Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 Vl«> MORödh/ RAfr/NO GRANI GÖSLARI Hvaða rauðvíni mælið þér með handa gesti, sem ekki borðar kjöt? Það er embættisskylda mín sem læknis að segja yður eins og er: Ég held að konan yðar verði orðin hitalaus í fyrramálið! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Keppnin í kvennaflokki Evrópumótsins í Lausanne var nokkuð spennandi fram undir lokin. ítöisku frúrnar veittu þeim ensku keppni lengi vel en riðu ekki feitum hesti frá inn- byrðis leik þeirra. Spil frá leiknum, norður gaf, allir á hættu. Norður S. DG1053 H. K10952 T. - L. Á106 Vestur S. Á H. G86 T. KD96 L. KG854 Austur S. 742 H. ÁD74 T. ÁG10852 L. - COSPER „Ég fór að hjjóla . . .” — öryggisleysi hjólreiðamanna Ég er hjólreiðamanneskja og hef verið það um talvert skeið. Ég fer flestra erinda minna á hjóli um borgina og finnst eins og það sé sá ferðamáti sem fleiri ættu að kjósa sér. Það er nefnilega með hjólreiðar að þar er líklega um að ræða einhverja „nytsömustu" heilsubót sem finnst. Á meðan ég er að fara í vinnuna stunda ég um leið holla hreyfingu mer til gagns og gamans. Það væri ekki nema það væri hægt að stunda íþróttir í strætó að fenginn væri samjöfn- uður við hjólreiðaíþróttina. • Hvergi gert ráð fyrir reiðhjólum Þótt veðráttan leiki okkur íslendinga oft grátt þá er það svo að undir fíestum kringumstæðum er hægt að hjóla án nokkurra erfiðleika, ef klæðnaðurinn er í samræmi við það. Þannig að sú röksemd fólks að hér sé ekki hægt að stunda hjólreiðar er einskis nýt. Það er hins vegar annað sem gerir það að verkum að oft getur reynst erfitt fyrir fólk að nota hjól sem farskjóta sinn. Þar á ég við það að í skipulagi borgarinnar er hvergi gert ráð fyrir því að reiðhjól hafi verið fundið upp. Til að reiðhjól verði almennt notað hér á landi þá þarf að búa hjólreiðamönnum þá aðstöðu að þeir njóti öryggis og réttar á við aðra vegfarendur. Eins og málum er háttað í dag er litið á hjólreiða- menn sem aðskotadýr á vegum. Og það er oft á tíðum ekki ökumönn- um að þakka að ekki skuli verða slys. Það er miklu fremur að þakka því að flestir hjólreiðamenn hafa tamið sér eins konar tor- tryggni og aðgæslu í nálægð bíl- stjóra. Suður S. K986 H. 3 T. 743 L. D9732 Ensku konurnar sögðu hraust- lega á báðum borðum. I opna herberginu voru þær með spil austurs-vesturs. Norður Auxtur Sudur Veutur l , 1 T P 2 L Dobl 2 T P 3 S P 4 H P 5 T P 6 T a.p. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á fyrirstöðusögn vesturs, þrem spöðum. Með henni fékk hún austur til að segja frá hjartaásn- um og gat þá sagt þessa ágætu slemmu, sem vannst auðveldlega eftir að suður spilaði út einspili sínu í hjarta. Eðlilega vonuðust ensku kon- urnar eftir ágóða en datt ekki í hug hvað myndi ske í lokaða herberginu. Nordur Au«tur Suður Vestur 1S Dobl 3 S 4 S P 6 H! P P Dobl a.p. Eðlilega doblaði norður og þetta ævintýri gaf Englandi 800 og þannig í allt 2170 eða 19 impa eða næstum helminginn af 40 impa sigri. Lausnargjald í Persíu Eftir Evelyn Anthony Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á íslenzku 39 ekkert verði úr samningunum. Það er mín tiilaga að HANN hafi fyrst komið fram með þá hugmynd. Ég verð einhvern veginn að koma þvf svo f kring að við snúum okkur út úr þessu áður en við förum til keisgrans. Kelly hafði verið dálftið utan- gátta á fundinum um morgun- inn sem stóð reyndar langt fram á dag. Hann hafði komizt snemma heim svo að hann gæti beðið í ró og næði eftir að sfmtalið kæmi við Eileen. Hann fann hamingjutilfinningu gagntaka sig þegar hann heyrði rödd hennar. — Hvernig líður þér? Hvern- ig gekk ferðin heim? Svo sem ekki skáldlegar spurningar, en þó hluti af þeim sjálfsagða hlut sem sagðir voru f sfma. En auðvitað langaði hann mest af öllu að segja hvað hann saknaði hennar mikið. Og hvað hann elskaði hana heitt. Hann sá hana fyrir sér meðan hann talaði við hana. — Ég er að hugsa um að fara yfir til Irlands til pabba. Hann hefur ekki séð Lucy í háa herrans tíð. Biddy kemur með okkur. ' — Þú verður að koma mál- inu af stað áður, sagði hann. Talaðu við lögrfræðingana svo að hreyfing sé komin á þetta. Svo ferðu heim. Það er Ijóm- andi. Ertu viss um að þú viljir ekki að ég komi heim? — Nei, þakka þér fyrir, sagði hún og þakklætið var auðheyrt í rödd hennar. — Nei, James, það er indælt af þér, en þetta er allt í lagi. Ég er búin að gera upp minn hug og þetta er ekki eins slæmt og ég hélt. James hikaði. — Má ég segja dálftið? — Auðvitað. Allt sem þú vilt. — Ég elska þig, sagði hann. — Ég ætla ekkert að vera of ýtinn við þig, en ég vil bara þú vitir þetta. Vertu sæl, ástin mín og guð geymi þig. Viltu hringja til mínbegar þú kemur til írlands. — Ég geri það. Hann heyrði að rödd hennar skalf eiiítið. — Ég lofa að hringja eins fljótt og hægt er. En þó að hún hefði talað við James og þótt hún vissi að faðir hennar myndi styðja hana heils hugar gat hún ekki sofið þessa nótt. Stundum fannst henni það sem hún var að gera kjánalegt og þá fór hún að velta því fyrir sér hvort það væru í raun og veru frambærileg rök fyrir því að rffa Lucy frá heimili sfnu, og f einlægni vissi hún að hana langaði ekkert í stríð við Log- an. Hún hafði verið kona hans f sjö ár. Það hlaut að vera einhver væntumþykja, einhver sveigjanleiki eftir allt sem þau höfðu verið hvort öðru. Hann var ekki grimmur og hefni- gjarn. Þó svo að hann hefði orðið ástfanginn af annarri konu var óþarft að búast við því að hann væri þar með sviptur öllum ærlegum tilfinningum. Og þó vissl hún að þessar röksemdir voru einskis nýtar. Þegar barnið væri annars veg- ar myndi Logan einskis svífast. Hann hafði enga blíðu sýnt, hann leit á dóttur sfna sem eign sína. Ofsakenndur kærleikur hans í hennar garð hafði dæmt litlu stúlkuna til óbærilegs og óboðlegs lífs sfðustu árin og bannað henni eðlileg samskipti við foreldra sína. Hann myndi aldrei fást til að sleppa Lucy og hann myndi daufheyrast við öllu því sem hún hefði um það að segja. Sú ást sem hann hafði borið til hennar hafði yfiríærzt á barnið, hún vissi það fullvel. Hún vissi að hún fengi ekki sofið þessa nótt, svo að hún kveikti á náttborðslampanum og las lungann úr nóttinni. Þó blundaði hún í dögun og klukk- an átta vakti Bridget hana með kaffi og dagblöðunum. Henni leið órólega eftir nóttina og var langt frá því hún væri hvfld, en þó hafði hún að minnsta kosti tekið ákvörðun sfna og það róaði hana. — Ég hef ýmsu að sinna í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.