Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 35 Snæbjöm frá Gest- húsum — áttræður Um síðustu helgi sá ég þess getið, að Snæbjörn hefði skotið áttunda áratugnum aftur fyrir sig, og hafið göngu inn á þann níunda. Satt að segja saknaði ég þess að sjá ekki kveðjur frá kollegum hans, harðsoðnum skipperum og sjóurum, með seltu í blóðinu, eins og Snæbjörn, því að sumir þeirra beita pennanum af engu minni leikni en hnifnum við að blóðga eða fletja þorskinn. — En sjóarar taka ekki slíka smámuni, sem afmæli eins hátíðlega og land- krabbarnir. En mér þykir vel hlýða, að gamall strákur af Álftanesinu stingi niður penna og rifji upp kynni frá sokkabandsárunum og síðbuxna, sem allir strákar hötuðu til að byrja með. Fyrstu kynni mín, sem hétu, af Snæbirni urðu, er ég settist á skólabekk, þrem árum fyrir skóla- skyldualdur og hlaut sæti hjá Snæbirni. Ókunnur skólasiðum, kom ég með „spunakonu" í vasanum, sem ég hafði smíðað úr tvinnakefli, og lét hana „spinna" á borðinu, sjálf- sagt drjúgmontinn af þeirri lista- smíð, sem var nú samt eins og gekk og gerðist, með heimatilbúin leikföng, sem glöddu kannski meira en fínu, dýru leikföngin í dag. „Spunakonan" vakti athygli, einnig kennarans, sem brosandi bað mig að stinga henni í vasann, hvað ég gerði. Og tók kæra lesbók í staðinn, eins og gera bar í skóla. Snæbjörn kímdi, og hafði í aðra röndina gaman af þessum skrýtna strák, sem hafði nokkra hneigð til að þjóna eigin aldri, og féll ekki alveg inn í fastmótað skólastarf. Auðvitað leit ég upp til þessa stóra, stæðilega stráks. Aldurs- munur okkar þá, var svo geysimik- ill, að við áttum litla samleið í leik og starfi. — En sæi hann hjá mér vitlaust reiknað dæmi, tók hann griffilinn og leiðrétti. Já, griffilinn, — þá voru börn ekki með fullan stokk af fallegum blýöntum. Og lindarpenni og kúlu, voru nokkurn spöl inni í framtíð- inni. Snæbjörn var með sjóinn og fengsældina í blóðinu. Löngu fyrir fermingu var hann farinn að róa á þyrskling, og mannaði bát sinn jafnöldrum, og pattar með áhuga, fengu líka að fljóta með. — Og pattarnir voru ekki neinir smá- karlar, þegar þeir komu heim með kippu af fegursta þyrsklingi í soðið. En okkur, „hásetum“ Snæ- bjarnar, fannst það undarlegt og öfundsvert, að hann dró alltaf mest, þótt við tækjum sama grunnmál og hann, egndum sömu beitu, keipuðum á sama hátt, þá þótti fleiri þyrsklingum hans beita samt girnilegri en okkar hinna. Og þessi lúsfiskni hefur alltaf fylgt Snæbirni, sama hvort það er fær- ið, varpan eða stöngin, sem hann stjórnar. Á þessum árum áttu flestir bændur á Nesinu sinn bát, sitt færi, sína lýsibornu sjóbrók, sín hrognkelsanet, og sóttu björg í gjöfulan sjó. Og Snæbjörn var eins konar lifandi fréttablað. Hann vissi oft- ast hve mikið hver fiskaði. — Það er því alveg víst að krókur hans beygði snemma og mjög ákveðið að sjó og fiski. Og kom engum það á óvart. Faðir hans var orðinn formaður 16 ára gamall, var fram á gamals- aldur meðal kunnustu formanna við sunnanverðan Faxaflóa, sótti sjóinn fast og var orðlögð aflakló. Á vorin reri hann til Sviðs, 3ja tíma róður í logni. Á vetrum flutti hann útveg sinn suður í Garð. Og strákurinn, sem þetta ritar, var um skeið meðal háseta hans, og kynntist þá, hvílíkur afburða for- maður Ólafur var. Ólafur var bæði sjóglöggur og óskar eftir blaðburðarfólki AUSTURBÆR: □ Laugavegur 1—33 □ Ingólfsstræti □ Kjartansgata. VESTURBÆR: □ Miöbær □ Túngata UPPL. I SIMA 35408 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐLNU Al (ÍLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 veðurglöggur. Og hann vissi upp á hár, hvað hann mátti bjóða bát sínum og bátshöfn. Hann var í senn djarfur og gætinn. Og fyrir kom, að hann reri einskipa úr Garðinum. — En það, sem er einum áhætta, er öðrum öryggi. — Garðsjór er stundum vissulega úfinn og grettur. Og eitt sinn var óttast um Ólaf. — En það var engin hætta. Ólafur kunni að haga seglum eftir vindi og sjó. Og undir seglum lék báturinn í höndum hans, hvernig sem sjólag var. Snæbjörn átti því skammt að sækja stjórnhæfni. Og hann hefði orðið sami afburðarformaðurinn á opnum skipum sem faðir hans. En togaraöldin var gengin í garð, er Snæbjörn óx úr grasi. Hann stýrði því stærri skipum og sótti á dýpri mið en gerði faðir hans. Togarinn hlaut blátt áfram að verða starfs- vettvangur hans. Og hann var langtum yngsti skipstjóri í togara- flotanum, er hann tók við skipi. Og haft var eftir aflakónginum Guð- mundi á Skalla, að hann óttaðist ekki, að neinn tæki af honum titilinn, nema drengurinn á Ver. Sá sem þetta ritar, var örstuttan tíma með Snæbirni, og komst þá að raun um, að ekkert var ofsagt um ágæti hans sem skipstjóra. Hann stjórnaði, án þess að menn fyndu fyrir því, að hann stjórnaði. Óg enginn vafi lék á umhyggju hans fyrir mönnum sínum, skipi og veiðarfærum. Og engu var líkara en að hann fyndi á sér, hvar fiskjar væri að leita. Er þetta sér gáfa þróuð gegnum kynslóðir? Eða hvað? Bæði á sokkabands- og síð- buxnaárum sínum á Álftanesinu var Snæbjörn mjög vinsæll í fél- agahópi sínum. Og svo mun áv'allt hafa verið, og vera enn. Heil þér áttræðum, Snæbjörn — og áfram. Gamall strákur Sumir versla dýrt — aörir versla hjá okkur Okkar verö eru ekki tilboð heldur árangur af hagstæðum innkaupum . .Allt í. pasKamatin Nýjung: Reyktir kjúklingar 1.950= Nýir kjúklingar aðeins kr. 1580 pr. kg. Londonlarnb Nýreykt kr. 2647 Ath. Opið laugardag ffyrir páska. Ferskir ávextir og| grænmeti beint frá New York í flugi ,iÐ)! 1 STARMÝRI 2 AUSTURSTRÆTI 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.