Morgunblaðið - 17.07.1979, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ1979
27
plurgtnjtWalíil*
Útgefandi
Framkvœmdaatjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fróttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiðsla
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Sími 83033
Áskriftargjald 3500.00 kr. á ménuði innanlands.
í lausasölu 180 kr. eintakið.
Vendirríkis-
stiórnarinnar
Ríkisstjórnin var ekki orð-
in viku gömul, þegar
Steingrímur Hermannsson
lét þess getið í blaðaviðtali, að
„efnahagsdæmi Alþýðu-
flokksins" gengi ekki upp.
Allar götur síðan hafa ráð-
herrarnir haft svipuð um-
mæli um „efnahagsdæmi"
hver annars og jafnan verið
viðkvæðið, að þeir væru önn-
um kafnir við að móta fram-
búðarstefnu í efnahagsmál-
um.
Þetta hefur einkanlega ver-
ið áberandi í þann mund sem
nýjar skattahækkanir hafa
verið í burðarliðnum eða ný
skerðing kaupgjaldsins.
Þannig mátti lesa það í grein-
argerð með efnahagsfrum-
varpinu í nóvember, hver
væri frambúðarstefnan í
efnahagsmálum þótt ekki
væri orð um hana í frumvarp-
inu sjálfu. Þegar skattarnir
voru hækkaðir fyrir jólin, var
skipuð sérstök ráðherranefnd
til þess að marka þessa fram-
búðarstefnu. Og loksins sá
hún dagsins í ljós í frumvarpi
forsætisráðherra, sem aldrei
var að vísu lagt fyrir Alþingi,
en var þó alveg sérstaklega
fagnað af krötum.
Upp úr því urðu miklar
sviptingar í stjórnarherbúð-
unum. Fréttir bárust af því,
að forsætisráðherra væri
lagstur á sveif með kommum,
sem kratar undu illa, en þó
fór svo, að 10. marz náðist
loksins samkomulag innan
ríkisstjórnarinnar um efna-
hagsstefnuna, sem ráðherrar
kommúnista sögðu tveim dög-
um síðar að væri algjör mis-
skilningur. Um svipað leyti
skoraði Alþýðusamband Vest-
urlands á Verkamannasam-
band íslands að halda ríkis-
stjórninni saman, en þeir
Guðmundur J. Guðmundsson
og Karl Steinar Guðnason
áttu fund með forsætisráð-
herra um það, hvernig skerð-
íngu kaupgjaldsvísitölunnar
yrði bezt fyrir komið og opin-
berir starfsmenn og fleiri
sviptir umsaminni grunn-
kaupshækkun. Um miðjan
marz lagði svo forsætisráð-
herra fram efnahagsfrum-
varp „sém þingmaður í þess-
ari háttvirtu þingdeild", eins
og hann komst að orði, og enn
um hríð fylgdist þjóðin með
ráðherrunum sínum, þar sem
þeir snerust eins og leikbrúð-
ur kringum þessa frambúðar-
stefnu sína, sem aldrei vildi
sjá dagsins ljós. Þó fór svo að
lokum, að frumvarp forsætis-
ráðherra var samþykkt.
Steingrímur Hermannsson
taldi „vel hafa tekizt til að ná
loks samkomulagi, sem nú
yrði að byggja á áfram“ og
Hjörleifur Guttormsson
hvatti til þess að samþykkja
frumvarpið „og ganga ótrauð
til þeirra mörgu verka, sem
það vísar til“.
Síðan efnahagsfrumvarpið
var samþykkt og hin lang-
þráða „frambúðarstefna"
loksins mörkuð, hefur ekkert
sérstakt borið upp á í íslenzk-
um efnahagsmálum, nema
hvað aflabrögð hafa verið
óvenju góð og það kom til
langvinns farmannaverkfalls.
Olíuverðshækkanirnar lágu
þegar fyrir, þannig að ekki
gátu þær komið ríkisstjórn-
inni á óvart. En forsætisráð-
herra lét þess að vísu getið, að
verðbólgan færi yfir 30%. Það
yrði „að fá sinn reynsludóm"
hvort hún yrði 35% eins og
Þjóðhagsstofnun spáði eða
40%, eins og Vinnuveitenda-
sambandið reiknaði með.
Nú eru rúmlega þrír mán-
uðir liðnir og enn sem fyrr
eru talsmenn ríkisstjórnar-
innar farnir að tala um fram-
búðarstefnu. Kommúnistar
vilja hækka vörugjaldið og
kratar söluskattinn en fjár-
málaráðherra kvartar undan
að „allir nema Tómas vilja
vísa á tóman ríkissjóð." Þó
virðast skattskrárnar sýna,
að beinu skattarnir gefi
drjúgum meiri tekjur en fjár-
lög gerðu ráð fyrir, auk þeirra
uppgripa, sem hækkað ben-
zínverð hefur fært ríkissjóði.
Og formaður þingflokks Al-
þýðuflokksins spáir því, að
verðbólgan fari yfir 50%.
Nýir vendir sópa bezt, sagði
forsætisráðherra, þegar hann
myndaði ríkisstjórnina. En
vendir eru til margra hluta
nytsamlegir. Líka til að berja
á fólki, — og skattborgarar
þessa lands hafa svo sannar-
lega fengið að kenna á vönd-
um ríkisstjórnarinnar, þegar
þeir eru notaðir til þess arna.
Eyjólfur Konráð Jónsson, alþm:
Ekki meir,
ekki meir’9!
Það er uppgjafartónn í
ungu fólki um hásumar, tíðin
hefur verið slæm — lands-
stjórnin verri. En verst er þó
það, að engra kosta er völ,
nema helzt að flytja úr landi,
því að allir eru þeir eins! Og
víst er um, að nóg er komið.
Samt á enn að bera í bakka-
fullan lækinn. Því hrópa
menn og biðja: „Ekki meir,
ekki meir!“
Stjórnarfarinu mælir eng-
inn bót, upplausnin er algjör.
Þó er ekki víst, að ríkis-
stjórnin eigi endilega að fara
frá alveg strax. Úr því sem
komið er held ég að bezt sé,
að hún ljúki óheillaverkun-
um, svo að engum detti í hug
að reyna að lappa upp á þá
vinstri vitleysu, sem ríkt
hefur svo til allan þann
áratug, sem senn er á enda,
eða frá því að verðbólgu-
draugurinn tók völdin 1971.
Þess í stað snúi menn sér
að því að marka stefnu ní-
unda áratugsins á máli, sem
skilst, því að gömlu úrræðin
duga ekki til eins eða neins,
þó að ekki væri af öðru en
því, að fólk hefur misst trú á
þau. Þess vegna verður að
gefa upp á nýtt. Það verður
hlutverk Sjálfstæðismanna.
Og spilin á vinningshendi
gætu kannski litið út eitt-
hvað á þessa leið:
1. Margt það sama og gert
var 1960 með viðreisnar-
ráðstöfunum, sem dugðu
vel á annan áratug. En
fleira þarf nú til að
koma.
2. Alfrjáls utanríkis- og
gjaldeyrisverzlun. Jafn-
rétti og samkeppni.
3. Frjálst verðlag, sem
samhliða erlendum vöru-
kaupalánum og greiðslu-
fresti á tollum tryggir
hagstæð innkaup. Færri
innflytjendur og lægra
verð.
4. Full verðtrygging og
frjálsir vextir. Skömmt-
unarstjórar snúi sér að
heilbrigðri bankastarf-
semi.
5. Afnám allra viðbótar-
skatta vinstri stjórnar.
Fjármunirnir verði hjá
fólkinu.
6. Frekari lækkun tekju-
skatta og almennar
launatekjur skattfrjáls-
ar. Aukinn heiðarleiki og
minni millifærslur.
7. Lækkun verðbólguskatta
eins og „tímabundins"
vörugjalds, bensínskatta
og tolla í áföngum, t.d. á
átta til tólf mánuðum.
18+8+6+4=0, og kaupmátt-
ur tryggður.
8. Ákvarðanir kunngerðar
með fyrirvara og verðlag
stöðvast almennt á
ákveðnum degi, en margt
fer síðan lækkandi.
Frestun innkaupa og
bankar fyllast af pening-
um.
9. Hætt á talsverðan halla
ríkissjóðs í eitt til tvö ár,
og fjárlög byggð upp frá
grunni — byrjað á núlli.
Tekið á verðbólgunni af
dirfsku í stað „hag-
fræðsku".
10. Vissar opinberar fram-
kvæmdir fjármagnaðar
með lánsfé frá fólkinu í
landinu, skuldabréfalán-
um eins og tíðkast t.d.
í Bandaríkjunum og
V-Þýzkalandi. Menn
„eigi“ t.a.m. vegina, sem
ljúka verður, en ekki rík-
ið.
11. Orkan nýtt m.a. til stór-
iðju og fiskiræktar, sem í
vaxandi mæli standi
undir yfirbyggingunni.
Minni skattar á almenn-
ing.
12. Embættisbáknið tekið
hörkutökum og byrjað á
fjármálakerfinu og orku-
stofnunum. Sparnaður
og ábyrgð, en ekki of-
vöxtur.
13. Þjóðarauðnum dreift
svo, að sá, sem minnst á,
eigi íbúð, ríkisskuldabréf
og hlutdeild í atvinnu-
rekstri, sem svari til
íbúðarverðs. Aukið lýð-
ræði og efnahagsöryggi.
Og þetta er hægt, annað
vonlaust. Svona ráðstafanir
gæti ný ríkisstjórn gert, en
dauðvona stjórn ekkert.
Væntanlega verður þetta
frekar rætt á næstunni.
Hópar rússneskra flugvéla af gerðinni AN-26 hafa þrívegis á þessu ári millilent hér á leið sinni til Kúbu.
5 rússneskar flug-
vélar lenda í Reykja-
vík á leið til Kúbu
FIMM rússneskar flugvél-
ar af gerðinni AN-26 frá
flugfélaginu Aeroflot
lentu á Reykjavíkurflug-
velli í gær. Vélar þessar
eru á leið frá Moskvu til
Kúbu og fengu leyfi utan-
ríkisráðuneytisins til að
millilenda nér en hópar
flugvéla af þessari gerð
hafa komið hingað þríveg-
is á þessu ári á leið sinni
frá Rússlandi til Kúbu.
Alls eru 30 manns í áhöfn-
um vélanna.
Þennan útbúnað gat að líta er
skyggnst var inn í glerkúlu á
hlið rússnesku vélanna framar-
lega.
Flugliðar rússnesku flugvélanna ræða við landa sína úr sendiráði Sovétrfkjanna hér á landi eftir
komu flugvélanna í gær. LjAsm.: KristjAn.
Sigurbjöm Bárðarson, mað-
ur mótsins í Skógarhólum
UM HELGINA voru hald-
in tvö stórmót í Skógarhól-
um í Þingvallasveit. Þar
voru haldin jafnhliða ís-
landsmót í hestaíþróttum
og Skógarhólamót í hefð-
bundnum stfl. Mótin fóru í
alla staði vel fram og var
margt athyglisvert á boð-
stólum. Það vakti nokkra
athygli, að oft voru það
sömu hestarnir, sem stóðu
efstir í hinum ýmsu grein-
um mótanna. Til dæmis
má nefna, að einn knap-
anna, Sigurbjörn Bárðar-
son, hlaut níu verðlauna-
peninga auk bikara fyrir
aðeins tvo hesta. Á Brjáni
hlaut hann fyrstu verð-
laun í tölti, fjórgangi og í
B-flokki gæðinga, og önn-
ur verðlaun í hlýðni-
keppni. Á Garpi hlaut
hann fyrstu verðlaun í
fimmgangi, gæðingaskeiði
og önnur verðlaun í
A-flokki gæðinga. Því má
A
Fyrsta millilandakeppnin
í flugíþróttum hérlendis
-SÍE3E&*
A>
■f
Norðurlandameistaramót í
svifflugi fjarstýrðra flug-
módela fór fram við Hvols-
f jall um helgina. Þetta er í
fyrsta skipti sem milli-
landakeppni í flugíþróttum
fer fram hérlendis. Til
keppninnar var boðið þátt-
takendum frá öllum Norð-
urlöndum, en Norðmenn og
Finnar sáu sér ekki fært að
senda lið að þessu sinni, en
einn Norðmaður keppti
sem gestur auk Dana, Svía
og íslendinga.
Mótstjóri keppninnar var
Þorgeir Árnason formaður
Svifflugfélags íslands en
yfirdómari Sigurður Bene-
diktsson verkfræðingur.
I hverju liði voru þrír
flugmenn og einn unglingur,
sem keppti í unglingaflokki
20 ára og yngri. Úrslit urðu
sem hér segir: í fyrsta sæti
og Norðurlandameistari
varð Kaj Henning Nielsen
frá Danmörku með 6694
stig. Á eftir honum komu
Jan Karlson, Svíþjóð, And-
ers Ráttzen, Svíþjóð, Preben
Nörholm, Danmörku, Phil-
ipp Emborg Jensen, Dan-
mörku, Rafn Thorarensen,
Islandi, John Knutsen, Sví-
þjóð, Theodor Theodorsson,
Islandi, Hörður Hjálmars-
son, íslandi og Royce Morg-
an gestur frá Noregi.
Úrslit í unglingaflokki
urðu sem hér segir: Peter
Frank frá Danmörku varð í
fyrsta sæti með 6857 stig. í
öðru sæti varð Staffan
Kuuse frá Svíþjóð og í
þriðja sæti varð Steinar
Theodórsson frá íslandi.
Röð liðanna varð því: Sví-
þjóð í fyrsta sæti með 19541
stig, Danmörk með 19429
stig og ísland með 17313
stig.
Sigurvegarinn í unglingaflokki,
Peter Frank frá Danmörku.
með sanni segja, að Sigur-
björn hafi verið sigurveg-
ari mótanna.
Af öðrum úrslitum má
nefna, að í A-fl. gæðinga
sigraði Svipur (frá Sörla í
Hafnarfirði), eig. Sigurður
Alfonsson, knapi Trausti Þ.
Guðmundss. í hlýðnikeppni
sigraði Reynir Aðalsteins-
son á hesti sínum Borgfjörð.
I hindrunarstökki sigraði
Tómas Ragnarsson á Glotta.
í töltkeppni unglinga sigr-
aði Aðalsteinn Reynisson á
Gáska, í fjórgangi unglinga
Tómas Ragnarsson á Gauta
og í hlýðnikeppni unglinga
Þorleifur Sigfússon á
Hausta.
í kappreiðum urðu úrslit
þau, að í 250 m skeiði sigraði
Fannar Harðar G. Alberts-
sonar á 23,6 sek. í 250 m
stökki sigraði Don Harðar
G. Albertssonar á 18,9 sek. í
350 m stökki Glóa Harðar
G. Albertssonar á 25,4 sek. í
800 m stökki varð fyrstur
Reykur Harðar G. Alberts-
sonar á 63,8 sek. og í 1500 m
brokki varð fyrstur Stjarni
Omars Jóhannssonar á
3:28,0 sek.
Að Skógarhólamótinu
stóðu átta hestamannafélög,
Andvari, Fákur, Gustur,
Háfeti, Hörður, Máni, Sörli
og Trausti. Að íslandsmót-
inu í hestaíþróttum stóð
íþróttadeild Fáks í umboði
Iþróttaráðs.
BnH
„Maður mótssin“, SÍKurbjörn
Bárðarson, með hluta af verð-
launum sfnum.
iiMIMBi
Þessir urðu efstir á íslandsmótinu í fimmgangi. Frá vinstri: Sigurbjörn Bárarson á Garpi, Aðalsteinn
Aðalsteinsson á Skelmi, Sigfús Guðmundsson á Þyt. Reynir Aðalsteinsson á Borgfjörð og Sigurður
Sæmundsson á Val. Ljós: Gunnhjorn Marinósson