Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 Sra Jón Auðuns: Ég hafði veður af því, að einhver fámennur „hópur trú- aðra“ eins og það fólk nefnir sig gjarna til aðgreiningar frá okk- ur aumingjunum hinum — hefði ætlað að ærast og veitzt að ritstjórn Morgunblaðsins, þegar mér var falið að skrifa hugvekju í blaðið um skeið á sunnudögum. Af orðanna hljóðan í síðasta hefti Kirkjuritsins að dæma sýður ritstjóranum enn þessi gremja í sál, og þótt hrönnum illyrða og ofstækis sé nú hellt yfir ritstjórn Mbl., og einkan- lega annan ritstjórann, á ég hér svo mikinn hlut og mikla „sök“, að öllum hlýtur að vera ljóst, að við málinu má ég ekki þegja. Enda er höf. greinarinnar í Kirkjuriti sérstakur trúnaðar- maður kirkjunnar í landinu sem ritstjóri eina málgagns hennar og þá fráleitt að óvilja biskups- ins sjálfs. Þótt hin rökfasta ritstjórnargrein í Mbi. hafi svo rækilega hirt ritstjóra Kirkju- rits og þrír vinir hans hafi lítt bætt málstrðinn með „varnar- greinum" í Mbl. 18. þ.m. Morgunblaðið og kirkjan Því til sönnunar, hver fjar- stæða það er að Mbl. sé til óþurftar kristninni í landinu má benda á margt: Ekkert blaðanna hefur opnað dálka sína líkt því eins fyrir skoðanaskiptum um kristindómsmái um langt árabil. Meðan ég var dómprófastur í meira en tvo áratugi hlaut ég oft að biðja um rúm fyrir eitt og annað í þarfir safnaðanna í prófastsdæminu og hlaut ævin- lega hina beztu fyrirgreiðslu. Árum saman hefir Mbl. að staðaldri birt smágreinar vakn- ingapredikarans Billy Grahams, og munu þær ekki hvað sízt lesnar af þeim, sem ætla má að skoðanabræður séu að vissu marki þeirra, sem nú ráðast harðast með ókvæðisorðum að ritstjórn blaðsins fyrir hlut- drægni og fjandskap í garð kirkjunnar. Um skeið hefur Mbl. gefið á hverjum helgum degi heila blaðsíðu og stundum meira þrem mönnum, sem munu telj- ast til hægra arms innan kirkj- unnar og ætti þetta að vera nokkurt mótvægi gegn þeirri vantrú, sem sunnudagsgreinar mínar hafa flutt og Mbl. er sakfellt fyrir að birta. Þjóðviljinn og kirkjan Það hefur mörgum vafalaust þótt kynlegt, að ritstjóri Kirkju- rits telur annan ritstjóra Þjóð- viljans nálega einan ritstjóra í Rvík viðræðuhæfan um kristin- dóm. Ekki hraða ég mér að því að samgleðjast trúuðu fólki með samherjann. Ekki væni ég Árna Bergmann um óheilindi. Auðvit- að á hann að hafa sína skoðun á trúmálum í friði fyrir mér. En öllum er vitanlegt, að í öllum löndum kommúnista er kirkjan talin höfuðfjandi, sem koma verði á kné. Kenning Karls Marx um kristna trú sem eitur, ópíum, er enn í fullu gildi. Ekki skal því gleymt að um það eru engan veginn allir kommúnistar á einu máli. En meðal þeirra, sem stefnunni ráða í ráðstjórn- arríkjum er einhugur um að ofsækja kristna menn og út- rýma kristnum söfnuðum sem féndum kommúnismans. Þeim sem þekkja aðferðir ráðstjórn- armanna til að koma ár sinni fyrir borð í vestrænum lýðræð- isríkjum getur komið í hug að þeir sjái þann kost vænlegan að veita stuðning einmitt þeim hópum innan kristninnar, sem líklegastir eru til að gera trúna tortryggilega og fjarlægja hana almenningi svo að auðveldari bráð verði hún andkristilegum stjórnháttum. Er ólíklegt að þeir líti með velþóknun þann anda, sem ræður furðugreininni í Kirkjuritinu? Þeir vita sinn veg þeir herrar í Kreml og mikið má vera ef mörgu ágætu, trúuðu fólki óar ekki við að eiga Þjóð- viljann að bandamanni. Öfgarn- ar geta átt margt sameiginlegt. Strangtrúarkristindómi og kommúnisma er sameiginleg skefjalaus einræðishneigð og umburðarleysi í garð annarra. Þetta er þess vegna skiljanlegt, að báðir, kristindómur og kommúnismi, eiga rætur í Gyð- ingdómi, sem kennir að Guðs útvaldi lýður búi einn yfir öllum sannleika, og hefur fætt af sér það ofstæki, sem valdið hefur miklum óheillum innan kristn- innar. Þeim anda eru trúir þeir menn, sem ráðast gegn ritstjórn Mbl. vegna þess að þeir þola ekki að þar heyrist aðrar raddir, annar skilningur á sumum trúarsetningum en þeir vita einan réttan. Samvizkan í kjörklefunum í Kirkjuritsgreininni segir ritstj. að einhverjir prestar og kirkjumenn hafi átt í baráttu við samvizku sína þegar þeir gengu inn í kjörklefann fyrir síðustu kosningar. Það er auð- velt að sjá, að hér er lævíslega verið að gera ritstjóra Mbl. tortryggilega og e.t.v. að saka þá um ófarir flokks þeirra í síðustu kosningum. „Hópur trúaðra" á þá líklega að hafa átt í sálar- striði í kjörklefunum vegna þess, hve opið Mbl. hefur verið mönnum með ólíkar trúmála- skoðanir, og jafnvel opnað dálka sína fyrir skaðræðismönnum eins og mér. Ungi presturinn á Eyrarbakka, sem er í þrístirn- inu, sem komið hefur fram ritstj. Kirkjurits til trausts og halds, gerir myndarlega tilraun í þá átt að hafa stjórn á skaps- munum sínum, en varpar fram í lok greinar sinnar (Mbl. 18. þ.m.) hugmyndinni um að stofna kristilegan flokk kjósenda. Slíkt væri Þjóðviljamönnum mikið fagnaðarefni. Hins vegar hygg ég að allur þorri kjósenda gangi í kjörklefann til að kjósa menn eftir þjóðmálastefnum en ekki trúarskoðunum. Ég man auðvit- að vel þau ár, þegar KFUM-menn voru nálega alls- ráðandi um borgarmálefni Rvíkur. Ég veit ekki til þess, að við ungir menn, sem andstæðir vor- um ýmsum trúarhugmyndum KFUM-manna, kenndum nokk- urrar samvizkusturlunar í kjör- klefunum af því að velja þá til forustu um málefni Rvíkur. Við vorum að kjósa um þjóðmál en ekki trúarsetningar, og svo gerir vitanlega þorri fólks enn. Ég held ekki að blandað hafi verið saman hérlendis að nokkru marki trúarsetningum og stjórnmálum, nema helzt í for- setakosningunum eftir Svein Björnsson látinn. „Trúmálaaftur- haldið trónar“ Allur lestur Kirkjurits- greinarinnar vakti mér óhug, þó kom þar að ég skellihló í miðjum lestrinum, en það var þegar ég kom að þessari „sakargift" á ritstjórn Mbl. „í Morgunblaðinu trónar enn sama „trúmálaafturhaldið“ á fremstu síðum“. Þar mun ljóst, að átt er við sunnudagshugvekj- ur mínar. Ég held að mér hafi fremur verið brugðið um annað en trúmálaafturhald, fremur um hitt, að ég viki stundum svo langt af vegi rétttrúnaðar að óhæfa væri. Til sönnunar því, hve illa kristnir íslendingar séu er nefnt frjálslyndi þeirra og áhugi á dulrænum efnum. Undir þessa „sök“ er ég seldur og hef aldrei dregið dul á það, hvorki í greinum í Mbl. né predikun. Mér nægir örstutt mál til að svara þessu. Frjálslyndi mitt mun einkum talið afstaða mín til ekki-kristnu trúarbragðanna og einnig það, að jafnvel þótt í heil. Ritningu standi og sam- þykkt sem sáluhjálparskilyrði á kirkjuþingum liðinna alda að trúað sé, er sitthvað, sem ég hafna, ef samvizka mín og skiln- ingur bjóða mér svo. Ég er með öllu fráhverfur þeirri kreddu, að kristinn dómur búi einn yfir öllum sannleika. Og ég missi þolinmæði þegar verið er að þrástagast á ýmsum hugmynd- um, sem löngu voru til í öðrum trúarbrögðum fyrir daga Krists. Dýrð hans er nógu vegsamleg þótt ekki sé enn verið að eigna honum það, sem aðrir sögðu fyrir hans dag. Ég krefst þess að rannsökuð séu hleypidómalaust, og sem mest af ekki-guðfræð- ingum, höfuðtrúarbrögðin og niðurstöðurnar kenndar í skól- um jafnhliða kristindómi. Önnur er sú grein á frjáls- lyndi mínu, sem ég hef aldrei ætlast til að allir yrðu mér samferða um fremur en hina fyrri, en það er að ég er andvíg- ur því, að gagnrýni og rannsókn ritninganna sé aðeins rekin með eins konar leynd innan veggja prestaskólanna, en síðan haldið að mestu leyndri fyrir þeim, sem á prestana hlusta. Ég held að þetta sé meginástæða þeirrar tortryggni í garð presta, sem víða gætir. Óhræddur legg ég það undir dóm almennings í landinu, hvort sæmilegt geti talizt af málgagni kirkjunnar að ráðast með heift að ritstjórn Mbl. fyrir að leyfa rúm í blaðinu fyrir þessar skoðanir. Þá er talið til stórra mein- semda það, hve Islendingar séu hneigðir að svonefndum dulræn- um efnum. Svo fyrirferðarmikil eru þau fyrirbæri á blaðsíðum guðspjallanna og Postulasög- unnar, að engan ætti að furða á því, að umhugsun þeirra sé kristnum mönnum hugleikin. Kristur var sjálfur sá „anda- trúarmaður" að hann var sann- færður um tilvist illra anda og góðra. Þá lágmarkskröfu mætti gera til forustumanna þeirrar kirkju, sem kennir sig við nafn hans, að þeir sem kynna vilja sér nútímafyrirbrigði er að ýmsu virðast hliðstæð þeim sem guðspjöll greina frá að gerzt hafi með frumkristninni, séu ekki ofsóttir með illyrðum og ærumeiðingum. Sjálfsagt villast margir, sem á þeim leiðum leita, en, Guð hjálpi mér, hvað segir saga kristninnar ekki mikið og margt af gönuhlaupum og hjá- trú. Og sumt hið fjarstæðu- kenndasta í þjóðsögum okkar, eins og sagan um Þorgeirsbola, en þá hugmynd má setja í nokkurt samband við söguna af því, er Jesús sendi illu andana í saklausa svínahjörð með hörmulegum afleiðingum. Það þarf að teygja trúgirnina nokk- uð langt ef trúnað skal leggja á þá sögu. Mál mitt fer að verða nokkuð langt, en það legg ég enn kvíða- laust undir dóm almennings, hvort ritstjórn Mbl. verðskuldi aðra eins árás frá málgagni kirkjunnar og fram hefur kom- ið, fyrir að ljá rúm túlkun á málefni, sem þorra fólks í land- inu mun hugleikið. Khomeini — Symmakkus og Kirkjuritið Ritstjórnargreinin í Mbl., sem við ýmsa virðist hafa komið óþægilega með sínum einarða málflutningi og því, að þar er skýrum orðum bent á það, sem sameiginlegt er Khomeini hin- um íranska og orðum og anda Kirkjuritsins. Sama ógagn vinna báðir þessir menn þeim trúarbrögðum, sem þeir vilja þjóna. Um víða veröld horfa menn lostnir furðu og ógeði á það, sem í Iran er að gerast, einnig fjölmargir menn í öðrum löndum íslams, sem þekkja aðr- ar og göfugri hliðar á átrúnaði sínum en þær, sem Khomeini er fulltrúi fyrir. Atburðirnir í íran ættu að vera brennandi aðvörun einnig til kristinna manna gegn hamslausu trúarofstæki en hvöt til umburðarlyndis og frjáls- lyndis í trúmálum. Þegar menn komast í ham trúarofstækis yfir því að aðrir hafa ekki sömu trúarskoðanir og þeir, kemur mér oft í hug merki- leg saga: þegar kristnir menn kröfðust alræðisvalds yfir trúarbrögðum í rómverska rík- inu deildu þeir heil. Ambrósíus og Symmakkus þingforseti róm- verska Senatsins, sem krafðist þess að í ríkinu væri leyfð hin forna guðsdýrkun jafnhliða hinni kristnu. Með ofbeldi var lokað öllum helgidómum ekki-kristinna manna, og heim- spekiskólum Aþenu, með ofbeldi vaðið inn í gamla Senatið og tekin ofan standmynd Frelsis- gyðjunnar, sem Júlíus Sesar hafði reist þar. Þá mælti hinn gamli þingforseti, Symmakkus, í orðaskiptum við heil. Ambrósíus í skjali, sem enn er varðveitt: „Er það hugsanlegt að ekki sé til nema ein leið að svo stór- kostlegum leyndardómi?“ — guðdóminum. Hinn kristni og víðfrægi sögu- heimspekingur, Arnold Toynbee, sagði: „Þeirri spurn- ingu hefur kristindómurinn ekki svarað enn.“ Henni var ekki svarað í furðugrein Kirkjurits- ins. Jón Auðuns. Kirkjuritíð og kristni Islands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.