Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 HHjartað og veruleikinn Fundarstjóri, jfóðir samherjar c>K vinir. „Og U<‘>' þér Ijóst, er yenyur jrú. á hönd þeim yesti, er sótti jng í ókunn lönd, aö viösjál mun j)ér veröld jyessi finnast En haj'i mildi og mannslund varist þar, þá minnstu fiess ad einnig barist var um hjarta j>itt og þar skal stríöid vinnast. Ejí las með athyfjíi jjrein -sem Ellert Schram alþinnis- maður skrifaði nýletfa í Morjíun- blaðið um ferð til Tékkóslóvakíu. Hann sagði m.a.: „íslendinKi r, sem heimsækir Prají, Ketur haft af því dýrmæta re.vnslu. Mín reynsla er sú að þú getir ekki verið hlautlaus í afstöðu til ástandsins þar. Það reyndist mér um mefjn: Þarna er einmitt komið að kjarna málsins. Við erum ekki ein í heiminum, eif{um ekki að vera það, mefíum ekki vera það ok fíetuni ekki verið það. Okkur er það ti!finninf{alef{a um megn, umfram það sem skynsemin býður okkur. „Huf{ann grunar, hjartað finnur löf{in.“ (E.B.) Of{ því erum við saman komin á þennan fund, að við erum ekki hlutlaus ok ætlum ekki að vera það, hvorki í innri né ytri málum. Við erum hingað komin, af því að við höfum tekið afstöðu of{ ætlum að taka afstöðu. Hlutleysi er hliðhyili við árásaraðila. Þessi kenninfí er rétt 0}{ í f{ildi. Við getum svo sem reynt að láta sem ekkert sé, við f{etum reynt að láta blekkj- ast, við ftetum reynt að stinfta höfðinu niður í sandinn. Við fíetum reynt að segja að ástand- ið í Tékkóslóvakíu komi okkur ekki við, hvað þá í fjarlægari löndum eins og Kampútseu og Uganda. Við getum reynt að sefíja að slíkt gerist aldrei hér, (T.G.) við getum reynt að segja að Stalín sé ekki hér, en allt þetta rekst bæði á reynslusannindi þau sem lífið hefur kennt okkur og lögin sem hjarta okkar hefur fundið. Ilvenær sem lífi cr grandað. er vegið að okkur persónulega. Ilvenær sem einhver önnur þjóð cr hncppt í fjötra. er vegið að frelsi okkar Islendinga allra. Viðurstyggð alræðisins er alltaf söm við sig, hvort sem persónugervingurinn heitir Stalín, Hitler eða Amín. „Allt vald spillir. Algert vald spillir algerlega." Víti pyndinga, sýndarréttarhalda, útrýmingar- búða og fjöldamorða eru syrgilega mörg til varnaðar. Kommúnistar, höfuðsmiðir og fremjendur alræðishyggjunnar, hafa Iöngum haft bræðralag að slagorði. Nú vegast þeir á með orðum og vopnum víða um heimsbyggðina. I anda alræðis- hyggjunnar og nafni kommúnis- mans hafa austur í Kampútseu verið unnin meiri fólskuverk, í versta og víðasta skilningi orðs- ins, en menn hafa spurnir af í annan tíma. Þegar árið 1933 sagði Sigurður Guðmundsson skóla- meistari af mikilli spádómsgáfu fyrir um bræðralag nasista og kommúnista einsog það mundi verða í veruleikanum: „Ulfar skapa aldrei guðs ríki á jörðu. Úlfar byggja aldrei annað en úlfdali, hvaða stjórnskipulagi sem þeir koma á með sér. Um slíkt þarf engra vitna við nema skilnings á úlfshug og eðli hans. Þá er úlfar hafa etið alla and- stæðinga sína, og þeir lifa einir eftir, hefja þeir baráttu hver við annan til að fullnægja úlfúð sinni, ófriðar- og rándýrslund...“ Ótölulegur fjöldi fólks hefur undanfarið látið lífið á flótta úr úlfdölum kommúnista í Suð- austur-Asíu. Þannig hefur „Internationalinn tengt strönd við strönd" í þeim heimshluta. Við ætlum ekki eð verða ráns- fengur úlfa. Við ætlum flokki okkar að verða sem fyrr brjóst- vörn íslendinga gegn alræðis- hyggjunni. Veruleikinn kennir okkur. Ungum manni gekk mér seint og báglega að losna við róman- tíska hlutleysisdraumóra. En skógur blekkinga minna brann árin 1940—’50. Reynslan kenndi mér og öðrum að það er ekki einasta gagnslaust að vera hlut- Iaus. Það er siðferðilega rangt og tilfinningalega ekki hægt. Við sækjum þennan fund af því að við erum hvorki hlutlaus, í innri né ytri málum, né ætlum að vera það. Við höfum hafnað hlutleysi og skipað okkur í flokk sem í hálfa öld hefur verið stærsti flokkur þjóðarinnar. Vandi okkar hlýtur því að vera mikill, sá sem fylgir þeirri vegsemd að setja þessum stóra flokki stefnu og kjósa honum forystu, þegar 50 ár eru liðin frá stofnun hans. Og lík- legt þykir mér að einhver spyrji hvort fimmtugur flokkur hljóti ekki að vera úreltur og svo sem sjálfdauður á öld harðans og breytinganna. Eða er eitthvað það sístætt og sammannlegt í stefnu þessa flokks, sem er eins mikils vert, eins þungvægt og í upphafi, þegar hin stutta og markvissa stefnuskrá var sam- in? Og þessu hlýt ég að svara játandi: Sjálfstæðisbárátta smáþjóðar og einstaklingsfrelsi. Viðfangsefni af þessu tagi og vandamál þeim skyld eru ekki afgreidd eða leyst í eitt skipti fyrir öll. Þau eru ævarandi, þótt viðhorf í ýmsum minni atriðum breytist og verulegur dagamun- ur verði á lífskjörum fólks og aðstöðu. Um sjálfstæðisbarátt- una á við hið forna orð að ekki er minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess. Meginviðfangsefni okkar, sem ég hef áður vikið óbeint að er einmitt að varðveita sjálfstæði landsins í þeim úlfúðarfulla heimi, sem við lifum í. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft for- ystu um þá varnarstefnu sem fylgt hefur verið, frá því að lýðveldið var stofnað í anda frumherja okkar, og þessari stefnu ætlum við að fylgja fram af fullri einurð í samvinnu við frændur okkar og aðrar vina- þjóðir. Inn á við setjum við okkur skýra stefnu sem nú er og hefur verið í mótun. Þessi stefna byggist á hugsjónum okkar, sem eru í grundvallaratriðum hinar sömu og voru leiðarljós stofn- endanna. Þessa stefnu ætlum við að setja fram skorinort, greinilega og kerfisbundið og kynna öllum vandlega, ekki síst ungu fólki sem er frá barnæsku alið á kenningum og þarf sífellt að vitna í reglur, máli sínu til sönnunar, og koma efnisatriðum fyrir á einhverjum stað í kerfi fræðanna. Hins vegar megum við ekki gleyma því að það er framkvæmd stefnunnar, en ekki kerfing hennar, sem skiptir máli í veruleikanum, og kerfisþrælar ætlum við ekki að vera. Stefnur geta verið góðar á pappírnum, og kerfið getur litið vel út í fjarska, en þegar sanntrúaður kerfismaður lítur veruleikann bak við tjöld áróðursins, bregð- ur honum ósjaldan í brún. Þegar Halldór Laxness kom til Leníngrað 1932, segist hann hafa haldið að þjóðlífið væri „samræmisfullt og bros sigur- sællar lífsreynslu endurspeglað- ist á andlitum fólksins“. En fyrir sjónum hans varð „slæptur og niðurdrabbaður tötralýður sem troðfyllti pláss, stræti og stassjónir", sem hann hafði hvorki séð slíkan fyrr né síðar. Kenningin var nefnilega svo sterk í Ráðstjórnarríkjunum, segir Halldór í Skáldatíma. að þar óx ekki framar gras handa kúm og fyrir bragðið heyrði smjör undir furðuverk í því skipulagi sem þar hafði verið komið á í veruleikanum. Ágæti kenningarinnar er ekki í henni einni saman sjálfri fólið. Það er komið undir þeim veru- leika sem til kemur við fram- kvæmd hennar. Þess vegna stefnum við að þvílíkum veru- leika, að hér á landi vaxi gras handa kúm og fiskur dragist úr sjó. Við viljum ekki verða svo miklir kenningasmiðir eða kerfismenn að við hugsum okk- ur út úr lífinu í stað þess að lifa okkur inn í það, svo að ég grípi til orðalags sem Þórarinn Björnsson viðhafði fyrir svo sem aldarfjórðungi. Við ætlum, svo að dæmi séu tekin, að stuðla að þeim veru- „Og fní munt seinna skynja skáldskap hans, þér skilst hann fyrst, er þjáning sérhvers manns er þér í innstu œðar hjartans runnin. Þvi lát hans ógn og angist næda um þig, lát elda harms og kvala flœða um þig, uns skógur þinna blekkinga er brunninn! (T.G.) Nemendasýning Myndlistaskólans í Reykjavík: Leggja mikla áherzlu á barnadeildirnar MYNDLISTASKÓLINN í Rcykjavík opnar í dag kl. 14 sína árlegu ncmcndasýningu í húsnæði skólans að Laugavegi 118, gengið inn Rauðarárstígsmcgin. Sýningin stendur yfir í dag og á morgun og cr opin frá kl. 14 — 22. Aðgangur er ókeypis. Ilrönn Arnardóttir er hér að höggva mót utan af gipsstyttu. sem fara á á sýninguna. Ljósm. Mbl. Kristinn. Nemendur Myndlistaskólans eru allt frá fjögurra ára aldri og helstu deildir skólans eru teikni- deildir ýmiss konar, málaradeild- ir, höggmyndadeild — sú eina á landinu — og í vetur var í fyrsta sinn starfrækt bókaskreytingar- deild, sem naut mikilla vinsælda. Skólastjóri Myndlistaskólans, Katrín Briem, sagði, að verkin á sýningunni væru mjög fjölbreytt. par gæfi að líta sýnishorn af starfemi skólans í heild sinni. Hún sagði skólann leggja mikla áherzlu á barnadeildirnar og þar væri mikið unnið af myndum og svo aftur úr þrívíðu formi, dýr ýmiss konar úr pappa og einnig væri mikið unnið við leirmótun. Nemendur skólans voru að lcggja sfðustu hönd á verk sin á föstudaginn. Ilér er Margrét Iljálmarsdóttir að ganga frá verki sínu „blaðakonan", cn nafnið kemur til af því, að verkið er búið til úr pappa og daghlöðum. Ljósm. Mhl. Kristinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.