Morgunblaðið - 12.05.1979, Síða 1
40 SIÐUR OG LESBOK
106. tbl. 66. árg. ____________________LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1979______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Schmidt kanslari:
Thatcher verður ekkert
lamb að leika sér við
Londun, Oxíord, 11. maí. AP. Rcuter.
HELMUT Schmidt, kanslari Vestur-Þýzkalands, sagði á blaðamanna-
íundi í London í dag að honum sýndist sem Margaret Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, yrði „ekkert lamb að leika sér við“. En
hann bætti því við að kannski fyndist henni Þjóðverjar nokkuð
harðskeyttir líka.
Carter hittir
Brezhnev í
fyrsta skipti
Washington. 11. maí Moskva.
CARTER forseti Bandaríkj-
anna og Bre/hnev forseti
Sovétríkjanna munu koma
saman til fundar í Vín dagana
fimmtánda til átjánda júní
svo framarlega sem heilsa
Sovétleiðtogans leyfir.
Tilkynnt var í Hvíta húsinu í
dag að Carter og Brezhnev,
sem nú er sjötíu og tveggja ára
að aldri, myndu undirrita nýj-
an samning um hömlur við
framleiðslu kjarnorkuvopna,
SALT tvö, og ræða heimsmál
og samskipti þjóðanna. Fréttin
barst fljótlega í kjölfar yfir-
lýsingar hinnar opinberu
sovésku fréttastofu, Tass, að
fundurinn væri ráðgerður en
ekki fastákveðinn, en þessi
fyrirvari mun eiga við ótryggt
heilsufar Brezhnevs.
Þetta verður átjándi fundur
bandarískra og sovéskra leið-
toga en fyrsti fundur Brezhn-
evs og Carters. Síðasti heims-
leiðtogafundur var haldinn í
Vín 1961 er John F. Kennedy
skiptist á skoðunum við Nikita
Krushchev.
Austurrísk yfirvöld sögðust í
dag ekkert ætla að spara til í
öryggisefnum, en Kreisky
kanslari mun hafa lagt hart að
leiðtogunum að hittast í Vín.
Heimildir innan Hvíta hússins
hafa sagt vonir standa til að
leiðtogarnir komi saman reglu-
lega hér eftir.
Aðalritari Atlantshafs-
bandalagsins, Joseph Luns,
sagði í dag að fundur þessi
kynni að valda þáttaskilum í
samskiptum þjóðanna tveggja
og sagðist hann hlakka til að
sjá lokatextann að samkomu-
laginu.
Viðskipta-
samningur
Pekinic. 11. maí. AP. Reuter.
FULLTRÚAR stjórna Bandaríkj-
anna og Kína undirrituðu í dag
nýjan viðskiptasamning ríkjanna.
I samningunum eru meðal annars
ákvæði um endurgreiðslu á upptekn-
um eignum Bandaríkjamanna við
valdatöku kommúnista 1949 og leyfi
til handa Kínverjum að leysa úr
bandarískum bönkum frystar inn-
stæður þeirra þar.
Schmidt og Thatcher efndu til
blaðamannafundarins að loknum
viðræðum sínum og gerðu þar
grein fyrir þeim málum sem borið
hafði á góma hjá þeim. Þau voru
sammála um að nauðsynlegt væri
að styrkja samvinnu landanna á
sem flestum sviðum.
Þau hefðu
rætt um Atlantshafsbandalagið
og m.a. vikið að því mikilvægi sem
Tyrkland gegndi vegna legu sinn-
ar.
Einnig var Efnahagsbandalagið
mjög á dagskrá þeirra og Schmidt
sagði að Vestur-Þjóðverjar væru
reiðubúnir að ræða við aðildarfé-
laga sína í EBE um hugsanlegar
breytingar og umbætur en hann
féllist ekki á að við grundvallar-
stoðum þess væri hróflað. Einnig
var rætt um olíumál og Schmidt
sagði að ýmislegt benti til þess að
þjóðir þær sem ekki réðu olíulind-
um myndu verða að eyða æ hærri
Wa.shinKton. 11. maf. Reuter.
SOVÉZKI andófsmaðurinn Alexand-
er Ginzburg sagði { dag að hann
teldi ekkert benda til þess að stefnu-
breyting væri að verða hjá sovézkum
stjórnvöldum hvað snerti mannrétt-
upphæðum allt að 40% af þjóðar-
tekjum í orkugjafa að minnsta
kosti um sinn.
indi. þó svo að hann hefði verið
látinn laus úr fangelsi.
Ginzburg sagði að sú mannrétt-
indahreyfing sem væri starfandi í
Sovétríkjunum væri liður í „óstöðv-
andi þróun“ og að nýir félagar gengju
stöðugt í samtökin og því væri starf-
andi innan þeirra góður kjarni, þótt
margir andófsmenn og félagsmenn
hreyfingarinnar lentu í fangelsi.
Hann sagði að hann væri enn veik-
burða og óstyrkur enda hefði þessi
skyndilega ákvörðun að sleppa hon-
um komið algerlega flatt upp á hann.
Ginzburg sagði þetta á fundi hjá
bandarískri þingnefnd sem á að hafa
það verksviö að fylgjast með fram-
kvæmd Helsinki-samkomulagsins.
Fjögur myrt
New Yurk. 11. maí. AP. Reuter.
CIIARLES Frankel fyfrvcrandi
aðstoðarráðhcrra í Bandarfkja-
stjórn. sem sagði af sér á sínum
tíma til að mótmæla Víetnamstríð-
inu. var einn fjögurra fórnarlamba.
sem ræningjar myrtu í einu út-
hverfa New Yorkborgar í gær.
Frankel sem var 62 ára að aldri og
kona hans fundust skammt frá
heimili sínu í Hamlethverfi og
skammt þar frá fannst látinn 21 árs
gamall maður sonur auðjöfurs í
borginni og aldin frænka unga
mannsins.
Thorpe borið óblíðlegt vitni
London. 11. maí. Reuter.
LAGT var á ráðin um morð með byssukúlu eða hægdrepandi
eitrun við læstar dyr í neðri málstofu brezka þingsins. Þetta var
framburður vitnis í réttarhöldunum í dag yfir fyrrverandi
leiðtoga Frjálslyndra, Jeremy Thorpe.
Hinn fimmtugi Thorpe er
sakaður um misheppnaða til-
raun til að láta myrða sýningar-
manninn Norman Scott, en Scott
á að hafa hótað að gera
pólitískan frama leiðtogans að
engu með því að ljóstra upp að
þeir hefðu haft kynmök saman.
Stjórnmálamaðurinn ásamt
þremur öðrum ákærðum hefur
haldið fram sakleysi sínu en
verði þeir sekir fundnir eiga þeir
yfir höfði sér tíu ára fangelsis-
vist.
Fyrsta vitnið í réttarhöldun-
um í dag var Peter nokkur
Bessell, er kom sérstaklega frá
Kaliforníu þar sem hann er
búsettur. í vitnisburði sínum gat
hann meðal annars um fund í
þinghúsinu árið 1968 en þá var
hann sjálfur félagi Frjálslyndra
flokksins í Bretlandi: „Það væri
ekki meira níðingsverk en að
lóga veikum hund,“ hermir
Bessell að Torpe hafi sagt og átt
við Scott. „Síðan er hægt að urða
líkið í tinnámu."
Bessell segist hafa reyn.t að
telja Tórpe hughvarf. Hafi þeir
átt annan fund árið eftir ásamt
öðrum hátt settum manni í
flokknum, David Holmes.
„Thorpe bað mig að loka dyr-
unum,“ segir Bessell, „hann
stakk upp á því að Holmes
þættist vera fréttaritari frá
vestur-þýzka tímaritinu „Der
Spiegel". „Síðan á Thorpe að
hafa sagt við Holmes.: „Ginntu
hann á afskekktan stað og
skjóttu hann.“
Bessell segir Holmes hafa
brugðið mjög við uppástunguna.
Hafi þeim tveimur tekizt að
koma leiðtoganum í skilning um
að byssuhvellur kynni að valda
of miklum hávaða. „Það verður
þá að byrla honum eitur," sagði
Thorpe, „þú getur laumað því í
drykkinn hjá honum, David á
kránni."
Hlátur braust út í réttarsaln-
um í The Old Bailey er Bessell
sagði Holmes hefði þá bent á „að
það kynni að verða óskemmtilegt
ef Scott félli dauður á hlið og út
af stólnum."
Engin stefnubreyting
í mannréttindamáliim