Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 Liverpool bætir stöðugt stöðu sína i deildinni l>að verður eitthvað mikið að koma til ef Liverpool hreppir ekki EnKÍandsmeistaratitilinn að þessu sinni. WBA, sem mestu keppnina veitti, hcfur tapað slórunni aigerlega og það besta sem liðið gerir úr þessu er að tryggja sér sæti í UEFA-keppninni. Nottingham Forest er nú komið í 2. sætið, en er 6 stigum á eftir Liverpool að jafnmörgum ieikjum loknum. Falibaráttan er því sem næst útkljáð. Chelsea og Birmingham eru failin í aðra deild og möguleikar QPR á því að halda sæti sinu eru nú aðeins stærðfræðilegir. QPR tapaði leik sinum um hclgina, á sama tíma og það lið sem líklegast hefði hrapað niður fyrir það, Derby, vann sinn leik. Sigur Liverpool gegn Bristol City var öruggur, þrátt fyrir að liðið leiki oftast betur. Kenny Daiglish skoraði sigur- markið, 23. mark hans í vetur. Markið kom þegar á 6. mínútu og gaf vörn Bristol fá færi á sér eftir það. Felldi sína gömlu félaga Sigur Nottingham Forest gegn Birmingham gerði endan- lega út um vonir Birming- ham-liðsins um að bjarga sér frá falli. Að leika í 2. deild verður nú hlutskipti leikmanna liðsins og það var ein af stór- stjörnum Birmingham um ára- bil, Trevor Framcis, sem sá um það. Francis skoraði ekki sjálf- ur, en átti algerlega bæði mörk- in sem Forest skoraði í leiknum. Fyrra markið skoraði Garry Birtles á 6. mínútu og síðara markið skoraði John Robertson á 47. mínútu. Birmingham átti í rauninni aldrei möguleika í leiknum. Möguleikar WBA fuku út í buskann WBA hefur dalað mikið að undanförnu, einmitt þegar mest hefur riðið á að standa sig. Sést þar best í hverju styrkur Liver- pool liggur. WBA gerði ekki betur en að gera jafntefli heima gegn Ulfunum, sem lengst af í vetur hafa barist heiftarlega fyrir tilverurétti sínum í deild- inni. Stigið sem Úlfarnir nælcju sér í að þessu sinni var fyllilega verðskuldað. Eftir markalausan fyrri hálfleik tókst Bryan Robson að ná forystunni fyrir WBA á 49. mínútu. Það stóð þar til á 71. mínútu, en þá jafnaði John Richards fyrir Úlfana með fallegu skallamarki. Má nú full- jrrða að ekkert verður úr falli Úlfanna þetta árið. Everton hrunið saman Everton átti lengst af í vetur ekki lakari möguleika á titlin- 1. DEILD Liverpool 35 25 6 4 71:14 56 Nott. Forest 35 17 16 2 53:22 50 W. Bromwich 34 20 9 5 65:31 49 Everton 39 16 16 7 50:37 48 Leeds United 37 16 13 8 60:43 45 Arsenal 38 17 11 10 58:41 45 Ipswich 38 17 8 13 52:44 42 Coventry iO 13 16 11 544>3 42 Bristol City 10 15 9 16 47:49 39 Aton Villa 35 12 14 9 47:39 38 Manch. Utd 36 13 12 11 54:58 38 MiddleHbr. 38 14 9 15 53:47 37 Southampton 36 11 14 11 44:47 36 Tottenham 38 11 14 13 42:57 36 Norwich 39 7 21 11 49:54 35 Manch. City 36 10 13 13 49:48 33 Bolton 37 12 9 16 50:62 33 Derby County 39 10 10 19 44:64 30 Wolves 37 11 7 19 36:61 29 QPR 38 5 13 20 36:61 23 Birmingham 37 5 8 24 32:58 18 Chelsea 38 5 8 25 39:85 18 • Manchester City og QPR hata bæði att aapran vetur ao pessu sinni. Lioin ieKu a laugardaginn og vann City 3—1 og sendi QPR þar með niður í 2. deild ef að líkum lætur. um, en hrun liðsins síðustu vikurnar vekur nokkra furðu, félagið vinnur nú varla leik og tapaði örugglega fyrir Leeds. Það var þó ekki fyrr en seint í leiknum að Tony Currie skoraði eina mark leiksins. Sigur Leeds þótti sanngjarn í meira lagi, liðið sótti látlaust allan leikinn og fékk flest þeirra færa sem buðust. Derby úr fallhættu Telja má nokkuð öruggt, að með sigri sínum gegn Arsenal hafi Derby endanlega bjargað sér úr þeirri bráðu fallhættu sem félagið var í. Arsenal, sem hefur allan hugann við bikar- úrslitin, var auðveldur biti fyrir Derby, en það voru þeir Gerry Daly og Steve Buckley sem skoruðu mörk liðsins. Vanda- málin hlaðast upp hjá Arsenal, en liðið lék án þeirra Sammy Nelson og David O’Leary. Sá fyrrnefndi er í leikbanni, en sá síðarnefndi er meiddur og alls óvíst hvort hann verður búinn að ná sér af meiðslunum fyrir 12. maí, en þá leikur Arsenal til úrslita um bikarinn gegn Manchester Utd. Til að bæta gráu ofan á svart hjá Areenal, var Willy Young rekinn af leik- velli gegn Derby fyrir að brjóta á Roy Greenwood. Er líklegt að 2. DEILD Stoke City 40 Brixhton 40 Sunderland 39 Crystal Palace39 West Ilam Notts County Burnley Fulham Orient Preston Cambridge Newcastle Bristol Rovers 37 Wreiham Luton Leicester Charlton Cardiff Sheff. Utd. Oldham Millwall Blackburn 19 15 21 10 20 11 16 19 17 12 14 15 14 11 12 14 14 10 10 17 10 16 14 7 12 10 11 11 12 9 9 15 10 13 12 8 10 11 9 13 9 7 7 10 6 57 9 67 8 61 4 46 8 65 9 47 11 49 12 46 16 50 11 54 13 40 16 42 15 44 11 38 17 55 14 40 17 57 16 48 16 46 15 41 18 35 20 35 31 53 37 52 39 51 24 51 34 46 55 43 52 39 43 38 50 38 53 37 48 36 51 35 54 34 31 33 51 33 47 33 67 33 67 32 58 31 57 31 49 25 66 24 Young verði fyrir vikið í leik- banni þegar félagar hans mæta Manchester Utd. Enn möguleiki Bæði Ipswich og Coventry eiga enn dálitlar vonir um sæti í UEFA-keppninni næsta vetur og bæði unnu liðin góða sigra um helgina. Tvö glæsimörk hins unga Alan Brazil hjá Ipswich tryggðu frekar óvæntan sigur gegn Bolton á útivelli. Staðan í hálf- leik var 2—1, Bolton í hag. Frank Worthington og Sam Allardyce skoruðu þá fyrir Bolt- on en John Wark svaraði fyrir Ipswich. Var þetta fyrsti ósigur Bolton á heimavelli síðan í nóvember. Þrenna skoska landsliðs- mannsins Ian Wallace var að baki stórsigri Coventry gegn Southampton. Mörkin skoraði Wallace á 35., 84. og 89. mínútu, en 19 ára strákur, Andy Blair, skoraði fjórða mark Coventry á 58. mínútu. Yfirburðir Coven- trýs voru algerir og sigurinn hefði getað verið helmingi stærri með lítilli heppni. QPR sennilega fallið Stærðfræðilegar líkur eru enn á því að QPR bjargi sér frá falli, en möguleikarnir eru hverfandi, ekki síst eftir úrslit helgarinnar. Barry Silkman kom Manchester City yfir þegar á 8. mínútu leiksins á Main Road í Manchester. 7 mínútum síðar jafnaði Martyn Busby fyrir Rangers og lengst af var útlit fyrir jafntefli, City lék illa og áhorfendur bauluðu á sína menn. En þá var það Garry Owen sem bjargaði andliti City með einstaklingsframtaki sínu. Fyrst skoraði hann gott mark á 74. mínútu og 6 mínútum síðar fiskaði hann vítaspyrnu. Mark- vörður Rangers, Derek Richard- son, varði vítið, en Owen náði frákastinu og skoraði þá örugg- lega þriðja mark Cyty. Nú leika þeir vel! Nú tóku leikmenn Chelsea upp á því að vinna leik. Þeir hefðu betur hafið slíka tilburði mun fyrr á betrinum, því að liðið er kolfallið í 2. deild. En með þá vitneskju í kollinum var álaginu lyft af herðum leik- manna liðsins og þeir léku ágæt- lega gegn Boro. Var sigur Chelsea í minna lagi, því að auk þess sem markvörður Bora varði hvað eftir annað af snilld, varði hann einnig vítaspyrnu frá Tommy Langley 6 mínútum fyrir leikslok. Garry Stanley náði Forystunni fyrir Chelsea í fyrri hálfleik, Dave Armstrong jafnaði, en sigurmarkið skoraði Graham Wilkins á 74. mínútu. Aðrir leikir Tottenham krækti sér í stig sem liðið átti varla skilið, þegar miðherjinn Chris Jones skallaði í netið hjá Manchester Utd. á 70. mínútu leiksins. Gordon McQueen náði forystunni fyrir United á 17. mínútu með skalla og MU lék allan tímann mun bet.ur. En leikurinn var grófur, enda er skammt síðan MU sló Tottenham út úr bikarkeppninni og voru margir leikmenn Lund- únalliðsins greinilega með ósigur þann ofarlega í huga. Það var einnig sparkað á áhorfenda- pöllunum. Fyrsta mark og reyndar fyrsti leikur Alex Cropley í langan tíma tryggði Aston Villa verð- skuldaðan sigur gegn Norwich á Carrow Road. Garry Shelton náði forystunni á 13. mínútu, Jústin Fashanu jafnaði Shelton er eins og Cropley nýbyrjaðar að leika á ný eftir fótbrot. Sigúr- markið skoraði Croplet á 74. mínútu. í annarri deild hefur baráttan sjaldan verið harðari og topplið- in eru þar öll í einum graut. Brendan O’Callaghan skoraði mark Stoke gegn Shrewsbury og þeir Bob Lee og Mick Docherty skoruðu fyrir Sunderland gegn Cambridge. Ted Maybank skor- aði markið sem tryggði Brigh- ton stig gegn Luton. West Ham missti að öllum líkindum af lestinni með jafnteflinu gegn Charlton. Knatt- - spyrnu- '• úrslit ENGLAND, 1. DEILD: Birmingham—Nottinghani Forest 0:2 Bolton — Ipswich 2:3 Chelsea — Middlesbrough 2:1 Coventry — Southampton 44) Derby — Arsenal 24) Leeds — Everton 14) Liverpool — Bristol City 14) Manchester City — QPR 3:1 Norwich — Aston Villa 1:2 Tottenham — Manchester Utd 1:1 WBA - Wolves 1:1 ENGLAND, 2. DEILD: Blackburn — Millwal) 1:1 Bristol Rovers — Burnley 24) Cambridge — Sunderland 0:2 Cardilt - SheiBeld Utd 44) Charlton — West Ham 04) Luton — Brighton 1:1 Newcastle — Fulham 04) Notts County — Preston 04) Orient — Oldham 04) Wrcxham — Stoke 0:1 Leice8ter — Crystal Palace 1:1 Leikinn á föstudaginn. ENGLAND, 3. DEILD: Blackpool — Swansea 1:3 Carllsle — Brentford 14) Colchester — Huli C 2:1 Lincoln — Exeter 0:1 Mansfield — Bury 34) Plymouth — Gillingham 2:1 Rotherham — Chester 0:1 Sheffleld Wed. — Tranmere 1:2 Shrewsbury — Chesterfield 1:1 SoutheiM — Peterbrough 04) Swindon — Watford 24) Walsall — Oxford 0:1 ENGLAND, 4. DEILD: Aldershot — Wigan 14) Bournemouth — Bradford 14) Crewe — York 0:1 Dariington — Wimbledon 1:1 Grimsby — Barnsley 24) Halifax — Northampton 2:2 Hartlepool — Reading 04) Hereford — Doncaster 24) Portsmouth — Stockport 1:1 Port Vale — Newport 1:1 Rochdale — Scunthorpe 14) SKOTLAND, ÚRVALDSDEILD: Aberdeen — Celtic 1:1 Dundee Utd — Rangers 1:2 Hibernlan — Motherweli 44) Partick Thlstle — Morton 2:1 St Mlrren — Hearts 2:1 Dundee Utd er langefst eins og er með 41 stig, en hefur ieikið 33 leild. Rangers er f öðru sœti með 35 stig og hefur aðeins leikið 28 leiki. Celtic er sfðan f þriðja sæti með 34 stig og hefur einnig leikiö 28 lelkl. Sfðan koma 4 lið með 33 stig hvert, en þetta 7 af 10 liöum f deildinni sem öll elga ágæta mögulelka á titlinum. BELGÍA, 1. DEILD: Anderlecht — Antwerp 3:1 Beersehot — Waterscei 3:1 Charleroi — Beveren 2-2 Lierse — Molenbeek 0:3 Beringen — Standard 14) Lokeren — La Louviere 74) Winterslag — FC Brugge Courtrai — Berchem 0:3 FC Liege — Waregem 44) Beveren heldur enn forystu sinnl, en heldur hefur Anderlecht minkað hana. Beveren hefur nú 43 stig, Anderlecht 40 stig. Lokeren er f þriðja sœti með 37 stig en innbirðis- vtðorelgn fslensku liðanna Lokeren og La Louviere endaði með ósköpum fyrir annan aðilann, en gleði fyrir hinn. 74) fyrlr Lokeren. ÍTALÍA: Ascoll — Avelllno 24) Catanzarro — Perugia 1:1 Fiorentina — Atalanta 0:1 Juventos — Roma 4:1 Lanerossi — Inter 0:1 Lazio — Torinð 04) AC Mflanó — Verona 2:1 Napólf — Bolognia 2:1 Forysta AC Mflanó er enn nokkuð örugg, liðlð hefur nú 40 sttg. en skmðasti keppinauturinn Perugia hefur hlotið 37 stig. Og Perugia er enn ósigrað. Inter er f þriðja saeti með 36 stlg. SPÁNN: Sevilla — Rayo Vailecano 24) Santander — Real Sociedad 14) Salamanca — Espanoi 24) Real Madrid - Atletico Madrid 1:1 Barcelona — Gijon 64) Las Palmas — Celta 04) Bilbao — Hoelva 5:3 Burgoe — Hercules 04) Valenda — Zagrosa 3:1 Real Madrid hefur forystuna f deildarkeppninnl þrátt fyrir að Hðið náði aðelns jafntefli um helgina. Real hefur 39 stig, en Gijon er f öðru sæti með 36 stig. Las Palmas hefur hlotið 34 stig. HOLLAND Ajai — Nec Nijmegen 3:2 Sparta — Maastricht 2:1 Den Haag — Utrecht 3:1 AZ '67 Alkmaar — Pec Zwolle 4:1 Haarlem — Nac Breda 04) GAE Deventer - FC Tvente 14) PSV Eindhoven — Volendam 3:1 VVV Venlo - Roda JC 14) Vitesse Arnhem — Feyenoord 1:1 Ajai hefur nú 41 stlg, Feyenoord hefur 37 stig. baeði hafa leikið 26 leiki og eiga eftir að ielka innbirðis. Roda JC er f þrlðja sœti með 35 stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.