Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 Petur • West Bromwieh Albion veitir Liver- pool haröa keppni að þesau sinni. Á meðfylgjandi mynd hefur hins vegar mark liðeins sloppið vel, bjargað f horn frí Brian Kidd, þá leikmaður með Manchester City, nú með Everton. Stefnirihörku uppgjör 3 liða STAÐAN á toppi fyrstu deildarinnar fer að æsast og framundan er sá tími sem mjög oft sker úr um hvaða lið hafa getu og þol til að hremma titilinn, þ.e.a.s. páskavikan, sem er sem þéttriðið net leikja. Liverpool hefur sem stendur 4 stiga forskot umfram WBA, en Birmingham-liðið á þó einn leik til góða. Meistararnir frá síðasta vetri, Nottingham Forest, eru einnig á næstu grösum og firnasterkir þessar vikurnar. Fallbaráttan virðist á hinn bóginn vera ótrúlega skýr um þessar mundir. Þar virðast QPR, Birmingham og Chelsea vera allar bjargir bannaðar. Ef þau falla, verður það kjaftshögg fyrir Lundúnaknatt- spyrnuna að missa tvö lið úr fyrstu deild. Af þeim þremur, fékk aðeins Birmingham stig um helgina. Endaspretturinn verður rosalegur Þau þrjú lið, sem nú berjast hvað harðast um titilinn, unnu öll leiki sína á laugardaginn. Liver- pool, nýslegnir út úr undanúrslit- um FA-bikarsins, áttu í litlum vandræðum með Arsenal, sem ásamt Manchester Utd. leikur til úrslita um bikarinn í Wemhley. Liverpool tókst þó ekki að skora í fyrri hálfleik og þóttu leikmenn liðsins enn bera vonbrigði bikar- leiksins gegn Man. Utd. Þetta stóð þó allt til bóta og snemma í síðari hálfleik skoraði Jim Case eftir að Phil Thompson hafði lagt knöttinn á tærnar á honum. Ken Dalglish skoraði annað markið skömmu síðar eftir að Jennings hafði hálf- varið skot frá Souness. Og Souness kom einnig við sögu á 88. mínútu, þegar hann einlék í gegnum vörn Arsenal og sendi á Terry McDer- mott, sem skoraði þriðja markið. WBA fékk Everton í heimsókn. Everton var lengi vel með jafna möguleika og hin topplið deildar- innar, en hefur hrakað illilega að undanförnu. Liðið sótti ekki svo mikið sem eitt stig á The Hawthornes að þessu sinni, því að Ally Brown, framherji WBA, skor- aði eina mark leiksins. Everton varðist þó lengst af vel og það var ekki fyrr en 8 mínútum fyrir leikslok, að Colin Todd urðu á slysaleg mistök sem leiddu til marksins. Forest var ekki i vandræðum með lélegt lið Chelsea, lék þó meistaraliðið án þeirra Garry Birtles og Tony Woodcock. Trevor Francis átti stórleik með liðinu, skoraði fyrsta markið á 8. mínútu og lagði annað markið upp fyrir Martin O’Niel á 42. mínútu. Chelsea lék nokkuð vel framan af síðari hálfleik og minnkaði þá Ray Wilkins muninn með góðu marki, en Ian Bowyer innsiglaði sigurinn skömmu fyrir leikslok með góðu marki eftir fyrirgjöf frá Francis. Botnliðin í basli Auk Chelsea, sem áður er um rætt, áttu botnliðin flest litlu láni að fagna. QPR tapaði gegn Bolton á marki Alan Gowling 5 mínútum fyrir leikslok, áður hafði Frank Worthington náð forystunni fyrir Bolton, en Paul Goddard jafnað. Gerry Francis gerði félögum sín- um hjá QPR lítin greiða þegar hann lét reka sig út af fyrir að sparka mótherja niður. Töldu fréttamenn BBC á staðnum það vera áberandi hefndaraðgerð hjá Francis og dómarinn var fljótur að grípa rauða spjaldið. Birmingham missti niður stór- gott forskot, 2—0, þegar Steve Baker og Austin Hayes skoruðu fyrir Southampton í síðari hálf- leik. Stewart Barrowclough skor- aði bæði mörk Birmingham, sitt í hvorum hálfleik. Bæði Derby og Wolves töpuðu leikjum sínum og eru nærri botn- 1. DEILD I 2.DEILD Liverpool 31 22 6 3 66 11 50 Brighton 36 19 9 8 60 33 47 West Bromwich 30 20 6 4 62 27 46 Stoke City 36 16 14 6 50 30 46 Nottingham Forest 31 15 14 2 48 20 44 Crystal Palace 35 14 17 4 42 22 45 Everton 35 15 14 6 46 33 44 Sunderland 35 17 11 7 54 37 45 Leeds United 33 14 12 7 58 42 40 West Ham 33 15 10 8 61 33 40 Arsenal 34 15 10 9 51 36 40 Notts County 33 13 13 7 44 46 39 Coventry 36 11 14 11 44 58 36 Orient 36 14 8 14 48 44 36 Manchester United 31 13 9 9 51 52 35 Fulham 34 12 11 11 42 38 35 Bristol City 36 13 9 14 41 44 35 Burnley 32 12 10 10 46 49 34 Ipswich 34 13 8 13 43 41 34 Preston 34 9 15 10 49 51 33 Norwich 35 7 20 8 48 50 34 Newcastle 32 14 5 13 40 45 33 Aston Vilia 31 10 13 8 39 33 33 Cambridge 35 9 15 11 38 43 33 Tottenham 34 11 11 12 37 51 33 Leicester 34 9 14 11 37 38 32 Middlesbrough 34 12 8 14 49 45 32 Charlton 36 10 12 14 56 60 32 Southampton 32 10 12 10 38 38 32 Bristol Rovers 33 11 10 12 42 48 32 Manchester City 33 9 12 12 46 45 30 Luton 34 12 6 16 52 47 30 - Bolton 33 11 8 14 46 57 30 Wrexham 29 10 9 10 35 28 29 Derby County 35 9 9 17 37 57 27 Sheffield United 33 8 10 15 37 51 26 Wolverhampton 33 10 5 18 33 58 25 Cardiff 32 10 6 16 38 63 26 Queen’s Park R. 35 5 11 19 34 57 21 Oldham 33 7 11 15 34 56 25 Birmingham 34 5 7 22 31 52 17 Blaekburn 33 6 9 18 32 58 21 Chelsea 34 4 8 22 33 74 16 Millwall 30 7 5 18 29 46 19 inum. Derby sótti mjög gegn Bristol City, en fékk fá umtalsverð færi. Bristol-liðið átti á hinn bóginn nokkrar góðar sóknarlotur og úr einni slíkri í síðari hálfleik skoraði Tom Ritchie sigurmark Bristol. Manchester City vann loks leik og var það á kostnað Úlfanna. Mick Channon og Roger Palmer komu City í 2—0 áður en að Ken Hibbitt skoraði eina mark Úlf- anna. Nýi maðurinn frá Plymouth, Barry Silkman, skoraði hins vegar þriðja mark MC. Aðrir leikir Norwich og Manchester Utd. áttu með sér þófkenndan og markalausan fyrri hálfleik, en Norwich tók síðan af skarið snemma í þeim síðari og Graham Paddon og Kieth Robson komu Norwich í 2—0. Tíu mínútum fyrir leikslok var staðan óbreytt og sigur Norwich virtist í höfn, en þá skoraði Gordon McQueen fyrir MU og Lou Macari var síðan fljótur að jafna metin áður en tíminn rann út. Tottenham hefur dalað hrika- lega undanfarið og féll nú á heimavelli fyrir Middlesbrough, sem er ekki meðal efstu liða deildarinnar. Þess ber þó að gæta, að Boro hefur verið í miklu stuði síðustu vikurnar og sigur liðsins gegn Tottenham var 7. leikur liðsins í röð án taps. Mark Proctor skoraði fyrst fyrir Boro, Peter Taylor jafnaði í síðari hálfleik úr víti, en sigurmarkið kom stundar- korni síðar og það skoraði Billy Ashcroft. Þá er eftir að geta tveggja 1—1 jafntefla. Trevör Cherry náði for- ystunni fyrir Leeds gegn Ipswich í fyrri hálfleik, en Ipswich tókst að tryggJA sér annað stigið með marki Eric Gates í síðari hálfleik. Ipswich lék þennan leik mjög vel og verðskuldaði annað stigið. Virð- ist sem Leeds hafi misst algerlega vindinn með stórtapinu gegn Manchester Utd. fyrir skömmu. Tommy Hutchinson náði forystu fyrir Coventry í fyrri hálfleik gegn Aston Villa, en Villa tókst að jafna í síðari hálfleik með marki John Deehan. Miðvörður Villa, Alan Evans, var rekinn af leikvelli fyrir grófan leik. Leikurinn æsist í 2. deild Á þessu stigi getur enginn séð fyrir endann á toppbaráttunni í annarri deild. Þar eru 5 lið í hrúgu og getur allt gerst og gerist raunar hverja helgi. Að þessu sinni tókst engu toppliðanna að knýja fram sigur. Brighton gerði jafntefli úti gegn Orient. Joe Mayo náði foryst- unni fyrir Orient, en Peter Sayer jafnaði. Þá komu við sögu tveir gamalkunnir enskir landsliðs- menn, þeir Martin Chivers hjá Brighton og Ralph Coats hjá Orient. Þeir skoruðu báðir fyrir lið sín og staðan var 2—2 í hálfleik. Brian Clarke tókst að ná foryst- unni á nýjan leik fyrir Brighton, en lokaorðið átti Ian Moores sem jafnaði 3—3 fyrir Orient. Alan Shoulder skoraði sigur- mark Newcastle gegn Crystal Palace og mark frá Viv Busby tryggði Stoke annað stigið gegn Leicester. Þá gerði bæði West Ham og Sunderland markalaus jafntefli á útivöllum, WH gegn Cambridge og Sunderland gegn Bristol Rovers. PÉTUR Pétursson lætur alltaf meira og meira að sér kveða með hollenska stórliðinu Feyenoord. Liðið vann um helgina mjög athyglisverðan sigur á útivelli gegn PSV Eindhoven og kom fram í fréttaskeytum að Pétur hefði verið maðurinn aö baki sigrinum. Mbl. sló á þráöinn til Hollands á sunnudaginn og varð faðir Péturs fyrir svörum. Hann kvað Pétur hafa leikið mjög vel og gert hvað eftir annaö mikinn usla í vörn PSV. T.d. átti hann algerlega sigurmark Feyen- orrd, skallaöi knöttinn til Van Der Lem, sem skoraði, enda í dauöafæri. Reyndar var það PSV sem náðu forystunni í leiknum með marki Rene Van Der Kerkhov, sem komst inn í sendingu til markvarðar. Jan Peters, hollenski landsliðsmaðurinn, átti einnig frábæran leik með Feyenorrd og hann jafnaði með fallegu marki. Og eins og áður sagði var það Pétur sem lagöi upp sigurmarkiö. Pétur lék í stööu vinstri útherja aö þessu sinni. ENGLAND, 1. DEILD; Birminghara — Southampton 2—2 Bolton - QPR 2-1 Chelsea — Nott. Forest t —3 Coventry — Aston Villa 1—1 Derby — Brietol City 0—1 Leede — Ipswich 1—1 Liverpool — Arsenal 3—0 Man. City — Wolves 3—1 Norwich — Man. Utd. 2—2 Totthenhara — Middlesbr. 1—2 WBA — Everton 1—0 ENGLAND, 2. DEILD: Blackburn - Sheffield Utd. 2-0 Bristol Rovers — Sunderland 0—0 Cambridge — We«t Ham 0—0 Cardiff - Miilwall 2-1 Charlton — Preston 1 — 1 Leicester — Stoke 1—1 Luton — Burniey 4—1 Newcastle — Crystal Paiace 1—0 N. County — Kulham 1—1 Orient — Brighton 3—3 ENGLAND, 3. DEILD: Blackpool — Bury 1—2 Carliale — Giliingham 1—0 Lincoln — Chester 0—0 Mansfield - Watford 0-3 Plymouth — Huli 3—4 Rotherhara — Oxford 0—0 Sheffield Wed. - Swansea 0-0 Shresbury — Peterbrough 2—0 Swindon — Chesterfield 1—0 Walsail — Brentford 2—3 ENGLAND, 4. DEILD: Aldershot — Huddersfield 1—0 Bournemouth — Barneley 0—2 Crewe — Reading 0—2 Darlington — Newport 1-0 Grlmaby — Stockport 2—1 Haiifax - Wimbledon 2-1 Hartlepool — Bradford C 2—2 Hereford — Scunthorpe 3—1 Portsmouth — Northampton 1—0 Port Vale - York 0-0 Rochdaie — Doncaater 2—0 SKOTLAND, ÚRVALSDEILD: Aberdeen — Hibernian 0—0 Ceitic — Partick 2—0 Dundee Utd. — St. Mirren 2—0 Hearte — Motherweil 3—0 Rangers — Morton 1—1 VESTUR ÞÝSKALAND: Koln - Schaike 04 1-0 Darmstadt — Duisburg 2—0 KaÍBersiautern — Dortmund 3—1 Nilrnberg — Hamburger 3—3 Werder Bremen — Mönchengladb. 3—1 Bochum - Bayern 0-1 Sutttgart — Armenia Bieiefeldt 5—1 Hertha — Frankfurt 4—1 Fortuna DUsseldorf — Brunswick 2—2 Kaiserslautern hefur 38 stig. Stuttgart hefur 36 stig og Hamburger er f þriðja sœti m»ð 34 8tig. Buijan. Hrubesch og Hidien skoruðu mörk Hamburger gegn NUrnberg sem svaraði og tryggði sér jafntefii með mörkum Weyerich, Szymunek og Lieberwirth. Zimmermann skoraði eina mark Kölnar gegn Schalke og það naegði til sigurs. BELGlA: Anderlecht — FC Brugge 3—0 Lokeren — Beveren 1—1 Berchot — Molenbeek 1—3 Winterslag — Berchem 3—5 Charleroi —. Standard 1—2 Lierse — Courtrai 2—0 Waregem — La Louviere 5—0 FC Liege — Waterschei 4—0 Berlngen — Antwerp 2—0 Að þessum leikjum ioknum, eru Lokeren og Standard jöfn f 3.-4. sæti með 33 stig. Efsta llðlð Beveren hefur 41 stlg, en Anderlecht er í öðru sæti með 38 stig. HOLLAND: Ajax — Maaatricht 6—0 Nec Nljmegen — FC Utrecht 0—0 Sparta — Pec Zwolle 2—2 Den Haag — Nac Breda 1—1 AZ '67Alkmaar — Tvente 3—0 Haarlem — Volendam 0—1 GAE Deventer — Roda JC 3—0 PSV Elndhoven — Feyenoord 1—2 VW Venlú — Vitesse Arnhem 1 —2 Roda heldur forystu sinni þritt fyrir stdrtap á útivelii gegn Deventer. Roda hefur nú 34 stig, Ajax 33 og Feyenoord hefur dregið mikið á iiðin, hefur nú 32 stig f þriðja sæti. Pétur Pétursson var heldur betur í sviðsljðsinu er Feyenoord vann mjög ðvæntan útisigur gegn PSV Eindboven. en mjög fátftt er að Eindoven-liðið tapi stigi á heimavelli sfnum. PSV náði meira að segja forystunni f leiknum með markl Rene Van Der Kerkhov. Fréttaskeyti AP aetir, að er PSV hafði náð forystunni, hafi Feyenoord farið f gang svo að um munaði og lelkið vörn heimaliðsins hvað eftir annað grátt. Segir skeytið, að þeir Pétur Pétursson og Jan Peters hafi leikið sína bestu leiki íyrr og síðar fyrir Feynoord. l>að var Jan Peters sem jafnaði með góðu marki og Gerd Van Der Lem skoraðf sfðan úrsiitamarkið. Dick Schownmaker og Frank Arneaen skoruðu tvö mörk hvor fyrir Ajax, Ray Clarke og Sören Lerby eltt hvor, er Ajax flengdl Maastricht 6—0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.