Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 37 Skafti Stefánsson frá Nöf—Minning Fæddur 6. mars 1894 Dáinn 27. júlí 1979 Áttatíu og fimm ára öldungur er fallinn í valinn. Löngu og giftusamlegu dagsverki er lokið. Glettin og greindarleg augu hafa lokast. Vingjarnlegt bros er stirðnað. Snjöll og þróttmikil rödd er hljóðnuð. Skafti Stefánsson, skipstjóri og útvegsmaður frá Nöf við Höfsós, er allur. Ungur kynnt- ist ég Skafta og móður hans, og þeirra systkina, Dýrleifu Einars- dóttur, sem talin var í sérflokki hvað dugnað og áræði snerti, en þó hjartahlý og fasprúð. Hún bjó með börnum sínum af mikilli reisn og myndarbrag, sem orð var á gert um Skagafjörð allan. Bóndi henn- ar, Stefán Pétursson, var frá manndómsárum til elliára lamað- ur og ósjálfbjarga í rúmi og stól, með ósjálfráðar handahreyfingar, sem þekking þess tíma kunni ekki skil á. Þótt þessi skuggi grúfði yfir Nafarheimili, var ætíð gaman að koma þangað, og þar var ég marga nótt nætursakir og mér eins og öllum gestum búin veislu og vina- hót. Það var hugvekjandi að sjá eiginkonuna og börnin ganga til sjúklingsins á nokkurra mínútna fresti, taka í hendur hans, sem herptust að brjósti og höku, og með því veita honum stundarfró- un. Mér gleymdist það ekki að sjá dætur hans ungar, Guðveigu og Friðþóru, mata þennan stóra og myndarlega mann og ganga frá honum undir svefninn. Þessi karl- mannlegi miðaldra víkingur sem áður var, gat ekkert hjálpað, ekki einu sinni tjáð sig, aðeins vottað þakklæti með blíðu augnatilliti. Sár og ömurleg reynsla hefur það verið, og jafnvel neyð fyrir konu og börn að takast á við vandann, án þess að nokkuð væri hægt að gera til bóta. En bitur reynsla kennir manninum margt og jafn- vel naktri konu að spinna. Nafar- systkinin báru af með greind, framtak og dugnað, og Skafti varð þeirra rúmfrekastur í baráttunni um brauðið, þótt öllu væri þar í hóf stillt. Ungir voru þeir Skafti og Pétur, elztu synir Dýrleifar, þegar hún fékk lán til að kaupa lítinn árabát, og fór hún fyrstu róðrana til að kenna þeim tökin. Þar eftir spáði Dýrleif í veðrið, og sagði hvenær ætti að róa, og fylgdist með drengjunum sínum úr landi meðan til sást. Síðar kaupa þeir stóran dekkbát, sem skýrður var Úlfur Uggason. Skafti var skipstjóri en Pétur vélstjóri. Fast var sótt og mikið fiskað; oftast toppskip miðað við Skaga- fjörð og Siglufjörð. Orðstír Skafta ríkti í huga fólksins fyrir framúr- skarandi dugnað og dirfsku. Heppnin brást honum aldrei að hitta í fisk eða taka land, þó að ekki sæist til sólar. Sama gegndi um ferðir hans eftir að hann byrjaði voruflutninga- og póst- ferðir frá Siglufirði til Sauðár- króks, og varð þá háður smáhöfn- um, sem að vetrarlagi voru við- sjálar. En hamingjan var Skafta nær, sem áður, svo að undrum sætti. Konráð, fóstri minn, sagði eitt sinn um Skafta: „Hann hlýtur að sjá í tvo heima. Eða býr hann yfir fjarsýnisgáfu? Ef ekki það, þá er það sagnarandi, sem ekki svíkur, sem vísar honum veginn." Skafti var iíka mikið umtalaður fyrir hnyttin tilsvör, sem ekki mega gleymast. Eitt sinn var hann staddur í Haganesvík á skipi sínu, á leið til Siglufjarðar. Verzlunar- stjórinn Eðvald Möller biður hann fyrir áríðandi skilaboð, og getur þess, að nauðsynlegt sé að skrifa það hjá sér. Skafti segir: „Ég skrifa ekki á hlaupum. Eins og þið ættuð að vita, þá hefi ég öll svona skilaboð í hnakkanum." Það mun hafa verið árið 1919, nánar tiltekið að kveldi 16. apríl, að Sk.ifti er á Siglufirði, og býr sig undir vest- urferð í morgunsárið kl. 7. E ki bregður hann vana sínum, og sefur um borð í bátnum. Þó ekki lengi, því hann er vakinn kl. 3 af einhverjum sem hann ekki veit, og vissi aldrei. Meira var ekki sofið þá nótt. Á vesturleið ber Skafta djúpt fyrir Strákafjörur vegna storms og sjóa. Eins og fyrr fer ekkert markvert framhjá haukfránum augum skipstjórans. Hann sér til Úlfsdala í gegnum sortann, en sér ekki bæinn Engidal. Hvað hefur komið fyrir? Engar vangaveltur fremur venju. Hann tekur stýrið hart í bak, og biður um meiri ferð. Úlfur Uggason fer á kostum und- an úthafsöldunni inn fjörðinn. Einhver farþegi segir við skip- stjórann: „Hvað gengur á, gleymd- ir þú einhverju?" „Nei,“ var svar- ið. „Ég þarf að segja sorgarfrétt." Snjóflóð hafði fallið á Engidal um nóttina; 7 manns týndu lífi. Hver hafði vakið Skafta? Nokkru eftir fyrra stríð var Skafti í fiskiróðri, og kom þá auga á eitthvað, sem þurfti að skoða. Hann leggur lykkju á leið sína, og við athugun kom í Ijós að þetta var tundurdufl, sem ekki var hægt að sjá eða vita hve hollt væri viðkomu. En hvað sem hættunni leið, brugðu báts- verjar böndum á þetta meinvætti, með auðvitað sérstakri varúð, og það síðan dregið inn á Siglufjörð. Einhver spekingur, sem var að springa af of miklu bókviti í eðlisfræði, snupraði Skafta fyrir glannaskap, að hafa lagt hendur á þennan skaðvald og eiga á hættu að slasa sig eða drepa. Þá svaraði vinurinn hátt og snjallt: „Heyrðu drengur minn. Við vissum að þetta var ekkert leikfang sem maraði í kafi á skipaleið, og svo vildi ég ekki að það ræki inn á Skaga- fjörð.“ í tugi ára hafði Skafti mikil umsvif og mannaforráð á Siglufirði, bæði útgerð og síldar- söltun, og var þá stundum ekki mikið sofið. Oft voru úfar milli vinnuveitenda og verkamanna um kaup og kjör, en ekki vissi ég til að Skafti ætti nokkru sinni í útistöð- um eða átökum við menn sína. Til þess var hann of mikill mannvin- ur, og ætíð var hann eldheitur félagshyggjumaður. Fyrir nokkrum árum vorum við Skafti og frú hans, Helga Jóns- dóttir, sem ég þekkti þá ekki, samstiga í N.L.F.Í. í Hveragerði. Þá rifjuðum við heldur betur upp gamla tímann. Þá sem oftar, var Skafti veitandinn, og ég lagði við hlustir. Var mikið hlegið og spjall- að. Nokkru eftir þessa kynningu okkar kom hann fram í sjónvarpi, en þeirrar stundar beið ég með sannri ánægju að fá að sjá og heyra hverjum ógrynnum yrði pumpað úr þeim gnægtabrunni. Lífsreynslusaga, sem spannaoi yfir full 70 ár. En ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Líklega hef- ur spyrillinn ekki verið honum nógu kunnugur, og þá ekki síður það að Skafta var ekki eiginlegt að tala um sjálfan sig eða trana sér fram. Það þurfti hann aldrei að gera. Það var tekið eftir honum án þess, svo spakvitur og fjölfróður sem maðurinn var. Að endingu þakka ég Skafta vini mínum fyrir alla næturgreiðana í þá tíð, svo og margt annað. Votta eiginkonu hans börnum og systrum söknuð. Skafti Stef- ánsson frá Nöf er genginn feðra sinna til, og þar er honum búin blómasæng sem hann hefur til unnið. Bjarni M. Jónsson Þann 27. júlí s.l. andaðist hér í Reykjavík, Skafti Stefánsson fyrrv. útgerðarmaður og síldar- saltandi í Siglufirði. Jarðarför hans verður gerð frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 7. ágúst n.k. Ég vil með nokkrum orðum þakka vináttu hans og lryt;>jð um hálfrar aldar skeið. Þ ð var sumarið 1929 sem við kynntumst fyrir alvöru. Hann 35 ára atvinnurekardi og ég 12 ára sendill hjá Landsíma íslands. Ég átti þetta sumar og það næsta, erindi, oft í viku, á slóðir Skafta frá Nöf, með skeyti eða þeirra erinda að kalla starfsmenn hans í síma. Alltaf hafði Skafti tíma til að spjalla við mig, spyrja mig um líðan mína og minna, og oft fylgdu góð ráð til lítils gutta sem þurfti iðulega að ganga eða hjóla um götóttar bryggjur og klifra um borð um síldarskip sem lágu oft hvort við annars hlið. Þetta rifjast allt upp nú við þáttaskil. Ég á Skafta þakkarskuld að gjalda fyrir margvíslegan stuðn- ing við mig þegar ég var í fram- boði til Alþingis í Siglufirði og síðar í Norðurlandskjördæmi vestra, en e.t.v. fyrst og fremst fyrir velvild hans og vinarhug á þeim sumrum er ég áðan nefndi. Skafti Stefánsson var fæddur 6. marz 1894 að Málmey á Skaga- firði. Foreldrar hans voru þau hjónin Dýrleif Einarsdóttir og Stefán Pétursson. Þess minnist ég frá barnæsku að umtalað var beggja megin Siglufjarðarskarðs, hversu dugleg, áræðin og kjark- mikil þessi hjón hefðu verið. Þau voru efnalaus er þau hófu búskap- inn, en bú þeirra blómgaðist fyrstu árin svo orð var á gert. Skafti var frumburður þeirra, en þau áttu alls 5 börn. Árið 1897 herjaði fjárpest á fjárstofn foreldra hans og grand- aði honum. Fluttust þá Dýrleif og Stefán frá Málmey að Litlu Brekku á Höfðaströnd og bjuggu þar í nokkur ár. Meðan þau bjuggu í Litlu Brekku veikist Stefán Pétursson svo að hann getur ekki stundað búskap og flytur í Málm- ey aftur og stundar þar róðra. Á þessum Málmeyjarárum hefst sjómennskuferill Skafta Stefáns- sonar. Þá var hann 8 eða 9 ára gamall. Hann aðstoðaði föður sinn m.a. við beituskurð. Síðan skeður það að faðir hans veikist alvarlega á síðari Málmeyjarárunum, fær slag og verður óvinnufær en lifir þó 26 ár eftir það. Skafti varð eftir þetta fyrir- vinna heimilisins ásamt móður sinni, studdur að sjálfsögðu af yngri systkinum sínum eftir því sem aldur og kraftar leyfðu. Eftir þetta áfall flutti fjölskyld- an á ný til lands og hóf búskap á litlu býli við Hofsós sem Nöf var kallað. Sögu þessarar fjölskyldu, sem bjó að Nöf, þekki ég vel og er hún sannkölluð hetjusaga, þó ekki verði hún rakin hér. Árið 1920 flytur Skafti Stefáns- son til Siglufjarðar fullur af áhuga hins unga athafnamanns en ríkur af reynslu áranna að Nöf. Eins og fyrr segir, urðu útgerð og fiskkaup vettvangur Skafta Stefánssonar. Það væri synd að segja að alltaf hafi vel gengið, oft olli aflaleysi, og illt veðurfar óhöppum og tapi, en Skafti missti aldrei kjarkinn og bar höfuðið jafnan hátt. Hann stillti jafnan gleði sinni í hóf þegar allt lék í lyndi og mikill afli barst á land, og gott verð fékkst fyrir afurðirnar. Skafti Stefánsson var svo laus við allar öfgar. Skafti Stefánsson var 23 ára þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaður og hann var einlægur stuðningsmaður hans alla tíð. Það er ekki þar með sagt að ég og aðrir sem vorum að vinna að brautar- gengi flokksins fengjum ekki orð í eyra og alvarlegar ábendingar frá honum, varðandi siglingu þjóðar- skútunnar. En allt slíkt var vel virt og ég minnist þess'að margar pólitískar áminningar hans virk- uðu á mig eins og farið væri í gott bað. Skafti Stefánsson var einn af stofnendum Kaupfélags Siglfirð- inga og sat lengi í stjórn þess. Hann var einlægur stuðningsmað- ur Samvinnuhreyfingarinnar. Hann átti á tímabili sæti í bæjar- stjórn Siglufjarðar svo og í Hafn- arnefnd Siglufjarðar og fleiri nefndum. í þessum störfum sínum sem öðrum sýndi Skaftr Stefánsson trúmennsku og dugnað. Skafti Stefánsson var gæfumaður þrátt fyrir margvíslega erfiðleika á uppvaxtarárunum í Skagafirði. Þann 6. marz 1924 kvæntist hann Helgu Jónsdöttur frá Akur- eyri. Helga var systir Gunnlaugs Tryggva, bóksala, sem lengi var ritstjóri Islendings og þjóðkunnur maður. Frú Helga reyndist manni sínum alla tíð hinn traustasti förunautur. Hún lifir mann sinn og býr nú í Reykjavík. Hún er enn sem fyrr fríð kona, góð og greind. Börn þeirra fjögur sem upp komust hafa öll lokið stúdents- prófi, en þau eru: Jón lögfræðing- ur, fyrrv. alþingismaður, nýskip- aður borgarfógeti í Reykjavík, kvæntur Hólmfríði Gestsdóttur, Stefán yfirlæknir á Borgarspítal- anum, kvæntur Maj Ivarsson, Gunnlaugur Tryggvi, fulltrúi hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkis- ins, kvæntur Vigdísi Jónsdóttur, og Jóhanna húsfreyja gift Birni Gunnarssyni. Þegar ég síðla kvölds 2. ágúst hugsa um líf og störf Skafta Stefánssonar, minnist ég þess að frú Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá, sem um árabil var skóla- stjóri í Siglufirði, ritaði um Skafta í sunnudagsblað Tímans þann 22. nóv. 1964 merka og athyglisverða grein. Mér finnst allt vel .sagt í þessari grein og kýs að birta eftirfarandi kafla úr henni: Á styrjaldarárunurfi 1914—1918 lærðu íslendingar að bjargast nokkuð sjálfir í ýmsu því, er þeir höfðu áður að mestu látið útlend- inga um. Síldveiðar og síldarsölt- un innlendra manna jókst nú að miklum mun, og næstu árin eftir styrjaldarlok kom nokkur inn- flytjendastraumur til Siglufjarð- ar, sem var þá aðalsíldveiðistöðin. Alltaf sáum við; sem fyrir vorum, ókunn andlit. Ég er ómannglögg að eðlisfari, og nú hafði ég látið af skólastjórn og hætt kennslu að mestu, svo að þar var engin sérstök hvöt fyrir mig að kynnast aðkomufólkinu. Ég veitti því þess vegna ósköp litla eftirtekt. Þar fór þó svo, að einn maður, sem ég sá nú oftar og oftar bregða fyrir, vakti athygli mína öðrum fremur. Þreklegur var hann og hafði ætíð hraðan á, stórskorinn nokkuð í andliti og veðurbitinn, en ætíð glaðlegur á svip, bar höfuðið hátt og var svo djarfmannlegur og öruggur í fasi, að ósjálfrátt vaxti traust. Ég hafði eitt sinn orð á því við manninn minn, að ég væri öðru hverju að mæta manni á götunni, sem mér virtist svo sér- stæður persónuleiki að mig lang- aði til þess að vita hver hann væri. Lengra komst ég ekki, því hann svaraði strax: „Það er sjálfsagt Skafti á Nöf.“ „Hvernig veistu það?“ sagði ég. „Ég er ekkert farin að lýsa honum fyrir þér.“ „Jú, það er alveg auðvitað" svaraði hann. „Skafti vekur eftir- tekt hvar sem hann fer, enda er hann talinn djarfasti sjósóknari norðanlands." Meira fræddist ég ekki um Skafta í það sinnið, en forvitni minni var engan veginn svalað. Ég hélt fyrirspurnum áfram og fékk smám saman ýmsar fregnir af fjölskyldunni á Nöf enda búsetti Skafti og skyldulið hans sig að fullu í Siglufirði litlu síðar, — fyrstu árin voru þau þar aðeins á sumrin. Ég fékk tækifæri til nánari kynna, bæði af fjölskyld- unni sjálfri og líka af nokkrum nágrönnum þeirra úr Skagafirði sem einnig fluttu til Siglufjarðar og urðu síðar góðvinir mínir er ég reyndi að sannsögli og áreiðanleik. Ég þykist þess því fullviss, að heimildir mínar séu ábyggilegar og saga Skafta Stefánssonar þess verð, að henni sé á loft haldið. Ekki mun ég þó gera henni nein fullnægjandi skil enda gæti hún verið þrem mönnum nokkurt verk- efni: Sagnaritarinn, sem á sínum tíma skrifar sögu Siglufjarðar, hlýtur að ætla Skafta ríflegt rúm í bók sinni. Fyrir sálarrannsóknar- manninn mundi margvísleg dul- ræn reynsla Skafta vera hinn mesti fengur. Og fyrir listamanninn gæti ævi- ferill Skafta, og þó ef til vill fyrst og fremst æskuár hans og syst- kina hans, þolgæði og óbifanlegt trúartraust föður hans og fágæt hetjubarátta móður hans, verið hinn ákjósanlegasti efniviður í skáldsögu. Við þessa lýsingu frú Guðrúnar hefi ég litlu við að bæta, — aðeins þessu: Við Þórný sendum frú Helgu og börnum hennar og öðrum ástvin- um Skafta Stefánssonar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við vitum að minningin um einstakan maka og föður mildar sársaukann við leiðarlok. Það er von mín að landið okkar eignist jafnan fólk, sem líkist honum að manndómi og fyrir- mennsku. Jón Kjartansson. fMtogtmMiKfeffe óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær: □ Hverfisgata I, II. 9 Uppl. í síma 35408 □ Háaleitisbraut 14—60. □ Grettisgata 36—98 Vesturbær: □ Vesturgata 2—45 \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.