Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979
13
ALDARINNAE
pegar kóngur
:ékk ekki að
kvænast
krúttinu sínu
Brúðkaups-
myndin 3. júní
1937.
það sem hún var að segja . . .“
Sir Henry Channon vinur Ját-
varðar skrifaði í dagbók sína eftir
að kynni Wallis og Játvarðar
hófust 1934: „Hún er skemmtileg,
greind, latlaus og lítil fyrir mann
að sjá. Samt er eitthvað bjóðandi
við framkomu hennar, næstum
eins og fólk fái á tilfinninguna að
það eigi að hneigja sig þegar hún
birtist.
Hún hefur náð algerum tökum á
prinsinum, sem finnst Wallis töfr-
andi, næm, skapgóð, greind og
virðuleg og dáist að smekk henn-
ar.
Sjálf sagði Wallis síðar, þegar
hún var orðin hertogaynjan af
Windsor og eiginkona Játvarðar:
Hugsanlegar ástæður fyrir
áhuga prinsins á mér voru til
dæmis að honum fannst ég hrein
og bein, sjálfstæð og fyndin og
líklega forvitni mín um hann og
allt sem hann snerti. Honum
fannst ég eðlileg í framkomu og
hann var einmana. Ég komst inn
fyrir skelina og fór að skilja
einsemd hans og einangrun frá
öðrum . . .“
Engin krýning —ef
ekki hjónaband
Bessie Wallis Warfield fæddist í
smábæ í Pennsylvaníu í Banda-
ríkjunum árið 1896. Fjölskylda
hennar var venjuleg miðstéttar-
fjölskylda, upprunnin frá Suður-
ríkjunum, þótt ættfræðingar hafi
síðar reynt að gera hana „merki-
legri“ með því að reyna að rekja
ættir hennar til Vilhjálms bast-
arðar.
Árið 1916 giftist hún sjóliðsfor-
ingja að nafni Earl J. Spencer. Tíu
árum síðar sótti hún um lögskiln-
að frá honum sem átti eftir að
reynast henni og brezku krúnunni
örlagaríkur. En í þá daga hefði
hún að sjálfsögðu ekki getað gert
sér í hugarlund að sá skilnaður
kæmi síðar í veg fyrir að hún yrði
drottning og það kostaði konung
sem elskaði hana krúnuna.
Þegar hjónaband hennar og
■iá ari'.ar kom til tals eftir skiln-
að nennar og annars eiginmanns
hennar, Earnest Simpsons, kom
til tals, beindist mótþrói ensku
kirkjunnar, brezka þingsins og
Baldwins forsætisráðherra ekki að
uppruna Wallis Simpson heldur
að þeirri staðreynd að hún var
tvífráskilin.
Wallis Simpson giftist Ernest
Aldrich Simpson frá New York
árið 1928. Skömmu síðar fluttust
þau til Bretlands, þar sem eigin-
maður hennar starfaði við skipa-
útgerð og gerðust bæði brezkir
ríkisborgarar.
Tóku þau virkan þátt í skemmt-
analífi yfirstéttafólks í Lundúnum
og árið 1931 voru þau kynnt við
hirðina. Ári síðar kynntist Wallis
prinsinum af Wales í kvöldverð-
arboði sem hún sótti ásamt þáver-
andi eiginmanni sínum.
Flestir tóku fljótt eftir áhuga
prinsins á Wallis sem fljótt þróað-
ist í ást með fyrrgreindum afleið-
ingum.
Prinsinn hélt sambandi sínu og
Wallis leyndu fyrir föður sínum
meðan hann lifði. Þegar hann
síðan tók við krúnunni vissi hann
að krýning hans gat ekki orðið
nema að hjónaband hans og Wall-
is væri viðurkennt.
Hann gerði því ekkert til að
halda sambandi þeirra leyndu og
Wallis var yfirleitt á ferðalögum
með honum eftir að hann var
orðinn konungur. Þegjandi sam-
komulag brezku pressunnar um að
birta ekki myndir af þeim saman
eins og til að koma í veg fyrir
„hneyksli" gerði það að verkum að
almenningur vissi nánast ekkert
um framvindu mála. Þá var Wallis
orðinn miðdepill slúðurdálka í
föðurlandi sínu Bandaríkjunum
fyrir löngu. Það var ekki fyrr en
sögusagnir um skilnað Wallis fóru
á kreik haustið 1936, nokkrum
mánuðum fyrir afsögn Játvarðar,
að Stanley Baldwin forsætisráð-
herra sá sig knúinn til að fara á
fund konungs.
„Af hverju skyldi
kóngur ekki kvæn-
ast krúttinu sínu?
Winston Churchill kastaði
þeirri spurningu fram í hádegis-
verðarboði um líkt leyti og andleg
og veraldleg yfirvöld í Bretlandi
voru að reyna að fá konung ofan
af fyrirhuguðu hjónabandi sínu:
„Af hverju skyldi kóngur ekki
mega kvænast krúttinu sínu?“
„Vegna þess að England vill ekki
drottningu sem er krútt!" svaraði
Novel Coward að bragði.
í nóvember tilkynnti Baldwin
forsætisráðherra Játvarði að
hjónaband hans og Simpson yrði
aldrei samþykkt. Játvarður svar-
aði honum á þá leið að hann
hygðist kvænast frú Simpson og
væri tilbúinn til að segja af sér.
Baldwin sagði vinum sínum
síðar að konungur hefði verið
mjög einbeittur og andlit hans
hefði verið uppljómað, næstum
fagurt ásýndar.
Stuttu síðar kom upp hugmynd-
in um hægri handar giftingu, en
slíkt fyrirbæri var ekki til í
enskum lögum og var sú tillaga
sem virtist síðasta hálmstráið
felld af ríkisstjórninni 27. nóv-
ember.
Þá átti Játvarður þriggja kosta
völ: Að slíta sambandi sínu við
Wallis Simpson. Að neyða Stanley
Baldwin og ríkisstjórn hans til að
segja af sér og gera tilraun til að
mynda „konungsflokk" og þriðji
valkosturinn var sá sem hann
hafði þegar afráðið, að segja af
sér.
Hann hafði þegar tilkynnt
ráðgjöfum sínum að hann vildi
segja af sér með virðingu og baka
þjóð sinni og ríkisstjórn sem
minnstum erfiðleikum. Þá var það
ósk hans að bróðir hans, hertoginn
SJA NÆSTU SÍÐU
„Hún er töfrandi kona, skynsöm, skapgóð og mjög velgefin. Fas
hennar er aðlaðandi og smekkurhennar frábær. Hún hefur haft mjög
góð áhrif á konunginn sem elskar hana innilega og opinskátt.“
skrifaði sir Henry Cannon vinur beggja eftir afsögn konungs.
Hertogaynjan af Windsor í boði í New York.