Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
MORö'dKf-
KA Fr/NO
' (ð
sO ______
Heyrnartækið hans bilaði fyrir tveim vikum og hann neitar að
láta lagfæra það!
Þarna sé ég háan mann
dökkan yfiríitum, sem þú
kynnist. Auðugur? Nei annars,
það er bezt að ég hitti hann!
Hvernig ég sef á nóttunni?
Nokkurn veginn svona!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Stígandinn í sögnunum varð
óþægilegur í spili dagsins. Og
norður gafst ekki upp fyrr en í
fulla hnefana og var heppinn
þegar vestur fann ekki besta út-
spilið
Allir á hættu, vestur gaf.
Norður
S. 2
H. K764
T. ÁKD75
L. ÁG8
Vestur Austur
S. ÁK1095 S. G73
H. - H. D10932
T. 92 T. 1064
L. K96543 L. D7
Suður
S. D864
H. ÁG85
T. G83
L. 102
COSPER
Nú opnar hann sjálfur ísskápinn.
Enginn kemur í
stað góðra foreldra
Margt kemur í hugann þegar
maður hlustar á síendurteknar
upphrópanir um ár barnsins 1979
og kemst maður að þeirri niður-
stöðu að margt er það sem þyrfti
að athuga og færa til bóta í okkar
þjóðfélagi. En ef maður lítur til
baka þá sér maður að margt hefur
breyst til batnaðar, sem betur fer,
því kjör munaðarlausra barna
voru bágborin allt fram á þessa
öld. Ef foreldrarnir féllu frá þá
voru þau vægast sagt boðin upp.
Þau voru látin í fóstur til þeirra
sem tók lægsta meðlagið burtséð
frá því hvernig aðbúnað þau
hrepptu. Það minnti á þrælastétt.
En sem betur fer er þetta úr
sögunni. En samt sem áður er ekki
allt sem skyldi með börn okkar
kynslóðar og kemur þar margt til
greina.
Eitt er það sem stingur mig er
ég heyri orðið „lausaleiksbarn"
sem haft er um barn sem fæðist
utan hjónabands. Mér hefur alltaf
fundist það lítilsvirðandi merking.
Þetta orð á ekki rétt á sér því þótt
foreldrnir séu ekki í vígðri sambúð
þá getur barnið verið til komið í
meiri ást en þótt um vígða sambúð
væri að ræða. Maður skyldi ætíð
hafa í huga að aðgát skal höfð í
nærveru sálar. Verum þess ætíð
minnug að vera góðir leiðbeinend-
ur börnum okkar. Og ungu mæður,
sem hæst hrópið á fleiri dag-
vistunarheimili og sérmenntaðar
fóstrur. Það er enginn sem getur
Vestur opnaði á einu laufi, sem
lofaði lauflit og norður stökk í tvo
tígla. Eftir pass austurs varð
suður að segja eitthvað og valdi
tvö hjörtu. Vestur sagði þá tvo
spaða, norður fjögur hjörtu, pass,
pass og vestur fjóra spaða. Og
áður en suður fékk tækifæri til að
dobla sagði norður fimm hjörtu,
sem austur doblaði ekki.
Akvörðun, sem reyndist rétt.
Vestur tók fyrsta slag á spaða-
kóng og skipti síðan í lauffimmu,
sem tekin var með ás. Utlitið var
ekki sem best og eftir að sagnhafi
hafði tekið á trompkóng í borðinu
var ljóst, að nóg var fyrir trompin
að gera.
Eftir trompkónginn spilaði
sagnhafi aftur trompi frá borðinu.
Austur lét drottninguna og ásinn
sjá um slaginn. Sagnhafi trompaði
þá spaða í borðinu og spilaði
tíglunum. I fjórða tígurslaginn
létu bæði austur og suður lauf og í
þann fimmta létu báðir spaða.
Þegar hér var komið voru þrjú
spil eftir á hendi og austur átti
1093 í trompinu en sagnhafi tromp
G8 og spaðadrottningu. í borðinu
voru tromp 7 og tvö lauf og spilaði
sagnhafi öðru þeirra. Tilneyddur
trompaði austur með níu og suður
gat þá valið vinningsleiðir. Hann
gat látið spaðadrottninguna og
fengið tvo síðustu slagina á G og 8.
En í reynd trompaði hann yfir með
gosa, trompaði spaðann í borði og
áttan varð ellefti sagurinn.
Hverfi skelfingarinnar
Eftir Ellen og Bent Hendel
Jóhanna Kristjónsdóttir
snéri á íslenzku.
19
— Hver er það? kallaði hún
þegar hún kom fram í borðstof-
una. Hjarta hennar barðist
ákaft.
Röddin fyrir utan hlýtur að
hafa sefað hana. því að hún
opnaði dyrnar snarlega og
sagði: „hæ“. Það var í síðasta
skiptið á ævinni, sem hún sagði
þetta orð. Fimm minútum síðar
hafði hún orðið fórnardýr
tryllts morðingja — rétt eins
og Inger Abilgaard. Annað
hryllingsverk hafði verið unnið
í hinu friðsæla Bakkabæjar-
hverfi.
Það var argur lögregluforingi
sem um miðnættið gekk í fylk-
ingarbrjósti inn á íkornaveg.
Skipanir sínar gaf hann í
gremjuiegum tón.
— Já en fólk er farið að
hátta, sagði aðstoðarmaður
hennar rúlega. — Við getum
ekki farið að ...
— Af stað, sagði hann stutt-
lega og tjáði auðheyrilega ekki
neinum að deila við hann og
síðan sneri hann og læknirinn
og tæknimaðurinn sér að þvi að
kanna verksummerki en hinir
héidu af stað að hringja upp
hjá íbúum hverfisins. '
Ekki leið nema hálf klukku-
stund unz aðstoðarmaður hans
varð að grcina honum frá því
að yíirheyrslurnar hefðu engan
árangur borið. íbúarnir í hús-
inu númer fjögur voru ekki
heima og sama máli gegndi um
fjölskylduna i númer tfu. í
númer tvö, átta, tólf og fjórtán
hafði enginn heyrt neitt né séð.
Hinum megin við veginn — þar
sem oddatölurnar voru — hafði
ekkert merkilegra komið f ljós.
I húsinu númer þrjú var
bridgekvöld og spiiafólkið
hafði verið svo niðursokkið að
enginn hafði orðið var við neitt
sérstakt. Hjónin sem bjuggu í
húsinu númer fimm — hin
vanfæra Lis og maður hennar
Tage höfðu vcrið í níubíó og
höfðu komið heim fáeinum mín-
útum fyrir ellefu og Tage hafði
þá fylgt barnapíunni heim. Um
það leyti var ljós í húsinu á
móti, það er að segja hjá Anne
og Finn. Tage sagðist vera viss
um það. Lesbusysturnar sem
bjuggu í númer nfu höfðu
löngu verið gengnar til náða.
Þær mundu ekki tii að hafa
litið út um gluggann um kvöld-
ið og höfðu ekki heyrt nein
sérstök hljóð. Aðrir fbúar við
íkornaveg voru jafn fáfróðir og
höfðu ekki veitt neinu því at-
hygli sem var í frásögur íær-
andi.
— Þá er bezt að snúa sér að
Bakkabæjarvegi, skipaöi lög-
regluforinginn án þess að sýna
neina miskunn. — Og náið í
barnapfu Rugaardfjölskyld-
unnar, hver svo sem hún er.
Jörgensen andvarpaði mæðu-
lega og arkaði af stað í snjón-
um.
Enginn slapp að þcssu sinni.
Bo Elmer og kona hans — sem
var enn með höfuðverk — urðu
að stíga út úr rúminu og svara
spurningum. Sama máli gilti
um Paaskehjónin, Dorrit Vill-
umsen og manninn hennar,
bókarann — þrátt íyrir voldug
mótmæli frá hundinum Coru,
hin einmana Solvej Lange í
stóra húsinu, Steen Torp
gjaldkeri og konan hans sú hin
ncfstóra, já allir sem bjuggu í
hverfinu og voru heima um
kvöldið urðu að gera grein
fyrir öllum athöfnum sínum
sfðustu klukkustundirnar.
Þegar Jörgensen og Gottlieb
rannsóknarlögreglumaður
nálguðust kjörbúð Davids Pet-
ersens í niðamyrkrinu um eitt-
leytið héldu þeir í fyrstu að
þeir væru komnir á slóð inn-
brotsþjófs vegna þcss þeir sáu
ekki betur en Ijóstýra væri inni
í verzluninni.
Jörgensen lagði höndina á
arm Gottliehs og hvfslaði: