Morgunblaðið - 12.05.1979, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979
29
Skemmti
legar
þulur og
kvœði
Mánuðirnir
Janúar, febrúar
mars, apríl, maí,
júní, júlí, ágúst,
september, október,
nóvember og desember.
Tólf eru synir tímans,
sem tifa fram hjá mér.
Janúarer á undan
með árið í faðmi sér.
Febrúar á fannir,
þá læðist geislinn lágt.
Mars þótti blási oft biturt,
þá birtir smátt og smátt.
apríl sumrar aftur,
>á ómar söngur nýr.
maí flytur fólkið
og fuglinn hreiður býr.
júní sest ei sólin,
)á brosir blóma-f jöld.
júlí baggi er bundinn
og borðuð töðugjöld.
I ágúst slá menn engið,
9g börnin tína ber.
í september fer söngfugl
og sumardýrðin þverr.
í október fer skólinn
að bjóða hörnum heim.
í nóvember er náttlangt
í norðurljósa geim.
Þótt desember sé dimmur
dýrleg á hann jól.
Með honum endar árið
og aftur hækkar sól.
Margt er það í þessu kvæði, sem gaman er að ræða um við börnin t.d.
hvernig sólin hækkar á lofti og birtir af degi, hvernig atvinnuhættir voru hér
áður fyrr, um farfuglana — og að skólinn byrjaði yfirleitt í október o.s.frv.
En
igeíunn w
Snuna'v’J
(Mér {innst
5'[5 settí a5 verð;
í héreftir hjáJ\
meicSvirði Hér aX
It hann hama 09
W VerSur ekki ^
Ifyrir ranu ónæð
jí öðru lagijX
Mhrmgi ég ÍÉ||
■ lógreglona cg
l Ispt hang hand-J
Itaka Bjamg ®
[od alla hma J
tessa' frábæru tJI<
ur Philippusar eru
ajtvitö sam’pykfe
,\lerið vellqomnir,
rwenær Ssm erj
’ut f búö fynr
,, cg éftir aÓ hringt
Inefur vei<5 í Iðqgpna
ei' komið a<5 skilnaÖ
arstondinm
Vilhjálnuir G. Skijlason
skrifar nm lyf
Lyfjahandbókin
(Vítamín V)
B12-vítamín (framh.)
Hreint B12-vítamín er rautt,
kristallað efni, sem hefur mjög
flókna byggingu, er var ekki
þekkt í smáatriðum fyrr en 1955
og er eina þekkta efnið, sem
finnst í lifandi vef og inniheldur
kóbalt. Þessvegna er samheiti
lyfsins kóbalmín (t.d.
cyanókóbalamín og hydrox-
óbalamín). B12-vítamín er virkt í
mjög litlum skömmtum og
venjulegur dagskammtur er á
bilinu 2—8 míkrógrömm. Þess-
vegna ætti venjulegt fæði að
innihalda nægilegt magn af
þessu vítamíni og auk þess fram-
leiða þarmagerlar verulegt
magn af því. Það er nú vitað, að
þegar illkynja blóðskortur kem-
ur í ljós, hefur hann þau áhrif,
að sjúklingurinn getur ekki nýtt
það magn af B12-vítamíni, sem
er í fæði hans og myndast í
þörmum vegna þess að efni
skortir, sem myndast í slím-
himnu maga undir venjulegum
kringumstæðum. Þetta efni er
kallað „instrinsic factor", þ.e.
efni, sem myndast í líkamanum.
Einnig er framleiðslu magasýru
ábótavant. Það magn af
B-vítamíni, sem finnst í lifur, er
aðeins um það bil 1 míkrógramm
(1/1000 úr millígrammi) í hverj-
um 100 grömmum af lifur.
Framleiðsla þess í miklu magni
hlaut því að verða mjög dýr. En
árið 1948 kom það í ljós, að
örvera, sem framleiðir berklalyf-
ið streptómycín getur einnig
framleitt verulegt magn af
B12-vítamíni. Með þessari aðferð
er nú hægt að framleiða víta-
mínið í miklu magni á skaplegu
verði.
Helztu matvæli, sem inni-
halda B12-vítamín eru lifur og
aðrir vefir úr dýrum, en í jurtum
finnst ekkert af því. Vítamínið
er nauðsynlegt til þess að rauðu
blóðkornin myndist með eðlileg-
um hætti í beinmerg, en einnig
er það nauðsynlegt til eðlilegrar
starfsemi taugakerfis og slím-
himna. Ef vítamínið er ekki til
staðar í nægilegu magni í bein-
merg, myndast óeðlilega stór
forstig rauðra blóðkorna og til-
svarandi, stór rauð blóðkorn
losna síðan út i blóðbrautina.
Þetta leiðir til illkynja blóð-
skorts á taugakerfi, sem leiða til
dauða á nokkrum árum, ef ekki
er að gert. Á þessu er nú ráðin
bót með því að gefa hreint
B12-vítamín sem stungulyf með
vissu millibili það sem eftir er
ævinnar og getur þá viðkomandi
einstaklingur haldið fullri
heilsu. B12-vítamínskortur er
alltaf til staðar hjá þeim, sem
hafa illkynja blóðskort, en auk
þess getur hann komið í ljós, ef
sá hluti maga, sem framleiðir
„intrinsic factor“ er fjarlægður
með uppskurði, ef sá hluti sjúk-
dóma í þessum hluta þarma.
Einnig er hugsanlegt, að harð-
soðnar jurtaætur fái
B12-vítamínskort, þar eð það
finnst ekki í jurtaríkinu eins og
áður greinir.
Fólinsýra
Fólínsýra, sem á íslenzku
mætti kalla blaðsýru, en stofn-
inn er dreginn af latneska orðinu
folium, sem merkir blað, er
venjulega flokkuð með
B-vítamínum. Þessi sýra er
nauðsynlegur hluti fæðu og
finnst í miklu magni í lifur, geri,
grænum blöðum (þar af nafnið
blaðsýra) og grasi. Þegar árið
1931 var vitað, að viss tegund af
illkynja blóðskorti orsakaðist af
skorti á vissu efni, sem finnst í
geri. Árið 1941 var þetta efni
unnið í hreinni mynd úr spínati.
Þessi sýra hefur þýðingu fyrir
efnaskipti próteinefna og
kjarnasýra, en það eru mjög
flóknar sýrur, er finnast í
frumukjarna og eðlileg myndun
þeirra er forsenda fyrir eðlilegri
frumuskiptingu. Fólínsýra hefur
þessvegna þýðingu fyrir allar
frumur líkamans, en mest er
hún fyrir nýmyndun rauðra
blóðkorna í beinmerg. Venjuleg-
ur dagskammtur fólínsýru er 0,4
mg, en eykst um helming við
þungun og hjá brjóstamæðrum.
Fólínsýruskortur er sjaldgæf-
ur og kemur í ljós sem truflun á
frumuskiptingu, sem einkum
kemur fram á blóðmyndandi
líffærum. Ennfremur koma í ljós
einkenni frá meltingarvegi
(niðurgangur, megrun). Fólín-
sýra myndast af þarmagerlum í
ristli, en nýtist illa. Á hinn
bóginn frásogast hún vel frá
smáþörmum. Helzta hætta á
fólínsýruskorti er vannæring,
sjúkdómar í meltingargöngum,
sem koma í veg fyrir nýtingu
vítamínsins og þungun, sem eyk-
ur þörfina eins og áður minnst á.
Einniggetur mikil alkohólneyzla
og langvarandi notkun lyfja
gegn niðurfallssýki valdið fólín-
sýruskorti. Eitureinkenni eru
ekki þekkt.
Vítamínlyf, sem inniheldur
fólínsýru er Tablettae folicae 5
mg (fólínsýrutöflur 5 mg).
Askorbínsýra, C-vítamín
Fyrstu áreiðanlegu heimildir
um lækningu skyrbjúgs eru frá
árinu 1536, er franski landkönn-
uðurinn Jacques Cartier hafði
vetursetu með mönnum sínum í
Kanada. Rúmlega eitt hundrað
manns fengu skyrbjúg og inn
fæddir Indíanar ráðlögðu þeim
að bleyta furunálar í vatni og
drekka seyðið. 1 örvæntingu
sinni fylgdu menn Cartiers
þessu barnalega ráði, sem varð
þeim til lífs.
Tveimur öldum síðar hóf
skozkur herlæknir að nafni
James Lind að rannsaka áhrif
grænmetis og nýrra aldina á
skyrbjúg, sem þá var mjög
algengur meðal brezkra sjó-
manna. Árið 1757 skrifaði hann
bók um rannsóknir sínar og þar
bendir hann á, að hægt sé að
lækna skyrbjúg með því að gefa
appelsínur og sítrónur. En eitt-
hvað virðast upplýsingar Lind
hafa vafizt fyrir heilbrigðisyfir-
völdum því að fyrst árið 1804 var
það gert að skyldu að gefa
brezkum sjómönnum daglega
skammt af sítrónum eða safa úr
aldini náskyldrar jurtar, sem á
ensku heitir lime (Citrus
aurantifolia á latínu) og hefur
grænt aldin, til þess að fyrir-
byggja skyrbjúg. Af þessu er
dregið slanguryrðið limey
(læmingi), sem upphaflega
merkti enskur sjómaður, en
merkir nú Englendingur.
Á árunum 1907—1910 heppn-
aðist Holst og Frölich í Noregi
að færa sönnur á með dýra-
tilraunum, að skyrbjúgur stafar
af vítamínskorti og árið 1928
framleiddi Szent-György efnið
nýrnahettuberki, káli og appel
sínum, sem hann sannaði að
væri hið löngu eftirsótta C-víta-
mín árið 1932 (framh.).