Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.1979, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. ÁGÚST 1979 Viðtöl: Sveinn G. Myndir: Emilía og RAX Við verzlun eins og annað í heimi þessum þá renna gamlar hugmyndir skeið sitt á enda og ný viðhorf skapast. Menn falla frá en aðrir koma í þeirra stað. Einhver vara getur verið í tísku í dag en úrelt á morgun. í tilefni frídaga verslunarmanna ræddi Morgunblaðið við nokkra verslunarmenn í Reykjavík til að leita álits þeirra á þeirri þróun, sem þeir teldu líklegt að yrði í verslun á næstu árum og jafnvel áratugum. Framtíðin verður best skoðuð í ljósi fortíðarinnar og þess vegna tvinnast spár þeirra um f ramtíðina saman við fyrri reynslu þeirra. Ýmislegt ber á góma og nægir þar að nefna samkeppni „kaupmannsins á horninu“ og stórmarkaðanna, nýtísku verslunarhætti, heiðarleika í viðskiptum, þarfir einstaklingsins og auglýsingar. Hvernig verður verslun árið 2000? Frjálst markaðs- kerfi er besta neytendaverndin Rætt við Ólaf Haraldsson for- stjóra Fálkans „Ég held að stórmarkaöir muni ryöja sér til rúms á næstu árum. Stórmarkaðir þar sem mögulegt er aö kaupa í byrjun mánaöarins allt sem fólk þarfnast í allt aö heilan mánuö. Markaö þar sem er hægt aö kaupa tvinnakefli jafnt sem bifreiö, og allt þar í milli. í útlöndum eru slíkir markaöir staö- settir utan stórborga. Á þessum mörkuöum yröi mikil fjölbreytni þannig aö fólk þyrfti ekki aö leita víöar til sinna innkaupa/ sagöi Ólafur Haraldsson forstjóri Fálk- ans, þegar viö báöum hann láta hugann reika til þess sem ennþá er ekki orðið en mun ef til vill veröa í framtíöinni. Að versla heima í stofu „Ég áiít aö þrátt fyrir aö slíkir markaöir veröi aö veruleika þá muni alltaf veröa þörf fyrir kaup- manninn á horninu og sérverslanir sem veita sérfræðiþjónustu sem ekki er til staöar í stórmörkuöum. í framtíöinni veröur hæfilegt hlutfall á milli stórmarkaöa og minni sérverslana ofan á í þróuninni," sagði Ólafur sföan. „Ég hef ennfremur þá trú aö þaö muni færast í vöxt á komandi árum aö fólk geri sín innkaup eftir pöntunarlistum sem þaö merkir viö á heima í stofu en fær síðan vörurnar sendar heim. Þetta er aö ryöja sér til rúms erlendis en þaö er þó líklegt aö íslenski markaöur- ínn sé of lítill enn sem komið er til aö svona beri sig fjárhagslega." Annaö sagöi Ólafur aö honum fyndist líklega aö yröi stundaö hér á ísiandi f framtföinni en þaö væru viöskipti þar sem staögreiösla eins og hún er nú tíökuö mundi minnka, en svonefnd kredit-kort yröu notuö. í slfkum viðskiptum gengur ákveöin peningastofnun f ábyrgö fyrir handhafa slíkra kredit-korta gagnvart ýmsum viö- skiptaaöilum. „Hins vegar hef ég litla trú á því aö þess konar verslunarhættir veröi viöhaföir hér á landi í núverandi verðbólgu." Upplýsingagildi auglýsinga eykst Eins og málum er háttaö í dag þá skipa auglýsingar háan sess f viöskiptum í dag og er mikilvægur áhrifavaldur á kaupendur. „Ég spái því aö á komandi árum muni auglýsingar skipa jafnvei hærri sess en nú er. Á tímum þegar vöruúrval eykst kemur fólk til meö aö treysta meira á auglýsingar til aö kynna sér þær vörur sem á boöstólum eru og gæöi þeirra. Stefnan hlýtur því að veröa sú aö auglýsingarnar veröi meiri upp- lýsingamiöill en nú er. Til allrar hamingju er þessi þróun aö byrja hér, þannig aö auglýsingar eru farnar aö gefa hlutlausari upplýs- ingar en áöur var, um eöli og eiginleika vörunnar. Nauðsyn á regiugerð um auglýsingar Þaö er samt mfn bjargföst skoö- un og áhugamál um leiö aö hér á landi sé nauösynlegt aö gefa út sérstaka reglugerö um auglýsing- ar. Reglugerö sem mundi megna aö hindra skrum í auglýsingum og tryggja þaö aö seljendur auglýstu aöeins þaö sem þeir gætu staöiö viö. Ég held aö slík reglugerö mundi stuöla aö aukinni vernd neytenda," sagði Ólafur. Annars er ég þeirrar skoöunar aö eina rétta neytendaverndin hvaö varöar gæöi og vöruverö sé frjálst markaöskerfi. Verðlagskerfi okkar er oröið úrelt fyrir iöngu og tryggir neytandanum ekki lægsta mögulega vöruveröiö. Prósentu- álagning stuðlar ekkl aö því aö kaupmaöurinn leiti eftir hagkvæm- ustu innkaupunum. Raunar kemur þetta kerfi oft í veg fyrir aö menn hugsi og kynni sér stööu sína á markaönum,* sagöi Ólafur aö sföustu. Annað að versla með bækur en bringukolla „Mér finnst stórmarkaöirnir eiga sér tilverurétt, en ég vona aö á næstu öld búum viö ekki viö þaö fyrirkomulag aö þaö veröi eitt stórt kaupfélag fyrir alla,“ sagöi Lárus Blöndal bóksali í Reykjavík. Hann sagöist hafa byrjað rekst- ur sinnar eigin búöar áriö 1943 en haföi áöur unnið hjá Sigfúsi Ey- mundssyni og stofnsett bókabúö ísafoldar. „Þaö er búiö aö rægja kaupmannastéttina svo mikiö á umliönum árum aö ég þóttist hólpinn aö geta titlaö mig sem bóksala en ekki kauprnann." Bækur seljast hálfan mánuð á ári „Þaö er annaö aö versla meö bækur en bringukolla", sagöi Lár- us um á hvern hátt bókaverslun væri frábrugöin annars konar verslunum. „Þaö má meö sanni segja aö þaö sé stuttur tími á ári hverju sem bækur seljast. Hálfan mánuö fyrir jólin þá eru keypt reiöinnar býsn af bókum en þess á milli er salan lítil sem engin. Þessi mikla sala á stuttum tíma gerlr þaö aö verkum aö viö litlu kaup- mennirnir getum ekki keppt viö stærri búðirnar. Þær geta kannski tekiö viö 200 manns í einu á meöan búöin hjá mér er full þegar þar eru 20 manns." Persónuleg tengsl Fyrir fólk sem er aö kaupa gjafir sagöi Lárus aö litlu búöirnar gætu veltt meiri þjónustu. „Fólk kemur til okkar og óskar ráöa um hvaö þaö eigi aö gefa í gjafir. Þessa þjónustu er varla mögulegt aö velta í stærri verslunum. Eg hef einnig oröiö var viö þaö aö fólk sækist eftir persónulegri tengslum Rætt við Lárus Blöndal bóksala viö kaupmanninn en hægt er aö veita í stórum verslunum. Ég á mína föstu viösklptavini sem hafa fylgt mér um árabil. Þeir hafa sýnt mér tryggö og ég hef reynt að sýna þeim tryggö. En um leið og eldri viöskiptavinir heltast úr lest- inni þá bætast aörir nýir í staöinn. Yfirburoir ‘ stóru markaöanna framyfir smærri kaupmennina sagöi Lárus aö liggi á mörgum sviöum. „Þeir hafa næg bílastæöl fyrir fjölda fólks og þaö er orðið þungt á metunum þegar fólk fer allra sinna feröa á bílum. Og þeir eru stórir, og geta tekið viö fjölda fólks á stuttum tíma. Einstaklingurinn verður oft á tíðum undir En lltlu búöirnar hafa samt forskot á stærri búöirnar á sumum sviöum. Nægir þar aö nefna aö viö getum betur fullnægt þörfum ein- staklingsins. Kjörbúöirnar sinna meira fjöldanum þannig aö ein- staklingurinn veröur oft á tíöum undir." Lárus sagöist ekki telja aö hagsmunir neytandans væru aö fullu tryggöir í höndum stóru búöanna. „Þvert á móti finnst mér ekki mikill vandi aö keppa viö stórar búölr hvaö áhrærir vöru- verð. En þessar litlu búöir bera sig ekkí nema meö ótæmandi vinnu. Þaö veröur einhver aö vinna meira heldur en reglulegan vinnutíma frá 9—6.“ Aukning í úthverfum „Almenningur viröist fá ein- hverja útrás viö þaö aö fara á stórmarkaöi" sagöi Lárus. „Viö höfum tekið eftir því aö þegar viö höldum bokamarkaöina þá flykk- ist fólk til okkar á meðan vlö getum boöið upp á næg bílastæöi. „Þróunin viröist stefna í þá átt aö búðirnar færist út í úthverfin til fólksins. Búöir í úthverfunum hafa aukiö meira viö sig í prósentum en búöir í miöbænum. Mér finnst þaö liggja alveg Ijóst fyrir aö ýmislegt þarf aö gera til aö spyrna viö fótum þannig aö miöbærinn sofni ekki.“ Heljargreipar auglýsinga „Jú víst er máttur auglýsinganna mikill í dag. En þaö er nú einu sinni svo aö viö sem teljumst til minni kaupmanna getum ekki leyft okkur eins miklar auglýsingar og stærri aðilar. En mér finnst stund- um næsta óhugnanlegt í hvílíkum heljargreipum augiýsingarnar halda fólki. Eitt dæmi: Þaö kom til okkar viöskiptavinur og vildi kaupa bók sem haföi veriö mikið auglýst en var oröin uppseld svo blessaöur viöskiptavinurinn sagöi sísona: .. .eigiö þiö þá ekki bara einhverja aöra bók eftir Örn og örlyg? ? ?... Sannleiks- kassettan „Framtíö bókarinnar? Ég spái því og vona þaö aö bókin haldi velli. Eg vona aö í framtíðinni veröi ekki hægt að nema einhvern algildan sannleik af einni kassettu, jafnvel þó aö viö munum meö því spara okkur alla skóla og kennara. Ég held aö um leiö og svo yröi þá væri einstaklingurinn búinn aö missa allt frumkvæöi og allan frumleik. Þaö væri heilaþvottur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.