Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.05.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 21 Hrólfur Sveinsson: Að þegja eða ekki þegja Seint verður ofsögum sagt af blessun tækninnar. Fyrir hennar verðskuldan er þess nú loksins kostur að njóta tónlist- ar til fullnustu, gerast hand- genginn drottningu listanna með óskoruðum þegnrétti. í krafti fullkominnar hljóm- plötu-tækni er fram genginn sá Aladíns-galdur að hreiðra um sig í hægu sæti heima hjá sér, en láta töfralampann ljúka upp veröld tóniistarinn- ar og sækja sér einmitt þá músík, sem hugurinn þráir á þeirri stundu, í flutningi þeirra listamanna sem bezt eru að skapi í það sinn. Og fyrirfram öruggt að ekkert fer úrskeiðis; engu að kvíða um það. Síðan er allt framhald á eigin hendi, með hvíldum og endurtekningum að vild. Einhver var að segja, að sá væri ekki alls vesall, sem hefði útvarpið í gangi með svo fjöl- breytta tónlist, að hverri kröfu væri fullnægt, — og alltaf hægt að skrúfa fyrir. Auk þess væri hér endalaus sæluvika af tónleikum, og þar fengist allt grænt af túninu. Meiri músík yrði tæplega torgað. Rétt er það, tónlist útvarps- ins kemur víða við; og er þó sá galli á gjöf Njarðar, að hlust- andi fær í engu að ráða ferð- inni, en þarf sífellt að sæta smekk og stundargeði einhvers stjórnanda. Við því verður ekki gert. Raunar þykir sumum helzt til vandlega dekrað við þá, sem aldrei mega óbölvandi heyra ærlegan tón. Samt er einn ljóður öllum leiðari á tónlistar-flutningi útvarpsins. En það er sá sjúk- legi þagnar-ótti, sem sprottinn er upp úr vítahring taugaþans- ins í nútíma-þjóðfélagi, þess- ari kyndugu þversögn, að há- vaði er orðinn að lyfi við líkamlegum og andlegum áverkum af hávaða, á sama hátt og brennivín er lyf við timburmönnum. Há- vaða-sjúklingum stendur grimmur stuggur af þögn. Og eitt af einkennum þessa tízku-kvilla er sá belgs-og-biðu-flutningur á tónlist, sem útvarpið ástundar. Ef svo slysast til, að hlust- andi hittir á óskastund um efnisval, þá kýs hann ekki aðeins að hluta á sjálft verkið í næði; hann vill ekki síður fá að njóta eftir-áhrifanna í full- komnum friði; þau skipta hann kannski mestu máli; helzt vill hann eiga víst fyrirfram ákveðið stundarkorn í algerri þagnar-kyrrð að tónverki loknu. En því er nú ekki að heilsa. Um leið og síðustu tónar hljóðna, rekur þulur upp raust sína og skellir samstund- is á fóninn öðru verki, oft úr allt annarri veröld, svo vesl- ings hlustandi missir áttanna og gleymir í svip að vanda sitt orðbragð. Fyrir kemur, að tón- listar-þætti lýkur svo, að ofur- lítil bið verður til næsta dag- skrárliðar. Síðast var e.t.v. leikin einhver af gersemum tónmenntanna; og þessi smá-dvöl gæti verið ómetan- leg. En haldið þið ekki að óhræsis þulurinn setji þá óð- ara í gang einhverja mann- ætu-músík, sem kemur eins og pipar í opna kviku, svo allri guðsblessun er á augabragði snúið í fordæmingu. Ef hlé verður í skemmra lagi, fer fólið að hamra með einum fingri Vasasands-lagið góðkunna, ef verða mætti til að hrekja á brott öll áhrif af tónlist. Allt fremur en andar- taks þögn. Það er því eins gott að vera handfljótur að slökkva á tækinu, þegar viðkunnanlegu stefi hefur brugðið fyrir. Þó kastar fyrst tólfunum, þegar komið er á tónleika. Þá skilst loks til hlítar, hvílík dásemd það er að hafa í heimahúsum góð tónflutn- ings-tæki, sem hægt er að hlýða á í einrúmi, eða með völdum vini. Þvílík mannraun að húka skorðaður niður í þröngt sæti í óhrjálegu salar-gímaldi, með nokkur hundruð af uppstríluðum sam- borgurum í kring um sig, og andrúmsloftið mettað af til- gerð. I þessu umhverfi er maður svo mataður á músík eftir annarra geðþótta; og auð- vitað undir hælinn lagt, hvort nokkuð af því er að skapi þann daginn, eða nokkurn tíma. Á tónleikum er maður auk þess ailan tímann á glóðum að söngvarinn annaðhvort springi á limminu eða geri einhverja árans bommertu, sem hann kann að vera manna vísastur til. Og jafnvel þótt einhver vildi reyna að gróðursetja í sálar-kálgarðinum þokkaleg áhrif einhvers sem fram er reitt, þá eru til þess lítil grið; því ekki sleppir lokatóni fyrr en þingheimur er tekinn til að lemja saman hrömmunum eins og brjálaðir villimenn, svo allt ætlar um koll að keyra. Hver lagstúfur, sem sunginn er eða leikinn, er meingaður kvíða fyrir næstu holskeflu af þessum djöfulgangi. Ég hef það fyrir satt, að þessi erlendi ósiður, hafi í öndverðu haft þann fróma tilgang að halda áheyrendum vakandi, því það kvað löngum hafa við brunnið, að ýmsar sundurleitar hvatir, auk tón- listaráhuga, reki gott fólk til að þyrpast á slíkar samkomur. En lófaskellirnir hafa líka fengið annan tilgang og virðu- legri. Þeir skulu sýna alheimi að Pétur veit eins vel og Páll hvenær þessu tónverki er lokið og hvenær ekki; hann er nefni- lega ekkert blávatn í músík- inni. Þess vegna stilla menn sig um að ganga af göflunum á milli þátta í kaflaskiptum tón- verkum, rétt eins og um list- ræna pásu sé að ræða, en ekki hlé sem nota má til að snýta sér og þurrka svitann af hljómsveitarstjóranum. Þá er ekki klappað, heldur hóstað. Svo er tekið mið af einhverjum tónmenningar-tindinum á fremsta bekk; og þegar hann byrjar að gjósa, fer allt pandemoníið í gang með tvíell- eftum ofsa. Vinur minn Helgi Hálfdan- arson hefur sagt mér, að þegar hann fari á konsert, þá beini hann allri athygli óslitið að söngmálastjóra þjóðkirkjunn- ar, svo hann eigi ekki á hættu að fara að klappa þegar verst gegni, en sé hins vegar sífellt í viðbragðsstöðu að hefja bar- smíðarnar á réttu andartaki. Áður en yfir lýkur, teygir einsöngvarinn eða stjórn- andinn á loka-hryðjunni með því að reigsa ýmist út af sviðinu eða inn á það aftur með eligansa í tilburðum, þangað til gjörvallur lýður er loks að niðurlotum kominn og gefst upp. Þá ætti líka að vera orðið nokkurn veginn tryggt, að ekki eimi eftir af músík í brjósti nokkurrar skepnu á þeim slóðum. Þó að nú sé mér efst í huga lofgerð um Tómas heitinn Edi- son og hans niðja, er það fjarri mér að sproksetja nokkra manneskju fyrir að bregða sér á konsert, ef hún unir þar glöð við sitt. Og svo sem háttáð er erindum margra á opinbera tónleika, er engin hætta á að þeir leggist af, enda þótt tækn- in geri miklu betur en leysa þá af hólmi. PARKINSON mér ekki að segja neitt um það,“ sagði Parkinson. „Er ekki allt fuílkomið á íslandi?" Það þarf auðvitað ekki að bæta því við að þú ert ögn hægra megin við miðlínu? „Ef eitthvað er auðvitað er það að orðin hægri og vinstri eru merkingarlaus í stjórnmálum,“ svaraði prófessor Parkinson. „Við Bretar höfum alltaf verið uppfinn- ingamenn. En við höfum ekki aðeins fundið upp veðreiðar og siglingakeppni. Nú erum við hætt- ir að nota þessa pólitísku merki- miða. Bretar standa ekki lengur til hægri eða vinstri (right or left) heldur á réttunni eða röngunni (right or wrong). Sumir hafa fundið til að ég sé hægra megin við Genghis Khan. Það er þá engin smán. Nýlegar rannsóknir leiða líkur að því að Elísabet önnur Bretadrottning sé komin af hon- um með yngri bróður Dragúla." Parkison er nú sjötugur og hefur kennt við háskóla um ára- tuga skeið. I ávarpinu vék hann að því að háskólar („Háskóli íslands er að sjálfsögðu undanskilinn") hefðu tilhneigingu til að framleiða til útflutnings einvörðungu þótt þeir kynnu ekki að ráða fram úr eigin vandamálum. Var honum alvara með því að grein eins og félagsfræði mætti missa sín? „Félagsfræði? Hvað hefur heimurinn lært af félagsfræðing- um? Við höfum yfirfyltt æðri menntastofnanir af fólki sem ekk- ert hefur verðugra fyrir stafni en að útvega hverju öðru vinnu við sama hlutinn. Þú mátt gjarnan bæta uppeldis- og sálarfræði í þennan hóp. Með leyfi að spyrja, hver hefur nokkru sinni haft gagn af grein eins og uppeldisfræði? Ég var sjálfur skólastjóri um árabil. Þegar eitt sinn var samin náms- skrá komu til mín ungir kennarar og sýndu mér tvö löng námskeið er þeir höfðu skipulagt um föðurleg- ar skyldur. Af hverju tvö nám- skeið spurði eg. Grundvallarnám- skeið og framhaldsstig var svarið. Á ekki að vera neitt rúm fyrir venjulegt fólk í framtíðinni?" Prófessor Parkinson talar tæpi- tungulaust og virðist haldinn ár- áttu til að fella skoðanir sínar í umgjörð lögmála, sem út af fyrir sig er akademískur ávani. „Ungl- ingavandamál og önnur þjóðfé- lagsmein eiga rætur að rekja tl þess að stofnanir eru farnar að ráðskast allt of mikið með líf fólks. Eftir því sem unglingar læra meira um heiminn umhverfis af bókum eykst leiðinn og óánægj- an. Ég er að hugsa um að setja fram lögmál um þetta efni á næstunni." Þaö virtist meinlaust að spyrja prófessorinn hvort hann hefði nokkru sinni heyrt um útnárann ísland áður en hann tók boði um að koma til landsins. Hann svar- aði þó eins og Northcote Parkin- son er einum lagið og hið ríka og samtengjandi hugarafl kenni- mannsins sýndi þau gömlu sann- indi að einatkvæðisorð falla sjálf- dauð án fótfestu í kenningu: „Nei, ég hafði ekkert heyrt um ísland. Alls ekkert. Það væri gaman að biðja vegfarendur á Lundúnatorgi að merkja ísland inn á landakort. Flestir gætu allt eins sett það við Suður-heimskautið. Það vill nefni- lega þannig til að til að hafa áhuga á landafræði verða menn að vera í snertingu við landslag, fjöll og vötn og vinda. Fæstir Banda- ríkjamenn hafa hugmynd um landafræði. I þessum sendnu og flatneskjulegu miðríkjum hafa menn næsta trúarlegar hugmynd- ir um heiminn í kring. Af því þeir hafa ekki landslag í kringum sig, en aðeins himin og jörð, verður allt í þessum heimi annað hvort af hinu háa eða hinu lága, af hinu góða eða hinu illa. Það er þess vegna sem Bandaríkjamenn skiptu veröldinni í frjálsar þjóðir og kúgaðar, settu sjálfa sig annars vegar en kommúnista hins vegar. „Kommúnistablokkin" svonefnda er algerlega þeirra uppfinning. Hún hefur aldrei verið til. Hún er komin úr bandarísku háskólunum til heimabrúks.“ - KP-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.