Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 13 Sveinn Þórðarson: Glappaskotin ganga svo til enn Það hendir vafalaust oft í önn blaðamanna við dagblöð að þeim verða á alls konar skyssur. Miklu síður ætti að vera hætta á slíku við blöð, sem ekki koma út nema vikulega eins og Lögberg-Heims- kringla, sem gefin er út í Winnipeg eða Sunnudagsblað Tímans. En h. 26. janúar s.l. birtist forsíðugrein eftir ritstjóra Lög- bergs-Heimskringlu með fyrir- sögninni: „Heimkynni Stephans G í Markerville". „Þar er allt í niðurníðslu og drasli". Er tilefni greinarinnar leiðang- ur sem ritstjórinn lagði upp í hingað vestur s.l. sumar m.a. til þess að skoða heimkynni Kletta- fjallaskáldsins Stephans G. í Markerville, Alberta. Enda þótt Markerville sé ekki fjölmennt þorp, er það þó sýnt á opinberum vegakortum sem olíu- félögin láta af hendi ókeypis. Ekki gekk ritstjóranum og förunaut hans þó betur en það að finna staðinn, að það var fyrir hreina heppni og „innsæi", að hann yfir- leitt fann Markerville. En þar með var líka heppni hans lokið að sinni, því að nú varð einhver unglingur til þess að leiða hann að eyðibýli, sem hann taldi honum (ritstjóran- um) trú um, að væri óðalsbær Stephans G., en hvorki ritstjórinn né ferðafélagi hans höfðu annað samband við heimamenn. Að vonum varð gesturinn fyrir miklum vonbrigðum, og snýst greinin mikið um það, hve illa hér hafi verið háldið á málum af hálfu íslendingafélaganna í Alberta og Albertastjórn, sem hafi tekið bæjarhúsið í sína umsjá. Og það þrátt fyrir höfðinglegar gjafir frá Stéttarsambandi bænda og Þjóð- ræknisfélaginu á Akureyri, til endurbyggingar og viðhalds húss- ins. Lesendum blaðsins í Alberta komu þessi skrif undarlega fyrir sjónir og fannst illt að liggja undir slíkum óhróðri, enda báru myndir með greininni með sér, að hér gat ekki verið um bæ Stephans G. að ræða. Vissu þeir ekki betur en að unnið væri af sérfræðingum á skipulagðan hátt að endúrbygg- ingu bæjarins og lagfæringu á bæjarlandinu og að áætlaður kostnaður við það verk væri fimm hundruð þúsund dollarar. Búslóð og búnaður væri í vörslu Alberta-stjórnar, en sumt um stundarsakir í vörslu Manitobahá- skóla í Winnipeg. Er hér um mikið verk að ræða sem sérfræðingar einir geta unnið, og mun það taka sinn tíma áður en búið verður að endurnýja húsið. Var ritstjóranum brátt skrifað og bent á þetta glappaskot hans, og þrem vikum síðar kom svo önnur rolla í blaðinu um þetta mál og viðurkenning á því að þarna var um vitlaust hús að ræða og að ritstjórinn hafði aldrei séð húsið sem allt skrifvelsið var um! Þar með er sagan þó ekki öll sögð, því að 4. mars leggur Gísli Guðmundsson í Sunnudagsblaði Tímans út af greininni í Lög- bergi-Heimskringlu og endurtekur allan órhóðurinn og bætir við hann frá eigin brjósti um Staðinn og það, hversu illa hafi verið staðið í ístaðinu um varðveislu hússins, sem hann raunar telur sjálfan sig hafa verið upphafsmann að, að tekið var til friðunar, en um það eru heimamenn hér ekki á sama máli. Er ekki laust við að öll þessi skrif um vitlaust hús séu dálítið brosleg. Hitt er þó fyrir mestu, að ekki virðist ástæða til að hafa miklar áhyggjur af þessu máli, og er ekki að efa að íslendingafélögin í Alberta muni halda áfram sem hingað til að halda þessu máli vakandi bæði innan félaganna og við Alberta-stjórn, sem fyrir sitt leyti mun hafa fullan hug á að standa myndarlega að því sem þarna þarf að gera. Seinheppnum blaðamönnum hættir til að gera sig að dómurum yfir öðrum, og glappaskot sem þetta ættu að kenna þeim að hafa betri hemil á fyrirsögnum sínum og vanda betur val heimilda sinna, áður en þeir ráðast að fólki með óhróðri og dylgjum. Red Deer; Alberta 29. mars 1979. Halvard K. Iversen, leiðtogi Samtaka heimsfriðar og sameiningar: Hvað er séra Moon? Fimmtudaginn 5/4 ’79 skrifaði Stefán Ágústsson svar og athuga- semdir við skrif okkar sem voru leiðrétting á grein þeirri sém birtist í Lesbók Morgunblaðsins 3/3 '79, en þar fengum við heldur óskemmtilega meðferð. Við erum þakklát Stefáni fyrir viljann til að sýna Islendingum hvernig þær gróusögur myndast sem Sun Myung Moon og Samtök heims- friðar og sameiningar (The Unification Church ) hafa mátt þola frá upphafi. Stefán byrjar á að finna að því, að við skulum vitna í hæfan guðfræðing og heimspeking til að svara spurningunum. Sontag er ekki meðlimur í hreyfingu okkar og við vildum að hlutlaus aðili svaraði. Hann fékk það ætlunar- verk frá útgáfufyrirtæki meþódista að rannsaka kirkju okkar, sem hann og gerði. Hann ferðaðist til Kóreu og Japans, heimsótti næstum öll Evrópulönd- in, auk þess sem hann ferðaðist um öll Bandaríkin, einmitt í þess- um tilgangi. Hann segir ákveðið að hann hafi allsstaðar fengið það efni sem hann vildi og var á engan máta hindraður í tilraun sinni til að finna sannleikann varðandi Sun Myung Moon og kirkju hans. Hann gat ekki sagt það sama um þá sem gagnrýndu okkur. Hann er einn af örfáum sem hafa fengið viðtal við séra Moon, og í þessu viðtali, sem stóð yfir í níu klukku- stundir, spurði hann allra þeirra spurninga sem hann vildi. Hann er ekki samþykkur öllum okkar kenningum, en ólíkt Stefáni reynir hann að líta á hlutina frá hlut- lausu sjónarhorni og dæmir ekki starf okkar eingöngu vegna þess að hann sjálfur er ekki sammála kenningunum. Stefán ætti að hafa það í huga að aldrei hefur verið tekið á móti Guðsorði þegjandi og hljóðalaust, og ekki einn einasta sendiboða Guðs hafa trúarleiðtogar þess tíma viðurkennt. Stefán ætti að athuga hvað nafni hans, Stefán píslarvottur, hafði um þessa hluti að segja (Post. 7:51—53). Niður- staða Sontags er, meðal annars, að hreyfingin sé að uppruna eingöngu andlegs eðlis og að hún muni ekki hverfa. Ég hef ekki í hyggju að svara öllum þeim ásökunum sem Stefán kom með, einfaldlega vegna þess að þetta er ekki eigin reynsla og skoðun Stefáns heldur bein þýðing úr bók James Bjornstad „The Moon is not the Son“. Stefán ætti ekki að ásaka okkur um að felast bakvið aðra. Þess má geta að allar þessar gömlu lygar, sem Stefán setur fram, hafa fyrir löngu verið dæmdar ósannar á Vesturlöndum eftir langar rannsóknir af hálfu FBI og CIA. Vegna alls þessa fjaðrafoks sem hreyfingin hefur valdið hefur allt sem viðkemur séra Moon og starfi hans verið rannsakað vel og vandlega og varð það til þess að hann var hreinsað- ur af öllum þeim ásökunum sem á hann voru bornar. Stefán etur, ef hann kærir sig um að vita sannleikann, lesið grein sem birtist í þessu sama blaði, Morgunblaðinu, föstudaginn 5/1 '79, og í öðrum blöðum næstu daga þar á eftir, sem segir frá niður- stöðu síðustu rannsóknar — sem tók tvö ár. Allar ásakanirnar voru dæmdar ósannar. Eins getum við lagt fram, ef þess er óskað, saka- vottorð séra Moon til að sýna fram á að hinar persónulegu ásakanir eiga ekki við rök að styðjast. Stefán (Bjornstad) vitnar í „fræg- an“ prest í Seoul sem heimildar- mann fyrir ásökunum á hendur samtökunum. Það er sorglegt að þessi „frægi“ prestur skuli láta stjórnast af tilfinningunum í stað sannleikans. Slíkt er ekki beint til þess að auka álit fólks á kenning- um Krists. Stefán ætti ekki að gera slíkt hið sama. Vonandi er skoðun Stefáns á okkur byggð á kynnum hans af meðlimum samtakanna annars staðar í heiminum, a.m.k. hefur hann ekki talað við neitt okkar hér heima — okkur vitandi. Ég myndi glaður lána Stefáni Ágústssyni bók Fredrik Sontags ef hann hefur áhuga á því og minni hann á að sérhver maður er ábyrgur fyrir því að það sem hann staðhæfir í blöðum sé sannleikur. Gamlar og illgirnislegar lygar verða ekkert sannari sama hversu oft þær eru endurteknar, og þar sem við erum í forsvari fyrir hreyfingu sem við erum viss um að sé verk Guðs, og fyrir mann sem hefur þjáðst gífur- lega til að bera heiminum þennan boðskap, ' þolum við ekki slíka meðferð. Fólk sem lítið hefur kynnt sér málið gæti freistast til að taka þetta sem heilagan sann- leika. Að lokum langar mig að bjóða Stefáni í heimsókn til okkar til að hann geti fengið meiri þekkingu á hlutunum áður en hann grípur til pennans. Veski hvarf af Grettisgötu SL. föstudag 20. apríl um kl. 20.30 hvarf vínrautt seðlaveski úr brúnni handtösku sem stóð upp við dyrnar á Grettisgötu 67. Eigandi töskunnar, sem er stúlka, hafði dottið og var að skafa óhreinindi úr fötum sínum meðan atburðurinn gerðist. I veskinu voru öll persónuskilríki stúlkunnar og hvarfið því mjög tilfinnanlegt. Ennfremur voru pen- ingar og ávísanahefti i veskinu. Skorað er á þann sem valdur er af hvarfi veskisins eða þá sem um það vita að skila því nú þegar til eigand- ans á einhvern hátt. (íoma — „Ástandið er verra í Rúmeníu en í iidrum lönd- um Aust• ur-Evrópu..." Pólitískur barnaskap- ur og blinda Rúmonski rithöíundurinn Paul Goma lenti íónáð hjá rfkisstjórn Nicolae Ceaucescu forseta fyrir að vera leiðtogi fámennra samtaka andófsmanna. og hann galt fyrir það. Goma sat tvö ár í fangelsi og fjögur ár í vinnubúðum. Eftir það sætti hann misþyrmingu yfirvalda, var ákærður fyrir landráð og sakaður um að vera kynvillingur. I fyrra var Goma rekinn í útlegð. og hýr nú í Frakklandi með eiginkonu sinni og syni. Hann var á fyrirlestraferð um Bandaríkin fyrir nokkru og ræddi þá meðal annars við Steven Shahad. blaðamann hjá tímaritinu Newsweek. Fara hér á eftir kaflar úr viðtalinu. Shabad: Alexander Solzhen- itsyn hefur gagnrýnt Vestur- veldin fyrir siðferðislegan veikleika í samskiptum við yfirvöld í kommúnistaríkjum. Eruð þér sammála þessu mati hans? Goma: Já. Og mér sýnist einnig Vesturveldin vera að draga sig út úr heimsbarátt- unni. Þetta birtist í endalokum styrjaldarinnar í Vietnam. Þetta hefur gert mögulega valdatöku kommúnista í Ang- óla, og frekari valdatökur þeirra geta orðið í Afríku og jafnvel Vestur-Evrópu. I Rúmeníu veit hver einasti maður um stefnumörk Sovét- ríkjanna og fyrirætlanir. Bandaríska stjórnmálamenn virðist skorta þá innsýn. S.. Hvernig álítur þú stöðu mannréttindamála í Rúmeníu í dag í samanburði við stöðuna fyrir fimm eða tiu árum? G.: Fram til ársins 1977 var algerlega útilokað að tala um mannréttindasamtök í Rúmen- íu. Breyting varð þar á í kosn- ingabaráttunni í Bandaríkjun- um 1976 þegar Jimmy Carter mælti fyrir mannréttindum. Þá hafa samtökin Mannrétt- indaskrá 77 í Tékkóslóvakíu lagt málinu lið. En nú ríkja þar mikil vonbrigði vegna þess að sá vestræni stuðningur, sem búizt hafði verið við, kom ekki. Tvennt varð til að auka þessi vonbrigði: Belgrad-ráðstefnan og þær góðu móttökur sem Ceausescu hlaut hjá Carter forseta í Washington. Á þær var litið sem samstöðu með Ceaucescu-stjórninni við að kúga íbúa Rúmeníu. Eftir að hafa náð þessum bata í sam- skiptum við Bandaríkin taldi ríkisstjórnin sér óhætt að hefja sína hörðustu sókn gegn inn- lendum andófsmönnum. Mikili fjöldi manna var handtekinn og sendur í geðveikrahæli eða vinnubúðir. S.: En er ástandið í Rúmeníu betra eða verra en annars staðar í Austur-Evrópu? G.: Ástandið er verra 1 Rúmeníu en í öðrum löndum Austur-Evrópu — jafnvel í Sovétríkjunum — að frátöldum Albaníu og Búlgaríu: S.: Sjáið þér fram á breyting- ar þegar Ceaucescu verður ekki lengur við stjórnvölinn? G.: Ég eygi ekki mikla von um markverðar breytingar, sérstaklega með tilliti til valdaskipta í heiminum. Ef Vesturveldin koma eins fram við eftirmann Ceaucescus og þau hafa gert við hann, mun eftirmaðurinn telja sér óhætt að bæla niður sérhverja tilraun til að tryggja mannréttindi. 5. : Hvert er nú álit yðar eftir að hafa búið á Vesturlöndum í tæpt ár? 6. : Mér líður afar vel. I fyrsta lagi er það sú tilfinning að geta skrifað eitthvað vitandi það að blaðið sem skrifað var á liggur áfram á skrifborðinu yfir nóttina, en lendir ekki í skjalageymslu leyniþjónust- unnar. I öðru lagi er það ferða- frelsið, frelsið til að tjá skoðan- ir sínar og eiga samskipti við aðra. Allt þetta er mér algjör- lega nýtt, og er dásamlegt. Mig tekur sárt að hugsa til félaga minna í mannréttindasamtök- unum, sem sátu eftir í Rúmen- íu. Hagur þeirra er áfram jafn bágur og áður. S.: Hafið þér orðið fyrir nokkrum meiriháttar ■ vi brigðum hérna? G.: Já, það voru mér von- brigði að komast að því að (mild) afstaða Vesturveldanna til Sovétríkjanna og vanda- rhala kommúnismans var ekki tímabundin stefna, heldur áframhald á fastmótaðri skoð- un. Þetta lýsir pólitískum barnaskap, blindni og óréttlæt- anlegu göfuglyndi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.