Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 17 Ringulreiðin í launamálunum er afleiðing svikinna loforða Á myndinni eru talið frá vinstri: Hersir Oddsson, fyrsti varafor- seti BSRB. Guðmundur II. Garð- arsson, formaður Verzlunar- mannafólags Reykjavíkur, Gunn- ar Helgason. fráfarandi formað- ur Verkalýðsráðs. Bjarni Jakobs- son, formaður Iðju og Ólafur Þorbjörnsson í stjórn Iðju. Rætt við Sigurð Óskarsson, nýkjörinn formann Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins DAGANA 21. og 22. apríl hélt Verkalýðsráð Sjálfstæðis- flokksins aðalfund sinn, sem haldinn er á tveggja ára fresti. Sigurður Óskarsson, framkvæmdastjóri Verka- lýðsfélagsins Rangæings, var kjörinn formaður, en varaformenn Sverrir Garðarsson, formaður Félags íslenzkra hljómlistarmanna. og Guðmundur II. Garðars- son formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur en auk þess 34 menn í stjórn. Gunnar Helgason, sem verið hefur formaður Verkalýðsráðs frá upphafi gaf ekki kost á sér til endurkjörs. í viðtali við Morgun- blaðið í gær sagði Sigurður Óskarsson m.a.: — Aðalfundurinn var mjög vel sóttur, en þar voru um 80 manns, fulltrúar laun- þega víðs vegar að af landinu. Umræður ein- kenndust af þeirri ringlu- reið í launamálum, sem nú á sér stað, sém er afleiðing þeirra sviknu loforða, sem ríkisstjórnin og stuðnings- flokkar hennar eru að framkvæma. Að vísu með dyggum stuðningi ýmissa verkalýðssambanda, sem standa ekki við fyrirheitin um, að samningarnir séu haldnir. — Kjaramálin voru að sjálfsögðu aðalmál fundar- ins. Um þau var gerð ýtar- leg ályktun, þar sem lögð var áherzla á samningana í gildi og svik ríkisstjórnar- innar í því sambandi, m.a. varðandi lækkun skatta og innihaldsleysi þeirra félagslegu pakka, sem reynt er að veifa framan í launþega þessar vikurnar. Það kom afskaplega sterkt fram á fundinum, að stefna núverandi valdhafa virðist vera sú að láta aukinn launamismun viðgangast eða jafnvel stuðla að honum. — Atvinnumálin voru annað stærsta mál fundarins. I umræðúm og ályktun var lögð sérstök áherzla á þá óheillaþróun, sem nú á sér stað í atvinnu- lífinu og hlýtur að valda gífurlegu atvinnuleysi, t.d. í byggingariðnaðinum. Það kom einnig fram, að at- vinnuhorfur ungmenna og námsfólks hafa trúlega aldrei verið svo afleitar sem nú, eins og Þórir Gunnarsson, formaður Sveinafélags pípulagninga- manna, gerði grein fyrir í ágætu erindi um þessi mál. — Guðmundur H. Garðarsson hafði framsögu um lífeyris- og trygginga- mál og lagði m.a. áherzlu á það augljósa réttlætismál, að allir njóti sama réttar til elli- og örorkulífeyris á grundvelli ævitekna að loknu ævistarfi. — Pétur Sigurðsson fjallaði um hlutfalls- kosningar í launþegasam- tökunum, sem er gamalt baráttu- og réttlætismál lýðræðissinna innan verka- lýðshreyfingarinnar. — Loks voru sam- þykktar róttækar breytingar á uppbyggingu verkalýðsráðs í samræmi við breytta tíma. — Ég vil að síðustu færa Gunnari Helgasyni sér- stakar þakkir fyrir frábært starf, sem hann hefur unnið í þágu verkafólks og launþega á undangengnum árum. Morgunblaðið mun birta ályktanir Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins síðar. Pétur Sigurðsson, ritari Sjómannaféiags Reykjavíkur, í ræðustól og honum tii hægri handar er Kristján Ottósson, formaður Félags blikksmiða, sem var fundarstjóri ásamt Guðmundi Hallvarðssyni, formanni Sjómannafélags Reykjavíkur. Lengst til vinstri er Benedikt Kristjánsson, í stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sem var fundarritari ásamt Pétri Ilannessyni formanni Málfundafélagsins óðins. Fremst á myndinni er Ágúst Geirsson, formaður Félags íslenzkra sfmamanna, og fyrir aftan hann frá vinstri: Sigurður óskarsson, nýkjörinn formaður Verkalýðsráðs. Sverrir Garðarsson. formaður Félags íslenzkra hljómlistarmanna og Kristján Haraldsson, formaður Landssambands múrara. Frá vinstri: Jón H. Þorvaldsson, formaður Málfundafélagsins Baldurs í Kópavogi, Marfa Magnúsdóttir, Friðbjörg Arnþórsdóttir og Kristján Þ. Ólafsson, öll frá Málfundafélaginu Baldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.