Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 Fmmleiðendur tízkufatnaöar fá óvœntan keppinaut Fatnaður frá þvíað amma var ung ngtur vaxandi vinsœlda Texti: Fríða Proppé, Ljósm.: RAX, Emilía og Guðjón. „Svei mér þá, ef önnar hver búð i Lauga- . veginum er ekki tuskubúðu, varð utanbæjar- manni. stöddum í Reykjavík fyrir skömmu, að orði, er hann hetði lokið innkaupaskyld- i um sínum íkaupstaðarferð. Við eftirgrennsl- an útskýrðist, að með orðinu „tuskubúð“ átti hann við þá tegund fataverzlunar, sem í venjulegu máli er nefnd tízkufataverzlun. Þessi yfirlýsing utanbæjarmannsins hefur nokkuð til sfns máis. Nægur markaður virðist vera fyrir allar þessar verzlanír og ástæðan e.t.v. sú, að ekkert lát er á sfbreyti- , ieik tízkunnar — litum og öðrum því, er tær | fólk til að kaupa nýjan fatnað svo til innst sem yzt með stuttu millibili. Sérstaklega er þetta áberandi f klæðaburði* fólks. Og þó margir segi, að gallabuxur og peysur hati verið einkennisklæðnaður ungs fólks á fslandi sfðustu árin og engar breytingar orðið þar á, þá er staðreynd, að gallabuxur eiga samkvæmt tfzku eins tímabilsins að vera með vfðum skálmum og þess næsta með þröngum. Sömu sögu er að segja um peysurn- ar. þær skipta litum og lögun. Flóamarkaðir og tombólur eru þekkt fyrirbæri hérlendis og hafa um árabil gegnt þvf hlutverki að vera fjáröflunarleið ýmissa félaga og einnig orðið til þess, að fólk hefur af og til brugðið sér upp á háaloft og niður í kjallara til að rýma þar til og gefa gamla muni og fatnað til styrktar góðum málstað. Eflaust hefur margt af þessu dóti sfðan lent á háaloftum og í kjöllurum annars fólks, sem keypt hefur í góðgerðaskyni. Nú virðist sem þetta gamla dót og löngu gleymdur fatnaður sé að vinna sér sess á verzlunarmarkaðinum og heyrst hefur, að nú sé ekki lengur það ffnasta að eignast nýja kjóla írá tízkuverzlunum stórborganna. Kjóll, sem flaksaðist f dansi um fætur ungrar stúlku, þegar amma var ung, virðist njóta jafnmikillar aðdáunar. Margt ungt fólk kemur oftar nú en áður í heimsókn til afa og ömmu og eldra skylduliðs f þeim tilgangi að gramsa f gömlu dóti og þykist hafa himin höndum tekið, ef það er svo heppið að finna gömul kjólföt, eða annað álíka og helst verða flfkurnar að vera virkilega gamlar. í Reykjavík hafa nýverið verið opnaðar tvær fataverzlanir, sem verzla eingöngu með gamlan fatnað og f bland gamla muni. Að sögn eigenda þeirra er nægur og vaxandi markaður fyrir þessa vöru. Okkur lék forvitni á að vita, hvort hér væri um að ræða nýja strauma og e.t.v. einhvers konar svörun við örum tfzkubreytingum, eða hvort þetta væri aðeins stundarfyrirbæri. Heimsóttu þvf blaðamaður og Ijósmyndari verzlanir þessar góðviðrisdag einn f sfðustu viku. í sömu ferð var Htið við á flóamarkaði Dýraverndunar- sambands íslands til að kanna, hvort þar hefði gætt einhverra breytinga í sölu á gömlum fatnaði. Gömul herra- vesti vinsœtust á flóamarkaði Dýraverndunarsambandsins Á flóamarkaði Dýraverndunar- sambands íslands við Laufásveg hittum við fyrir Bergþóru Skarphéðinsdóttur og nokkra viðskiptavini, sem sýndu fatnaðin- um þar mikinn áhuga. Við spurðum Bergþóru hvort hún hefði orðið vör við breytingu á verzlunarháttum og viðskiptavin- um. „Jú, það hefur orðið umtalsverð breyting hér á. Hér áður hafði maður á tilfinningunni, að það væri frekar efnaminna fólk sem leitaði hér eftir fatnaði, en nú eru viðskiptavinirnir á öllum aldri og áberandi hversu margt ungt fólk kemur í leit að vissum tegundum fatnaðar. Gömlu herravesti eru vinsælust þessa dagana og eins gömul herraföt og er ungt fólk af báðum kynjum áhugasamast. Mikið er einnig spurt um peysu- fatakápur." Bergþóra sagði að á markaðin- um væri allt selt, sem gefið væri til hans. Ekki væri lagt í kostnað við hreinsun íatnaðarins, en þó væri reynt að gera við minni háttar saumsprettur og því um líkt á betri fatnaði. „Þeir sem gefa til markaðarins koma yfirleitt með fatnaðinn hreinan og við verðleggjum líka í samræmi við það, að við kostum litlu til.“ Bergþóra sagði að mikið væri spurt um peysufatakápur. Hún sýnir þarna viðskiptavinum kápuúrvalið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.