Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 29 Rögnvaldur Ámunda son — Minningarorð Fæddur 3. september 1906 Dáinn 15. aprfl 1979 Nágrannakveðja I nítján ár vorum við nágrannar, ég norðan við Kaldbakið að Efrimýrum, en hann í skjólinu suðverstanvert, með Efribyggðar- vötnin sem fegurðargjafa. Vorið sem Rögnvaldur flutti að Vatnahverfi, þ.e. 1951, hitti ég að máli á opinberum fundi Steinbjörn Jónsson bónda á Syðri-Völlum við Hvammstanga, þann er sumarið 1922 hafði plægt fyrir mig fyrstu þúfurnar, sem ég lét bylta í Efri- mýratúni. Hann þá Borgfirðingur, sem farandplægingarmaður hjá okkur Húnvetningum. Var þá hljóðbært að granni hans, Rögn- valdur Amundason, myndi flytja að Vatnahverfi í sveitina mína. Mér var því forvitni að fregna hjá Steinbirni um kynni hans af verð- andi nágranna mínum. Var svar hans stutt og laggott: Get vart hugsað mér betri nágranna. Eftir nítján ára reynslu mína þar um, hefur mér sannast að umsögn Steinbjarnar hefir ekki látið að sér hæða, slík er reynsla mín. Trúlega hefur þessi hnýsni mín ekki verið eingöngu bundin við nágrennisþáttinn, heldur líka vegna trúnaðarstarfa minna í sveitinni. En sá þáttur gat tekið til gjaldþols, félagsmálahæfni o.s.frv. Reyndin varð sú, að ekki þurfti það um að kvarta. Að vísu varð hann ekki neinn sérstakur nefnda- maður. En hann gjörði skyldu sína á þeim vettvangi sem honum var hugstæðastur og hneigðin helst til: Hann framfleytti sínum fénaði af áhuga og hæfni og var meðal annars frábær gangnamaður og þjálfaði sér til hjálpar úrvals- hunda og hesta til þeirra starfa, sem mörgum hirðingjum nútím- ans sést yfir. Svo til vandræða horfir. Hann var hugsunarsamur og árvakur heimilisfaðir. Gjörði á jörð sinni miklar um- bætur í byggingum, bæði íbúðar- húsnæðis og fénaðarhúsa, mikla útfærslu ræktunar og girðingar. Kvæntur var Rögnvaldur Sigrúnu Jónsdóttur, sem er Skagfirskrar ættar. Lifir hún mann sinn. Varð þeim tveggja barna auðið: Ámunda, sem dáinn er, kvæntur Evu Jónsdóttur úr Reykjavík. Eignuðust þau þrjú börn. Sigurbjargar, gift Rúnari Ársælssyni stýrimanni, Reykjavík, eiga þau tvær dætur. Áður en Sigurbjörg giftist eignaðist hún son, sem látinn var heita nafni afa síns. Ólu þau Vatnahverfishjón hann upp til fullorðinsára. Sigrún Jónsdóttir var tvígift, áður Kristjáni Guðbrandssyni er alinn var upp í Vatnahverfi hjá þremur systkinum er bjuggu þar:Þorsteini, Guðbjörgu og Ingibjörgu, börnum Eggerts Eggertssonar herppstjóra Engihlíðinga um árabil, alllöngu fyrir mitt minni. I fyrra hjóna- bandi eignaðist Sigrún fimm börn, fjóra sonu og eina dóttur. Slitu þau hjón samvistum og hjóna- bandi meðan börnin vóru enn ung. Fyrir fátæktar sakir dreifðust börnin nokkuð til uppeldis. Einn sonurinn, Jón Trausti, ólst að mestu upp hjá okkur Efrimýra- hjónum, annar Þorsteinn hjá Vatnahverfissystrum, dóttur sína Ástu kom Sigrún með sér til Rögnvalds og ólst hún upp hjá þeim. Trúlegt er, að þessi kynni og einskonar vensl Sigrúnar við Vatnahverfisheimilið hafi verið allríkur hvati þess að hún og seinni maður hennar, Rögnvaldur, bregða á það ráð að flytjast að Vatnahverfi, og fá jörðina á góð- um kjörum. Þá var Ingibjörg ein á lífi Vatnahverfissystkina, þá há- öldruð og þurfandi aðstoðar og alls ófær til hússumsvifa. Fósturson- urinn Þorsteinn unglingur og ann- ar fóstursonur, Guðlaugur Guðlaugsson, að vísu fullorðnari, en ekki tilkippilegur til búsvifa. Var það því eitt í kaupsamningn- um og afsali fyrir jörðinni að kaupendur tóku að sér umsjá og umönnun gömlu konunnar, meðan hennar þyrfti við. Að hinu leyti smáupphæðir til fóstursona, Þorsteins og Guðlaugs, sem eins konar ógreidd vinnulaun. Skilvís voru þau Vatnahverfishjón um greiðslu jarðarverðsins, og eins þess óbeina, hlýleg og nærgætin um önnun gömlu konunnar meðan hennar þurfti við, sem að vísu var ekki langur tími. Rögnvaldur var fæddur að Upp- sölum í Miðfirði. Foreldrar hans, Ámundi Jónsson og kona hans Ásta Sigfúsdóttir frá Uppsölum, Miðfirði, sem áður hét Rófa. Er margt merkisfólk komið að stofni þeim er kom frá þessu kotbýli, þ.á m. þjóðkunnir kaupsýslumenn. Rögnvaldur hafði allríka hneigð til kaupskapar og viðskipta. Stóð Jóhanna Fossberg —Minningarorð í dag fer fram jarðarför Jóhönnu Fossberg, Miklubraut 46 hér í borg, en hún andaðist í Landakotsspítala aðfararnótt föstudagsins 13. þ.m. Jóhanna var fædd í Flatey í Breiðafirði h. 6. september 1889 og voru foreldrar hennar þau hjónin Bjarni Thorarensen skipstjóri og kona hans Guðríður Jónatansdótt- ir. Eignuðust þau hjónin 4 börn, þau Jóhönnu og Guðrúnu er voru tvíburasystur, Ragnar bakara- meistara og Aðalheiði, er var yngst þeirra systkina og er nú ein eftir á lífi. Jóhanna missti móður sína er hún var 10 ára að aldri og ólst hún upp frá því til 18 ára aldurs á hinu þekkta myndarheimili Boga Sig- urðssonar, kaupmanns í Búðardal. Eftir það fluttist hún til Kaup- mannahafnar og vann þar við ýmis störf. Árið 1918 giftist hún Gunnlaugi J. Fossberg vélstjóra, er um ára- skeið starfaði sem vélstjóri á skipum Eimskipafélagsins og ríkissjóðs eða þar til hann hætti sjómennsku árið 1924. Þeim hjón- um varð þriggja dætra auðið: Rögnu, er giftist Englendingi að nafni Geoffrey Craven, Helgu ógifta og Jóhönnu, sem gift var Magnúsi Thorlacíus hrl. Auk þess ól hún upp kjördóttur, Rögnu Fossberg, sem gift er Helga Svein- björnssyni ljósmyndara, og fóstur- son að nafni Cyril Hoblyn, sem nú er bankaféhirðir á Isafirði og er kvæntur Margréti Jónsdóttur. Fundum okkar Jóhönnu bar fyrst saman vorið 1930 á heimili þeirra hjóna að Laugavegi 27. Ég var í atvinnuleit, nýútskrifaður úr Verzlunarskóla íslands og þurfti að hafa tal af manni hennar, er ég vissi að vantaði skrifstofumann til starfa við vélaverzlun hans, er hann hafði stofnað þrem árum áður í húsinu við Hafnarstræti 18. Tók ég til starfa við fyrirtækið h. 1. júní sama ár. Mann sinn missti Jóhanna árið 1949 en hann hafði þá verið heilsu- veill um nokkurt skeið. Og árið 1951 varð hún fyrir því áfalli, að elzta dóttir hennar, Ragna Craven, fórst ásamt eiginmanni sínum og dóttur í fellibyl á Jamaica. En þangað höfðu þau hjónin flutzt frá Bretlandi 3 árum áður. Var það mikið áfall fyrir Jóhönnu og dætur hennar. alloft í fyrirferðarmiklum fénað- arkaupum, sérstaklega sauðfjár. Var sá er þessar línur ritar stund- um félagi hans um slíka hluti. Enda hneigðin hjá báðum bundin ekki svo lítið við sauðkindur. Undir lokin þar í Vatnahverfi var hann orðinn með fjárflestum í sveitinni okkar, með tilheyrandi skyldum og réttindum. Hann var ekki neitt að hlífa sér við framlög- um til presónulegra fjallskila og það var ánægjulegt að smala með honum og hundunum hans og sjá hvað hann kunni þar um vel til verka. Rögnvaldur fluttist konungur með foreldrum sínum frá Uppsöl- um að Dalkoti á Vatnsnesi þar hann dvaldi uns þau Sigrún setja saman bú á Þóreyjarnúpi í Kirkju- hvammshreppi, þau bjuggu þar í þrjú ár en flytjast síðan til Hvammstanga. Hann stundaði daglaunavinnu, sjómennsku og smábúskap þar vestra. Þar til hann hálffimmtugur fluttist að Vatnahverfi. Vorið 1970 hætti hann búskap í Vatnahverfi og fluttist að Katrínarkoti í Garðabæ, keypti það býli en seldi Vatnahverfi. Hefir hann rekið töluverðan búskap þessi níu ár þó með all- miklu öðru sniði en fyrir norðan. Ég þakka vini mínum prýðileg kynni og votta konu hans og venslafólki samúð mína. Ætli maður reikni ekki með því að á næsta tilverustigi verði verkaskipting og þar verði nógu að smala Guðs um geim og svo geti vel farið að við verðum þá saman í vinnuflokki. Bjarni ó. Frímannsson frá Efrimýrum. Rögnvaldur Ámundason var fæddur þ. 3. september 1906 að Uppsölum, Miðfirði, í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Ásta Sigfús- dóttir og Ámundi Jónsson og var Rögnvaldur elstur þrettán syst- kina. Áður eru látin Arelíus og Sigurbjörg en á lífi eru: Sigríður, gift Garðari Hansen á Sauðár- króki, Ólafur, starfsmaður á Keflavíkurflugvelli, kvæntur Guðrúnu Benediktsdóttur, Emil, starfsmaður hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi, kvæntur Þórönnu Sigurðardóttur, Sigurður, bóndi á Þverholti í Mýrasýslu, kvæntur Sjöfn Halldórsdóttur, Jón, bóndi að Bjarghúsum, Vestur-Húna- vatnssýslu, kvæntur Jóhönnu Björnsdóttur, Hulda, gift Sigur- jóni Gíslasyni, Reykjavík, Auð- björg, gift Sigfúsi Þorsteinssyni, Egilsstöðum, Vigdís, gift Eftir að Gunnlaugur lézt varð Jóhanna stjórnarformaður fyrir- tækisins, sem þá skömmu áður hafði verið breytt í hlutafélag, og gegndi hún því starfi til dauða- dags. Gegnum þetta starf skapað- ist okkar á milli vinátta og gagn- kvæmt trúnaðartraust, sem aldrei bar skugga á. Stend ég í mikilli þakkarskuld við hana fyrir það einstaka traust, sem hún ávallt auðsýndi mér á löngum starfsferli hjá fyrirtækinu. Hefur það orðið mér ómetanlegur styrkur í starfi mínu í þágu þess. Jóhanna var bráðgreind kona, höfðinglegí allri framkomu, hreinskilHTBg lét hiklaust skoðan- ir sínar í ljós, ef því var að skipta. Guðmundi Eysteinssyni, Reykja- vík, Böðvar, starfsmaður hjá Flug- málastjórn, kvæntur Kristínu Þor- valdsdóttur, og Margrét, sem var gift Bjarna Tryggvasyni á Hvammstanga, en hann er nú látinn. Eins og áður er getið var Rögn- valdur fæddur að Uppsölum í Miðfirði og fluttist þaðan með foreldrum sínum tveggja ára gam- all að Dalkoti í Kirkjuhvamms- hreppi, Vestur-Húnavatnssýslu, og ólst þar upp, en þar bjuggu for- eldrar hans mestan sinn búskap. Árið 1934 stofnaði hann sitt eigið heimili með Sigrúnu Jóns- dóttur, eftirlifandi konu sinni, sem er ættuð úr Skagafirði, og bjuggu þau fyrsta árið í sambýli við foreldra Rögnvalds, en fluttust að einu ári liðnu að Þóreyjarnúpi í sama sveitarfélagi og bjuggu þar í þrjú ár eða þar til þau fluttust til Hvammstanga þar sem þau dvöldu til ársins 1951 er þau fluttust að Vatnahverfi í Engihlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu. í Vatna- hverfi bjuggu þau Rögnvaldur og Sigrún góðu búi samfleytt í 19 ár, bættu jörðina og endurbyggðu flest hús. Árið 1970 urðu þau af heilsufarsástæðum að bregða búi og flytjast suður og dvöldu seinustu árin að Katrínarkoti í Garðahreppi, því ekki mun Rögn- valdur hafa getað hugsað sér að flytjast alfarið í þéttbýlið og af þeim sökum aflað sér umráðarétt- ar yfir býli í nágrenni þess og getað þannig verið í grennd barna sinna og annarra ættmenna, sem áttu hér syðra flest heima. Þeim Sigrúnu og Rögnvaldi varð tveggja barna auðið og eru þau: Ámundi, fæddur 1935, lést fyrir tveimur árum, og Sigurbjörg, fædd 1940. Einnig ólust hjá þeim tvö börn Sigrúnar af fyrra hjóna- bandi, Armann, fæddur 1927, og Ásta, fædd 1929. Þá ólst upp að Enda naut hún trausts og virðing- ar allra, sem henni kynntust. Hún var ein af fyrstu stofnendum kvenfélagsins Keðjunnar og árum saman formaður þess félags. Hún átti við nokkra vanheilsu að stríða hin seinni ár og fluttist þá ásamt Helgu dóttur sinni í íbúð í húsi tengdasonar síns Magnúsar og Jóhönnu (Hönnu) dóttur sinnar. Fyrir rúmlega hálfu ári tók heilsu Jóhönnu alvarlega að hnigna. En hún naut allt til hinztu stundar sérstakrar og kærleiksríkrar umönnunar Hönnu dóttur sinnar og barna hennar. Lét hún ekki móður sína frá sér fara, fyrr en engra annarra kosta var völ. Jóhanna andaðist rúmlega einum sólarhring eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús. Ekki get ég lokið svo þessum orðum mínum, að ég vilji láta hjá líða að minnast á Hönnu, vegna hinna þungu byrða, sem hvílt hafa mestu hjá þeim ióttursonur þeirra, Rögnvaldur Ómar Gunnarsson, eða þar til þau flutt- ust suður. Eins og gefur að skilja, þar sem Rögnvaldur var elstur þrettán systkina, var hann stoð og stytta foreldra sinna allt þar til hann stofnaði sitt eigið heimili tæplega þrítugur að aldri. Starfsvett- vangur hans var við bústörf, þótt um tíma á Hvammstanga fengist hann einnig með góðum árangri við vélbátaútgerð jafnhliða búrekstri. Formlegrar skólagöngu naut Rögnvaldur ekki fram yfir það, er barnaskólar þess tíma létu í té, en meðfædd athyglisgáfa og eðlis- greind gerðu honum kleift að nýta vel þann lærdóm, er skóli lífsins veitir hverjum þeim, sem er mót- tækilegur og vill nema og mennt- ast. Hann var vel lesinn og fylgdist af áhuga með þjóð- og félagsmál- um og öðru því er samfélagið varðaði enda einarður félagsmála- maður, er setti fram sínar skoðan- ir þegar honum þótti ástæða til. Gestrisinn var hann með afbrigð- um og hafði alltaf tíma til þess að veita þeim er að garð bar og munu án efa margir minnast skemmti- legra og hlýlegra stunda hjá þeim Rögnvaldi og Sigrúnu bæði norðan og sunnan fjalla. Hann var mikill starfs- og ræktunarmaður, sem unni sér ekki hvíldar meðan þrek entist og jafnvel hin síðari ár er heilsan fór að bila kvikaði hann ekki frá því að framkvæma þau verk, er að hans dómi varð að leysa af hendi. Rögnvaldur var fæddur, uppal- inn og ól mestan sinn aldur í hinum víðáttumiklu og gróðursælu sveitum Húnavatnssýslu og er aldurinn færðist yfir og starfgetan minnkaði gat hann ekki hugsað sér að flytjast í þéttbýli, án grass og gróðurs, því kaus hann að búa seinustu æviárin hér syðra við aðstæður og umhverfi, er var hvað líkast er hann var alinn upp við. Eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm sigraði maðurinn með ljáinn að lokum, starfstíminn er á enda runninn. Það er vor í lofti og náttúran skrýðist brátt sínu fegursta vor- skrúði, en bóndinn, sem öll sín ár gekk um grænar grundir og gætti hjarðar sinnar, er horfinn yfir móðuna miklu. Er ég að leiðarlokum þakka Rögnvaldi fyrir margar ánægjulegar samverustundir og viðræður um menn og málefni á umliðnum árum, flyt ég eftirlif- andi eiginkonu hans, börnum, systkinum og ættingjum mínar alúðarfyllstu samúðarkveðjur. Hákon Torfason. á herðum hennar í sambandi við veikindi aldraðrar móður og eigin- manns. Það eru ekki nema rúm- lega 3 mánuðir síðan eiginmaður hennar var borinn til hinztu hvílu eftir harða og langvarandi baráttu við alvarlegan sjúkdóm. Allan þann tíma, naut hann ástríkrar umhyggju eiginkonu sinnar, sem með óbilandi kjarki stóð við hlið hans til hinztu stundar, og sýndi þar með einstakt sálarþrek, sem ekki er öllum gefið. Mun hún fyrir það hljóta þakklæti og virðingu allra aðstandenda og þeirra sem til þekktu. Um leið og ég kveð Jóhönnu með söknuði, þakka ég henni fyrir langa samfylgd á lífsleiðinni og bið henni Guðs blessunar á þeirri leið, sem hún hefir nú lagt út á. Jafnframt sendi ég, ástvinum hennar mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Bjarni R. Jónsson. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.