Morgunblaðið - 24.04.1979, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.04.1979, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 Þingfréttir í stuttu máli: Lánadeild iðngarða við Iðnlánasjóð Landhelgi, efnahagslögsaga, landgrunn ALÞINGI kom saman til starfa í Kær eftir hálfs mánaðar páskafrí. Fundur var í báðum þingdeildum. í efri deild mælti MaKnús H. Maunússon. félagsmálaráöherra, fyrir stjórnarfrumvarpi um eftir- laun aldraðra. í neðri deild komu eftirtalin mál til umfjöllunar. • Fjölgun hæsta- réttardómara SteinKrímur Hermannsson, dóms- málaráðherra, mælti fyrir frv. um fjölgun hæstaréttardómara — úr sex í sjö. Jafnframt er gert ráð fyrir því að þrír dómarar skipi dóm í kæru- málurn, þ.e. að hæstiréttur geti unnið í 2 dómum, nema þegar mál eru sérlega vandasöm úrlausnar. Með tveimur 3ja dómara deildum í minni háttar einkamálum og opin- berum málum er stefnt að því að hraða meðferð slíkra mála í hæsta- rétti. Þá er í frv. lagt til að áfrýjunarfjárhæð verði hækkuð úr 25 í 200 þúsund krónur. Ekki hefur verið fjölgað dómurum í hæstarétti síðan 1945. Málið hefur þegar hlotið afgreiðslu frá efri deild. • Landhelgi, efnahags- lögsaga, landgrunn Benedikt Gröndal, utanrikisráð- herra, mælti fyrir frumvarpi um ofanskráð efni: Frumvarp þetta er flutt til að draga saman í ein lög öll megin- ákvæði um landhelgi og lögsögu Lýðveldisins Islands í hafinu umhverfis landið og á landgrunninu og lögfesta í þágu Íslands ný réttindi á þessu sviði með hliðsjón af þróun þjóðarréttar að undanförnu. Frum- varpið hefur verið undirbúið í utan- ríkisráðuneytinu og felast í því þessi aðalatriði: 1. Sjálf landhelgin, en með því hugtaki, er átt við hafsvæði það, þar sem ríkið hefur fullveldisrétt hlið- stæðan og yfir landinu, er færð úr 4 í 12 sjómílur. 2. Fiskveiðilögsaga hefur, síðan 1975, verið 200 sjómílur, og var það ákveðið með reglugerð, er byggðist á landgrunnslögunum frá 1948. Með þessum lögum mundi Island taka sér 200 mílna efnahagslögsögu með lög- um. 3. Auk þess að fiskveiðilögsagan er staðfest, telur ísland sér 200 mílna lögsögu yfir vísindarannsóknum á hafsvæðum umhverfis landið. 4. Þar að auki tekur ísland sér 200 mílna mengunarlögsögu, og veitir það íslenskum stjórnvöldum rétt til að gera ráðstafanir til að vernda hafið umhverfis landið fyrir mengun að þeim mörkum. 5. Með efnahagslögsögu tryggir Lýðveidið Island sér allan rétt til að ráða byggingu mannvirkja eða afnot af þeim innan 200 mílna, en þetta getur hafið þýðingu í sambandi við hugsanlega olíuvinnslu. 6. Með frumvarpi þessu eru ítrekuð reglugerðarákvæði um miðlínur milli íslands og Grænlands og íslands og Færeyja, en ákvæði um framkvæmd 200 mílna fiskveiðilög- sögu gagnvart Jan Mayen er fellt niður. • Frumvarp um afborgunarkaup Svavar Gestsson, viðskiptaráð- herra, mælti fyrir stjórnarfrum- varpi um afborgunarkaup, en hér- lendis hefur engin löggjöf verið sett um afborgunarkaup og eignaréttar- fyrirvara. Kaup þau, er frv. nær til, eru skilgreind þannig: a) Að um sé að ræða lausafjárkaup. b) Kaupverð sé greitt í hlutum. c) Einn eða fleiri hlutar kaupverðs falli í gjalddaga eftir afhendingu söluhlutar. d) Seljandi hafi áskilið sér endur- heimtu eða eignarrétt. í frumvarp- inu er höfð hliðsjón af norrænum lögum um sama efni, sagði ráðherra, og leitast við að skýra sem bezt réttarstöðu og úrræði kaupanda og seljanda við afborgunarkaup og vernda kaupanda gegn ósanngjörn- um kröfum eða harkalegu framferði seljanda. • Iðngarðar Hjörleifur Guttormsson, iðnaðar- ráðherra, mælti fyrir stjórnarfrum- varpi til laga um breytingar á lögum um Iðnlánasjóð. Felur frv. í sér að stofna skuli lánadeild iðngarða við Iðnlánasjóð. Úr sjóðnum skal lána til sveitarfélaga, félagasamtaka og ein- staklinga, sem reisa iðnaðarmann- virki. Tekjur lánadeildar skulu vera, skv. frumvarpinu: 1) Framlög úr ríkissjóði, sem veitt kunna að verða. 2) Fyrstu 4 árin skal 250 m.kr. af tekjum Iðnlánasjóðs varið árlega til deildarinnar. 3) Andvirði lána, sem ráðherra heimilar að taka til deildarinnar. 4) Vextir og vísitölu- álag. Eggert Haukdal (S) minnti á þingsályktunartillögu, er hann hefði flutt, um undirbúning löggjafar af þessu tagi. Fagna bæri þessu frv. þó það væri lágreist. Tekjur lánadeildar iðngarða virtust eiga að koma svo til eingöngu úr skerðingu á lánagetu sjóðsins til annarra verka. Æski- legra hefði verið að sjá deildina stofnaða af meiri reisn en í frv. fælist. Nýr þingmaður: Bjarnfrídur Leósdóttir Bjarnfríður Leósdóttir, 2. varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins í Vestur- landskjö-rdæmi, tók í gær sæti á Alþingi í veikinda- fjarvistum Jónasar Árna- sonar, alþingismanns. Eftirlaunasjóður aldraðra: — - Afangi að sam- felldu lífeyriskerfi Magnús H. Magnússon, félags- málaráðherra, mælti í gær fyrir stjórnarfrumvarpi um eftirlaun aldraðra. Frumvarpið er samið á vegum 17-manna lífeyrisnefndar, sem fv. fjármálaráðherra skipaði árið 1976 til að hrinda f fram- kvæmd fyrirheitum, sem þáv. ríkis- stjórn gaf til að greiða fyrir sam- komulagi á vinnumarkaði. I fyrrgreindu samkomulagi er kveðið á um tveggja ára fram- lengingu þeirrar verðtryggingar líf- eyrisgreiðslna til aldraðra í stéttar- félögum, sem samið var um í febrúar 1976, og gilda áttu til ársloka 1977. Útgjöld vegna verðtryggingar þessarar voru borin af lífeyrissjóð- um á samningssviði aðila, skv. sér- stökum samstarfssamningi þar að lútandi. Því var heitið að áfram skyldi unnið að undirbúningi sam- fellds lífeyriskerfis fyrir alla lands- menn. Sem áfanga að því marki voru eftirtalin tvö atriði: 1) Tryggt skyldi í samvinnu við sveitarfélög og ríkisbanka, að það fólk, sem lýkur starfsævi sinni í þjónustu hins opinbera og á ekki betri rétt í lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna, hafi sama lágmarks- rétt. og lögin um eftirlaun til aldraðar félaga í stéttarfélögum og samkomulag aðila færði þeim, sem þeirra njóta. 2) Samdar skyldu tillögur , sem tryggðu öllum landsmönnum svip- aðan rétt og lögip um eftirlaun aldraðra ákveða félögum í stéttar- félögum, fram til þess að nýskipan lífeyriskerfis tekur gildi. í frv. því, sem nú hefur verið lagt fram, er gert ráð fyrir því, að framangreind tvö atriði verði leyst með þeim hætti, að í stað laga nr. 63/1971, með áorðnum breytingum, sbr. lög nr. 33/1976 og lög nr. 67/1977, komi nýr lagabálkur um eftirlaum aldraðra. Um þetta mál hefur verið fjallað af tveimur nefnd- um, 7-manna nefnd og 17-manna nefnd, er þáv. ríkisstjórn skipaði 1976. Helztu breytingar sem í frv. felast eru: •1. Fellt er niður skilyrði um aðild að stéttarfélagi. •2. Fellt er niður skilyrði um skylduaðild að lífeyrissjóði. •3. í stað gjaldskyldra launtekna, er gert ráð fyrir, að vinnsla réttinda geti miðast við atvinnutekjur skv. skattframtölum. Kostnaður af hinum nýju eftir- launum og uppbót á þau, er borinn af sérstökum sjóði, sem myndaður er þannig: Lífeyrissjóðir, sem eiga aðild að lífeyrissamkomulagi ASI, FFSÍ og vinnuveitenda greiði 5% af iðgjaldatekjum sínum í sjóðinn, sjálfstæðir atvinnurekendur greiði eftirlaunagjald sem nemi 0.5% af launaskattstofni, og ríkissjóður, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og Atvinnuleysistrygginasjóður greiði það sem á vantar. Nokkrar umræður urðu í þing- deildinni um málið. Frumvarpið mætti, á heildina litið, jákvæðum undirtektum, þó athugasemdir kæmu fram um einstök fram- kvæmdaatriði sem og fjármögnum útgjalda af frv., ef að lögum verður. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Njarðvíkingar Félag ungra sjálfstæöismanna Njarövík heldur félagsfund þriðjudag- inn 24.4. 1979 í sjálfstæöishúsinu kl. 20.30. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á landsfund. 2. Starfsemi félagsins. Önnur mál. Ungt fólk sérstaklega hvatt til aö mæta á fundinn. Stjórnin. Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í V-Hún veröur haldinn í Félagsheimilinu Hvammstanga, jaröhæö, miöviku- dagskvöld 25. apríl kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Athugiö breyttan fundardag. Stjórnin. Hafnarfjörður — Stefnir Fundur miövikudaginn 25. apríl kl. 20.30 í sjálfstæöishúsinu. 1. Kosning landsfundarfulltrúa. 2. Önnur mál. Stjórnin. Sjálfstæðiskvenna- félag Árnessýslu Almennur félagsfundur verður haldinn miövikudaginn 25. apríl aö Tryggvagötu 8, Selfossi kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á 23. landsfund Sjálfstæöisflokksins. 2. Önnur mál. Stjórnin. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Eyrarsveitar Aöalfundur Sjálfstæðisfélags Eyrarsveit- ar, veröur haldinn í safnaöarheimilinu f Grundarfirði fimmtudaginn 26. apríl kl. 8.30 síöd. Alþingismennirnlr Friöjón Þórðarson og Jósef H. Þorgeirsson mæta á fundinn. Kynnt veröa drög að ályktunum til landsfundar og fl. Stjórnin. Sjálfstæðisfélag Grindavíkur Fundur veröur flmmtudagskvöld kl. 21 í Festi. Dagskrá: Kosning fulltrúa á landsfund. Önnur mál. Félagar fjölmenniö. Stjórnin. Sjálfstæðisfélagið Huginn Árnessýslu Aðalfundur félagsins veröur í Aratungu, þriöjudaginn 24. apríl kl. 21. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á landsfund. önnur mál. Steinþór Gestsson og Eggert Haukdal mæta á fundinn. Stjórnin. Fulltrúaráð Sjálfstæðis félaganna í Reykjavík efnir til fundar í Sígtúni miövikudaginn 25. apríl 20.30. Fundarefni: 1. Kosníng fulltrúa 23. landsfundar Sjálf- stæöisflokksins 2. Ræöa. Fundarstjóri Davíð Oddsson. Fundarmenn framvísi skírteinum viö Inn- ganginn. ísfirðingar Aöalfundur Sjálfstæölsfélags isfiröinga veröur haldlnn í Sjálfstæöis- húsinu ísafiröi fimmtudagskvöldiö 26. apríl kl. 8.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Kosnir fulltrúar á landsfund. Matthías Bjarnason alþingismaöur mætlr á fundinn og segir frá stjórnarástandinu. Félagar fjölmennlö. Stjórnin. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.