Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979
29
Fyrsta lögbundna grunnkaupsskerðingin:
„Konur og börn
í lífbeltin............................”
— sagði Sighvatur um sérstöðu Svövu og Kjartans
Nokkrar sögulegar atkvæðagreiðslur, með tilheyrandi nafnaköllum og greinargerð-
um fyrir atkvæðum, fóru fram við lokaafgreiðslu á efnahagsfrumvarpi forsætisráð-
herra í neðri deild Alþingis sl. laugardag. í greinargerðum féllu í senn þung alvöruorð
og önnur, sem nálguðust gamansemi. Efnispunktar úr þessum greinargerðum verða
lauslega raktir hér á eftir.
Matth<«8
Bjarnaxon
Svava
JakobNdóttir
Sex prósent
kjaraskerðing
Fyrsti kaflinn í efnahagsfrum-
varpinu, sem leiddi til klofnings í
stjórnarliði, var 8. kaflinn „um
verðbætur á laun“. Gegn honum
greiddu 2 þingmenn Alþýðubanda-
lags atkvæði (50. gr., fyrstu mgr.
ásamt tölulið 1), þ.e. Kjartan Ólafs-
son og Svava Jakobsdóttir.
• Kjartan Ólafsson (Alb) gerði
grein fyrir atkvæði sínu. Hann
sagði efnislega á þessa leið: Þar
sem ákvæði verðbótakaflans í
frumvarpinu, eins og hann liggur
fyrir í heild, felur í sér 6% kaup-
skerðingu, að dómi Þjóðhagsstofn-
unar, og nær að fullu til alls
láglaunafólks í landinu áður en árið
er á enda, og þar sem ákvæði
þessarar greinar ganga á gerða
kjarasamninga, segi ég nei.
• Sighvatur Björgvinsson (A)
sagði efnislega. Ákvæði þessa
frumvarps öll eru hluti af heildar-
samkomulagi stjórnarflokkanna
þriggja. Hér er því um tvennt að
ræða, að standa við gert samkomu-
lag og stuðla þannig að áframhald-
andi stjórnarsamstarfi — eða
breyta í gagnstæða átt og ganga í
lið með stjórnarandstöðu. Eg segi
já.
Viðskiptakjaraáhrif
á vísitölu
51. gr. fv., um viðskiptakjara-
áhrif á vísitölu, var næsta ágrein-
ingsefnið. Þar var enn viðhaft
nafnakali. Einn stjórnarþingmað-
ur, Kjartan Ólafsson (Abl), greiddi
atkvæði gegn frumvarpsgreininni.
• Kjartan Ólafsson (Abl) sagði
efnislega í greinargerð fyrir at-
kvæði sínu. Eg er ekki andvígur
viðskiptakjaraviðmiðun út af fyrir
sig, en í þessari frumvarpsgrein er
tenging vísitölu og viðskiptakjara
þann veg unnin, að hún leiðir af sér
3% kaupskerðingu, með því að
miðað er við viðskiptakjarastig
ársins 1978 í heild. Ef miðað hefði
verið við viðskiptakjarastig sl. 6
mánuði þ.e. þriggja síðustu mánaða
1978 og 3 fyrstu 1979, hefði kaup-
skerðingin ekki orðið nema 0.3%,
sem ég hefði getað sætt mig við, en
ekki að gengið sé jafn mikið á hlut
launafólks og hér er lagt til. Ég segi
nei.
• Sigvatur Björgvinsson (A) sagði
það hlutskipti sumra að hlaupa
undir þiljur, þegar gæfi á bátinn,
og leita skjóls meðan skipsfélagar
kæmu bátnum heilum í höfn. Slík
sjóhræðsla þætti þó ekki til fyrir-
myndar, hvorki á ísafirði né í
Súgandafirði. Ég segi já.
Grunnlaunaskerðing
— ekki allir jafnir
fyrir lögunum
Þriðja nafnakallið var um
ákvæði til bráðabirgða, fyrstu mgr.
og tölulið I, þar sem m.a. er kveðið
á um grunnlaun „við upphaf gildis-
tíma þessara laga“. Þetta ákvæði
var samþykkt með 23 atkvæðum
allra viðstaddra þingmanna stjórn-
arflokkanna þriggja, gegn atkv.
Halldórs Blöndal (S), 12 sátu hjá, 4
vóru fjarverandi.
• Halldór Blöndal (S) gerði grein
fyrir atkvæði sínu efnislega á þessa
leiða. Hér er í fyrstu sinn hróflað
við grunnlaunaákvæðum gildandi
Matthías Bjarnason:
Veiðiskattur í kjölfar
aflatakmarkana ópol-
andi.
Kjartan Ólafsson: 6%
kaupskeröing.
Sighvatur Björgvins-
son: Sjóhræðsla ekki
lofsverð á ísafiröi né
Súgandafirði.
Halldór Blöndal: Ekki
allir jafnir fyrir pessum
lögum.
Svava Jakobsdótfir:
Sit hjá vegna afnáms
láglaunabóta.
kjarasamninga með lögum. Það er
gert með þeim hætti að sumir
halda óbreyttu grunnkaupi, aðrir
ekki. Þetta felur í sér óverjandi
óréttlæti sem er ekki samboðið
virðingu Alþingis og staðfestir þá
reglu, að menn sem ekki jafnir
fyrir lögunum. Ég segi því nei.
Láglaunabætur í
sex mánuði en
falli þá burt
Nafnakall var við tölulið II í
ákvæðum til bráðabirgða, sem fela
í sér láglaunabætur fram til 1.
desember 1979, sem þá falli niður.
Þetta ákvæði var samþykkt með 23
samhljóða atkvæðum þingmanna
stjórnarflokkanna en þrír þing-
menn gerðu grein fyrir atkvæði
sínu.
• Svava Jakobsdóttir (Abl)
sagðist greiða þessu ákvæði at-
kvæði, því láglaunabætur, þó til
skamms tíma væri, væru réttlætis-
mál. Hins vegar myndi hún mót-
mæla því ákvæði, að lálglaunafólk
yrði svipt þessum bótum síðar á
árinu, með því að sitja hjá við
atkvæðagreiðslu um frumvarpið í
heild. Ég segi já.
• Kjartan ólafsson (Abl) sagði
ákveðið um skammtíma láglauna-
bætur betra en ekki og segði því já.
Það hins vegar, að bætur þessar eru
teknar aftur síðar á árinu, valdi
því, með öðru, að hann geti ekki
stutt frumvarpið í heild.
• Halldór Blöndal (S) minnti á, að
það hefði verið grundvöllur efna-
hagsráðstafana stjórnar Geirs
Hallgrímssonar að halda láglauna-
bótum þann veg, að kaupmáttur
lægstu launa rýrnaði ekki. Eftir
stjórnarskiptin hefði orðið breyting
á. I september sl. hefðu verið sett
bráðabirgðalög, sem fólu í sér
lækkun lægstu launa í krónum
talið, meðan hærri laun hækkuðu
um allt að 12% eða meira. í
desember hefði kaupgjaldsvísitala
verið skert um 5% bótalaust, án
uppbóta á lægstu laun. Nú stæði til
skerðing k-vísitölu um 6—7% án
annars en skammtímabóta á
lægstu laun. Þar sem gert væri ráð
fyrir láglaunabótum í bili sagðist
H.Bl. ekki greiða atkvæði gegn frv.
greininni en sæti hjá við
atkv.greiðsluna.
Skattur á þorskveiðar
í kjölfar aflatakmarkana
Síðasta frumvarpsákvæðið, sem
nafnakall var um, var 64. gr. þess,
sem m.a. gerir ráð fyrir „bæta upp
verð á þeim tegundum, sem van-
nýttar kunna að vera, og leggja í
því skyni sérstakt gjald á afla af
þeim tegundum, sem taldar eru
ofnýttar" (heimildarákvæði).
• Kjartan ólafsson (Abl) sagði
m.a., að sjávarútvegsráðherra hefði
nýlega gefið út reglugerð, sem
skerti mjög atvinnu og afkomu
fólks í þeim byggðarlögum, sem
einkum er háð þorskveiðum og
vinnslu (togarasjómenn og fisk-
vinnslufólk). Sérstök sköttun
þorskveiða að auki myndi verða
óbærileg þessum byggðarlögum, og
veikja atvinnulega stöðu þeirra úr
hófi. Ég segi nei.
• Halldór Blöndal (S) sagði rétt,
að illa hefði verið haldið á málefn-
um sjávarútvegs í þessari ríkis-
stjórn. Rétt væri og, að óhóflega
miklir skattar hefðu verið lagðir á
þennan atvinnurekstur sem annan.
Hér væri enn einn skatturinn á
ferð, skattur á þorskveiðar, sem
yrðu fyrir miklum takmörkunum á
þessu ári. Hann segði því nei.
• Matthías Bjarnason (S) sagði
óþolandi að lögfesta ákvæði sem
þetta á þennan hátt sem hér væri
lagt til. Greinin fjallaði einvörð-
ungu um, að „lög um aflatrygg-
ingarsjóð verði tekin til gagngerðr-
ar endurskoðunar" á þessu ári. Við
þessa stefnuyfirlýsingu væri hnýtt
heimildinni um sérstakan skatt á
þorskveiðar; og í næsta kafla frv.
væri heimild til sjávarútvegsráð-
herra til að setja með „reglugerð
nánari ákvæði um framkvæmd"
skattsins. Vafalaust samþykkir
handjárnað stjórnarlið þetta
ákvæði; en fróðlegt verður að sjá,
hvaða þingmenn samþykkja þenn-
an veiðiskatt í kjölfar aflatakmark-
ana, sem kom illa niður á heildum
landshlutum. Ég segi nei.
• Sighvatur Björgvinsson (A)
sagði að ekki yrði bæði sleppt og
haldið. Aðalatriðið væri að sigla
þjóðarskútunni heilli í höfn. Þó
væri ekkert á móti því að „konur og
börn“ meðal farþega færu strax í
lífbeltin og leituðu skjóls í
björgunarbátum ýmiss konar sér-
stöðu. (hér mun SBj eiga við þá tvo
þingmenn Alþýðubandalags, sem
greiddu atkv. gegn nokkrum
frumvarpsgreinum).
Þessi frumvarpsgrein var síðan
samþykkt með 22 atkvæðum
stjórnarliða, en gegn vóru 14 þing-
menn Sjálfstæðisflokks og Kjartan
Ólafsson (Abl).
Við kynnum nýjar
snyrtivörur frá
Pierre Robert
v
Ný og betri Soft Skin baðlína.
Eftir baðkrem, Freyðibað, Roll-on svita-
lyktaeyðir, Dush fyrir steypibað.
2 ferskar ilmtegundir.
FÁST í SÉRVERSLUNUM.
Tunguhálsi 11, R. Sími 82700
SKÍÐAB0GAR
fvrir flestar œröir bifreióa
Allt á sama stað Laugavegi 118- Simar 22240 og 15700
EGILL VILHJÁLMSSON HE