgerð til eflingar innlend- um sparnaði, sem vaxtaaukareikn- ingarnir voru. Vöxtum hefði verið skipt upp í tvo þætti, grunnvexti og verðbótaþátt vaxta. Skyldi hin síðarnefndi breytast í hlutfalli við verðlagsþróunina. Var sparifjár- eigendum ítrekað lofað í fréttatil- kynningum Seðlabankans, að hag- ur þeirra yrði ekki fyrir borð borinn, þrátt fyrir hækkandi verð- bólgustig. Þessi skipan bar í upp- hafi góðan árangur. Sparifé, sem á árunum 1971 — 1977 hafði rýrnað um þriðjung, sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, hætti að rýrna, og safnaðist fyrir á vaxtaauka- reikningum. Þær raddir voru hins vegar háværar að atvinnuvegirnir fengju ekki risið undir aukinni vaxtabyrði, og leiddi þessi þrýst- ingur, ásamt stjórnmálaóvissunni þegar líða tók á árið, til þess, að Seðlabankinn féll frá hinni reglu- bundnu endurskoðun vaxtanna, sem sparifjáreigendum hafði verið lofað. Kom fljótlega í ljós að skamma stund verður hönd höggi fegin, því sparnaður fór þegar minnkandi en eyðsla og þar með innflutningur vaxandi. Gunnar J. Friðriksson sagði að óneitanlega skyti það skökku við að stjórnvöld og aðrir lántakendur hiki ekki við að greiða erlendum fjármagnseig- endum raunvexti, á sama tíma og þeir telji útilokað að endurgreiða löndum sínum þau verðmæti, sem hjá þeim hafi verið fengin að láni. Það hefur löngum þótt lélegt siðgæði að ræna saklaust fólk eigum sínum, en það eru þeir að leggja til, sem halda fram nei- kvæðri vaxtastefnu gagnvart sparifjáreigendum. Formaður bankaráðsins fjallaði þá um áhrif verðbólgunnar á verðgildi peninga. Hann sagði, að fyrir aldamót hefðu verið dæmi þess, að kaupmenn greiddu vinnu og innlagðar afurðir með vörupen- ingum og bakarar með brauðpen- ingum. Þessi gjaldmiðill hefði síðan gilt sem greiðsla á vöruút- tekt hjá útgefanda peninganna en ekki annars staðar. Svipað kerfi hefðu Islendingar nú þurft að búa við í áratugi. íslenskir peningar væru einungis gjaldgengir innan- lands á sama tíma og frændur okkar á Norðurlöndunum, þar á meðal Færeyingar, taki við laun- um sínum í gjaldmiðli, sem er gjaldgengur hvar sem er. Hann spurði hvort hægt væri til lengdar að búa við þá smán, að við einir meðal vestrænna þjóða, hefðum misst svo gjörsamlega stjórn á efnahagsmálum okkar, að gjald- miðillinn væri hafður að athlægi meðal annarra þróaðra þjóða. Gunnar J. Friðriksson ræddi því næst um frumvarp það sem for- sætisráðherra hefði nýlega lagt fyrir Alþingi, um stjórn efnahags- mála og þá sérstaklega þann kafla þess, sem fjallar um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Hann sagði, að með verðtryggingu væri vissu- lega stefnt að heilbrigðara ástandi peningamála en verið hefði. Frum- varpið gerði ráð fyrir, að í árslok 1980 skuli koma á í áföngum verðtryggingu inn- og útlána. Framkvæmd þessara breytinga væri mjpg flókin og væri fyllsta ástæða til varkárni. Seðlabankan- um væri ætlað að hafa forystu um framkvæmdina og setja ákveðnar reglur þar að lútandi og væri honum því mikill vandi á höndum. Þegar væri að vísu komin reynsla á verðtryggingu langra lána hjá fjárveitingalánasjóðum og mundi hún væntanlega nýtast bönkum og sparisjóðum. Hins vegar væri meiri vandi að verðtryggja stutt lán, því þau eru einkum í formi víxla og yfirdráttarlána. Kæmi helst til greina að reikna vexti Pétur Sæmundsen, bankastjóri. Bragi Hannesson, bankastjóri. samsvarandi verðbólgustigi af þessum lánum. Sérstakur vandi væri á höndum í þessu sambandi varðandi víxillán þar sem vextir væru teknir fyrirfram, en vísitölur eru hins vegar reiknaðar eftir á. Hann sagði að skyndileg verð- trygging innlána gæti stefnt fjár- hag bankanna 1 hættu. Ef öll innlán, sem bundin væru til þriggja mánaða eða lengri tíma, yrðu verðtryggð, gæti sparifé safn- ast inná þessa reikninga í slíkum mæli, að bankarnir gætu ekki lánað féð út á samsvarandi kjör- um. Til að fyrirbyggja slíkt ástand kæmu tvær leiðir til greina. Ann- ars vegar að innlánsstofnunum verði til að byrja með heimilað að gefa út innlánsskírteini, sem t.d. verði skipt milli bankanna í hlut- falli við innlán. Þeir gætu þá selt skírteinin eftir því sem miðaði að lána féð út. Æskilegra væri hins vegar að innlánin væru frjáls, en þá yrði Seðlabankinn að að vera reiðubúinn að taka við því fé, sem ekki tekst að lána út á verðtryggð- um kjörum. Gunnar J. Friðriksson sagði, að verðtrygging inn- og útlána muni ekki leysa allan vanda. Hún myndi hins vegar leiðrétta hið hróplega ranglæti, sem sparifjáreigendur hefðu verið beittir. Hún myndi jafnframt knýja menn til ábyrgra og arðsamra fjárfestinga. Verð- tryggingin mundi aftur á móti ekki leysa verðbólguvandann. Þar þyrfti margt fleira að koma til. Gunnar J. Friðriksson fjallaði því næst um hag bankans á liðnu ári og þá miklu aukningu innlána, sem þá var í bankanum. I því sambandi ræddi hann um IB-lán- in, sem hleypt var af stokkunum fyrir ári síðan. Hefði þessi nýja þjónusta hlotið strax mjög góðar viðtökur almennings og hefði mik- ill fjöldi fólks komið í mánuði hverjum, síðan þetta fyrirkomulag var tekið upp, og stofnað til nýrra viðskipta við bankann. Ákveðinn hópur starfsfólks hafi verið sér- staklega þjálfaður til að leiðbeina fólki um notkun IB-lána. Þegar þau voru fyrst kynnt, var boðað, að leyfðar innborganir yrðu endur- skoðaðar reglulega með hliðsjón af verðlagsaðstæðum og dómi reynsl- unnar. Hinar jákvæðu undirtektir almennings hafi orðið bankanum hvatning til að endurskoða og bæta IB-lánin, fyrst í haust, þegar sex mánuðir voru liðnir frá því að bankinn hóf þessa þjónustu, og síðan aftur um þessar mundir. Hafi IB-lán nú enn verið endur- bætt og aukin og væri tilgangur- inn sá að koma enn frekar til móts víð óskir og þarfir viðskipta- manna. Formaður bankaráðsins ræddi því næst um rafreiknimál bankans og greindi frá þeim athugunum, sem fram hefðu farið á síðastliðnu ári, á mörkun framtíðarstefnu í þessum efnum. Eftir vandlega Frá vinstri: Gunnar J. Friðriksson, formaður bankaráðs í ræðustól, Gunnar S. Björnsson, fundarstjóri, Bragi Hannesson, bankastjóri, Valur Valsson, aðstoðarbankastjóri, Pétur Sæmundsen, bankastjóri, Gísli Benediktsson, skrifstofustjóri, fundarritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.