Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979 37 VELVAKANDI SVARAR Í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI • Stórfelld olíuhækkun Nú næstu daga hækkar olía mjög í verði og enginn veit hvenær sú hækkunarskriða endar. Hin íslensku orkuyfirvöld horfa á þennan dauðadans án þess að blikna. Fyrst er skipaður fjöl- mennur starfshópur iðnaðarráðu- neytisins. Síðar eru skipaðar tvær stórnefndir í orkumálin. En akkú- rat ekkert er gert nema að ausa fjármálum í ráð og nefndir og til að þenja út ríkisbáknið á öllum sviðum. Og til þess eru tekin lán á lán ofan og seðlaprentunarvélin alltaf keyrð á fullu. Og svo er því blákalt logið að þjóðinni að verið sé að draga úr verðbólgunni. Ingjaldur Tómasson. • Gerum hreint fyrir okkar dyrum Kæri Velvakandi. Vinsamlegast komdu því á framfæri við lesendur Mbl. í Reykjavík að nú fara í hönd hin vanabundnu vorverk í borginni, hreinsun gatna, gangstétta, lóða og óbyggðra svæða. Til þess að þessi vorverk beri tilætlaðan árangur þurfa borgarbúar allir að leggjast á eitt. Hver þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum, ef svo má að orði komast; hreinsa gang- stétt, heimtröð og lóð. Útlit þess- ara umsjónarsvæða hvers og eins er ekki einungis framlag viðkom- andi til heildarsvips á borginni okkar, heldur ekki síður auglýsing um smekkvísi og — í vissum skilningi — persónuleika hvers húsráðanda. Tökum höndum saman við hreinsunardeild borgarinnar. Ger- um hreint fyrir okkar eigin dyrum. Fögnum vori með því að gera umhverfi okkar vistlegt og aðlað- andi. Vegfarandi. • Seinni helmingurinn Fyrir nokkru birtist í Velvak- anda helmingur vísu og var spurt eftir fyrri helmingnum. Jóhann Sveinsson frá Flögu hringdi og SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlega skákmótinu í Niksic í Júgóslavíu í sumar kom þessi staða upp í skák júgóslavn- es^u . . stórmeistaranna Velimirovics, sem hafði hvítt og átti leik, og Ivanovics. 33. Dxd8! - Dxd8, 34. He8 - Dg5+ (Eða 34... Dd6, 35. Hxd5!) 35. Kbl - Dxg6, 36. Hxf8+ - Kh7,37. Hh8+! - Kxh8, 38. f8=D+ — Kh7,39. Hd8 — De6 og svartur gafst upp um leið, því að peðsenda- taflið eftir 40. Dxg8+! — Dxg8, 41. Hxg8+ — Kxg8, 42. bxa4 er vitan- lega vonlaust. fræddi okkur um vísuna og höf- undinn. Vísan er þannig: „Varmalækur frjóvgað fær, féð hjá Jakob kænum. Auðurinn vex en grasið grær, í götunni heim að bænum." Höfundur þessarar vísu er Jóna- tan Þorsteinsson kenndur við Vatnshamra í Borgarfirði og er hún úr Bæjarvísum Jónatans. Jónatan sendi aldrei frá sér ljóðabók en vísur hans hafa varð- veist hér og þar og nokkrar þeirra birst á prenti. Jónatan var sonur Ljótunnar og Þorsteins frá Hæli í Flókadal. • Sýnir blóma- og skrúðgarða- myndir Kæri Velvakandi. Mig hefur lengi langað til að koma þeirri ábendingu til sjón- varpsins að það sýndi annað slagið myndir um blóma- og skrúðgarða- ræktun. Það er alþekkt að stór hópur Islendinga hefur mikinn áhuga á ræktun blóma og nytja- grasa í frítímum sínum og er fátt eins sálarbætandi. Þar sem vitað er að sjónvarpið fær talsvert af myndum frá Englandi ætti ekki að vera erfitt að fá blómamyndir frá þeim. Það er löngu vitað að Eng- lendingar standa öðrum þjóðum framar í þessari listgrein. Hún er mörg hundruð ára gömul þar í landi og Englendingar eru löngu frægir fyrir sínar blóma- og skrúð- garðasýningar. Fólk víðs vegar að úr heiminum kemur til þess að sjá þessar sýningar. Vona ég að sjón- varpið taki þetta til greina sem fyrst þar sem vorar og ekki veitir af að fá smá forsmekk af súmri og sól eftir langan og kaldan vetur. Með bestu kveðjum. „Sóley“. HÖGNI HREKKVÍSI " Kr b&rl ÞAO MTT... ÞÚ &?772l /IU6Áy$/tf<-rA£...! " - Minolta Óskadraumur fermingarbarnsins FILMUR OG VÉLAR S.F. Textílriennalen 1979—1980 Norræn vefjarlist 1979—1980 Verk á sýninguna skai afhenda í Listasafn A.S.Í., Grensásvegi 16 (á horni Grensásvegar og Fellsmúla), mánudaginn 7. maí frá 13—16. Þátttökueyðublöö sem fylgja skulu verkunum eru nú Þegar til afhendingar í Galleri Langbrók, Vitastíg 12. Gegn 6.500 kr. Undirbúningsnefndin. Norges Eksportrád Norska útflutningsráðið efnir til kynningar á framleiðsluvörum eftir- greindra norskra framleiðenda á hrein- lætistækjum að Hótel Sögu 24. og 25. apríl kl. 10—12 og 16—19 báöa dagana: Intra VVS-lndustier A/S: Hreinlætistæki úr ryðfríu stáli. Kristiansands Jerstoperi A/S: Frárennsliskerfi úr steypujárni. MA-kerfið. Lyng Industrier A/S: Blöndunartæki og kranar. Norsk Hammerverk A/S: Eldslökkvibúnaður. Kynningin er einkum ætluö áhugaaöilum innan byggingaiönaöarins. •* Portúgalskir kvenskór, Teg. 299. Stærðir 35—43 (heil númer). Litur natur. Verð kr. 12.125.- Póstsendum samdægurs. Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.