Morgunblaðið - 12.05.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.05.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 13 heldur sig adailega í Ódáðahrauni og hefir verið par verpandi, pó ekki hafi fundist par hreiöur i nokkur ár og sumir álíti, aö fuglinn sé ekki lengur verpandí hér á landi. Hún hefir pö pftar en einu ainni séat á flækingi í byggö. Hin tegundin, sú sem pessi mynd er af, er brandugla. Þó hún hafi aldrei sést í fuglaskoöunarferöum Ferðafélagsins, er vel hugsanlegt aö rekast á hana, pví aö hún er líklega verpandi hér í næsta nágrenni og sést oftar en margan grunar. RFERÐ Skógarpröstinn pekkja efiaust allir, en hann tilheyrir einni af átta tegundum spörfugla, sem verpa hér reglulega. Auk pess hafa orpið hér landsvaia, grápröstur, svartpröstur og gráspör, en pað svo óreglulega, að peir geta ekki taiist til íslenskra varpfugla. Sextugur: Hans G. Andersen sendiherra Sextugur er í dag, þjóðkunnur maður, Hans G. Andersen sendi- herra og þjóðréttarfræðingur. Hans hefur verið aðalráðunautur ríkisstjórna í þjóðréttarmálum síðastliðinn aldarþriðjung. Hann var mikill námsmaður og um tíma kennari í þjóðarétti við lagadeild Háskóla íslands. Auk sendiherra- starfa í mörgum löndum, nú í Washington, hefur hann verið aðalfulltrúi Islands á alþjóðlegum fundum og ráðstefnum um land- helgis- og hafréttarmál, nú á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðánna. Sem ráðgjafi og samn- ingamaður í samningum við er- lendar þjóðir um fiskveiðiréttindi í íslenskri lögsögu hefur hann jafnan staðið í fremstu víglínu, enda aðalhöfundur landgrunns- laganna. Um þessi mál hefur hann mikið ritað. Má því með sanni líta á hann sem okkar fyrsta sendi- herra. Hann er kvæntur hinni glæsilegu listakonu Astríði Andersen, og eiga þau tvö börn Gunnar Þorvald, viðskiptafræðing hjá Flugleiðum og Þóru, túik hjá Sameinuðu þjóðunum. Eg kynntist Hans fyrir áratug og tókst þá þegar með okkur mikil og góð vinátta og í framhaldi af því samvinna, sem varað hefur síðan. Samvinna okkar varð að vera mjög náin og ekki spillir, að skapgerð okkar fellur oftast vel saman. Hans hefur ríkan skilning á mannlegum samskiptum og lög- málum þjóðfélagsins. Fljótt varð mér ljóst, að enginn var hans jafningi í þjóðréttarmálum. Styrkleiki hans og forystuhæfi- leikar gerðu hlutskipti hans snemma stórt. Júridiskur þanka- gangur er honum í blóð borinn. Hann er framsýnn og stjórnsamur og með eindæmum rökfastur og sannfærandi. Hann er spaugsamur og bregður gjarnan á leik. Oft hefur hann liðkað fyrir máli með skapi sínu á ólíklegustu stöðum og stundum. Sterkur þáttur í skapgerð hans er einmitt að fanga augnablikið. hefur margur átt undir högg að sækja undir þeim kringumstæð- um. Þegar úthald annarra tekur að bresta, eykst honum ásmeginn og fá þá margir að finna fyrir krafti hans. Hans er með eindæm- um stuttorður og margviss í orða- vali. Vafalaust á Hans enn eftir að leggja fram drjúgan skerf, þótt vel hafi verið hreinsað út á þeim velli, sem hann hefur starfað á á síðast- liðnum árum. Ég óska honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju með afmælið. Jón L. Arnalds Dýrt ad vera veikur” Rætt við þrjá göngudettdarsjúklinga „Flestir sjúklingana sem koma á göngudeildina hafa skerta starfsorku og munar því vcrulega um útgjiildin," sagði Arndís Steingrímsdóttir cr Mbl. hafði samband við þrjá göngudeildar- sjúklinga. Þessir sjúklingar þurfa allir í reglulegt eftirlit vegna liðagigtar og voru þcir spurðir um það hvaða áhrif hækkun sú sem nýíega varð á þjónustu deildarinnar auk annarra læknisþjónustu og Ivf jagjalda hefði á fjárhag sjúklinga. „Eg kem á göngudeildina á óraunhæft að hækka gjöld fyrir fjögurra vikna fresti núna en hef stundum þurft að koma þangað vikulega. Eftir hækkunina munu þær heimsóknir ásamt meðulun- um kosta mig a.m.k. 60 þúsund krónur á ári. Flestir þeir sem á annað borð þurfa að koma á göngudeildina koma þangað reglulega árum og áratugum saman. Það sama er að segja um lyfin. Margt fólk verður að taka lyf að staðaldri til að geta haldið einhverri starfsorku. „Ég held að það eigi eftir að verða dýrt fyrir þjóðfélagið ef það fer svo að fólk hættir að fara til læknis eða að taka lyf vegna þess hreinlega að það hafi ekki efni á því. Þá er hætt við að margir missi starfsorku sína og þjóðfélagið verði að greiða þeim hærri örorkubætur auk þess sem skatttekjur ríkissjóðs myndu minnka. Mér finnst í sjálfu sér ekki læknisþjónustu en það hefði mátt fara annan veg. Til dæmis hefði mátt hækka gjöldin fyrir þá sem þurfa að leita læknis aðeins einu sinni á ári vegna flensu en sleppa okkur sem þurfum að fara í eftirlit reglu- lega“. • Einum oí langt gcngiö" „Ég þarf að leita til göngu- deildarinnar stundum vikulega og stundum mánaðarlega," sagði Magnús Jónsson. „Fyrst þegar ég heyrði um þessa hækkun var ég alveg gáttaður, ég vissi ekki hvað var um að vera. Það hefði mátt hækka þetta gjald eitthvað þar sem það hefur verið í 600 krón- um það lengi en í 2000 krónur er einum of langt gengið. Þessi hækkun kemur vissulega mjög illa við mig en ef örorkubæturn- ar hækka til samræmis við hækkun þessara gjalda þá verður þetta ekki svo mjög baga- legt. En ef svo verður ekki þá er það orðinn munaður að vera veikur.“ • Ilcilsan gcngur íyrir iillu" „Því er ekki að neita að þessi hækkun kemur mjög illa við mig,“ sagði Guðdís Guðmunds- dóttir. „Ég þarf að fara mjög oft á gönguleildina. Stundum þarf ég þangað einu sinni í viku, fyrst eftir að ég kem heim af sjúkra- húsi, en síðan smálengist bilið upp í 2 mánuði. Okkur fannst það nóg að greiða 600 krónur fyrir hverja heimsókn á göngudeildina, hvað þá 2000 krónur. Fyrst þegar ég kom á göngudeildina kostaði hver heimsókn 50 krónur. Ef þetta heldur þannig áfram að hækka fer það svo að maður getur ekki lengur farið í reglu- legt eftirlit. Það yrði mjög baga- legt að geta ekki notfært sér þá góðu þjónustu sem okkur er veitt á göngudeildinni. En eins og allir vita gengur heilsan fyrir öllu hjá flestum og því annað látið sitja á hakanum." Læknaráð Borgarspítalans; Ráðstefna um hópslys og bráðaþjónustu Aðalfundur læknaráðs Borgar- spítalans var haldin nýlega en í læknaráði eiga sæti allir sér- fræðingar og yfirlæknar spítalans ásamt fulltrúum aðstoðariækna alira deilda. Læknaráðið er ráðgef- andi samstarfsaðili stjórnar sjúkrahússins um mál, sem varða læknisfræðilegan rekstur, þróun- ar- og þjónustumál. Á aðalfundinum var kjörin stjórn til næstu tveggja ára og skipa hana nú Ásmundur Brekkan yfirlæknir formaður, Þórður Harðarson yfir- læknir varaformaður og Rögn- valdur Þorleifsson sérfræðingur á slysadeild ritari. I frétt frá lækna- ráði Borgarspítalans segir m.a. svo um starfsemina: Á síðustu tveim árum hefur verið lögð áherzla á aukið samstarf við læknaráð hinna spítalanna í borg- inni og var einn ávöxtur þeirrar samvinnu, ráðstefna um heil- brigðisþjónustu fyrir aldraða, sem haldinn var í Domus Medica á sl. ári með þátttöku fjölmargra aðila innan félagsmála- og heilbrigðis- þjónustu borgar og ríkis. Læknaráðin stóðu síðan sam- eiginlega að útgáfu vandaðs heim- ildarits um ráðstefnuna. Þetta sam- starf mun væntanlega hafa talsverð áhrif á framvindu heilbrigðismála almennt á næstu árum. I tilefni af 10 ára afmæli Borgar- spítalans 1978 gaf læknaráð út vandað afmælisrit um læknis- fræðileg efni. Frá því Borgarspítalinn tók til starfa hefur móttaka og méðferð slasaðra og bráðsjúkra verið ríkur þáttur í starfsemi hans, og hefur læknaráð Borgarspítalans beitt sér fyrir ýmsum framförum á því sviði, m.a. betri fjarskiptum, kennslu sjúkraflutningamanna og loks nú ráðstefnu um hópslys og bráða- þjónustu, sem haldin verður í þessum mánuði. Læknaráðið hefur einnig nokkur afskipti af þróunar og byggingaráætlun Borgarspítal- ans og tengslum Læknadeildar Há- skólans við sjúkrahúsin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.