Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 „SEGJA má að innheimtuaðgerð- ir okkar hafi skilað góðum ár- angri í heild, en af þeim 725 milljónum króna sem voru í vanskilum og komin í eindaga þann 26. júlí, hafa okkur borist um 300 milljónir, eða 40% van- skilanna á átta dögum,“ sagði Snorri Welding hjá innheimtu- deild Rarik í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær, er hann var að því spurður hvernig gengi að innheimta rafmagns- skuldir fyrirtækisins. Vitaskipinu lagt 10 mánuði á ári? Á SÍÐUSTU árum hafa marg- víslegar breytingar orðið á vitaþjónustunni í kringum landið og nú er svo komið að uppi eru áform um að Árvakri,. sem kom hingað til lands sem vitaskip árið 1962, verði lagt meginhluta ársins. Framan af var skipið í umsjá Vita- og hafnamálastjórnar en hin sfð- ari ár hefur skipið verið eitt varðskipanna og heyrt undir Landhelgisgæzluna. Þessi áform eru einn liðurinn í breytingum á rekstri Land- helgisgæzlunnar með sparnað og aukna hagkvæmni f huga. Að sögn Ólafs W. Stefáns- sonar í dómsmálaráðuneytinu er vitaþjónustunni nú mikið sinnt með þyrlu frá stærri varðskipunum. Hins vegar eru þó enn vissir þættir sem Árvak- ur þykir enn heppilegur til, m.a. vinna við baujurnar. — Þetta eru nánast vorverk, sem skipið annast, og þau störf eru að mestu gengin yfir nú í ár, sem skipið þykir heppilegt til, sagði Ólafur. — í þessum áætlunum er fyrirhugað að skipið verði áfram til taks til ákveðinna verkefna, en liggi síðan 9—10 mánuði á ári, sagði Ólafur. Árvakur við lagningu rafmagnsstrengsins milli lands og E.» ja á sfnum tfma. „Almennir raforkukaupendur hafa víðast hvar brugðist vel við áskorunum okkar um að gera skil og leitað upplýsinga um greiðslu- stöðuna gagnvart Rafmagnsveit- unum í ríkari mæli en áður,“ sagði Snorri ennfremur. „Úttekt á greiðslustöðu stórnotenda, það er að segja stórra rekstraraðila, sýn- ir að stór hluti vanskilanna liggur hjá þeim. Við munum að sjálfsögðu halda áfram innheimtuaðgerðum gagn- vart þeim sem enn hafa ekki gert skil á raforkureikningkoösem komnir voru í vanskil föstudaginn 27. júlí. Á þeim svæðum sem sérstök úttekt hefur farið fram, hafa vanskil nánast verið greidd upp. Úttekt á raforkuskuldum í Arnes- og Rangárvallasýslum stendur nú yfir, og berast okkur örar greiðslur þaðan. Þá munum við hefja úttekt á vanskilum á raforkureikningum í Norður— Þingeyjasýslu og Austur-Skafta- fellssýslu strax eftir verslunar- mannahelgina," sagði Snorri að lokum. Steinsteypunefnd: Fullrannsakaður sandur af landi í útveggjasteypu STEINSTEYPUNEFND fjallaði á fundi sínum í gær um ýmsa valkosti til lausnar þeim erfiðleikum, sem orðið hafa í því að útvega sand og möl í steinsteypu á Reykjavíkur- svæðinu, er uppfylli ákvæði nýju byggingarreglugerðar- innar. Meðal valkosta, sem nefndin ræddi, var að einungis yrði notað fullrannsakað og óalkalivirkt efni í alla steypu í útveggi og aðra byggingarhluta þar sem raki kemst að. Er samkvæmt þessu gert ráð fyrir að aðeins verði notaður í útveggi sandur af landi og þá úr námum við Rauðamel og Esjuberg. Leiguflug Sverris Þóroddssonar festi nýlega kaup á nýlegri flugvél af gerðinni Cessna 402 í Danmörku og kom vélin til landsins fyrir nokkrum dögum. Vélin er 10 sæta og hefur sex klukkustunda flugþol, en til stendur að auka flugþolið með aukatönkum. Flughraði vélarinnar er 180 hnútar, og verður vélin notuð í aimenna vöru- og fólksflutninga innanlands og milli landa. Þessi nýja vél er keypt í stað vélarinnar sem franskur ferðamaður stórskemmdi á ísafjarðarflugvelli á dögunum. Myndin er af nýju flugvélinni og á innfelldu myndinni er Sverrir Þóroddsson við stjórnvöl véiarinnar. Ljósm.: Mbl. RAX Rarikhefur tekist að iruiheimta 40% af útistandandi skuldum Til fundar steypunefndar var boðað til að fjalla um þá ósk borgarverkfræðings að nefndin léti upp álit sitt á þeirri tillögu er fram er komin í byggingarnefnd Reykjavíkur um að banna notkun malar og sands, sem tekinn er af sjávarbotni úti fyrir Saltvík á Kjalarnesi. Ræddi nefndin ýmsa valkosti til lausnar erfiðleikum á efnisútvegun og verða þeir sendir byggingaryfirvöldum í Reykjavík til þess að þau geti tekið ákvörðun um hvaða efni þau telji að uppfylli tilskildar kröfur. Byggingarnefnd Reykjavíkur kemur saman til fundar í næstu viku en steypu- stöðvarnar í Reykjavík verða lok- aðar næstu vikur vegna sumar- leyfa. Nefndin benti einnig á, að ekki lægju fyrir niðurstöður úr þeim 6 mánaða lágmarksrannsóknum, sem hin nýja byggingarreglugerð kvæði á um varðandi Saltvíkur- efni. Þá var einnig bent á að efni tekið af sjávarbotni í Hvalfirði og fullþvegið uppfyllti þær kröfur, sem gerðar væru til steypuefnis. Hins vegar væri ekki til í Reykja- vík enn sem komið væri fullnægj- andi aðstaða til að þvo steypuefni. Valkostir Steinsteypunefndar gera ráð fyrir að unnt sé að nota efni, sem vafi er á um hvort uppfylli lágmarkskröfur reglu- gerðarinnar um þennslu, í þá byggingarhluta, sem ekki verða fyrir neinni veðrun. Haraldur Ásgeirsson, formaður Steinsteypunefndar, sagðist í gær ekki vilja ræða þá valkosti, sem ræddir hefðu verið á fundi nefnd- arinnar en þess væri að vænta að nefndin sendi fjölmiðlum greinar- gerð strax eftir helgi. ö INNLENT Eyrarbakki: Unnið í fiski alla vikuna Eyrarbakka, 2. ágÚHt. ÞAÐ SEM af er árinu hefur verið góð atvinna á Eyrar- bakka. Hraðfrystistöð Eyr- arbakka hefur fengið um 2500 tonn til vinnslu og úr því hafa verið framleiddir 22 þúsund kassar af freðfiski. þar af 2500 kassar af humri, 295 tonn af saltfiski auk 40 tonna af söltuðum ufsaflök- um og 22 tonna af skrcið. Starfsmenn eru oftast um 90 og nú vinnur þar fjöldi ungl- inga, m.a. 15 ungmenni frá Selfossi. Togarinn Bjarni Herjólfs- son er nú að landa fullfermi í Þorlákshöfn en sá afli fer til vinnslu á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þá munu fimm humarbátar landa á morgun, föstudag. Gera má ráð fyrir því að unnið verði alla helg- ina, þó sjaldan grípi ævin- týraþráin unglinga fastari tökum en um þessa helgi þá munu þeir ekki láta sitt eftir liggja við vinnslu aflans. — Óskar. Verðlaun fyrir að vinna á vargi lág: Samþykki þriggja ráðuneyta og Alþingis þarf til að hækka gjaldið VERÐLAUN FYRIR að vinna á viliiminki eru nú fimmtán hundruð krónur, og hefur sú upphæð verið óbreytt í fjögur ár. Verðlaun fyrir að fella fullorðinn ref, hlaupadýr, eru tvö þúsund og fimm hundruð krónur, en eitt þúsund og fimm hundruð krónur eru greiddar fyrir að fella fullorðinn ref á greni. Fyrir að drepa tófuyrðling eru greiddar átta hundruð krónur, og veiðistjóri heitir tuttugu og fimm krónum til höfuðs hverjum svartbaki eða veiðibjöllu hvar sem til hennar kann að nást. Framangreindar upplýsingar fékk Morgunblaðið í gær hjá landbúnaðarráðuneytinu og Búnaðarfélagi íslands. gengt síðastliðið vor að verðlaunin yrðu hækkuð, en ekki tókst að koma því í gegn fyrir þinglausnir. Minkabanar og grenjaskyttur hafa harðlega gagnrýnt það hve framangreindar upphæðir eru lág- ar, og segja þeir að ekki svari kostnaði að eltast við minka og tófur, nema verðlaun fyrir hvert skott verði hækkað. Upphæðin hefur sem fyrr segir verið óbreytt í fjögur ár, og hefur verðgildi verðlaunanna því rýrnað mikið frá því þau voru síðast ákveðin. Segja veiðimenn að þetta hafi gert það að verkum að æ færri nenni að eltast við varginn, og séu afleið- ingarnar þær að honum hefur fjölgað verulega að undanförnu, einkum þó mink sem jafnvel er farinn að gera sig heimakominn innan marka höfuðborgarinnar í ríkari mæli en áður. Það er Alþingi sem ákveður með lögum upphæð verðlauna fyrir eyðingu vargs, og þarf málið að fara í gegnum þrjú ráðuneyti, fjármála-, dómsmála- og landbún- aðarráðuneyti, samkvæmt upplýs- ingum Búnaðarfélagsins. Ætlun mun hafa verið að fá því fram- Það er embætti veiðistj hefur umsjón með eyðini baks, refa og minka, < stjóraembættið hefur menn og alið veiðihund vinna á minkum. Þá er þ nokkuð algengt að sveita fái menn til þessara stai um vor og haust, og fá yfirleitt föst laun fyrir st

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.