Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1979 Skipulag framhaldsskóla í Reykjavík: Meirihlutinn hyggst selja ríkinu Laugalækjarskóla í K»r samþykkti fulltrúar meirihlutaflokkanna f franlslu- ráði Reykjavíkur að maúa með því, að rikinu yeði seldur eignar- hluti borgarinnar í öðru húsi Laugalaekjarskóla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn því, vildu að verzlunardeildir framhaldsskólastigsins störfuðu þar áfram ásamt 7.-9. bckk grunnskólans, svo sem verið hef- ur. Bentu á f sérstakri bókun, að í eldra skólahúsinu er hkasafnið og hússtjórnarkennsluaðstaða, en mikill skortur sé á sérútbúnu húsnæði fyrir hússtjórnar- kennslu í skólum borgarinnar. Með hinu húsinu mundi grunn- skólinn í Laugalæk missa nýinn- réttaða góða félagsaðstöðu, svo sem miðað er við að koma upp í öllum grunnskólum horgarinnar og væri því stórt skref aftur á bak. Ennfremur séu í því húsi stofur, sérinnréttaðar, fyrir eðlis- fræði, líffræði og smíði, sem grunnskólinn getur ekki verið án. í samþykkt meirihlutans er mælt með því að teknir verði upp samningar við fulltrúa ríkisins um sölu annars hússins á grundvelli hliðstæðs samnings þess sem gerð- ur var milli þessara aðila um Vogaskóla, að framhaldsdeildir starfi ekki við Laugalækjarskóla, en að fræðsluráð taki enga afstöðu til þess hvaða sérskóli ríkisins verði fluttur í það hús Laugalækj- arskóla, sem ríkið kynni að semja um kaup á. Hins vegar var fræðsluráð sammála um óbreytta notkun á Miðbæjarskólahúsinu fyrir Námsflokka Reykjavíkur og leigu að hluta til Leiklistarskóla ríkisins. Þeir sérskólar, sem mennta- málaráðuneytið hefur nefnt í þessu sambandi, eru Fósturskóli Islands og myndlista- og handíða- skólinn. Fulltrúar' Sjálfstæðis- flokksins í fræðsluráði fluttu af því tilefni svohljóðandi tillögu, sem var felld með 4 atkvæðum gegn 3: „Vegna óska sem fram hafa komið af hálfu fulltrúa mennta- málaráðuneytisins um að borgin láti af hendi skólahúsnæði undir nokkra sérskóla ríkisins tekur fræðsluráð fram eftirfarandi: „Fræðsluráð telur mjög vara- samt að láta af hendi fyrir fullt og allt skólahúsnæði borgarinnar, þótt vissulega hafi orðið fækkun í einstökum borgarhverfum, og bú- ferlaflutningar átt sér stað milli þeirra. Ekki er ósennilegt að hér sé um tímabundið ástand að ræða. Hinsvegar er viðurkennt, að vegna stórkostlegrar vanrækslu ríkisins búa nokkrir sérskólanna við alls ófullnægjandi aðstöðu. Til þess að koma til móts við þessar þarfir hefur Reykjavikur- borg leigt ríkinu Miðbæjarskólann fyrst til menntaskólahalds og nú að hluta vegna Leiklistarskóla íslands. Þar sem húsnæðisvandi hans er enn óleystur fellst fræðsluráð á áframhaldandi leigu til hans í Miðbæjarskólanum, enda skerði það ekki hagsmuni Námsflokka Reykjavíkur. Þá höfum við lagt til að Fóstur- skólanum verði leigður Vörðuskóli, en húsnæðismál Fósturskólans hafa verið í mesta ólestri og ríkisvaldinu til hneysu. Fræðsluráði Reykjavíkur er ljóst að Myndlista- og handíðskóli Islands býr við svo óhentugan og þröngan húsakost að skilyrði hans til starfa og eðlilegrar þróunar eru slæm. Er ljóst að ríkisvaldið ætlar sér enn að láta málefni skólans reka á reiðanum. Er rétt að vekja athygli á að menntamálaráðuneyt- ið hefur á hendi húsnæði í svo- nefndu Víðishúsi, sem kynni að henta þessum skóla. Menntamála- ráðuneytið hefur mjög reynt að losa sig við það húsnæði að undan- förnu. Skýtur það skökku við miðað við þann þrýsting sem ráðuneytið hefur beytt Reykjavík- urborg til að komast yfir skólahús- næði borgarinnar." Húsnæði fyrir Fósturskólann I samræmi við þetta lögðu sjálf- stæðismenn fram eftirfarandi breytingatillögu sem var felld: „Samstarf við Iðnskólann í Reykjavík verði með svipuðum hætti og verið hefur, þó verði sú breyting á að þessi starfsemi flyttist úr Vörðuskóla í Austur- bæjarskóla. Athugaðir verði möguleikar á að þessi kennsla takmarkist ekki eingöngu við fornám. Fósturskóla íslands verði leigð- ur Vörðuskóli þar til séð verður hvort að Fjölbrautaskóli Austur- bæjar verði stofnaður." En samþykkt var samhljóða í fræðsluráði að framlengd verði óbreytt heimild til rekstrar sjó- vinnudeildar við Hagaskóla. Einnig var samþykkt samhljóða að Ármúlaskólinn hætti að starfa á grunnskólastigi en verði skipu- lagður sem fjölbrautaskóli á fram- haldsskólastigi með tilteknar námsbrautir, fyrst um sinn í tengslum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, að stefnt verði að stofnun Fjölbrautaskóla Austur- bæjar með aðild þeirra framhalds- skóla sem sameinast gætu í þeirri stofnun. Að Kvennaskólinn hætti að taka inn grunnskólanemendur en taki í þess stað inn a.m.k. tvær bekkjardeildir á uppeldisbraut og færist á næstu árum í það horf að vera að öllu leyti framhaldsskóli með uppeldisbrautir. Ágreiningur varð um tilhögun og samþykktu fulltrúar meirihlutans að Kvenna- skólinn starfaði fyrst um sinn í tengsJum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti að því er varðar skipu- lagningu framhaldsnámsins, en felldu orðalag sjálfstæðismanna um að skólinn starfaði svo sem verið hefur undir sjálfstæðri stjórn og útskrift nemenda hans yrði fyrst um sinn í tengslum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, þar til tryggð hefur verið sjálfstæð útskrift nemenda hans. Þá samþykkti fræðsluráð að leggja til við borgarráð að næsta skólaár verði Austurbæjarskólinn ekki tekinn til annarra nota en skólahalds, en felld var breyt- ingartillaga sjálfstæðismanna um að fella niður orðin „næsta skóla- ár“. Fulltrúar meirihlutaflokkanna í fræðsluráði létu bóka: „Vegna fullyrðinga fræðsluráðsmanna Sjálfstæðisflokksins um að með tillögum um skipulag framhalds- skóla í Reykjavík sé gengið á hlut borgarinnar tökum við fræðslu- ráðsmenn meirihlutans fram að hér er um ranga og órökstudda fullyrðingu að ræða. Tillögur okkar um skipulag framhaldsskól- ans næsta vetur miðast fyrst og fremst við það, að sem hagan- legast verði staðið að þessum málum og skólahúsnæði og kennslukraftar nýtist sem best til hagsbóta fyrir þá sem kennslunn- ar eiga að njóta." * ÉféliSfeiÉÉ! Þessi mynd var tekin á Norðfirði fyrir nokkrum dögum, er þyrla Land- helgisgæslunnar lenti þar, og vakti mikinn áhuga ungra Norðfirðinga. Þyrlan, TF — GRÓ, var að koma frá Mjóafirði, en þangað hafði hún farið til að sækja Vilhjálm Hjálmarsson alþingis- mann, en hann var á leið til Reykjavíkur til að taka þátt í þingstörfum eftir páskaleyfi þingmanna. Ljósm: Ingólfur Kristmundsson. Hjörvarður Harvard Árnason sjötugur Hjörvarður Harvard Árnason, nú til heimilis rétt hjá þeim fræga fegurðarbletti, Central Park, að 4 East 89th Street í New York, er sjötugur í dag, fæddur í Winnipeg, Manitoba 24. apríl 1909. Sveinbjörn Árnason hét faðir Hjörvarðar, og var hann fæddur 1867 á Oddsstöðum í Lundar- reykjadal í Borgarfirði. Árni Sveinbjörnsson, bóndi þar, var faðir hans og Ólöf Jónsdóttir úr sömu sveit móðirin. María Bjarna- dóttir, móðir Hjörvarðar, var fædd 24. apríl 1870 að Langholti við Hvítá í Borgarfirði, en hún átti ættartengsl líka við Efstadal í Laugardalshrepp í Árnessýslu. Er farið var til Vesturheims, áttu þau hjónin heima í Winnipeg þangað til 1927, er þau fluttu til Chicago, og þar vann Sveinbjörn hjá Hirti Þórðarsyni uppfinninga- manni og eigenda Thordarson Electric Company. Sveinbjörn var ekki bara laghentur við smíðar — hann hafði næma þekkingu á skáldskap og orti mörg falleg ljóð. Sveinbjörn dó í Chicago 1931; ekkjan fluttist þá aftur til Winni- peg, og þar dó hún 1956. Hjónin áttu tvær dætur og fjóra syni. Olga Maren Campbell, fædd 1896, dó 1967 og Árni Allan Bjarki, byggingarmeistari, fæddur 1898, dó 1973, í Detroit, Michigan. Ingólfur Gilbert, fæddur 1901, á enn heima í Winnipeg, þar sem hann var skólastjóri við junior high school í mörg ár; Angantýr líka kennari í fjöida mörg ár í Kanada og Bandaríkjunum, er næstur í systkinaröðinni, og svo kemur Ólöf Rannveig, fædd 1904 ekkja Theodórs Blöndal frá Winni- peg, sem á heima nálægt Detroit. Hjörvarður er yngstur. Það má með sönnu segja að Sveinbjörn Árnason hafi verið forn í sér, ekki síst með nafna- giftirnar. Árni fékk líka að heita Bjarki; Angantýr var bara hreint og beint Angantýr, en var strax kallaður Týri; úr því varð énska nafnið Terry til, og þannig er T. A. Árnason skráður í North Vancouver, British Columbia, þar sem hann og kona hans eiga heima — Elsa, systir séra Phillips Péturssonar í Winnipeg. Hjörvarður Harvard heitir sá sjötugi, svo að ekki hefur verið nauðsynlegt að smíða enskt nafn handa honum. Kona Hjörvarðar, Elizabeth Yard, dó fyrir fáeinum árum; börnin eru Jón Yard, lög- fræðingur í New York, og Eleanor, sem er við ritstörf í Minneapolis. Hjörvarður Árnason er þekktur í Vesturheimi og víða sem list- verkasafnvörður, háskólakennari, fyrirlesari og rithöfundur. Á Is- landi var aðalstarf hans sem nokkurs konar „landkynnir" Bandaríkjanna. Áherzlan var þó nærri eingöngu á listræn efni. Hann kynntist listamönnum, og sérstaklega íslenskri málaralist, og átti náin sambönd við kennara á Háskólanum og öðrum mennta- stofnunum. Hann flutti fyrirlestra við Háskólann. Hann kom fram í útvarpinu og var líka með sérþætti þar á ensku sem amerísk yfirvöld stóðu fyrir, í gegnum samning við Utvarpsráðsménn, áður en nokkurt „Keflavíkur-útvarp“ varð til. Þegar Hjörvarður var „glaður á góðri stund“ innan um vinahóp, þá gat hann tekið upp á því að kyrja upp rímnastemmu, sem hann hafði líklegast heyrt föður sinn fara með eða Cockney-söng, enskan, sem Angantýr bróðir hans kunni jafn vel og betur. Snerist textinn alger- lega um forlög fátækra, og hvernig ríka fólkið hafði það gott, með siaglínuna marg endurtekna, „aent it all a bloody shame" — að stafa það svona svo að framburðurinn náist. Sumir kunningjar stríddu Hjörvarði á því hvað hann væri næmur á allt listrænt og hvernig hann gæti farið reiprennandi með frásagnir um ýmist hversdagslegt og sýnt þá um leið hve mikið listrænt væri í það spunnið. Einu sinni á stríðsárunum sátu nokkrir karlmenn saman hjá Agnari Klemens eftir hann var kominn heim til sín í Tjarnargötuna. Þá manar einhver þeirra hann Hjörvarð til þess að gera „lista- mannaskýringu" á útskurði stól- baksins fyrir framan sig. Það gerði hann á nærri undraverðan og áhrifaríkan hátt; hann túlkaði meiningu listasmiðsins í nærri hverri línu og boga, skýrði frá stefnum í kúnstinni öld fram af öld og gerði merkilegt fyrirlestrar- efni úr hversdags stofustól. Það furðaði þá enginn sig á því að Hjörvarður gæti kennt listasögu — og það gerði hann í mörg ár áður en hann kom til íslands og í áratugi þar eftir. Hann var vinsæll sem kennari og deildarstjóri við Háskóla Minnesotaríkis í fleiri ár skömmu eftir stríð, en það dugði honum ekki. Hann var samtímis safnvörð- ur Walker Art Gallery, sem timburkóngarnir, Walker-fjöl- skyldan, settu á stofn og þar var hann leiðtogi í stefnu þeirri sem hann hefur aðhyllst, „modern art“ — nútíma málverk, helst. Saga nútímalistar — The History of Modern Art — er best þekkt og lang útbreyddust meðal bóka Hjörvarðar — stórt brot, 740 síður, 1,549 myndir, prentuð í Japan — aðalkennslubókin í þeirri grein og notuð við fleiri en 300 menntastofnanir í Banda- ríkjunum. Á bókarkápunni er stutt æviágrip höfundar á þessa leið: „H. H. Arnason, hinn víðkunni listasögufræðingur, kennari og listasafnsvörður, er eins og stend- ur meðlimur í stjórnarráði Solo- mon R. Guggenheim Foundation, sem rekur Guggenheim-safnhúsið í New York; og í stjórnarnefndum þessara stofnana í viðbót — The Hishhorn Museum and Sculpture Garden, Washington, D.C.; T. B. Walker Foundation, Minneapolis; og Adolph Gottlieb Foundation, New York. Hann er líka meðlimur í stjórnarnefnd International Foundation for Art Research — alheimsstofnun í rannsókn lista. Hann hefur líka verið prófessor og yfirmaður listfræðideildar Minne- ota Háskólans (1947—61) og safn- vörður Walker listaverkasafnsins þar (1951—61), ásamt því að hafa verið kennari við Norhwestern University, Evanston, Illinois; Chicago Háskólans og Háskólans í Hawaii. Aðalnámsferill hans var á Northwestern og Princeton háskólunum; hann var starfs- maður upplýsingaþjónustu Banda- ríkjanna, Office of War Information, í síðari heims- stríðinu, og rétt eftir stríð tók hann þátt sem fulltrúi Bandaríkj- anna í undirbúningsnefnd UNESCO. Aðalritverk hans eru: Modern Sculpture: The Joseph H. Hirsh- horn Collection; Conrad Marca-Relli; Alexander Calder; Jacques Lipchitz: Fifty Years of Sketches in Brohze; The Sculptures of Houdon; og Robert Motherwell. Hann semur oft greinar í alheims-tímarit um lista- verk auk vísindalegra smárita í tugatali í þeirri grein. Frakkland hefur heiðrað hann með Ordre des Arts des Lettres, og Noregur gerði hann að Riddara Sáknti Olafs orðunnar." Valdimar Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.