Morgunblaðið - 12.05.1979, Page 39

Morgunblaðið - 12.05.1979, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ1979 39 Blikarnir heppnir SIGURJÓN Rannversson, Breiða- bliki. skoraði fyrsta mark íslands- mótsins í knattspyrnu að þessu sinni. Gerði hann það á 19. mfnútu leiks UBK (?ct?n Sclfossi, með snyrtiletfri vinstrifótarspyrnu, eft- ir að bakvörðurinn Tómas Tómas- son hafði sent vel fyrir markið of? Intfólfur Intfólfsson hafði truflað markvörðinn í úthiaupi. Leiknum lauk þó með jafntefli, 1 — 1 þvf að Selfyssintfar lítu skína í tennurnar í síðari hálfleik. Blikarnir voru nokkuð frískir framan af ofj áttu fleiri færi til að skora úr en það eina sem nýttist, einkum þegar Ingólfur hitti ekki knöttinn í slíku færi að auðveldara • Knötturinn f netinu hjá UBK, en dæmt ógilt. var að skora en hitt. UBK dofnaði er á leið og gestirnir æstust við það um allan helming. Fór svo að Selfyssing- ar höfðu nokkra yfirburði í síðari hálfleik og áttu skilið að vinna. Ámundi Sigmundsson jafnaði á 75. mínútu með þrumuskoti í vinkilinn og nokkru síðar skoraði Stefán Larsen mark sem dæmt var af á þokukenndum forsendum. Palaceíl.deild CRYSTAL Palace tryggði sér 2. deildar titilinn í gærkvöldi með góðum sigri gegn Burnley. Walsh og Swindlehurst skoruðu mörk Palace og situr því Sunderland eftir með sárt ennið. Liverpool heldur sínu striki að stigametinu og vann Middlesbrough á útivelli með marki Dave Johnsons í síðari hálfleik. QPR er’heillum horfið, en liðið rak í gær framkvæmdastjórann Steve Burtenshaw og réð munnhákinn fræga Tommy Docherty frá Derby. Illa gekk Doc í fyrsta leik sínum, Eric Butcher, Alan Brazil og Eric Gates (2) sökktu Rangers. Urslit leikja í gærkvöldi urðu sem hér segir: 1. deild: Aston Villa — WBA Middlesbrough — Liverpool QPR — Ipswich 2. deild: Cardiff — West Ham Crystal Palace — Burnley Oldham — Millwall 3. deild: Sheffield Wed — Swindon Swansea — Chesterfield 0-1 0-1 0-4 Skotland: Partick — Aberdeen 1—2 St. Mirren — Celtic 0—2 398 vinnuvikur til undirbúnings fyrir keppnina í 1. deild ÞAÐ VAR ánægður Ólafur Aðalsteinn Jónsson, sem yfir- gaf Laugardalshöllina sfðastlíð- ið mánudagskvöld. Þá var lokið erfiðu og umfangsmiklu ís- landsmóti í handknattleik og ólafur kvaddi Steindór og aðra starfsmenn Ilallarinnar með kurt og pí. En það er skammt stórra högga á milli og þó Ólafur og hans menn í Móta- nefnd HSÍ eigi náðuga daga næstu vikurnar, þá eru aðrir sem undanfarið hafa setið sveittir við að raða niður leikj- um. Nú er það knattspyrnan, Árni Þ. Þorgrímsson og hans menn eiga mikið verk fyrir höndum. Frá því að farið var að gera uppkast að niðurröðun leikja í sumar fljótlega eftir áramót voru menn bjártsýnir. Vorið átti að koma með eðlilegum hætti, grasvellir vel undan vetri og það var ekki erfitt að ákveða leik- daga með þessar forsendur fyrir- fram gefnar. Samband KSI við æðri máttarvöld var greinilega ekki í lagi og í vor hafa dunið yfir KSÍ-menn endalausar beiðnir um frestanir og tilfær- ingar á leikjum í fyrstu um- ferðunum. Eðlilega hefur ástandið verið verst á svæðinu frá Vestfjörðum austur um til Austfjarða. Breytingar á völlum hafa líka haft sitt að segja í sambandi við óskir um breytta leikstaði eða daga. Þannig var hálfur völlur Isfirðinga til skamms tíma snyrtilega tyrftur, en hinn helm- ingurinn malarlagður. Slíkt þýð- ir ekki að bjóða upp á og Bol- ungarvíkurvöllur gæti því orðið þrautalending fyrir Isfirðinga með leiki í 2. deildinni. KSÍ-menn hafa haldið fast við sitt og ekki gefið eftir um þuml- ung. Þrátt fyrir mikla erfiðleika er útlit fyrir að ákveðnir leikir 1. umferðar í 1. og 2. deild fari að mestu fram eftir bókinni — að því frátöldu að eini grasvöllur- inn, sem nýttur verður í 1. umferðinni, er grasvöllurinn í Kópavogi, en þar var spilað í gærkvöldi. En því miður féll sá völlur niður í 2. deild í fyrra. Baldrar Jónssynir um allt land gera örugglega sitt bezta til að sem fyrst verði hægt að leika á grasvöllum og þessa síðustu daga hefur vorið og veðráttan loksins unnið með þeim — en sumarið er ekki enn komið á vellina. • ALLT LETTA FYRIR t»ETTA EKKISEN TUÐRUSPARK Knattspyrnumennirnir, 'sem nú um helgina ganga til leiks í 1. deildinni, hafa ekki lítið lagt á sig undanfarnar vikur. Satt að segja blöskraði mér þegar ég reyndi að gera mér grein fyrir því hversu mikið hver og einn leikmaður hefði þegar eytt af dýrmætum tíma sínum í knatt- spyrnu á þessu ári — og er þó slagurinn ekki byrjaður. Gefum okkur þá staðreynd að liðin tíu í 1. deildinni hafi að meðaltali æft þrisvar sinnum í viku frá áramótum og hver æfing hafi tekið tvær klukku- stundir af tíma hvers leikmanns. Með þessar tölur í huga fáum við þá niðurstöðu að hver maður hafi eytt 114 klukkustundum í æfingar frá áramótum. Síðan hafa liðin leikið marga æfinga- leiki, nokkuð mismarga, en ekki er fráleitt að reikna með 10 ’ æfinga- og vormótaleikjum á hvert lið. Hver leikur hafi tekið þrjár klukkustundir fyrir hvern leikmann. Þetta dæmi gefur okkur 30 klukkustundir á hvern mann. Með þessari reiknikúnst er hægt að fá ýmsar skemmtilegar niðurstöður. Samtals eru þetta 144 klukkustundir á hvern leik- mann að meðaltali. Tíu lið eru í 1. deildinni og að meðaltali 18 menn í hóp hjá hverju liði. I heild hefur undirbúningurinn því tekið 1592 klukkustundir hjá hverju liði og hjá liðunum tíu 15.920 klukkustundir. Ef við höldum áfram að reikna er hægt að fá þá niðurstöðu að 398 vinnuvikur séu að baki við undirbúninginn og er þá reiknað með 40 klukkustunda vinnuviku. „Allt þetta fyrir þetta bölvaða ekkisen tuðruspark," segir ef- laust einhver. Eg sleppi því en minni aðeins á hversu þolinmóð- ar þær eru „knattspyrnuekkj- urnar". í þessum tölum er reiknað með algjörum lágmarkstölum. Ekki eru talin með ferðalög, sem margir hafa þurft að leggja á sig vegna leikja og æfinga í vetur og vor. Sjálfsagt hafa hinir og þessir fundir verið haldnir til undirbúnings. Margir starfa mikið í sínum félögum fyrir utan eigin æfingar. Það er ekki lítið mál þessi knattspyrnuvertíð. • GAMLAR SYNDIR FRÁ SÍÐASTA KEPPNISTÍMABILI Það eru margar spurningarn- ar, sem menn velta fyrir sér þessa dagana. Skyldi markamet Hermanns Gunnarssonar í heildarskorun í 1. deildinni verða slegið í sumar? Skyldi markamet Péturs Péturssonar frá síðasta sumri liggja í valnum eftir keppnistímabilið? Hverjir verða meistarar þessa keppnis- tímabils? Hverjir stíga hin þungu skref niður í næstu deild fyrir neðan? Sjálfsagt eru mörg veðmál í gangi, flestir veðja á Val og Akranes á toppi 1. deildar, én undirritaður á þegar í tveimur veðmálum. Annars vegar er valinkunnur KR-ingur tilbúinn að leggja undir um að KR verði númer 3 í 1. deildinni og Sóma-Framari er sannfærður um, að hans lið verði á toppnum í sumar, en Valur veiti þeim þó verðuga keppni. Hinum ólíku spurningum verður þó ekki svar- að fyrr en með hausti, en sem betur fér hafa allir áhugamenn einhverjar skoðanir á hvernig fer og tjá sig óspart um þær þegar það á við. Agamál og dómarar eru alltaf umræðuefni og hjá KSÍ fengum við upplýsingar um það hvaða leikmenn eiga mest af gömlum syndum frá því í fyrrasumar. í ljós kom að Ingi Björn Alberts- son, sá snjalli Valsmaður, stend- ur verst að vígi. Hann á inni 11 refsipunkta frá því í fyrra og nái hann 15 refsipunktum þýðir það tveggja leikja bann hjá kappan- um. Fleiri er heitir og eru hættu- lega nálægt 10 refsipunktum, en það þýðir eins leiks bann. Njáll Eiðsson, einn af nýju leikmönn- unum í 1. deildinni, er kominn með 8 refsistig. Njáll er einn af mörgum tugum leikmanna, sem nú klæðast nýjum litum í sumar, hann lék áður með Þrótti, Nes- kaupstað, en flutti sig upp í 1. deild og norður til Akureyrar, þar sem hann ætlar að leika með KA. „Gamlir kunningjar" eins og lögreglan myndi orða það, eru með 8 refsistig, menn eins og Guðjón Þórðarson, Guðjón Hilmarsson og Jóhannes Bárðar- son. í 2. deildinni er Fylkismað- urinn Baldur Rafnsson með flest refsistig, 9 stykki. • LANDSLIÐIÐ TILKYNNT EFTIR IIELGINA Fyrsti landsleikur sumarsins er á næsta leiti, en landsliðið hefur ekki enn þá komið saman og hópurinn ekki verið tilkynnt- ur. Helgi Daníelsson formaður landsliðsnefndar tjáði undir- rituðum í vikunni að endanlegur hópur yrði tilkynntur strax upp úr þessari helgi, en ákveðið var að bíða með að velja hópinn þar til að loknum fyrstu leikjum íslandsmótsins. Æfingar verða síðan á fimmtudag og föstudag, en til leiksins við Sviss í Bern verður haldið á laugardag eftir viku. Vissulega má deila um hvort landsliðsmennina hefði átt að kalla á fund í þessari viku, en hefði þá ekki komið hljóð í strokkinn og félögin Öent á að þau yrðu að fá að hafa sína menn þegar verið sé að fínpússa liðin fyrir Islandsmótið! Liðið, sem leikur forleik að viðureign Argentínu og Hollands í Bern, gæti orðið að mestu skipað atvinnumönnum og sterkasta lið sem við hefðum nokkurn tímann stillt upp, alla vega á pappírnum — og örugg- lega það dýrasta í krónum talið, ef marka má síðustu fréttir. Ásgeir, Arnór, Pétur, Þorsteinn og Karl frá Niðurlöndum, Árni, Teitur og Jón frá Svíþjóð, Jóhannes frá Skotlandi. Níu sterkir atvinnumenn, sem þó eru alls ekki allir öruggir með sæti sín. Margir eru þeirrar skoðunar að aðeins 4—5 leikmenn, sem leika erlendis eigi að vera í landsliðinu. Hvað á að gera við Martein, Janus, Guðmund Þor- björnsson, Atla Eðvalds, Inga Björn, Árna Sveinsson, Albert, Pétur Ormslev, Sigurlás og alla þessa stráka, sem bara spila uppi á íslandi. Gott fyrir ein- hvern að Gísli Torfa er enn frá vegna uppskurðar. Það eitt er víst að mikil gróska er í íslenzkri knattspyrnu og kannski meiri en nokkru sinni. Gott dæmi um fjölda liða og leikmanna í íslenzkri knatt- spyrnu má tengja atviki á stjórnarfundi hjá KSÍ á dögun- um. Þar kom til umræðu mál tengt Ungmennafélaginu Gamni og alvöru, en ekki vildi betur til en svo að einn stjórnarmaðurinn þekkti ekki til þessa íþrótta- félags og hélt að fyrir misskiln- ing hefði bréf frá einhverju leikfélagi komin inn á borð stjórnarinnar. En það sem þessi knattspyrnuvertíð færir okkur verður einmitt gleði og alvara, ánægja og vonbrigði. Við skulum vona að hlutföllin verði rétt. AGUST INGI JÓNSSON: A EFTIR B0LTANUM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.