Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 2 3 Þekktir verslunarmenn spurðir álits ...að varðveita gamla „sjarmann” Rætt við Garðar H. Svavars- son kaupmann í Kjötbúð Tómasar „Ég er næsta viss um þaö aö þótt stórmarkaöirnir þróist, þá mun kaupmaöurinn á horninu halda sínum hlut og rúmlega þaö“ sagöi Garöar H. Svavarsson kaup- maöur í Kjötbúö Tómasar þegar hann var beöinn um aö láta hugann reika og velta fyrir sér hver gæti orðiö þróun í verslunar- háttum á næstu árum og áratug- um. 70 ára verslun „Kjötverslun Tómasar er stofn- uö áriö 1909 og verður því 70 ára á þessu ári. Allt frá árinu 1911 hefur hún verið á þeim staö þar sem hún er nú. Ég tók viö búöinni áriö 1959 en nokkru áöur má segja aö hún hafi veriö komin í núverandi horf. Fyrir þann tíma voru notaöar kjötaxir sem nú hafi oröiö að víkja fyrir nútímatækni. Auknar vinsældir gamaldags verslunarhátta Þegar Garöar var beðinn aö bregöa á leik og spá um þaö sem framtíöin bæri í skauti sér viðvíkj- andi verslun, þá sagöist hann vilja vera varkár í spádómum, „því um árabil hefur því veriö spáö aö kaupmaðurinn á horninu væri aö líöa undir lok og þyrfti aö láta í minni pokann fyrir nýtísku stór- mörkuðum. Reynslan hefur sýnt okkur hiö gagnstæöa. Kaupmað- urinn á horninu sem iökar annars konar verslunarhætti en tíökast í stórmörkuöum hefur haldiö velli þrátt fyrir þessa nýju þróun. Og mér finnst eins og margt bendi til þess aö á næstu árum muni vinsældir gamaldags verslunar- hátta fara vaxandi." Að varðveita gamla „sjarmann“ „Ég hef reynt aö viðhalda gamla svipnum á búöinni, en húsiö er síöan 1874. Fyrir nokkrum árum fór ég út í þaö aö breyta búöinni, en ég setti mér þaö takmark í upphafi aö reyna aö varðveita gamla „sjarmann". Ég vil álíta aö þaö hafi verið erfiðara fyrir mig aö breyta búöinni þann veg aö hafa í hávegum gamla svipinn, heldur en ef ég hefði flutt yfir í nýtísku kjörbúö. Ég sótti mína fyrirmynd aö hluta til siátraranna í Dan- mörku sem hafa viöhaldið gamal- dags yfirbragöi á sínum búöum." Garðar sagöist vera alveg viss um aö stórmarkaðirnir myndu þróast á næstu árum og áratugum og þangað mundi mestur hluti fólks leita í verslunarerindum sín- um. En um leiö kysi fjöldi fólks áfram aö leita til notalegri viö- skiptahátta þar sem um persónu- iegra samband væri aö ræöa milli kaupmanns og viöskiptavinar. Garöar sagöist einnig telja aö ailtaf yröi ákveðin verkaskipting milii stórmarkaöanna og kaup- mannsins á horninu. Kaupmaöur- inn á horninu veröur aö vera meö vöru, sem ekki selst vel og stór- markaðir hiröa kannski ekki um aö hafa á boöstólum. Ungt fólk og gamaldags matur „Ég hef oröið var viö þá þróun meöal ungs fólks að það neytir í meira mæli en áöur gamaldags íslensks matar. Og ég held aö í framtíöinni muni góöur, rammís- lenskur matur vera í hávegum hafður. Og þannig mat hafa marg- ir smærri kaupmenn tækifæri á aö bjóöa fólki upp á, en stórmarkaöir eiga ef til vill erfiöara meö það. Fólk vill nú í auknum mæli fá mat sem er reyktur á gamla mátann og sérverkaðan mat sem lítiö fram- boö er á. Þarna er um aö ræöa ýmiss konar fugla, egg og gamal- dags reyktan rauömaga, silung og lax. Þetta eru vörur sem eru yfirleitt seldar í litlu magni og öflun þeirra byggist á persónulegum samböndum. Þess vegna geta stóru búöirnar oft á tíöum ekki boöiö upp á slíka hluti," sagöi Garöar. Vonandi ekki mao- klæðnaður á öllum „Tískan fylgir manninum eins og nóttin deginum. Maöurinn hefur alla tíö veriö í eltingaleik viö tískuna, þó hún sé síbreyti- leg. En maöurinn mun ekki breytast aö því leytinu, og í framtíðinni mun maöurinn stjórna tískunni — og tískan stjórna manninum — eins og þaö hefur veriö frá upphafi. Tískan á nefnilega rót sína aö rekja til þess skapgerðareigin- leika sem nefnist hégómi. Og í framtíöinni kemur tískan til meö aö veröa fólki afþreying. Þaö veröur vonandi enginn maó— klæönaöur á öllu liöinu." Þetta sagöi Guölaugur Berg- mann forstjóri Karnabæjar, þegar hann var spuröur hvort hann teldi aö einhver breyting yrði á eltingaleik fólks viö tísk- una í framtíðinni. „Nú upp á síökastiö hafa tískubúöir sprottiö upp eins og gorkúlur um allt land. Þaö er ekki nema eölilegt aö slíkum búöum fjölgi þegar vel gengur, en þeim fækkar aö sama skapi þegar illa gengur. Þaö er líka gangurinn á þessum málum aö á meöan viöskiptin ganga vel þá stækkar fyrirtæki. Ég hef ekki áhuga á því aö Karnabær stækki frekar, en nú þegar er orðiö. Þaö sem ég hef meiri áhuga á er aö okkur takist aö auka framleiöslu okkar." íslendingar geta framleitt góðar vörur „Ég hef nefnilega þann metn- aö aö sýna það aö íslendingar geti framleitt góöa vöru. Þaö hefur sýnt sig hér hjá okkur aö þaö sem viö höfum framleitt sjálfir hefur selst best. Því hefur veriö spáö, aö fram til aldamóta muni um 30 þúsund manns bætast á vinnumarkaöinn. Þaö Rætt við Guðlaug Bergmann forstjóra Karnabæjar er áætlaö aö af þessum fjölda þá muni 1 fara í framleiðslu á móti hverjum 3 sem fara í þjónustugreinar tengdum þess- ari framleiöslu. Því veröur meö öörum orðum þannig fariö aö hver einstaklingur, sem starfar viö iðnaðarframleiðslu sjá 3 öörum fyrir störfum í þjónustu- greinunum. Mér finnst þaö því liggja Ijóst fyrir aö viö íslendingar veröum aö auka iönaö okkar. Þaö þarf aö gefa iönaöinum einhvern starfsgrundvöll til aö vinna á. Samkeppni er heilbrigö en þaö eru verölagshöft ekki. Það verö- ur aö skrá gengiö rétt til aö sá vaxtarbroddur sem iðnaöurinn er fái aö þroskast. Guölaugur sagöist halda aö í framtíöinni myndi verða um að ræöa tvær tegundir búöa, ann- ars vegar stórar búöir þar sem allt fæst af öllu og hins vegar litlar og notalegar búöir. „Ég held aö þar verði ekkert á milli." Líf og fjör í búðunum „Ég held aö stefnan sé sú aö í framtíðinni veröi meira líf og fjör í verslunum. Þangað muni fólk koma til að kaupa en muni um leiö fá skemmtun í kaupbæti. Viö erum aö byrja aö sjá þetta gerast hér á landi og ég held, aö í framtíðinni muni þróunin stefna enn lengra í þessa átt. Til dæmis má nefna þaö aö hljómplötur í framtíöinni veröa mjög líklega kynntar meö video-tækni þar sem viöskipta- vinurinn hlustar ekki eingöngu á músíkina heldur fylgist einnig meö listamönnunum á sjón- varpsskermi. Þetta veröur án efa einnig notaö til aö kynna fatnaö. Aö morgni verður tekin upp tískusýning sem síðan er sýnd viöskiptavinunum þannig aö hann geti sem best kynnt sér þaö nýjasta og besta — og um leið haft gaman af. Meö þessum hætti á ég von á því aö allir verslunarhættir veröi frjálslegri, meira lifandi og skemmtilegri en áöur hefur tíökast, bæði fyrir viöskiptavininn og kaupmann- inn.“ Heiðarleika gagnvart viðskiptavinum Viö gátum ekki látiö þessu spjalli lokiö án þess aö spyrja Guölaug um áhrifamátt auglýs- inga og skoöun hans á framtíö- arþróun í þeim efnum. „Ég held að auglýsingar séu í dag heiöar- legri áhrifavaldar á almenning en bæöi pólitíkusar og blaöa- menn. Auglýsendur koma til dyranna eins og þeir eru klædd- ir, og allir sjá aö þeir eru aö auglýsa. En bæöi blaðamenn og pólitíkusar sigla undir fölsku flaggi. í báöum tilvikum er fólki talin trú um aö ekki sé um auglýsingu aö ræöa, en samt er veriö aö halda á lofti einhverri skoöun. Oft á tíöum er hér um aö ræöa lýðskrum sem þeir taka ekki ábyrgö á. Og ég trúi því aö í framtíöinni muni auglýsingar veröa heiöar- iegri og heiöarlegri. Ég held aö flestir geri sér grein fyrir því að þaö veröur aö koma heiðarlega fram gagnvart viöskiptavinun- um. Þaö er ennfremur mín skoö- un að auglýsingar og skemmt- anir muni í framtíöinni haldast hönd í hönd. Auglýsingar munu veröa fullar af húmor og „mystik“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.