Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979
„Tillögumar miðast ekki
við hagsmuni einstakra
hópa heldur við hagsmuni
þ jóðarheildarinnar ’’
— sagði Pálmi Jónsson er hann fylgdi úr hlaði
tillögum sjálfstæðismanna í landbúnaðarmálum
Sjálfstæðismenn hafa
lagt fram á Alþingi tillögu
til þingsályktunar um
stefnumörkun í málefnum
landbúnaðarins, eins og
fram hefur komið í
fréttum. Flutningsmenn
tillögunnar eru þeir Pálmi
Jónsson, Gunnar Thorodd-
sen, Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, Eggert
Haukdal, Friðjón Þórðar-
son, Lárus Jónsson, Albert
Guðmundsson, Sverrir
Hermannsson, Oddur
ólafsson og Matthías
Bjarnason.
Pálmi Jónsson fylgdi tillögunni
úr hlaði með ítarlegri ræðu, en
meginatriðin í tillögunni koma
fram í sjö liðum sem gert er ráð
fyrir að stefnumörkun í málefnum
landbúnaðarins skuli byggjast á:
1. Treyst verði sjálfseignarábúð
bænda á jörðum og eignarréttur
einstaklinga og sveitarfélaga á
landi og hlunnindum verndaður.
2. Unnið verði markvisst að auk-
inni hagkvæmni í landbúnaðinum
ásamt fjölbreytni í framleiðslu og
fullvinnslu búvara.
3. Landbúnaðinum verði búin þau
skilyrði, að unnt sé að tryggja
bændum sambærileg lífskjör og
aðrar fjölmennar stéttir
þjóðfélagsins búa við.
4. Framleiðsla landbúnaðarafurða
miðist fyrst og fremst við það, að
ávallt verði fullnægt þörfum
þjóðarinnar fyrir neysluvörur og
hráefni til iðnaðar. Auk þess verði
tekið fullt tillit til þjóðhagslegs
gildis þeirra atvinnutækifæra
annarra, sem landbúnaðarfram-
leiðslan veitir.
5- Tryggð verði í megindráttum
núverandi byggð í sveitum lands-
ins. Komið verði í veg fyrir miklar
sveiflur í landbúnaðinum, sem
gætu valdið óvæntri búseturöskun.
I því skyni verði m.a. nýttir allir
hagrænir möguleikar til atvinnu-
og framleiðslustarfsemi, sem
byggjast á nýtingu lands-, vatns-
og sjávargæða. Iðnaður og
þjónustustarfsemi í sveitum verði
aukin.
6. Sveitafólki verði með lögum
veitt sambærileg félagsleg réttindi
og þorri annarra þegna þjóðfélags-
ins nýtur. Aukið vorði jafnræði í
aðstöðu til mennta og í þjónustu
opinberra aðila án tillits til
búsetu.
7. Gætt verði hófsemi í umgengni
við landið og náttúru þess. Tryggt
verði, svo sem tök eru á, að
varðveitt séu sérstæð náttúru-
fyrirbrigði, gróður, dýralíf og
hlunnindi. Öllum verði gefinn
kostur á að njóta samskipta við
náttúru landsins og í því skyni séð
fyrir nægilega mörgum opnum
svæðum til útivistar, þjóðgörðum
og tjaldstæðum.
í ræðu sinni sagði Pálmi, að
tillagan boðaði nýja stefnu í land-
búnaðarmálum, sem ekki væri
einvörðungu miðuð við hagsmuni
bænda, ekki eingöngu við neyt-
endur, heldur við hagsmuni
þjoðarinnar í heild. Pálini rakti
rinnig þróun iandhúnaðarinr hér á
i.i.idi m ' . ; . ., atugi, og raddi um
•• ■•rt • .a?ri þórf a nýrri
■ 'fnuini.. kun i þessurn iriálum.
Mmnti hann a þær breytingar sem
irðu á landbúnaðarstefnunni um
1960, þegar hafist var handa af
Pálmi Jónsson
miklum krafti við ræktun og vél-
væðingu.
Einnig ræddi hann um þróun
fólksfjölgunar, þjóðinni hefur
fjölgað mun minna síðustu ár en
gert var ráð fyrir, einkum síðasta
áratug, neysluvenjur þjóðarinnar
hafa einnig breyst, nýjar fram-
leiðsluvörur hafa komið til sög-
unnar. Einnig hefur verðlags-
þróunin í landinu orðið þessari
framleiðslugrein ákaflega óhag-
stæð, sagði Pálmi, og þá um leið
samspilið milli verðlagsþróunar
innanlands og verðþróunar og
efnahagsaðgerða í nálægum lönd-
um, helstu viðskiptalöndum okkar.
Allt hefur þetta leitt til þess að
framleiðslumál landbúnaðarins
eru komin í ógöngur og verðlagn-
ingar- og verðtryggingarkerfi
landbúnaðarins er í raun sprungið
sagði þingmaðurinn.
Þá ræddi hann um að samtök
bænda og vísir forystumenn
bændasamtakanna hefðu sýnt því
mikinn skilning, að nauðsynlegt
væri að breyta um stefnu, og að
fram hefðu komið hugmyndir er
auðvelduðu Ieitina að þeirri leið
sem hyggilegast virðist að fara í
stefnumörkun til frambúðar í
þessum efnum.
Síðan ræddi Pálmi ítarlega um
tillögur þær er hann mælti fyrir,
og færði rök fyrir þeirri stefnu
sem þar er lagt til að fylgt verði,
lið fyrir lið:
„Framleiðsla landbúnaðarins miðist fyrst og fremst við það, að ávallt
verði fullnægt þörfum þjóðarinnar fyrir neysluvörur og hráefni til
iðnaðar.“
1. Hér er um grundvallaratriði
að ræða, sem verður að varðveita
til þess að tryggja sjálfstæði
bænda. Eignarréttinum þurfa
bændur þó að beita af hyggindum
og sanngirni, ella er vaxandi hætta
á því, að hann verði skertur.
2. Lögð er áhersla á hagkvæmni
í búrekstrinum og fjölbreytni í
framleiðslu og vinnslu búvara með
því að skipa þessum málum á bekk
grundvallarmarkmiða í land-
búnaðinum.
3. Þá viðmiðun, sem málsgrein-
in felur í sér, þarf að skilgreina
betur við framkvæmd þessarar
stefnu. E.t.v. gæti komið til álita
að miða við tekjur samkvæmt
tilteknum launaflokki, en sú leið
þarfnast þó umræðu og nánari
athugunar. Gera verður ráð fyrir
því, að vel rekið meðalbú af tiltek-
inni stærð geti skilað þeim tekjum,
sem þarf svo þessu marki verði
náð. Þess sé gætt, að dugnaður og
hagsýni fái notið sín. Ástæða er til
að árétta, að ekki dugar einvörð-
„Treyst verði -jálfseignaráhúó ha-nda á
hlunnindum verndaður."
irðum og eignarréttur einstaklinga og switarfélaga á landi og
ungu að miða við efnaleg kjör eða
tekjur, heldur einnig félagsleg
kjör, eins og síðar verður að vikið.
4. í þessari málsgrein er ekki
einvörðungu átt við það, að
búvöruframleiðslan verði full-
nægjandi fyrir innanlandsneyslu
og hagsmuni iðnaðarins, heldur
verði tekið fullt tillit til beinna og
óbeinna áhrifa hennar á atvinnu-
skilyrði og afkomumöguleika
bænda og þeirra þjóðfélagshópa
annarra, sem í tengslum við fram-
leiðsluna starfa.
5. Hér er átt við, að byggð í
sveitum landsins megi ekki rask-
ast í neinum verulegum atriðum
frá því sem nú er. Auðvitað munu
einhver býli, sem nú eru byggð,
falla úr ábúð, en það má ekki hafa
áhrif á heildarbúsetuna. Fólkinu í
sveitum landsins má ekki fækka,
því það er víðast hvar í lágmarki,
svo byggðinni verði haldið. Fjölga
þarf tækifærum til tekjuöflunar í
sveitum, einkanlega meðan líklegt
samdráttarskeið í búvörufram-
leiðslunni varir, svo sveitirnar
tærist ekki upp af fólki frekar en
orðið er.
Eðlilegt er að taka tillit til þess
öryggis, sem búsetan veitir bæði
ferðamönnum, sem oft koma mis-
jafnlega til reika ofan af hálend-
inu eða af fjallvegum milli byggða,
og ekki síður sjómönnum, sem
lenda í sjávarháska við strendur
landsins.
Enn fremur verður að líta til
framtíðarinnar í sambandi við
búsetuna og hvaða verðmæti færu
forgörðum, ef veruleg skörð
mynduðust í byggðina, — skörð,
sem þyrfti síðan að fylla aftur að
einum til tveimur áratugum liðn-
um, þegar þörfin fyrir vaxandi
framleiðslu fer að segja til sín.
6. í fyrri málslið þessa töluliðar
er átt við atriði eins og orlofsmál
og önnur félagsleg réttindi, sem
þorri þjóðarinnar hefur aflað sér. í
síðari málslið er vikið að því, að
nauðsynlegt er að auka jafnræði í
viðskiptum við opinber þjónustu-
fyrirtæki, bæði að því er öryggi
snertir og verð þjónustunnar, enn
fremur, hvað aðstöðu til menntun-
ar og skólamála áhrærir. Þar má
t.d. benda á mikinn mismun í
aðstöðu til rekstrar skóla, einkum
að því er varðar upphitunar-
kostnað, aðstöðu til mennta, svo
sem fullorðinsfræðslu o.s.frv.
7. Það er sameiginlegt hags-
munamál allra landsmanna, að
hófsemi sé gætt i umgengni við
landið og að öllum sé gefinn kostur
á samskiptum við það og til þess
tryggð tiltekin svæði. Þó fer þetta
grundvallarmarkmið hvergi betur
en í stefnu um landbúnaðarmál.
Að lokum sagði Pálmi, að þessi
mál hefðu mikið verið rædd á
Alþingi að undanförnu, og kvaðst
hann ekki efast um góðan vilja
manna til að rétta hlut bænda í
þessum efnum, en þó hefði ekkert
það komið fram er sannaði að
tekið yrði á þessum málum á þann
hátt sem nauðsynlegt, er. „Þess
vegna þarf að staðfesta þá stefnu
sem hér er boðuð, <>g ætla ég þá að
auðveldara verði að fá nægjanlegt
1';, igí við það að taka :i þeim arula.
sern. nú er í sjónmáti og hart
brennur á baki landbúnaðarins,"
sagOi Pauni að lokum.