Morgunblaðið - 24.04.1979, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 1979
Mondale heitir
írum stuðningi
London, 23. apríl. AP.
ORÐRÓMUR um að Jimmy
Carter forseti kunni að
hafa uppi áform um að
reyna að^ stilla til friðar á
Norður-írlandi fékk byr
undir báða vængi í dag
þegar Walter Mondale
varaforseti lýsti áhyggjum
„manna á hæstu stöðum í
ríkisstjórninni“ af
deilunni.
Mondale sagði þetta þegar hann
kom við á Shannon-flugvelli á
Irlandi á heimleið úr Evrópuferð
sinni og tók fram, að vegna þess
„raunverulega uggs“ hefði forseti
fulltrúadeildarinnar, Thomas
(„Tip“) O’Neill, gagnrýnt Breta í
síðustu viku fyrir að hafa ekki
getað fundið pólitíska lausn á
blóðsúthellingunum.
O’Neill er einn helzti ráðunaut-
ur .Carters forseta í málefnum
Irlands og hélt því fram í Dyflinni,
að Bretar hefðu notað Úlster-
vandamálið fyrir „pólitískan fót-
bolta“, og ekki gert nóg til þess að
binda enda á væringarnar.
Veður
víða um heim
Akureyr: 1 snjóól
Amsterdam 12 akýjað
Apena 18 skýjaó
Barcelona 18 skýjað
Berlín 10 rigning
Brdssel 15 skýjaó
Chicago 21 skýjaó
‘Frankfurt 13 rigning
Genf 17 rigning
Helsinki 5 heióskírt
Jerúsalem 17 lóttskýjað
Jóhannesarborg vantar
Kaupmannahötn 8 rigning
Lissabon 20 lóttskýjað
London 14 skýjaó
Los Angeles 22 heiðskírt
Madrid 18 lóttskýjaó
Malaga 23 lóttskýjaó
Mallorca 20 léttskýjaö
Miami 25 skýjað
Moskva 8 skýjað
New York 21 heióskírt
Osló 6 rigning
París 18 skýjað
Reykjavík 7 skýjaó
Rio Oe Janeiro 27 skýjað
Rómaborg 1.8 heióskírt
Stokkhólmur 10 skýjaó
Tel Aviv 22 skýjaó
Tókýó 21 lóttskýjað
Vancouver 15 lóttskýjað
Vínarborg 15 skýjað
O’Neill er væntanlegur aftur til
Washington í dag eftir fimm daga
heimsókn til Irlands. Starfsmenn
Hvíta hússins hafa neitað því að
heimsókn hans hafi átt að undir-
búa jarðveginn fyrir friðartilraun
af hálfu Carters, en ekki hefur
tekizt að kveða niður orðróm um
að eitthvað sé í uppsiglingu.
Gagnrýni O’Neills vakti mikla
reiði á Bretlandi þar sem kosn-
ingabaráttan er hálfnuð. Stóru
flokkarnir hafa vísvitandi reynt að
forðast að ræða um hin viðkvæmu
deilumál á Norður-írlandi.
Reiði Breta jókst á sunnudag
þegar ríkisstjóri New York, Hugh
Carey, annar kunnur írskættaður
stjórnmálaleiðtogi, hvatti til efna-
hagslegra refsiaðgerða eins og í
Rhódesíu gegn Bretum ef þeir
kölluðu ekki heim her sinn frá
Úlster.
HÖFRUNGARNIR Susie og Sammy, sem hugsanlegt er að verði búnir ljósmynda-
vélum og látnir reyna að hafa uppi á Nessie, skrímslinu fræga í Loch Ness á
Skotlandi, sjást hér við æfingu ásamt þjálfurum þeirra í Silamorada í Florida.
Viðræður um útfærslu við Jan
Mayen ekki raunhæfar strax
Ósl<5, 23. aprfl. Frá Jan Erlk-Laure,
fráttaritara Mbl.
SKÝRSLA íslenzkra og
norskra fiskifræðinga um
loðnustofninn við Jan
Mayen verður á næstunni
rædd á fundum fulltrúa
norska sjávarútvegsráðu-
neytisins með aðildar-
samtökum norsks sjávar-
útvegs.
Telja stjórnvöld að ekki
verði raunhæft að ræða við
íslendinga um fyrirhugaða
útfærslu efnahagslögsög-
unnar við Jan Mayen út í
200 mflur fyrr en eftir
þessa fundi.
Eins og kunnugt er var það
niðurstaða íslenzku og norsku
fiskifræðinganna að þorri þeirrar
loðnu sem væri að finna við Jan
Mayen hrygndi við strendur
íslands. Skýrslan verður höfð til
viðmiðunar þegar teknar verða
Ríkisstjórnin sigraði í
kosningum í Thailandi
Bangkok, 23. aprfl. AP. Reuter.
ENGINN þeirra 37 flokka sem
hauð sig fram í þingkosningun-
um í Thailandi fékk meirihluta 1
dag og þar með er talið víst að
Kriangsak Chomanan hers-
höfðingi verði áfram
forsætisráðherra.
Flest þingsæti, 82, hlaut Félags-
aðgerðaflokkurinn (SAP) sem er
umbótasinnaður. Öháðir fram-
bjóðendur fengu 63 þingsæti, en
íhaldsflokkurinn, Chart Thai, og
alþýðuflokkurinn fengu 38 og 32
þingsæti. Þingsætin eru alls 301.
Stjórnmálasérfræðingar höfðu
spáð því að atkvæði mundu dreif-
ast svo mikið að það mundi auka
líkurnar á því að Kriangsak rði
áfram við völd og leiðtogi SAP,
Rússar áreita fréttamann
Moskvu, 23. apríl. AP.
ROBIN Knight, Moskvu-frétta-
ritari U.S. News and World
Report, sagði í dag að honum hefði
verið gefið inn eiturlyf með áfengi
þannig að hann missti meðvitund
og að kona hans hefði sætt
kynferðislegri árás þegar þau voru
í skemmtiferð í Tashkent í siðustu
viku.
Bandaríska sendiráðið kvaðst
mundu senda sovézka utanríkis-
ráðuneytinu formlega orðsendingu
um meðferðina á Knight sem fylgir
í kjölfar annarra nýlegra dæma um
áreitni við vestræna fréttamenn.
Umræddur atburður gerist þegar
maður sem sagðist vera leiðsögu-
maður Intourist fór með Knight og
konu hans í einangrað tehús í
útjaðri Tashkent þar sem fyrir voru
þrír karlar og tvær konur sem
sögðust líka vera leiðsögumenn og
héldu stíft að þeim vodka meðan
beðið var í tvo og hálfan klukkutíma
eftir mat.
Þetta gerðist
197fi — Portúgalar fá nýja
stjórnarskrá.
1970 — Kínverjar skjóta fyrsta
gervihnetti sínum — Misheppn-
að banatilræði við varaforsætis-
ráðherra Formósu í New York.
19fi7 — Sovézki geimfarinn
Komarov ferst í lendingu.
1961 — Tshombe Katangafor-
seti handtekinn eftir fund
kongóskra leiðtoga.
1939 — Robert Menzies verður
forsætisráðherra Ástralíu.
1926 — Samningur milli Þjóð-
verja og Rússa um vináttu og
hlutleysi.
1909 — Ung-Tyrkir taka Kon-
stantínópel af uppreisnarmönn-
um.
1898 — Spánverjar segja
Bandaríkjamönnum stríð á
hendur.
1883 — Landnám Þjóðverja í
Suðvestur-Afríku hefst í óþökk
Breta.
1558 — María Skotadrottning
giftist elzta syni Frakkakon-
ungs.
1521 — Spænskir uppreisnar-
menn sigraðir í Villalar og
leiðtogar andstæðinga Habs-
borgara teknir af lífi.
1514 — Herferð Selim I Tyrkja-
soldáns gegn Persum hefst.
Afmæli: Vilhjálmur þögli, prins
af Óraníu (1533 —) — Edmund
Cartwright, enskur uppfinn-
ingamaður (1743—1823) —
Anthony Trollope, enskur rit-
höfundur (1814-1882) -
Philippe Pétain, franskur her-
maður (1856-1951) - Sir
Stafford Cripps, enskur stjórn-
málaleiðtogi (1889—1952).
Innlent: Verzlunarfrelsið 1854
— Tillaga Sigurðar málara um
stofnun Forngripasafns í „Þjóð-
ólfi“ 1862 — d. Sveinn Pálsson
læknir 1840 — Heit í Skálholti
1261 — Gísli Brynjúlfsson skip-
aður í nýtt embætti prófessors í
sögu íslands og bókmenntum
1874 — Norðlendingar halda
búnaðarsýningu á Grund 1879
— Loftleiðir kaupa tvær Cloud-
master-vélar 1959 — „Sif“ tekur
„Brand" (GY-111) við Eldey 1967
— Námsmenn leggja mennta-
málaráðuneytið undir sig 1970
— Tvær mjölskemmur í Vest-
mannaeyjum brenna 1967 — f.
Sigursveinn D. Kristinsson 1911
— Bjarni Þórðarson 1914.
Orð dagsins: Veikur líkami
veikir hugann — Jean Rousseau,
franskur heimspekingur
(1712-1778).
Kukrit Pramoj, sagði að hann
mundi því aðeins taka að sér
stjórnarforystu að flokkurinn
fengi meirihluta í neðri deildinni.
Elzti flokkurinn og sá stærsti
fram til þessa, flokkur demókrata,
fékk slæma útreið, nánast
þurrkaðist út í Bangkok og hlaut
aðeins 32 þingsæti í landinu öllu.
Þrátt fyrir sigur SAP, sem er
talinn standa lítið eitt til vinstri
við miðju, eru úrslit kosninganna
sigur fyrir herinn og íhaldsmenn.
Enginn 47 frambjóðenda
sósíaldemókrataflokksins, sem
áður hét sósíalistaflokkurinn, náði
kosningu.
Konungur tilnefnir þingmenn
efri deildar þar sem íhaldsmenn
eru í miklum meirihluta. Alls eru
86 af hundraði þingmanna efri
deildar úr hernum og lögreglunni.
32 óbreyttir borgarar sem eru
öldungadeildarmenn eru aðallega
bankastjórar eða kaupsýslumenn
og verkamenn eiga þar engan
fulltrúa, enginn blaðamaður á sæti
í deildinni, enginn háskólamaður
og aðeins þrjár konur.
Kosningabaráttan var daufleg
og vakti yfirleitt ekki áhuga svo að
kjörsókn var léleg.
ákvarðanir varðandi aðgerðir í
sambandi við útfærsluna, svo sem
veiðitakmarkanir o.þ.h.
Fiskifræðingarnir komust
einnig að þeirri niðurstöðu að
minnka beri loðnuveiðar á svæð-
inu við Island og Jan Mayen um
600 þúsund tonn, en í fyrra voru
1.2 milljónir tonna á svæðinu.
Þessi niðurstaða hefur orðið til
þess að knýja á um útfærslu við
Jan Mayen, þar sem ekki er hægt
að taka ákvarðanir um veiðitak-
markanir á svæðum sem ekki lúta
yfirráðum strandríkja.
Norsk stjórnvöld hafa ekki
ákveðið hvenær efnahagslögsagan
við Jan Mayen verður færð út.
Knut Frydenlund utanríkisráð-
herra hefur látið svo um mælt að
stjórnin hafi ákveðið að færa út
þegar hún telur brýna nauðsyn til.
Frydenlund sagði við sama tæki-
færi að útfærslan yrði ekki gerð
nema að viðhöfðu samráði og
skilningi Islendinga og annarra
nágrannaríkja.
Frydenlund sagði loks að
útfærsla efnahagslögsögu Jan
Mayen yrði ekki gerð fyrr en að
loknum samningum við Islendinga
um skiptingu svæðisins milli land-
anna. Forðast yrði að stofna til
deilna í sambandi við útfærsluna.
Rússar játa
kjarnorkuslys
Moskvu, 23. apríl. AP.
ORKUMÁLARÁÐIIERRA Rússa
hefur í fyrsta skipti játað að
„nokkur slys“ hafi orðið í kjarn-
orkustöðvum í Sovétríkjunum og
að meðal annars hafi orðið
sprenging og geislaleki, að sögn
bandariska þingmannsins Robert
H. Michel sem er í heimsókn í
Moskvu.
Michel segir, að þetta hafi komið
fram á einkafundi sem hann átti
um kjarnorkuöryggi með Petr S.
Neporozhniy orkuráðherra í sam-
bandi við slysið á Three Mile
Island. En Michel sagði, að Rússar
ætluðu ekki að draga úr smíði
kjarnorkuvera þrátt fyrir þá erf-
iðleika sem hefðu komið upp.
Þjóðverjar
þjálfaðir
í Líbanon
Bonn, 23. aprfl. AP. 4
VESTUR-ÞÝZKIR hryðju-
verkamenn ráðgera nýja
hryðjuverkaherferð í Evrópu
með stuðningi Alþýðufylking-
arinnar til frelsunar Palestfnu
(PFLP) og ætla að heita líf-
fræðilegum og öðrum vopnum
að sögn blaðsins Bild am Sonn-
tag.
Blaðið hefur það eftir áreið-
anlegum heimildum að vest-
ur-þýzkir leynilögreglumenn
hafi nýlega komizt á snoðir um
þetta samsæri þegar þeir fréttu
að Þjóðverjár sem eru grunaðir
um að vera hryðjuverkamenn
hefðu sézt í æfingabúðum
PFLP í Líbanon.
Meðal þessara Þjóðverja seg-
ir blaðið að sé Susanna
Albrecht sem lýst var eftir 1977
þegar árásir hryðjuverka-
nTanna voru í hámarki.
CIA og ísraleska leyniþjón-
ustan hafa skýrt Vestur-Þjóð-
verjum frá því að um tólf
vestur-þýzkir hryðjuverka-
menn séu í búðunum þar sem
þeir læri meðferð flókinna
vopna að sögn blaðsins.