Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 21 Dublin. Var samstundis haldið samkvæmi okkur til heiðurs og var sungið og trallað fram undir morgun. Daginn eftir héldu Elli og Ásthildur heim til Islands og við hin héldum áfram að kanna bjór- og skemmtimenningu íranna. Meðal fleiri staða heimsóttum við Guinness-bjórverksmiðjurnar, en var okkur aðeins sýnd bíómynd, þar sem heilmiklar breytingar eru í framkvæmd, og því ómögulegt, að sögn heimamanna, að sýna þær öðru vísi. Eftir að bíómyndinni var lokið var öllum boðið upp á Guinness. Hittum við þar yfir- mann, sem var fús að svara spurningum okkar og varð hann hissa, þegar hann frétti að við værum íslendingar, sagðist aldrei hafa séð landann áður. Hann sagði að verksmiðjurnar framleiddu hvorki meira né minna en 8 milljón glös á dag í 140 löndum. Allt þetta hefði byrjað árið 1753, er Arthur Guinness byrjaði að brugga, og lagði fram £100, og í dag þekur þetta fyrirtæki í Dublin 59 ekrur, veitir 50 þús. írum atvinnu og á 92% af bjórmarkaðn- um í Irlandi. Maður þessi sagðist aldrei hafa heyrt áður af þessari skrítnu eyju í norðri, sem ekki leyfði bjór og lofaði hann því að strax og þetta breyttist, þá yrðu írarnir ekki lengi að skutla sér yfir Atlants- hafið með eitt stykki verksmiðju. Heimsóknin í Guinness endaði með því að allir karlarnir í gesta- móttökunni voru komnir í kring- um okkur að spyrja um ísland og við fengum meiri bjór og vorum auðvitað síðust út. Stríðsmenjar Dublin-borgar athyglisverðar Dublin er sérstök borg, t.d. er Pósthúsið 150 ára gamalt og úti fyrir eru för eftir byssukúlur síðan árið 1916, er írar börðust fyrir sjálfstæði sínu. Var það frægur bardagi og á þeim tíma þótti enginn maður með mönnum, nema hafa tekið þátt í Pósthús- bardaganum. Þar til fyrir nokkr- um árum var í miðri Dublin stytta af Nelson (svipuð þeirri sem er á Trafalgar í London). Nótt eina sprengdi IRA hana upp í mót- mælaskyni, og fáir urðu þess varir fyrr en daginn eftir. Styttan fór ekki alveg og var írski herinn fenginn.til að sprengja upp undir- stöðurnar og tókst þeim ekki betur til en svo, að með undirstöðunum fóru allir gluggar í nágrenninu fjandans til. Á Isle of Man heyrðum við brandara um írska móður, sem sendi syni sínum, sem var erlend- is, póstkort, sem hljóðaði á þessa leið: „Elsku Patrick. Það rigndi aðeins tvisvar hér í síðustu viku. í fyrra skiptið rigndi í þrjá daga og í það síðara í fjóra.“ Okkur þótti þessi brandari geysifyndinn, er við heyrðum hann, en ekki lengur, því að hér rignir, rignir og rignir. Eins og fyrr segir lá Bonny í legufærum í skútuhöfninni í Howth, en þaðan voru einmitt írarnir, sem við hittum á Isle of Man og voru fagnaðarfundir, þeg- ar við hittumst aftur. Nutu þess að vera íslendingar Einn daginn kom maður um borð og spurði, hvort við værum ekki íslendingarnir. Var þar kom- inn John Gore Grimes, sem fór í kringum ísland í júní í fyrra, ásamt fjórum öðrum á skútunni Shardana. Sagðist hann hafa komið inn á „rubb rubb“ (Raufar- höfn) og bíttað þar á írskum bjór og íslenzku brandy (major), farið síðan til Grímseyjar og synt í sjónum fyrir norðan heimskauts- baug, haldið þaðan til Reykjavíkur og hitt þar fyrir hjónin Ástu Guðmundsdóttur og Guðjón Magnússon, sem höfðu verið ein- staklega gestrisin og elskuleg og þaðan hefði verið siglt til Vest- mannaeyja. John spurði, hvort hann gæti ekki aðstoðað okkur á einhvern hátt. Við sögðum, jú, að okkur vantaði olíu (hér logar allt í verkföllum, eru tankbílstjórar í verkfalli þessa dagana og því mjög erfitt að fá olíu og benzín). Hann sagðist geta reddað því einhvern veginn, sagðist taka það af tankn- um heima hjá sér, ef annað brygð- ist. Eftir skamma stund kom hann með olíuna, en að við fengum að borga, nei, nei, þétta var gjöf til íslendinga frá írum fyrir frábær- ar móttökur á íslandi. Þakklæti var okkur efst í huga, en ekki var laust við, að þjóðarstolts gætti við þessa yfirlýsingu. John skrifaði ferðasöguna frá íslandssiglingunni í stærsta skúturit á írlandi, gaf hann okkur eintak og kvaddi okkur með því að gefa Gunna flösku af írsku whiský, sem hann lúrir á, eins og hæna á eggi. Þess má geta, að John og félagar eru nýkomnir úr 6 vikna ferð til Ameríku á Shar- Hér bíða skipverjar þolinmóðir í einu af 16 hliðum Crinan Canal- skipaskurðarins. Oft er vissara að hafa sjóklæðin við höndina. Kristfn við stýrið. dana. Næstu ár hyggst hann fara til Spitsbergen, og þar næsta ár til Grænlands. Afram skal haldið suður á bóginn Við fórum frá Howth 29. júlí, sigldum í mótvindi til Dunmore East, þar bættust í hópinn 2 írar, Jon Dunphy og kærastan hans Trina Donna og er beðið eftir byr til að fara yfir á Landsend (St. Ives). Þar fer Bárður af, en írarnir verða í 2 vikur með okkur, fara af einhvers staðar í Frakklandi. Eft- ir það siglum við tvö Kristín og Gunnar ennþá lengra suður á bóginn. Með kærum kveðjum til allra heima. Áhöfnin á Bonny“ Þennan gamla mann hitti áhöfnin á ferð sinni. Hann er mikill áhugamaður um siglingar og hefur siglt um öll heimsins höf ásamt konu sinni. Nafn hans er Fisher og var hann mikið á íslandi á stríðsárunum og þá oftast á Seyðisfirði. HVERGI BETRA ÚRVAL AF LITSJÓNVÖRPUM Toppurinn frá V-Þýzkalandi Toppurinn frá Finnlandi Toppurinn frá Danmörku Bang&Olufsen nordÍTIende

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.