Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1979 19 Gífuryrtur málflutningur borgarstjórnarmeirihlutans: Sjálfstœðismenn „hengdir’,’„rassskelltir” og í líki „óargadýrs” EIRÍKUR Tómasson sagði við umræður um sölutilboð á einangrunar- efni fyrir Hitaveitu Reykjavíkur, að hann væri hissa á málflutnin gi Magnúsar L. Sveinssonar. í stjórn Innkaupastofnunarinnar hefði hann sýnt þann drengskap að tefja ekki brýnt mál, en hér í borgarstjórn breyttust málin. Eitthvað á þessa leið mæltist Eiríki; ég er hissa á, að annars þessi dagfarsprúði maður Magnús L. Sveinsson verður eins og maður gæti hugsað sér óargadýr í ræðustól borgarstjórnar. í stjórn ISR sat MLS hjá, en Valgarð Briem (S) greiddi atkvæði með meirihlutanum við kaup á einangrunarefninu. Af því tilefni og afstöðu MLS í borgarstjórn sagði Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins efnislega á þessa ieið: „Allt er hey í harðindum, þó þurfi að hengja Valgarð Briem og rassskella Magnús L. Sveinsson þá víla sjálfstæðismenn ekki fyrir sér að gera það til að koma höggi á borgarstjórnarmeirihlutann." Albert Guðmundsson sagði, að málflutningur sá sem borgarfulltrúar meirihlutans hefðu hér í frammi, „að borgarfulltrúar væru í mynd ófreskju og verið væri að hengja menn“ væri á allra lægsta plani sem hægt væri að koma umræðum á. Það væri hins vegar ekki undarlegt í raun þegar þvílikur meirihluti ætti í hlut og málflutningurinn væri algerlega í samræmi við málstaðinn sem borgarstjórnarmeirihlutinn væri nú að reyna verja. Magnús L. Sveinsson sagði: „Mér þykir leitt ef Eiríkur Tómasson sér mig hér í líki ófreskju." Láta Björgvin, Kristján og Sigurjón setja vatnaUljur í EUiðaárnar? EINS og kunnugt er skerti borgarstjórnarmeirihlutinn fjárveitingu til veiði- og fiskræktarráðs svo við gerð fjárhagsáætlunar, að nú þarf að segja eina starfsmanni ráðsins upp störfum. Hafa þeir þremenningar Björgvin, Kristján og Sigurjón nú lagt til, að skrifstofa borgarverkfræðings og garðyrkjustjóra vinni verk fyrir ráðið og verið samþykkt. Davíð Oddsson (S) spurði meirihlutann að því á fundi borgarstjórnar 5. apríl hvort ætlunin væri nú að garðyrkjustjóri færi til þess að gróðursetja vatnaliljur í Elliðaánum? Borgarfulltrúar Sjálfstœðisflokksins: Ráðning Gunnars Eydals er siðlaus pólitísk misnotkun valds — sem ber að harma og fordœma Eins og kunnugt er hefur borgarstjórnarmeirihlutinn ákveðið samhijóða að ráða Alþýðubandalagsmanninn Gunnar Eydal sem skrifstofustjóra borgarstjórnar. Af því tiiefni bókuðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi á fundi borgarstjórnar 5. apríl. „Við hörmum og fordæmum þá afstoðu vinstri meirihlutans í borgar- stjórn, sem fram kemur í ráðningu skrifstofustjóra borgarstjórnar. Um starfið sóttu tveir starfsmenn borgarinnar, sem gegnt hafa mikilvægum trúnaðarstörfum um árabil þar á meðai skrifstofustjóri borgarverkfræðings, en það er eitt annasamasta embætti í borgarkerfinu og hefir Jón G. Kristjánsson gegnt því embætti með mestu prýði. Með því að ráða Gunnar Eydal til þessa starfs er algjöriega gengið fram hjá mætum starfsmönnum borgarinnar og felur sú ákvörðun í sér siðlausa pólitiska misnotkun valds." Kratar og kommar í eina sœng — en Framsókn til fótal VIÐ umræður um tilboð í einangrunarefni fyrir Hitaveitu Reykja- víkur í borgarstjórn fyrir skömmu komst Markús Örn Antonsson svo að orði: „Þegar kratar og kommar eru komnir í eina sæng með framsókn til fóta er stutt í svínaríið. Furðar þá fáa að farið sé að hygla Sambandinu." Þakka hólið! „Þegar tilboði er skilað inn til útboðsaðila er viss samningur kominn því tilboðsaðili er í þeirri góri trú, að einhverju tilboði verði tekið eða öllum hafnað," sagði Albert Guðmundsson (S) á fundi borgarstjórnar 5. apríl. Eiríkur Tómasson varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins sagði, að Albert kæmi þarna með nýja kenningu í lögfræði. Albert Guðmundsson sagðist þakka slíkt hól frá einum æðsta yfirmanni dómsmála í landinu. Sumir þyrftu að fara í skóla í mörg ár til að læra lögfræði, aðrir hefðu þetta í eðli sínu ef ráða mætti af máli Eiríks. Markús Örn Antonsson; Afstaða borgarstjórnar- meirihlutans er furðuleg Markús Örn Antonsson (S) flutti tillögu á síðasta fundi borgarstjórnar um að borgarstjórn heimili, að starfsmenn útideildar haldi áfram störfum þar til sam- starfsnefnd sem sett var á laggirnar hefur lokið störf- um. Umrædd nefnd var stofnuð þegar borgarstjórn- armeirihlutinn hafði skert svo fjárveitingu til útideild- arinnar, að hún hefði fyrir- sjáanlega orðið óstarfhæf innan tíðar. Tillaga sú sem Markús Orn flutti var sam- hljóða samþykkt sem full- trúar allra flokkanna höfðu einróma sámþykkt í félags- málaráði. Þorbjörn Brodda- son (Abl) sagðist hafa talið mjög misráðið að leggja útideild niður. Tilmæli fé- lagsmálaráðs hefðu verið full almennt orðuð til að hægt væri að fallast á þau. Hann kvaðst bjartsýnn á, að hægt yrði að sætta sjón- armið og flutti síðan frávís- unartillögu við tillögu sjálf- stæðismanna. Markús Orn Antonsson sagði, að frávís- unartillagan kæmi á óvart miðað við umræður meiri- hlutans á fundum í félags- málaráði og þátttöku Þor- björns Broddasonar í þeim. Markús Örn kvaðst hafa vænst stuðnings frá borgar- fulltrúum meirihlutans í borgarstjórn og félagsmála- ráði, en það virtist ætla að bregðast. Borgarstjórnar- meirihlutinn samþykkti síð- an frávísunartillögu sína. Einsdæmi í borgarstjórn: Borgarst j órnarmeirihlutinn visar frá tveimur einróma sam- þykktum sinna eigin fulltrúa! Borgarstjórnarmeirihlut- inn ómerkti tvívegis á síð- asta borgarstjórnarfundi gjörðir fulltrúa sinna í tveimur ráðum borgarinnar! Þetta gerðist með því, að tveimur einróma samþykkt- um sem fulltrúar allra flokka höfðu staðið að var vísað frá! Á fundi félags- málaráðs 15. marz sam- þykkti ráðið einróma: „Fé- lagsmálaráð beinir því til borgarráðs að heimilað verði, að starfsmenn úti- deildar haldi áfram störfum þar til samstarfsnefnd um starfsemi í þágu unglinga hefur lagt fram tillögur sínar“ (um framtíð útideild- ar). Á umræddum fundi í félagsmálaráði voru mætt: Gerður Steinþórsdóttir (F), Guðrún Helgadóttir (Abl), Frá og með þriðjudeginum 10. apríl endurbætum við rjómann til að auðvelda þeytingu. Fituinnihaldið er aukið úr 33% í 36%. Ahrifin verða: • Miklu auðveldari þeyting. • Auðveldara er að sprauta rjómanum • Rúmmál þeytirjómans eykst, og skreytingar halda sér betur. hann verður u.þ.b. 10% drýgri en fyrr, þegar búið er að þeyta hann. Neytendur eru beðnir velvirðingar á því að gömlu umbúðirnar verða í notkun meðan beðið er eftir nýjum. MJÓLKURSAMLÖGIN UM LAND ALLT. Þorbjörn Broddason (Abl), Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (A), Markús Örn Antonsson (S), Bessí Jóhannsdóttir (S) og Hulda Valtýsdóttir (S). Af þessum hópi undirritaði Þ.Br. ekki fundargerðina og hefur trúlega verið farinn af fundi, en á borgarstjórnar- fundinum flutti hann frá- vísunartillögu við áður ein- róma samþykkt meirihlut- ans, sem Markús Örn flutti sem sjálfstæða tillögu og stuttu Sjöfn Sigurbjörns- dóttir og Þorbjörn Brodda- son frávísunartillöguna ásamt sex öðrum fulltrúum borgarstjórnarmeirihlut- ans! Á sama borgarstjórn- arfundi kom einnig fram ósk frá veiði- og fiskirækt- arráði, sem annars staðar er greint frá, og borgarstjórn- armeirihlutinn, hvað skyldi hann hafa gert? Hann vís- aði bara frá einróma sam- þykkt eigin manna í ráðinu! Gamalt fólk gengur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.