Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1979 Fyrir um það bil viku var búið að reisa stoðirnar íyrir nýja húsið á gamla grunninum. Söltunarstöðin Stemma rís á ný: 1800fermetra hús reist á einni viku Stefnt að kláru húsi fyrir haustsíldarvertíðina SÖLTUNARSTÖÐIN Stemma á Ilöfn í Hornafirði er nú á fullri ferð með endurbyggingu söltunarhúss f stað hússins sem brann eins og kunnugt er 12. nóv. s.l. Fyrir einni viku var byrjað að reisa nýja húsið og því verki er nú lokið eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. „Þetta er steinsteypt eininga- hús frá ístaki í Reykjavík," sagði Kristján Gústafsson forstjóri Stemmu í samtali við Morgunblaðið,„en nú er bara að vita hvernig þeir sjóðir reynast okkur sem við treystum á til þess að unnt sé að ljúka þessu fjárhagslega. Húsið sem við reisum nú er jafnstórt húsinu sem brann í nóv. s.l., 1800 m2 að stærð, en Brunabótafélagið gerði við okkur samning um að byggja upp svipað hús. Ymsar breytingar verður þó að gera. Við urðum fyrir tugmilljóna tjóni í brunanum. Þótt við fáum það bætt sem bætt verður og búið er að ákveða, þá er það geysilegt tjón sem við sitjum uppi með í búnaði. Við fáum bættan búnað og tæki um 15 milljónir kr. af um 80 sem nú þarf að leggja út í. Við vonum að lánastofnanir sýni okkur þann skilning sem þarf til að koma þessu á laggirnar, annars eru við búnir að vera. Við trúum því að við fáum þá aðstoð sem nauðsynleg er til þess að rétta þetta við, enda var það mjög ánægjulegt í þeirri döpru stöðu s.l. haust eftir brunann að allir heimamenn, bæði ráðamenn á staðnum og aðrir, voru sammála um mikilvægi þess að koma söltunarstöðinni á legg aftur, en þetta var nýtt hús eins og kunnugt er. Það var ákveðið um áramótin hvernig ætti að standa að upp- byggingunni og það er áætlað að húsið verði fokhelt nú um miðjan mai, en þá höfum við þrjá mánuði til þess að ganga frá öllu fyrir haustvertíðina á síldinni. Við megum því halda vel á spöðunum til þess að það takist og það tekst aðeins að ekki standi á fjármagninu. Þetta er líka mikið atriði fyrir sjómenn og útgerð, því að það er dýrt að þurfa að sigla með síldina til fjarlægra hafna. Ég vil þó taka það fram að ástæðan fyrir því að við sáum okkur ekki fært að reisa aftur stálgrindar- hús eins og við vorum með, er sú að brunamálayfirvöld hafa verið svo erfið, þau gátu aldrei sagt okkur ákveðið hvers þau krefð- ust, en Héðinn hafði hins vegar reynzt okkur ákaflega vel. Við vonum bara að þetta gangi eins vel og horfir, því að það er virkilega gaman að sjá þetta spretta upp og bátarnir eru þegar farnir að spyrja hvort ekki verði allt klárt fyrir haust- ið. Við vorum með 17 báta í fyrra og söltuðum um 19 þúsund tunnur úr um 3000 tonnum af síld.“ Viku seinna tók Jens þessa mynd. Þriðja Vorvaka Vest- ur-Húnvetninga hefst á morgun 11. apríl Hvammst. 6. apr. UM BÆNADAGANA í ár, verður haldin þriðja vorvaka Vestur-Húnvetninga, í Félags- heimilinu á Hvammstanga. Er þetta eins og áður, menningar- vaka, þar sem myndlistarmenn sýna, bæði heimamenn og gestir. Lesið er úr verkum Vestur-Hún- vetnskra höfunda og tónmenntir fluttar. Standa Lionsklúbburinn Bjarmi og Ungm. félagið Kormákur fyrir þessari vöku, sem og á undanförnum árum. Vakan verður sett, miðvikudag- inn 11. apríl, klukkan 8,00 um kvöldið. Við þá athöfn tala formenn félaganna, eða fulltrúar þeirra. Kirkjukór Hvammstanga- kirkju syngur, og formaður Vorvökunefndar, Sigurður H. Þorsteinsson, skólastjóri, flytur opnunarræðu. Síðan verður gestum gefinn kostur á að skoða listsýninguna, en í henni taka þátt 5 myndlistarmenn. Það eru þau: Gunnar Hjaltason, Benedikt Gunnarsson, Ingiberg Magnússon, Marinó Björnsson og Torfhildur Steingrímsdóttir. Sýna þau myndir í ýmsum formum, svo sem: Grafík, apuarelle, vatnslitum og olíu, svo að nokkuð sé nefnt. Á skírdag verða svo sýningarnar opnaðar klukkan 2,00 síðdegis og opnar til klukkan 6,30 síðdegis, en þá fer einnig fram kaffisala á vegum eiginkvenna Lionsmanna. Klukkan 8,00 um kvöldið hefst svo Vaka. Það verða lesin ljóð eftir: Theódór Teitsson og Sigurð Jóns- son frá Katadal, en Nína Björk Árnadóttir les úr ljóðum sínum. Þá verða lesin og látbragðsleikin 2 samtöl Skáld-Rósu við ástmenn sína. Auk þess syngur 20 manna karlakór, sem er samansettur úr þorrablótskórum miðfirðinga og kór Ungmennafélagsins Kormákur á Hvammstanga, undir stjórn Ólafar Pálsdóttur. Þann hluta kórsins, sem er frá Hvammstanga, raddæfði Ingibjörg Pálsdóttir. Þá flytur Sigvaldi Jóhannesson erindi, er hann nefnir Söguslóðir. Á föstudaginn langa verða svo listsýningarnar opnar frá 2,00—5.00 síðdegis. Vökunni lýkur svo á laugardaginn helga, að þá opnar hún klukkan 2.00 síðdegis. Á vöku þess dags kemur m.a. fram tríó Gísla Helgasonar, en hann spilar á flautu, Guðmundur Árna- son á gítar og Helgi Kristjánsson á bassa. Ljóð verða flutt eftir: Þorstein Jónasson, Ingibjörgu Sig- fúsdóttir og Magnús Jónsson frá Barði flutt verða samtöl Skáld-Rósu, auk þess, sem flutt verður erindi eftir Gunnþór Guðmundsson um eyðibýli í Húna- vatnssýslu. Vorvökunefnd skipa: Sigurður H. Þorsteinsson, formaður, Sigur- bjartur Frímannsson, Brynjólfur Sveinbergsson, Guðmundur Þór Ásmundsson, Sigurður Sigurðs- son, Þórhallur Jónsson, Hólm- fríður Bjarnadóttir og Bára Garðarsdóttir. -S.Þ. Útgerðarmenn norðanlands og vestan: Mótmæla atriðum í veiðitakmörkunum ÚTGERÐAMENN af Norðurlandi og Vestfjörð- um, 23 talsins, héldu með sér fund á Akureyri fyrir helgi. Á fundinum var einkum fjallað um tak- markanir þær, sem beitt verður í þorskveiðum á árinu. Á fundinum var samþykkt ályktun, þar sem ýmsum ákvæðum reglugerðar sjávarútvegs- ráðuneytisins um aflatak- markanir og tilhögun þorskveiða er mótmælt. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er því einkum mótmælt hve seint þessar takmarkanir eru kynntar. Benda útgerðarmennirnir á að þær koma ekki fram fyrr en langt er liðið á vertíð suðvestan- lands og bátaflotinn þar búinn að taka stóran hluta veiði sinn- ar. Takmarkanirnar bitni fyrst og fremst á þeim stöðum þar sem togaraútgerð er mikil eins og á Vestfjörðum og Norður- landi. Þá er einnig bent á vanda margra staða vegna íssins og tillögur bornar fram um breyt- ingar á reglugerðinni til að halda megi uppi atvinnu á þeim stöðum, sem verst hafa orðið úti vegna íssins. Tap á rekstri Arnarflugs tæpar 70 mílljón króna Aðalfundur Arnarflugs var haldinn í vikunni og kom fram í skýrslu Vil- hjálms Jónssonar stjórnar- formanns að heildarvelta félagsins hefði verið rúmir 2,4 milljarðar króna sl. ár, sem var þreföldun frá heildarveltu árið 1977. Niðurstöður á rekstar- reikningi sýndu tap er nam tæpum 70 milljónum króna en niðurstöðutölur efna- hagsreiknings eru kr. 656 milljónum, sem er veruleg aukning frá árinu 1977 að því er segir í frétt frá Arnarflugi. Árið 1978 voru fluttir 248.532 farþegar og þar af 14.304 milli Islands og annarra landa. Laun og launatengd gjöld námu kr. 390 milljónum. I ræðu stjórnarfor- manns kom fram, að félagið hefði átt við ýmsa erfiðleika að stríða á árinu 1978 og hefði hæst borið óhapp er vél félagsins TF-VLB varð fyrir í marz. Varð félagið í framhaldi af því að leigja Boeing 707 til að annast verkefni TF-VLB og nam tjónið á annað hundrað milljóna fyrir utan það sem tryggingar greiddu. Þá vék Vilhjálmur Jónsson að þeim breytingum sem átt hefðu sér stað á högum Arnarflugs árið 1978. Kom fram að stjórn félags- ins hefði gert ítrekaðar tilraunir til að fá áætlunarleyfi fyrir félag- ið milli íslands og annarra landa og hefði endanlegt svar komið frá ráðuneytinu í ársbyrýun 1978. Segir svo í frétt frá Arnarflugi: „Ráðuneytið sendi þá stjórn Arnarflugs bréf, þar sem starf- semi félagsins var takmörkuð verulega í flugi til og frá Norð- ur-Evrópu. Var þó gefið tíma- bundið flugleyfi til Þýzkalands. Alfarið var hafnað leyfum til flugs til Skandinavíu og Bret- lands. I þessu sambandi las stjórnarformaður upp bréf ráðu- neytisins, er skýrði sig sjálft. Kom einnig fram, að stjórn Arnarflugs tókst, með viðræðum, að fá þessum hörðu ákvæðum breytt lítillega fyrír árið 1978, en alvarlega var gefið í skyn af samgönguráðuneytinu og ráð- herra, að takmarka yrði starf- semi Arnarflugs verulega til að vernda starfsemi Flugleiða og veita þeim þann siðferðilega styrk, sem ráðuneytið taldi sig þurfa að gera vegna sameiningar- innar árið 1973“. Sagði stjórnarformaður, að um frekari þróun á starfsemi Arnar- flugs á innanlandsmarkaði gæti því vart orðið að ræða og sem afleiðing af því hefði starfsemin beinst í auknum mæli að því að leita verkefna á erlendum vett- vangi. Þá rakti hann þá þróun sem orðið hafði á samstarfi Arn- arflugs og Flugleiða og kaup Flugleiða á hlutábréfum í Arnar- flugi, en það hafi verið samdóma álit beggja félaganna að stækka hefði þurft éininguna til að .hægt yrði að þróa enn betur þann útflutning sem segja mætti að langtímaleigur á flugvélum Arnarflugs væru. Ný stjórn var kjörin á, fundin- um og voru kjörnir í aðalstjórn Axel Gíslason, Leifur Magnússon, Björn Theodórsson, Martin Peter- sen og Arngrímur Jóhannsson. í lok fundarins kvaddi fram- kvæmdastjóri félagsins, Magnús Gunnarsson, sér hljóðs, þakkaði fráfarandi stjórnarformanni, Vil- hjálmi Jónssyni, sem verið hefur stjórnarformaður félagsins frá upphafi, fyrir náið og árangurs- ríkt samstarf og afhenti honum fyrir hönd starfsfólks Arnarflugs áletraðan silfurskjöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.