Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 27 Þannig féllu atkvæðin: Alþýðubandalag klofið um efna- hagsfrumvarpið EFNAHAGSFRUMVARP forsætisráðherra — með þeim breytingum sem stjórnarflokkarnir höfðu komið sér saman um — var samþykkt sem iög frá Alþingi í neðri deild sl. laugardag með 21 atkvæði gegn 13. Gegn frumvarpinu í heild greiddu atkvæði viðstaddir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins. Tveir þingmenn Alþýðubandalags, Kjartan Olafsson og Svava Jakobsdóttir, sátu hjá um frumvarpið í heild en greiddu atkvæði gegn stöku frumvarpsgrein. Enda þótt þingmenn Sjálfstæðisflokks hafi greitt atkvæði gegn frumvarpinu í heild vóru flestar frumvarpsgreinar samþykktar án mótatkvæða. Atkvæðagreiðslan sem og greinargerðir einstakra þingmanna fyrir atkvæðum þeirra, vóru hinar sögulegustu. Fyrsti kaflinn, sem er nokkurs konar stefnumörkun í efnahagsmál- um, er í tveimur greinum. Fyrri greinin var samþykkt með 22 sam- hljóða atkvæðum, önnur greinin með 23. Annar kaflinn (3.-5. gr.), um samráð stjórnvalda við samtök launafólks, var samþykktur með 23 samhljóða atkvæðum. Þriðji kaflinn (6.—13. gr.), um ríkisfjármál, var einnig samþykktur með 23 sam- hljóða atkvæðum, utan það að 9. gr., sem takmarkar nokkuð niður- greiðslu landbúnaðarafurða, var samþykkt með 22 samhljóða atkv. Kjartan Ólafsson (Abl) sat hjá. Fjórði kaflinn, um fjárfestingar- og lánsfjáráætlanir (14.—21. gr.), var samþykktur með 23 samhlj. atkvæð- um. Sömuleiðis fimmti kaflinn, um „framfarir í atvinnuvegum og hag- ræðingu í atvinnurekstri" (22.-27. gr.). Sjötti kaflinn, um „peninga og lánamál" (28.-32. gr., ásamt ákv. til bráðabirgða), einnig, nema hvað 31. gr., um rekstrargrundvöll útflutn- ingsatvinnuvega, hlaut 22 atkv. (KÓ sat hjá). Sjöundi kaflinn, um verð- tryggingu sparifjár og lánsfjár, var samþykktur með 23 atkvæðum. Áttundi kaflinn, um verðbætur á laun, leiddi til klofnings í þingliði Alþýðubandalags. Tvær fyrstu Kvenfélag Bisk- upstungna 50 ára KVENFÉLAG Biskupstungna er 50 ára um þessar mundir og heldur upp á afmælið með sam- sæti í Aratungu síðasta vetrardag kl. 21. Þangað er boðið núverandi og fyrrverandi félögum og öllum íbúum sveitarinnar. Þar verður saga félagsins rakin f máli og myndum og fleira verður til skemmtunar. Kvenfélag Biskupstungna var stofnað 24. janúar 1929. Fyrsti formaður félagsins var frú Anna Eggertsdóttir í Laugarási. Eftir að hún fluttist burt úr sveitinni árið 1932 tók frú Sigurlaug Erlends- dóttir við og var formaður í 23 ár. Núverandi formaður Kvenfélags- ins er Ágústa Ólafsdóttir í Útihlíð. greinar kaflans, 48. og 49. gr., um verðbótavísitölu, vóru samþykktar með 23 atkv. samhljóða. Fyrsta mgr. og fyrsti töluliður 50. gr., um áhrif almennra launahækkana á verð bú- vöru, var samþykkt með 21 atkvæði gegn 2 (Kjartans Ólafssonar og Svövu Jakobsdóttur). Annar tölulið- ur greinarinnar um áhrif sérstakra skatta til að greiða niður olíuverð á vísitölu var samþykktur með 23 atkv., en þriðji töluliður, um vísitölu- áhrif áfengis- og tóbaksverðs, var samþykktur með 21 atkvæði gegn 2, hinum sömu og áður. Fyrsta mgr. 51. gr., um viðskiptakjaravísitölu, var samþykkt með 21 atkvæði gegn 1 (nafnakall), KÓ. Síðari málsgrein með 23 atkv. 52. gr. hlaut og 23 atkvæði. í ákvæðum til bráðabirgða var fyrsta málsgrein og töluliður I, um að grunnkaup haldist óbreytt þar til um annað verði samið, samþykkt með 23 atkv. gegn 1 (nafnakall), Haildórs Blöndals (S). Liður II um viðskiptakjaravísitölu, útreikning, var samþykktur með 23 atkvæðum en með athugasemdum í greinargerð þriggja þingmanna. Liður III, um elli og ororkulaun, hlaut einnig 23 at- kvæði. Níundi kaflinn, um vinnumarkaðs- mál, var samþykktur með 22 atkvæð- um samhljóða; utan það, að þing- menn Sjálfstæðisfl., 13 talsins, greiddu atkvæði gegn 55. gr., um tilkynningarskyldu með 2ja mánaða fyrirvara um samdrátt í atvinnu- rekstri, sem þeir töldu ófram- kvæmanlega, þar sem enginn gæti séð fyrir samdrátt af aflabresti eða öðrum hliðstæðum orsökum. Kaflinn um verðlagsmál, þ.e. breyting á lögum um frjálsa verðmyndun, sem taka átti gildi 1. nóv. nk., þ.e. að ganga verulega skemmra í frjáls- ræðisátt en þau lög ákveða, var samþykktur með 22datkv. gegn 12 (sjálfstæðismenn). Ellefti kaflinn um jöfnunarsjóði sjávarútvegs, var samþykktur með 23 atkvæðum, nema 64. gr., sem fjallar um sérstaka sköttun þorskveiða, sem samþykkt var með 22 atkvæðum gegn 14 (13 sjálfstæðismenn og Kjartan Ólafs- son). Greinargerðir einstakra þing- manna fyrir atkvæði sínu eru raktar á bls. 29 í dag. Þorkell Sigurbjörnsson: Gagnrýni tækni- legar samgöngur Það er nú meira fólkið þessir „sjálfvöldu gagnrýnendur", sem ryðjast óbeðnir fram á síður blaðanna til þess eins að fara með fleipur. Svo voga þeir sér að segja „mér fannst“, „sýndist", „heyrðist" — án þess að kanna skoðanir allra annarra áheyr- enda og vera sammála þeim öllum. Þegar þeir eru viðstaddir frumsýningar, þá eru þeir svo fávísir, að þeir vita ekki, að svoleiðis nokkuð hefur gerst áður! Ef blaðamaður segir t.d. frá slysi í gær, má hann til með að tíunda öll slys, sem sögur fara af, svo að ekki hallist á neinn og sagnfræðinni sé fullnægt. Illt innræti gagnrýnenda birt- ist alveg sérstaklega í því, þegar þeir rangnefna ókunnar mann- eskjur, reiða sig á prentaðar efnisskrár. Svo leyfa þeir sér að lofa einstaka þátttakendur úr heilum hóp og „gleyma" öllum hinum. Þeir ættu að vita betur en t.d. að hæla ungum söngvur- um, án þess að hæla öllum öðrum söngvurum, lífs og liðn- um, fyrir það, sem þeir hafa líka gert einhvern tímann. Þar eð undirritaður kann ekki þessa tækni, á hann langt í land með að verða fullkominn gagn- rýnitæknir, þyrfti að stúdera fagið, vera langrækinn og muna vel, hvað aðrir hafa sagt og skrifað um hans háu persónu. Ég man t.d. eftir að hafa samið barnaóperu, sem hét Rabbi, en hvað um hana var sagt, er löngu gleymt. Það er enn ein yfirsjón- in. Ú-ha! Þorkell Sigurbjörnsson Bflarnir í keppninni voru af ýmsum gerðum, en ekki færri en 7 voru af Escort-gerð. Fimm bílar af 25 féllu úr rallinu ^f§jg§|É| ómar og Jón Ragnarssynir hrepptu fyrsta sætið í ralli Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavikur a laugardag. Ljósm. Kristinn. 70 km klst. en var leyfður 90 km og 88,8 á tveimur sérleiðum. Réðu keppendur það vel við þennan meðalhraða að þeir urðu að bíða allt upp í 1V4 mínútu áður en komið var inn á tíma- varðstöð, og ekki urðu nein slys eða óhöpp á þeim leiðum að sögn aðstandenda keppninnar. Næsta rall er íyrirhugað dag- ana 16,—19. ágúst og verður allt að 3.000 km langt. Er búizt við að erlendir áhugamenn muni fylgjast með framkvæmd og gangi þeirrar keppni með fyrir- hugaða þátttöku hérlendis siðar meir fyrir augum. ( þessari keppni voru bflarn- ir betur útbúnir en áður þar sem gerðar voru strangari öryggiskröfur. TUTTUGU og fimm keppendur lögðu af stað í svonefndu Fin- lux-ralli sem Bifreiðaíþrótta- klúbbur Reykjavíkur gekkst fyrir sl. laugardag og luku 20 bflar keppninni. I fyrsta sæti urðu þeir Ómar og Jón Ragn- arssynir sem óku Simca 1100 og hlutu þeir 6,04 refsistig. í öðru sæti urðu Hafsteinn Aðal- steinsson og Magnús Pálsson á BMW 320 og fengu 7,0 refsi- stig. Þriðju urðu Halldór Úlfarsson og Tryggvi Aðalsteinsson með 7,01 stig og óku þeir á Toyota Celica, og fjórðu Birgir Þór Bragason og Hafþór Guðmunds- son á Datsun 1600 með 7,37 stig. Að sögn eins stjórnarmanns í Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykja- víkur varð að fella niður erfiðar leiðir, en á sumum leiðum fékkst að hækka meðalhraðann. Hefur hann til þessa aldrei farið yfir Gefið í á einni sérleiðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.