Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRIL 1979 28______________ Hreinn Þormar verksmiðjustjóri Oft hefur maður fengið mikil áföll þegar himnafaðirinn hefur tekið til sín frændur og vini, en aldrei hefur mér verið eins brugðið og m ég frétti um lát Hreins Þormars, vinar míns og samstarfs- manns um langt árabil. Það kom svo algjörlega á óvart og án nokkurrar aðvörunar. Hreinn Þormar var sonur Geirs Þormars, myndskera og kennara á Akureyri, en hann var frá Geita- gerði á Fljótsdalshéraði, og konu hans, Hanne, fædd Hansen, frá Þórshöfn í Færeyjum. Hreinn fæddist á Akureyri 6. febrúar 1933 og bjó þar alla sína ævi. Föður sinn missti hann 1951 þegar hann var í 4. bekk MA. Hætti hann þá námi í MA og réðst til Ullarverksmiðjunnar Gefjunar til þess að læra litunarfræði. Nokkrum mánuðum seinna fluttist ég frá Reykjavík til Akureyrar til þess að taka upp sömu störf og Hreinn og hefja nám í ullarfræð- um. Hann tók á móti mér við kom- una til Akureyrar — brosmildur og hlýr — og við snerum strax bökum saman, gengum í nokkurs konar fóstbræðralag, sem hélst alla tíð og líf okkar hefur verið meira og minna samtvinnað síðan. Eftir að Hreinn hafði unnið við öll störf á Gefjuni sigldi hann til Englands haustið 1953 og byrjaði nám í tækniskólanum í Hudders- field í litarfræðum. Þar dvaldi hann í 3 ár og lauk prófi úr skólanum með hárri I. einkunn. Fyrsti og eini Islendingurinn sem lokið hefur tækniprófi í litun. Þegar ég kom í heimsókn til þessa skóla nokkrum árum seinna, spurði skólastjórinn strax um Hrein og sagði mér að hann hefði unnið skólaverðlaunin, sem veitt voru árið sem hann brautskráðist. Er ég kom heim spurði ég að sjálfsögðu Hrein um verðlaunin og af hverju hann hefði ekki sagt mér frá þeim. — Jú — það var rétt, en málið ekki svo merkilegt að ástæða væri að hampa því. Þetta lýsir betur en margt annað hvern mann Hreinn hafði að geyma. Þegar Hreinn kom heim að loknu námi voru mörg verk að leysa. Litunardeild verksmiðjunn- ar ófullkomin og allar nýjungar, sem voru að gerast út í hinum stóra heimi á því sviði lítt kunnar heima fyrir. Nú varð breyting á, enda var það tilgangurinn með náminu. Nýir straumar fóru um garð, sem lyftu framleiðslunni á hærra stig. Afköst og framleiðni — nýting og vöruvöndun — voru kjörorð, sem öllum var kennt að meta og hafa í huga. Þetta voru ár mikilla átaka og oft þurfti að beita bæði lagni og ákveðni til þess að breytíngar næðu fram að ganga. Aldrei bognaði Hreinn þótt erfið- leikar væru margir, heldur þokaði sínum verkefnum stöðugt á hærra stig. Það var á þessum árum, strax eftir nám, að Hreinn kynntist ungri og glæsilegri stúlku, Huldu Ottósdóttur, sem var við nám í hjúkrun við sjúkrahúsið á Akur- eyri. Það var upphafið að hjónabandi — hjónabandi sem var frá upphafi til enda einlægt og ástúðlegt og í alla staði mjög til fyrirmyndar. Hulda er Reykvíkingur, fædd og uppalin í Kleppsholtinu, dóttir Ottós Guðbrandssonar og konu hans Sigurbjargar Oddsdóttur. Hún var sem sagt í heimsókn á Akureyri, þegar örlagaþræðir þeirra Hreins tvinnuðust saman, og hún átti eftir að setjast að á Akureyri. Þau byggðu sér strax fallega íbúð í tvíbýlishúsi við Löngumýri. Þar áttu þau heima í um 10 ár og þar fæddust börnin þeirra þrjú. Elstur er Ottó, sem er á seinni hluta í námi við fisk- vinnsluskólann, Hann var við nám í Kaliforníu þegar kallið kom og Hreinn yngri í heimahúsi. Öll eru þau mannvænleg börn. Fyrir 10 árum fluttist fjölskyldan í ein- býlishús á efri brekku, eins og við köllum það. Þar bjuggu þau sér hlýlegt og elskulegt heimili. Það var röð og regla á hiutunum, enda hjónin samhent í því eins og öðru. Þar áttum við hjónin margar skemmtilegar stundir. Hreinn var hrókur alls fagnaðar í vinahóp og naut þess að veita öðrum og láta þeim líða vel. Hréinn tók við stjórn Gefjunar fyrri hluta árs 1975 og var verk- smiðjustjóri til dánardags. Hann gegndi því starfi með dugnaði og samviskusemi. Það var aldrei spurt um tíma, þegar fyrirtækið var annars vegar, nótt lögð við dag til þess að leysa fyrirliggjandi verkefni. Hann var óragur við að segja sitt álit við hvern sem var, var heilsteyptur og traustur, en alltaf glaðlegur og hlýlegur í fasi. Hann vildi hvers manns raun leysa. Fyrir okkur í Iðnaðardeildinni er mikill sjónarsviptir að Hreini. Hann var stór persónuleiki og hans skarð verður vandfyllt. Við höfum líka misst góðan vin sem var öllum kær. En langmestur er þó missirinn fyrir fjölskylduna, sem var svo samhent og fjölskyldúböndin sterk. I blíðu og stríðu stóðu þau hjónin saman og studdu hvort annað af alhug og einlægni. Vissu- lega verður þá missirinn meiri, en minningin er falleg og hann kom miklu í verk þótt dvölin hér á jörðu yrði allt of stutt. Við hjónin vottum Huldu og börnunum innilega samúð og biðj- um góðan guð að leggja græðandi smyrsl á sár þeirra. Hjörtur Eiríksson. Með Hreini Þormar er fallinn í valinn stórkostlegur félagi og traustur vinur. Fátækleg orð megna lítt að draga upp mynd af þeim trega og missi sem allir hans samstarfsmenn urðu fyrir við fráfall hans. Hreinn var einn af þessum fágætu mönnum sem var það áskapað að hefja þá sem umhverfis voru upp úr gráum hversdagsleikanum og lyfta á æðra stig framkomu og hugsunar. Skýrleiki og léttleiki ásamt fram- úrskarandi rósemi og æðruleysi einkenndi hugarfar hans. Samsetning þeirra iðnfyrir- tækja sem Iðnaðardeild Sambandsins rekur á Akureyri er sérstæð. Innbyrðis viðskipti eru miklu meiri en almennt gerist. Þetta krefst þess að stjórnunar- uppbyggingin sé í samræmi við það fyrirkomulag. Mjög náið innbyrðis samband verksmiðju- stjóra er grundvöllur eðlilegrar afkomu, og þáttur þeirra hlýtur því eðlilega að vera í samræmi við Sigrún, sem gift er Geir Þórðar- syni og Sigurjón, kvæntur Klöru Benediktsdóttur. Mér er ljúft að minnast Lóu, svo Við áttum fjórar systur: Guð- borgu (dó skömmu eftir fæðingu), Ingibjörgu (látin) og Láru. Hún giftist Magnúsi Árnasyni. Hún er látin, en Magnús og mannvænleg börn þeirra eru á lífi. Þá misstum við systur sem Borghildur hét, lézt hún á unglingsaldri. Kristinn var prúðmenni og kom sér alls staðar vel. Saman vorum við á vertíðum í Grindavík, á áraskipi frá Hrauni. Þaðan lá leið hans vestur á firði. Þar gerðist hann bifreiðastjóri og fékkst nokkuð við bifreiðakennslu. Þá tók hann vélstjórapróf. Var hann t.d. vélstjóri við rafstöðina að Fossi í Engidal um 8 ára skeið. Þá rak hann rafmagnsverkstæðið Neista á Isafirði um skeið. Til sjós var hann og á bátum vestra. Til Reykjavíkur fluttist Kristinn árið 1961 og bjó lengst af að Langholts- vegi 192. Kona Kristins er Arndís Sölvadóttir. Þeim varð ekki barna ■ það. Hreinn heitinn lagði alla tíð á þetta mikla áherslu og þó að vandi' fylgdi vegsemd hverri lagði hann mikið á sig til að menn gerðu sér þetta ljóst. Hann lagði sig af alefli fram um að þessi nauðsynleg samstaða væri virk og órofin. Við sem fylltum hóp náinna samstarfsmanna Hreins um lengri eða skemmri tíma, sitjum eftir algerlega dolfallnir og máttvana. Það að Hreinn skyldi hverfa okkur aðeins 46 ára gamall í fullu fjöri og með fulla starfsorku er sárara en orð fá lýst. Hvert stefnir? Hvað verður um sameiginlegar óskir og vonir? Hvert skal leita samráðs og styrks? Starf verksmiðjustjóra Ullar- verksmiðjunnar Gefjunar er mikið og krefjandi og þannig samsett að menn verða að gefa sig því á vald að öllu leyti. Þetta gerði Hreinn og var vakinn og sofinn yfir málefn- um verksmiðjunnar á allan mögulegan hátt. Því miður auðnaðist honum ekki að vera í því starfi nógu lengi til að sjá fyrir endann á mörgu af því sem hann hratt í framkvæmd. Engum okkar dylst þó að hefði honum enst aldur til hefði hann stýrt Gefjun í höfn og náð þeim árangri sem aðstæður leyfðu bestan á hverjum tíma. Og mörg eru þau málin sem um ókomna framtíð munu bera þess merki hver hratt úr vör. Sé hugurinn látinn reika til baka er margs að minnast. Tvennt er þó áberandi. Samskipti Hreins við viðskiptavini sína voru til mikillar fyrirmyndar. Á þessum vettvangi nýttist Hreini hæfileiki mannlegra samskipta sem hann bjó yfir í svo ríkum mæli. Það er mikils virði sem hún var okkur öllum, sem þekktum hana náið. Hún var gædd mörgum fágætum eiginleikum, sem gerðu það að verkum, að fólki leið vel í návist hennar, enda var hún afar vinsæl og átti marga og góða vini. Hún naut sín vel á mannamótum og var þar yfirleitt hrókur alls fagnaðar. Hún var einn af fyrstu meðlimum Kvennadeildar Slysavarnafélags Islands og starfaði í því félagi um árabil. Margra skemmtilegra stunda minnist ég frá hinu gestkvæma heimili þeirra Dóra á Vatnsstígn- um, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap, eða þar til Dóri lézt fyrir 5 árum síðan. Þar ríkit löngum hressandi og frjálslegur blær, og flestir fóru þaðan léttari í lund en þeir höfðu komið. Heimilisstörfin auðið, en syni Arndísar sem heitir Brynjólfur, gekk Kristinn í föður- stað. Var hann hjá þeim fram á Ölafía Sigurjónsdótt- — Minningarorð ir ÞEGAR einhver sá fellur frá, sem verið hefur óaðskiljanlegur hluti af tilveru manns svo langt aftur sem munað verður, myndast tóma- rúm, sem aldrei verður fyllt. Söknuður fyllir hugann og svipmyndir frá liðnum dögum eru kallaðar fram. Þær elztu eru tengdar glöðum og góðum dögum frá bernskuheimili mínu að Vatns- stíg 9 hér í borg, þar sem fjöl- skylda mín bjó í nábýli við afa- bróður minn, Þórarin Gunnlaugs- son, skipstjóra, og konu hans, Ólafíu Sigurjónsdóttur, sem kvödd var frá Fríkirkjunni í gær. Ólafía var fædd í Reykjavík þann 12. maí 1903, dóttir hjónanna Sigrúnar Oddsdóttur og Sigurjóns Björnssonar, fiskmatsmanns. Hún var vesturbæingur, ólst upp í Lindarbrekku, þar sem nú heitir Vesturvallagata 6. Lóa var einka- barn foreldra sinna, en hálfsystur átti hún, Soffíu, sem dó um tvítugt, en Lóa var þá enn í bernsku. Árið 1926 gengu þau Þórarinn í hjónaband og varð þeim þriggja barna auðið. Þau eru: Gunnlaugur sem kvæntur var Huldu Thoraren- sen, en hún lézt fyrir 2 árum, Kristinn Lárus- son - Minningarorð Fæddur 8. nóvember 1896 Dáinn 17. febrúar 1979 Laugardaginn 12. febrúar lézt í Landakotsspítala bróðir minn Kristinn Lárusson. Hann fæddist að Kjarlaksvöllum í Sauðbæjar- hreppi í Dalasýslu, sonur hjón- anna Ragnheiðar Guðbrandsdótt- ur og Lárusar Jónssonar, sem flutzt höfðu þangað um vorið frá næsta bæ, — Þverfelli, en þar var þá margbýlt. Jörðin Kjarlaksvellir er erfið jörð fyrir einyrkja og voru foreldrar okkar þar aðeins um nokkurra ára skeið, er þau fengu jörðina Þverdal, næsti bær, en neðar í dalnum. Þar bjuggu þau unz móðir okkar dó. Var Kristinn þá á níunda ári, en ég ári og tveim dögum eldri. Lá nú ekkert fyrir okkur annað en að leiðir myndu skiljast. Við fara hvor á sinn staðinn. Var föður okkar ókleift að halda áfram búskap, enda var hann fátækur maður. Það varð úr að móðursystir okkar tók Kristin til sín og var hann hjá henni um nokkurt skeið. Var faðir okkar þá orðinn vinnumaður að Gautsdal í Geiradalshreppi. Þangað vestur fór Kristinn með honum. Nokkru síðar var Kristinn ráðinn vika- drengur að Skriðnesenni í Bitru- firði, og var hann þar hjá Lýðs- fólki, eins og það var kallað, orðlagt gæðafólk. samdóma álit okkar sem gleggst til þekktu að á þessum vettvangi voru honum fáir fremri. Annar angi mannlegrar samskipta kom ljóslega fram er við vorum saman á ferðalögum. Betri ferðafélagi hlýtur að vera vandfundinn. Hvort sem um var að ræða alvarleg málefni sem ganga þurfti frá fjarri heimaslóðum eða þegar slegið var á léttari strengi. Við munum ævinlega minnast glaðværðar hans og þess að ætíð var hann hrókur alls fagnaðar þegar hitst var í þeim tilgangi að slaka á og láta daglegt arg og þras fyrir borð um stund. En nú er hann horfinn af sjónarsviðinu og það ómælisdjúp sem skilur á milli er utan marka veraldlegra skilgreininga. Vonandi er að við sem eftir stöndum höfum megnað að tileinka okkur eitthvað af því sem hann hafði fram að færa, hverjum þeim sem hann umgekkst. Áð okkur hafi tekist á mislöngum tíma náinna samskipta að meðtaka þó ekki væri nema lítið brot af öllu því jákvæða í fari Hreins Þormar — þá væri vel. Við sendum Huldu og börnunum okkar einlægustu samúðarkveðjur með vonum um að æðri máttar- völdum megi takast að sefa þeirra sorg og trega og græða opin sár. Sigurður Arnórsson Ragnar ólason Ríkharð Þórólfsson. Kveðja írá Álafossi Útflutningsiðnaður á sér ekki langa sögu á íslandi. Á síðasta áratug hefur unnist kraftaverk á sviði ullariðnaðarins. Dugnaði og áhuga örfárra manna er að þakka, að þessi árangur hefur náðst. Einn þessara manna var Hreinn Þormar. Er því skarð fyrir skildi þegar hans nýtur ekki lengur við. Ekki bárum við alltaf gæfu til að vera sammála um alla hluti, en Hreinn var einn þeirra manna, sem unnt var að eiga málefnalegar rökræður við þannig að ávallt var unnt að eyða ágreiningi á málefna- legan hátt, án þess að hinn minnsti skuggi félli á mannleg samskipti okkar. Við viljum á þessari stundu senda fjölskyldu hans og sam- starfsfólki samúðarkveðjur okkar. Pétur Einítsson Guðjón Hjartarson Magnús Pétursson og barnauppeldið leysti hún af hendi með sóma, en oft þarf sjómannskonan að ráða fram úr vandamálunum ein og vera tveggja manna maki. Þá mun skapgerð Lóu oft hafa komið sér vel og létt henni róðurinn. Ljúf- lyndi hennar, glaðværð og öll hennar framkoma bar vott jákvæðu hugarfari og kærleika til náungans. Einstök var umhyggja Lóu og Dóra fyrir móður minni og systur hennar, þegar þær á unglingsaldri misstu móður sína, og fengum við börn þeirra einnig að njóta hennar í ríkum mæli. Allir í minni fjölskyldu, stórir og smáir sakna Lóu og þakka Guði sem gaf okkur hana. Friður sé með henni. Sigríður Claessen. fullorðinsár. Þá ólu þau Arndís og Kristinn upp son Brynjólfs, sem ber nafn afa síns. Er það efnispilt- ur hinn mesti, nú um tvítugt. Hann er að ljúka námi í húsgagna- iðn nú í vor. Ég var daglegur gestur á heimili bróður míns. Á því heimili ríkti ætíð mikil og einlæg vinátta, samofin kærleika hjónanna. Alls þessa er gott að minnast nú þegar Kristinn hefur lokið göngu sinni hér. Mágkonu minni votta ég samúð og hennar fólki, öllu nær og fjær. Minn Jesún andláts orðið þitt I mínu hjarta ég geymi, sé það og Ifka síðast mitt þá sofna ég burtu úr heimi (H.P.) Útför Kristins fór fram frá Fossvogskirkju 23. febrúar að viðstöddu fjölmenni. Sæmundur Guðbjörn Lárusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.