Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 1979 31 Guðmundur Kristjáns- son — Minningarorð Fæddur 1. júní 1916. Dáinn 8. aprfl 1979. Ofar öllum ukuggaakýjum skín á himni ljósiö bjarta. Ástargeislar œðri heima, ylji hverju hryggu hjarta. Okkur bregður ávallt ónotalega við, þegar vinir eða samstarfs- menn hverfa skyndilega af sjónar- sviðinu, ekki síst þegar um hefur verið að ræða vináttu og langa samfylgd á lífsins vegi. Það er eins og okkur detti ekki í hug, að samfylgdinni geti lokið svo skyndi- lega. Þó eiga allir vísa heimsókn dauðans, þessa volduga gests, sem ýmist aðskilur ástvini í blóma lífs eða leggur líknandi hönd á þá, sem þjást og ekki geta lengur notið þess að lifa. En alla flytur hann að lokum þangað, sem ástvinir bíða þeirra í öðrum og betri stöðum alheimsins. Og nú hefur vinur minn og starfsfélagi kvatt okkur að sinni. Við Guðmundur Kristjánsson hitt- umst fyrst í byrjun árs 1941, er við unnum við klakatekju á Rauða- vatni austan Reykjavíkur. Tókst brátt með okkur góður kunnings- skapur. Báðir höfðum við hug á að bjarga okkur upp úr fátækt og atvinnuleysi sem verið hafði hlut- skipti okkar, eins og svo margra annarra á þessum árum. Og helst höfðum við i huga að komast yfir eða stofna lítið fyrirtæki, ef unnt væri. Haustið eftir, 1941, réðumst við í að kaupa saman Gúmmívinnu- stofu Reykjavíkur, en það fyrir- tæki hafði starfað að hjólbarða- viðgerðum í undanfarin 25 ár, eða frá því skömmu eftir að fyrstu bifreiðarnar voru fluttar til lands- ins. Byrjuðum við í lítilli skúr- byggingu á Laugavegi 77 og unn- um þar tveir til að byrja með. Var lítið að gera og afkoman erfið þennan fyrsta vetur, en er voraði varð nóg að starfa. Eftir fjögurra ára veru á þessum stað, keyptum við hús á Grettisgötu 18, árið 1945. Var þar rúmt um okkur og vinnu- skilyrði góð. Þarna vorum við í samtals 15 ár. En þá byggðum við nýtt verk- stæðishúsnæði í Skipholti 35, ásamt Halldóri Björnssyni, sem nú gerðist meðeigandi okkar, og flutt- umst þangað árið 1960. Arið 1969 eignuðumst við sam- eiginlega fyrirtækið Barðann, sem hafði um langt árabil rekið hjól- barðasólun og verið vel þekkt á því sviði. Sá Halldór síðan um rekstur þess í leiguhúsnæði að Ármúla.7. Eg ætla ekki að hafa fleiri orð um þennan sameiginlega atvinnu- rekstur okkar, þótt sitthvað mætti nefna, en segja má, að okkur hafi orðið að þeirri upprunalegu ósk okkar, að komast úr fátækt og verða efnalega sjálfstæðir, þótt kostað hafi mikið erfiði, einkum framan af. Segja má með sönnu, að sam- starf okkar Guðmundar, og síðar Halldórs, hafi gengið vel. Guðmundur var ávallt hinn ötuli og áreiðanlegi maður, sem allir viðskiptamenn fyrirtækisins báru virðingu fyrir og hið fyllsta traust til, en það er hið nauðsynlegasta skilyrði til viðgangs hverju fyrir- tæki, að forsvarsmenn þess séu slíkum kostum búnir. Þetta samstarf okkar Guðmund- ar hefur nú staðið í 37 ár. En sá árafjöldi er ekki lítill hluti af æviskeiði hvers manns, jafnvel þótt um langa ævi sé að ræða. Ávallt var reynt að leysa öll vandamál, sem upp komu innan fyrirtækisins, með alúð og sönnum félagsanda og samstarfsvilja og átti Guðmundur ávallt sinn ómetanlega þátt í því, hve stjórn- un öll og ýmsar framkvæmdir urðu árekstralitlar og að sam- komulag var að jafnaði mjög gott um alla hluti er máli skiptu. Guðmundur er ættaður frá Kjörseyri í Hrútafirði. Foreldrar hans voru þau hjónin Kristján Jónsson, bóndi, (f. 1865, d. 1922), og Margrét Sigvaldadóttir, en eftir lát manns síns árið 1922, hélt hún áfram búskap á Kjörseyri til ársins 1935, er Jón sonur hennar tók þar við búi. En þá fluttist hún til Reykjavíkur og bjó þar með börnum sínum Guðmundi og Lilju. (Margrét lést árið 1954, þá 75 ára að aldri). Við hjónin, Aðalheiður Tómas- dóttir og ég, kynntumst vel Margréti, móður Guðmundar, á meðan hennar naut við. Hún átti þá heima, ásamt börnum sínum, sem áður voru nefnd, í íbúð á Egilsgötu, en við hjónin á Mána- götunni. Sutt var því milli heimila okkar. Margar voru ferðirnar, sem þær konurnar fóru til að heim- sækja hvor aðra, og varð af þessu hin besta vinátta þeirra á milli, enda Margrét viðmótsþýð og létt í lund, þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður á þeim árum. Árið 1954 (22. maí) giftist Guðmundur Valdísi Brandsdóttur frá Kollsá í Hrútafirði, hinni ágætustu konu og hefur heimili þeirra ávallt verið til fyrirmyndar, enda þau hjónin mjög samhent og gestrisin, svo sem best verður á kosið. Þau eignuðust tvö börn: Brand, sem er rafmagnsverkfræð- ingur, 25 ára, og Margréti, sem stundar nám í kennaraskólanum, 22 ára. Guðmundur mun ætíð hafa bor- ið í brjósti órofa tryggð til sveitar sinnar. Á síðari árum, eftir að hann stofnaði eigið heimili í Reykjavík, dvaldi hann þar jafnan um nokkurn tíma á hverju sumri með fjölskyldu sinni. Ekki gekk Guðmundur ætíð heill til skógar mörg hin síðari ár, en hann reyndi að láta sem minnst á því bera og stundaði starf sitt að jafnaði með sömu kostgæfninni og ávallt áður. Við hjónin viljum þakka Guð- mundi alla vináttu hans í okkar garð og trausta samfylgd á þessum mörgu árum, sem leiðir okkar hafa legið saman. Við sendum eftirlif- andi konu hans og börnum einlæg- ar samúðarkveðjur og óskum þeim styrks í þeim erfiðleikum lífsins, sem framundan kunna að bíða. Eg kveð kæran vin og félaga og veit, að nú er hann fluttur á aðra lífstjörnu í ríki himnanna, þar sem ríkir friður og farsæld og uppfyll- ing allra vona og þar sem vegir ástvina munu aftur saman liggja að lokum, þótt skilja verði um stund. Því alveg tel ég vafalaust, að góður maður og traustur hefur með líferni sínu hér á jörð skapað sér farsælt framlíf á þeim stað, sem hann flytur til við brottför sína héðan. Ingvar Agnarsson. Guðmundur Kristjánsson, Vatnsholti 2, lést 8. þ.m. í Land- spítalanum eftir stutta sjúkdóms- legu. Hann var fæddur 1. júní 1916 að Bæ í Hrútafirði og voru foreldr- ar hans Kristján Jónsson bóndi þar og kona hans Margrét Sig- valdadóttir. Jón faðir Kristjáns var Vigfússon, Ólafssonar í Hjarð- arholti í Stafholtstungum, en kona Vigfúsar var Ingiríður Jónsdóttir. Jón Vigfússon var alllengi í vistum á Bæ í Hrútafirði, en fluttist vestur í Saurbæ í Dalasýslu og bjó þar. Sigvaldi faðir Margrétar var Sigvaldason, Haraldssonar frá Koti í Vatnsdal. Sigvaldi bjó um 30 ára skeið í Heydal í Hrútafirði, en fluttist vestur í Saurbæ og bjó síðustu æfiár sín á Fremri-Brekku. Foreldrar Guðmundar, Kristján og Margrét væru bæði fædd og uppalin í Hrútafirðinum. Kristján var hjá Finni Jónssyni á Kjörs- eyri, en Margrét var á Prestbakka, þar til þau hófu búskap að Bæ í Hrútafirði árið 1906. Síðar festu þau kaup á hálfri Kjörseyri og fluttust þangað árið 1916. Guðmundur var rúmlega viku gamall er hann kom að Kjörseyri, en þar ólst hann upp til fullorðins- ára. Hann var 6 ára gamall er faðir hans lést, en Margrét móðir hans hélt búskap áfram með börn- um sínum, þar til árið 1935 að hún fluttist til Reykjavíkur, ásamt Lilju dóttur sinni. Guðmundur naut venjulegrar uppfræðslu í æsku, en vandist snemma öllum sveitastörfum og í raun mikilli vinnu, um annað var ekki að ræða, enda lífsbaráttan hörð á þessum árum. Guðmundur var strax ungur að árum duglegur við alla vinnu, í raun afkastamaður. Þegar móðir hans hætti búskap fór Guðmundur norður í Ljósavatnshrepp og var þar í eitt ár. Þá fluttist hann til Reykjavíkur til móður sinnar og systur. Systkini Guðmundar eru Sig- valdi kennari við Melaskólann í Reykjavík, er lést fyrir nokkrum árum, Jón starfsmaður á Keldum og Lilja starfsmaður í Sundhöll Reykjavíkur. Guðmundur kvæntist 22. maí 1954 Valdísi Brandsdóttur frá Kollsá í Hrútafirði, dóttur Brands Tómassonar bónda þar og konu hans Steinunnar Jóakimsdóttur. Brandur tengdafaðir Guðmundur dvaldi á heimili þeirra hjóna hér í Reykjavík til dauðadags. Börn Guðmundar og Valdísar eru Brandur, rafmagnsverkfræðingur og Margrét er stundar nám í Kennaraháskólanum. Lilja systir Guðmundar hefur líka jafnan ver- ið í heimili hjá þeim. Árið 1941 setti Guðmundur á stofn hjólbarðaverkstæði ásamt Ingvari Agnarssyni. Gekk starf- semi þeirra vel og nokkrum árum síðar festu þeir kaup á húsnæði við Grettisgötu 18. Þegar fram liðu stundir reyndist húsrými þetta of lítið og var þá ráðist í byggingu að Skipholti 35, er varð Gúmmívinnu- stofa Reykjavíkur. Hún var um margra ára skeið stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar hér um slóðir. Guðmundur sýndi æskuheimili sínu Kjörseyri einstaka ræktar- semi alla tíð. Á hverju sumri gekk hann og fólk hans allt á vit æskustöðvanna við Hrútafjörð og dvaldist. þar nokkra hríð við bú- störf og laxveiðar. Hygg ég, að þessar ferðir til hinna kæru heimastöðva æskuáranna hafi ver- ið honum og fólki hans mjög til hvíldar og yndis. Guðmundur lét sér mjög annt um skyldfólk sitt og konu sinnar, enda var því öllu tekið opnum örmum á hinu gestrisna heimili þeirra hjóna, svo og öðrum þeim er til þeirra leituðu. Guðmundur var vinamargur maður og hjálpsamur og var gott til hans að leita. Guðmundur er fallinn frá um aldur fram. Hann var ljúfur mað- ur, hógvær og dagfarsprúður, drengur góður í bestu merkingu þeirra orða. Við áttum góð og náin samskipti árum saman. Við sam- býlisfólkið söknum vinar í stað. Harmur er nú kveðinn að heimili hans og öðrum nákomnum vinum og ættingjum. Megi sá tregi still- ast við minninguna um góðan dreng. Ingólfur Þorsteinsson. Þegar ég minnist vinar míns, Guðmundar Kristjánssonar, Vatnsholti 2, sem lézt þ. 8. apríl, þá verður mér tregt tungu að hræra. Efst í huga mér er innilegt þakklæti fyrir að hafa auðnast að kynnast honum og fjölskyldu hans og eignast hana að vinum. Ég veit Jóhanna Hallgríms- dóttir-Minningarorð Fædd 17. júlí 1897. Dáin 15. aprfl 1979. Frú Jóhanna Hallgrímsdóttir lézt á páskadagskvöld sl. eftir stutta legu, en hafði átt við van- heilsu að stríða undanfarin ár, þótt fáir yrðu þess varir utan nánustu skyldmenni. Svo vel bar hún veikindi sín. Jóhanna var fædd á Sauðár- króki, dóttir hjónanna Hallgríms Þorsteinssonar organleikara frá Götu í Hrunamannahreppi, en hann var uppalinn í Hruna hjá sr. Jóhanni Briem, — og Margrétar Björnsdóttur frá Hjaltastaða- hvammi í Skagafirði, og var Jóhanna elzt af þremur börnum þeirra. Þegar hún var 9 ára gömul fluttust foreldrar hennar með fjölskyldu sína til Reykjavíkur, og eftir það átti hún alltaf heima í Reykjavík. Jóhanna var alin upp við óvana- lega mikið tónlistarlíf, því að faðir hennar, Hallgrímur, var söng- kennari við Miðbæjarbarnaskól- ann í mörg ár, auk þess sem hann kenndi bæði söng og hljóðfæra- slátt heima hjá sér, stjórnaði kórum, og æfði raddir félaga þeirra heima. Hef ég heyrt gamla Reykvíkinga segja, að það væru ekki fáar stundir, sem Hallgrímur hefði eytt í að æfa raddir kórfélag- anna heima hjá sér og það allt endurgjaldslaust. Þessi mikli músíkáhugi föður hennar hefur náttúrulega haft áhrif á heimilið, enda var Jóhanna mjög vel að sér á því sviði og spilaði sjálf ágætlega á orgel og píanó, auk þess sem hún hafði góða rödd og var vön að taka þátt í kórsöng jafnt með blönduðum kórum sem kvennakórum. Jóhanna fór í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi árið 1915, en eins og oft er um ungt fólk, langaði hana til að víkka sjóndeildarhringinn og sigldi því til Kaupmannahafnar rúmlega tvítug og var þar í 4 ár. Vann hún þar fyrir sér við ýmis störf. Þegar hún kom frá Höfn setti hún upp matstofu í Aðalstræti 16 og rak hana í nokkur ár. Árið 1928 urðu þáttaskil í lífi hennar, því að þá giftist hún Einari Guðmundssyni stórkaup- manni, og varð fljótt mikill gesta- gangur hjá þessum glæsilegu hjónum, því að bæði voru þau glaðlynd að eðlisfari og samhent að vilja hafa gesti á heimili sínu. Heimilið einkenndist líka fljótt af tónlistaráhuga hjónanna, enda hafði Einar góða söngrödd og var kórfélagi í Karlakór Reykjavíkur, og var mikið sungið og spilað á heimili þeirra. Þau hjónin áttu 4 börn. Þau eru: Anna Lísa, gift Jóni Sandholt, vélstjóra við írafossvirkjun, Hrafn, stórkaupmaður, kvæntur Signýju Halldórsdóttur, kennara, að það væri ekki ví.ji Guðmundar að hlaða á hann lofi með þessum kveðjuorðum, en slíkan öðlings- mann og góðmenni sem öllum vildi gott gera og öllum þótti vænt um, er sárt að sjá á bak svo snögglega. Okkar kynni hafa staðið yfir 30 ár og aldrei borið skugga á samskipt- in. Oft höfum við ferðast saman í fríum og fjölskyldur okkar deilt saman gleðistundum úti í íslenzkri náttúru. Þessar stundir eru okkur dýrmætar og verða minningar þeirra ekki frá okkur teknar. Ógleymanlegar verða mér ferðirn- ar norður þegar Guðmundur bauð mér með sér til laxveiða í Hrúta- fjörðinn, þar sem rætur hans stóðu. Við víkurá undi hann sér vel enda óvíða friðsælla og dásam- legra að vera þegar kyrrðin var algjör í dainum fagra og ekkert rauf þpgnina nema gjálfrið í ánni en sólin baðaði land og láð geislum sínum. Hvert sem leiðir lágu, var Guðmundur alltaf veitandinn. Hann átti svo mikið til af góðu í sjálfum sér, sem hann miðlaði samferðafólkinu í svo ríkum mæli. Hann var hlýr og einlægur, gladd- ist með glöðum, tryggur og traust- ur, gott var að eiga hann að vini. Aldrei galt ég vexti af minni skuld við hann. Enginn veit sín örlög fyrirfram, en eitt er víst að eitt sinn skal hver deyja. Ég vel því gera orð Hjálmars skálds að mínum: „Ég kem eftir kannski í kvöld, með klofna brynju og rofinn skjöld." Þá vildi ég mega mæta vini mínum, Guðmundi Kristjáns- syni, á árbakkanum hinum megin með útrétta höndina og hans hlýja handtak byði mig velkominn yfir móðuna miklu. Sár er okkar söknuður en sár- astur er missir Dídíar, Brands og Margrétar og svo systkina hans, Jóns og Lilju. Ég vil að lokum votta þeim okkar innilegustu hlut- tekningu og biðja þeim Guðs styrks á sorgarstund, en minning- in um góðan dreng mun ætið eftir standa. S.Þ. Matthías, bílstjóri, kvæntur Mál- fríði Þorsteinsdóttur, og Margrét Sigríður, varaborgarfulltrúi, gift Atla Pálssyni, afgreiðslumanni. Öllu eru börnin mannkostafólk. Árið 1939 keyptu þau hjónin húsið nr. 47 við Gárðastræti, en áður höfðu þau búið í leiguhús- næði. Heimili þeirra í Garðastræti var fallegt og mikil reisn yfir því, enda mikill gestagangur bæði af utan- bæjarfólki og bæjarbúum. Munu vinir þeirra, kunningjar og skyld menni minnast margra ánægju- stunda frá því heimili. Þar sem ég var systurdóttir Einars, var ég tíður gestur á heimili þeirra, og var mér þar ætíð vel tekið, sem og öðru skyldfólki hans. Jóhanna varð ekkja sumarið 1957 og var það mikill missir, þegar heimilisfaðirinn féll frá, en hún bjó áfram í Garðastræti 47 og nú fóru barnabörnin að koma hvert af öðru í heimsókn til henn- ar, svo að hún hafði alltaf fólk í kringum sig, enda hændust börn mjög að henni, sem eðlilegt var, því að hún var glaðlynd, myld og hjálpsöm, og vildi allt fyrir börnin og barnabörnin gera sem og aðra, sem hún þekkti. Nú þegar jarðvist hennar er lokið minnist ég margra góðra stunda á heimili hennar, og einnig . hafði ég og fjölskylda mín alltaf ánægju af, þegar hún kom í heim- sókn, því að það fylgdi henni ávallt gleði og léttleiki, sem hún virtist eiga innra með sér þrátt fyrir aldurinn, — og hver mun gleyma fallega, hlýja brosinu hennar? Innilegar samúðarkveðjur sendi ég og fjölskylda mín börnum Jóhönnu og fjölskyldum þeirra, svo og systkinum hennar, sem hafa misst ástkæra móður, tengdamóður, ömmu og systur. En minninguna getur enginn tekið frá manni, og jafn hjartahlý kona, og Jóhanna var, skilur eftir sig bjartar og góðar minningar í huga ástvina og vina. Blessuð sé minning hennar. Jóhanna Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.