Morgunblaðið - 12.05.1979, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 12.05.1979, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 5 Myndlista- og handíðaskólinn 40 ára: Verk nemenda og Kurt Zier á há- tíðarsýningu að Kjarvalsstöðum MYNDLISTA- ojf handíðaskóli íslands er 40 ára um þessar mundir. f tilefni aí afmælinu verður opnuð í dag árleg vor- sýning skólans að Kjarvalsstöð- um. Sýningin hefur ávallt verð haldin í húsakynnum skólans en er nú í öllum sölum Kjarvals- staða. Sýningin verður opnuð við hátíölega athöfn í dag kl. 14 og mun standa fram til sunnudagsins 20. maí. Hún er opin daglega frá kl. 14—22. Nemendur Tónlistar- skóla Reykjavíkur munu tvívegis halda konserta á sýningartíman- um, verða þeir nánar auglýstir síðar Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Skólinn hefur gefið út sérstakt afmælisrit sem til sölu verður á sýningunni. I ritinu er saga skól- ans rakin. Kemur þar fram, að Ludvig Guðmundsson stofnaði Handíðaskólann árið 1939 og var hann fyrsti skólastjóri hans. Upp- haflegt markmið hans var einkum að sérhæfa kennara og kennara- efni í teiknun hvers konar. Sama ár réð Luðvig Kurt Zier að skólan- um frá Þýzkalandi og var hann lengi aðalkennari skólans og síðar skólastjóri. Björn Th. Björnsson samdi annál skólans í ritið. í anddyri Kjarvalsstaða er sýning á verkum Kurt Zier, sú fyrsta hér á landi, en skólastjórn þótti við hæfi að minnast þess manns, sem hafði svo mikil áhrif á þróun skólans. Pétur Pétursson þulur: Sigurdur og sjöunda greinin Það vafðist dálítið fyrir Pílatusi á sinni tíð hvað væri sannleikur. Sigurði Sigurðssyni er ekki þannig farið hvað ósannindum viðvíkur. Hann þekkir þau strax af viðkynn- ingu. Sigurður les grein mína um þátt fréttastofa útvarps og sjón- varps með því að bera hana að spegli. Þá verður niðurstaðan aug- ijóslega öll önnur en hjá öðrum lesendum. Sigurður véfengir staðhæfingu mína um að fréttastofur útvarps og sjónvarps hafi ekki starfað sam- kvæmt reglum (7. grein), er þær kusu að leiða hjá sér blaðamanna- fund Andófs 79 og einnig það, að hvorug stofnunin gaf fulltrúum okkar kost á að koma fram um leið og leitað var álits aðila er stóðu að atkvæðagreiðslu um málið, en þátt- taka bundin við fulltrúa BSRB og fjármálaráðherra. Ummæli Kristj- áns Thorlaciusar hafa vakið al- menna kátínu, er hann lýsti stjórn BSRB sigurvegara í atkvæða- greiðslunni. Það er niðurstaða er fréttastoíurnar samþykkja sem hina einu birtingarhæfu. — Þjóðin veit annað og hlær að gambri Jóns sterka: „Sáuð þið hvernig ég lagði hann.“ Það er í sjálfu sér broslegt að vera að elta ólar við málflutning þeirra sem ættu heima á dagvistun- arheimilum og róluvöllum í þykjustuleik kjarabaráttu. En ef því væri svo farið að þeir létu sér nægja að skrifa í sandinn þá væri málið ekki vert þess tíma er fer í umræðu og deilur. Þvert á móti efla þeir nú sem þeir mega allskonar öfl til þess að rétta hlut sinn að loknum ósigri. Synjun fréttastofu sjónvarpsins við þeirri málaleitan að fulltrúi Andófs fengi að koma fram til jafns við formann BSRB að lokinni atkvæðagreiðslu er í beinu framhaldi af neitun formannsins við þeim tilmælum Sjónvarpsins að hann kæmi fram í Kastljósi ásamt fulltrúa Andófs. Helgi Helgason fréttamaður kvaðst hafa sætt ámæli frá Kristjáni Thorlacius fyrir þá hugmynd að hann sæti fyrir svörum í sama þætti og fulltrúi Andófs. Nú hafa fréttastofur útvarps og sjónvarps kosið að bera smyrsl á sárin með því að leyfa einleik Kristjáns Thor- laciusar, eða eigum við að segja samleik og pantleik þeirra Kristj- áns og Tómasar. Umdeildar stofnanir eins og Ríkisútvarpið afla sér ekki aukinn- ar virðingar með slíkri framkomu sem lýst hefir verið gagnvart fjöl- mennum hópum er andæfa og fylkja liði gegn yfirgangi. í þeim hluta veraldar er ekki lýtur ritskoð- un og hömlum í fréttaflutningi nema að því er varðar mismun á aðstöðu er fjárskortur ævinlega hefir í för með sér, dytti engri fréttastofnun í hug að kæfa slíkar raddir er sannað hafa fjöldafvlgi Nemendur í dagdeildum skólans eru nú um 160 og rúm 500 á ýmsum námskeiðum fyrir fólk á öllum aldri. Skólastjórar auk Luðvigs og Kurt Zier hafa verið Hörður Ágústsson, Gísli B. Björnsson, Hildur Hákonardóttir og núver- andi skólastjóri er Einar Hákonarson. Verk nemenda á 3-. og 4. ári voru f sérstökum sal. Þar gat að líta þessar grfmur og eru mörg andlitin nokkuð kunnugleg. Við látum lesendum eftir að finna út samlfkingarnar. sitt með jafn áþreifanlegum hætti og Andóf 79 gerði. Sigurður frétta- stjóri nefnir fjölda félaga er gert hafi samþykktir er gengu gegn margnefndu samkomulagi. Ég vek athygli hans á því að félag okkar beggja reið á vaðið í því efni er það samþykkti einróma fyr.st allra fé- laga tillögu er ég lagði fram í janúarmánuði ásamt félögum mín- um mörgum í Starfsmannafélagi Ríkisútvarpsins. Osk mín um að við Andófsmenn fengjum að láta rödd okkar heyrast var ekki bundin persónulegu áliti mínu. Hinsvegar höfðu öll dagblöð- in leitað álits hjá mér og bjóst ég við að fréttastofur útvarps og sjónvarps vildu einnig gera þessum málum skil. En auðvitað var þeim velkomið að velja einhvern annan sem talsmann okkar. Starfsfélagar okkar Sigurðar í stofnuninni eiga sér margvísleg hugðarefni. Ekki hefir skort áhuga þeirra og fréttastraum frá ýmsum andófshópum þótt eigi njóti þeir viðlíka fylgis og andófshreyfing okkar sannaði í atkvæðagreiðsl- unni. Torfusamtökin, Arnarhólsfund- ur, Laxárflokkur, o.fl o.fl. hafa notið náðar sem við höfum ekki orðið aðnjótandi. Vill ekki Sigurður fréttastjóri skýra frá með hvaða hætti þær hreyfingar tryggðu sér tíma í útvarpi til túlkunar á mál- stað sínum. Fjölmiðlum ber ótvíræð skylda til þess að veita í farveg sinn umræðuefnum er varða alþjóð. Sigur okkar andófsmanna hefir vakið þjóðarathygli. Sjálft Alþingi tekið málið á dagskrá. Ríkisstjórnin riðar til falls, að sögn þingmanna. En ekkert raskar ró fréttastofa útvarps og sjónvarps. Nema ef vera skyldi að það biði fréttamanna á vaktinni að þurfa að ómaka sig til þess að segja frá því að. auk þess að Hekla sé væntanleg til Raufarhafnar komi Esja til Kópaskers. I grein sinni tíundar Sigurður vanrækslusyndir fréttastofunnar. Það var ömurleg lesning. „Fréttastofan leitaði ekki álits... formælcnda fjölmcnnra félaga ríkis- og bæjarstarfsmanna, er andmæltu samkomulagi BSRB og fjármálaráðherra og unnu að því að samkomulaginu yrði hafn- að, enda hefði þá fátt annað komist að í fréttatfmum útvarps- ins“. Hver er ósannindamaður? Hver hallar réttu máli? Hver skrumskæl- ir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar með því að útvarpa einvörðungu frásögn Kristjáns Thorlaciusar um sigur forystunnar og engu öðru en því? Hvað á betur við „fréttaflutn- ing“ af þessu tagi en orð séra Árna Þórarinssonar: „Þeir voru snilling- ar í að ljúga með þögninni“. Hér var ekki setið auðum höndum. Uppsetning sýningarinnar var á fimmtudaginn í fullum gangi og auðséð var að nemendunum var annt um að öllu yrði vel fyrir komið. Veislumatur, skemmtiatriöi Við bjódum stórsteikur sem smárétti. Allt aföllu í mat og drykk. Munið ókeypis sérrétt fyrir börn 10 ára og yngri. iili „The Bulgarian Brothers“ skemmta matargestum Esjubergs i kvöld kl. 6—9 og á morgun sunnudag kl. 12—2 og 6—9. Þaö er ódýrt aö boröa hjá okkur Verið velkomin Ini

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.